Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 21
ST/EKKANIEGUR I
ÞRJÁRÁTTIR
VIÐSKIPTI
STET gengur 1
bandalag með A T&T
Amsterdam. Reuter.
RISARNIR STET/Telecom á ítal-
íu og AT&T í Bandaríkjunum hafa
bundið enda á vangaveltur fjöl-
miðla með tilkynningu um myndun
alþjóðlegs fjarskiptabandalags
með áherzlu á Rómönsku-Ameríku
og Evrópu.
í Evrópu mun STET/Telecom
Italia gerast aðili að fjarskipta-
og sameignarfyrirtækinu AT&T-
Unisource og eiga kauprétt á allt
að 30% í AT&T-Unisource.
Unisource er sameignarfyrir-
tæki PTT í Hollandi, Telia í Sví-
þjóð, og Telecom PTT í Sviss og
á sem stendur 60% í hinu samevr-
ópska fjarskiptafyrirtæki AT&T-
Unisource, en AT&T á 40%.
AT&T-Unisource býður fjar-
skiptaþjónustu sína fyrirtækjum í
Evrópu og víða um heim vegna
aðildar að samtökunum World-
Partners Association. Að World-
Partners standa 16 fjarskiptaþjón-
ustur og dreifingaraðilar í yfir 30
löndum.
STET/Telecom Italia hyggst
bjóða upp á þjónustu AT&T-
Unisource á Ítalíu. í staðinn mun
ítalski aðilinn færa starfsemi sam-
bærilegrar gagna- og fjarskipta-
deildar sinnar, Telemedia Intern-
ational (TMI), til AT&T-Uniso-
urce.
í Rómönsku-Ameríku munu
STET/Telecom Italia og AT&T
mynda 50%-50% sameignarfyrir-
tæki, sem mun veita alþjóðlega
þjónustu.
Einkavæðing í haust
Forstjóri AT&T Corp sagði að
of snemmt væri að tala um líkur
á að bandaríska fyrirtækið keypti
hlut í STET, sem ítalir ætla að
einkavæða í haust.
Samkvæmt reglum STET er
gert ráð fyrir að einkaaðilar eigi
3% hlut, en geti átt 5% að fengnu
samþykki ítalska fjármálaráðu-
neytisins.
Þegar forstjórinn var að því
spurður hvort AT&T vildi hlut í
STET sagði hann að mestu varð-
aði að AT&T hefði komið á fót
sterku bandalagi, sem fullnægði
óskum viðskiptavina.
Mikið hefur verið bollalagt um
bandalag STET/Telecom Italia,
AT&T og Unisource síðan Tele-
fonica á Spáni var beðið að hverfa
úr Unisource í apríl þegar spænska
fyrirtækið hafði stofnað til banda-
lags með keppinaut AT&T, Conc-
ert, sameignarfélagi British
Telecom og MCI Communications.
Skref Telefonica vakti spurn-
ingar um hæfni AT&T-Unisource
til að keppa á heimsgrundvelli við
Concert og Global One, fyrirtæki
Sprint Corp , France Telecom og
Deutsche Telekom.
11 milljarða dollara
samruni Lockheed og
Northrop Grumman
Bethesda, Maryland. Reuter.
LOCKHEED MARTIN ætlar að
kaupa Northrop Grumman með
samningi, sem er metinn á 11,6
milljarða dollara, og þar með hefur
verið stigið enn eitt sameiningar-
skref í bandarískum flugiðnaði.
Fyrirtæki kalla samninginn sam-
runa, sem muni gera Lockheed
Martin að eina keppinauti Boeing
risafyritækisins, sem ætlar að kaupa
McDonnell Douglas.
Með samningi Lockheed-Northrop
verður komið á fót fyrirtæki með
árlega sölu upp á um 37 milljarða
dollara samkvæmt útreikningum á
afkomunni 1997 og um 230.000
starfsmenn víða um heim
Forystumenn Lockheed og Nort-
hrop segja að samruninn muni
treysta stöðu fyrirtækjanna í heimi
harðnandi samkeppni. Stjórnarfor-
maður Lockheed, Norman August-
ine, verður yfirmaður nýja fyrirtæk-
isins. Stjórnarformaður Northrop,
Kent Kresa, verður varastjórnar-
formaður hins sameinaða fyrirtækis.
Samkvæmt samningnum fá hlut-
hafar Northrop 1,1923 hlutabréf í
Lockheed fyrir hvert eitt hlutabréf
ÁRSFUNDUR Lífeyrissjóðs Vest-
firðinga á laugardag samþykkti að
hækka stigainneign allra sjóðfélaga
um 5% þann 1. janúar 1998 og
hækka uppbót á lífeyrisgreiðslur um
4,3%.
Hrein eign lífeyrissjóðsins til
greiðslu lífeyris nam samtals 7.768
milljónum og hafði hækkað um 15%
á árinu 1996. Raunávöxtun ársins
1996 miðað við vísitölu neysluverðs
var 8,9% og lífeyrisbyrði 33%. Greið-
andi sjóðfélagar vegna vinnu í landi
í Northrop. Búizt er við að samein-
ingunni ljúki fyrir áramót, ef sam-
þykki hluthafa og eftirlitsyfirvalda
fæst. Verð hlutabréfa í Northrop
hækkaði um 23,75 dollara í 112,625
dollara og verð bréfa í Lockheed
lækkaði um 2,19 dollara í 101,81
dollar í kauphöllinni í New York.
Skilar hagnaði eftir 1998
Fyrirtækin vonast til að geta út-
skýrt samrunanna sem samnýtingu
hagsmuna, en kunna að neyðast til
að útskýra hann sem kaup. Samrun-
inn mun engin áhrif hafa á afkom-
una 1998, en auka hagnað fyrirtækj-
anna eftir þann tíma að þeirra sögn.
Lockheed Martin í Bethesda í
Maryland var stofnað 1995 með
samruna gamla Lockheed fyrirtæk-
isins og Martin Marietta Corp. Salan
1996 nam 27 milljörðum dollara og
starfsmenn 180.000 víða um heim.
Northrop Grumman í Los Ange-
les var stofnað með sameiningu
Northrop Corp. og Grumman Corp.
1994. Starfsmenn eru rúmlega
45.000 og sala 1996 nam 8 milljörð-
um dollara.
Lífeyrissjóður Vestfirðinga
Samþykkt að hækka
stigainneign um 5%
voru 3.348 talsins og 1.384 vegna
starfa við sjómennsku. Lífeyrisþegar
voru 763 talsins.
Samkvæmt tryggingafræðilegri
úttekt Talnakönnunar hf. á stöðu
sjóðsins miðað við árslok 1996 voru
eignir sjóðsins með núvirðingu um
2.120 milljónum króna hærri en
áfallin skuldbinding. Ef litið er til
framtíðarréttar og áætlunar um
framtíðariðgjöld voru eignirnar um
1.368 milljónum hærri en áætlaðar
skuldbindingar.
...og þú notar sparnaðinn sjálfur nákvæmlega eins og þér sýnist.
ngar utanlandsferðir
- engin veisluhöld
aðeins ódýrasta bensínið..
■ '
s t
Pennavinir í 210 löndum.
International Pen Friends.
Sími 881 8181.
TILBOÐ ACAMPLITE FELLIHYSI:
LÆSILEGAR INNRETTINGAR
LAUGARDAG kl. 10-17
LOKAÐSUNNUDAG
'
TILBOP k ÚTIVISTARBÚNAPI...
Tjaldvagnaland
SÉRVERSLUN MEÐ
TJALDVAGNA, FELLIHÝSI
OG FELLIHJÓLHÝSI
í 440 fm SÖLUTJALDI
VIÐ EYJASLÓÐ 7 '
REYKJAVÍK.
M
65 UTRA
tiiLVango
ÍNITESTAR400
KR. 5.900
ÁPUR 6.800
4 M
KR. 8.900
ÁPUR 11.800
PUMORI 65 ,
. 10.380
APUR 12.980
ÞAR SEM FERtJALAGIÐ BYRJAR!
^ SIGLAQIRÐIN
\ PARACT f 50
KR. 39.800
ÁPUR 47.000
Höldur Akureyrl
EYJASLOÐ 7 107 REYKJAVIK Sími 511 2200