Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
Reglugerð um fiskveiðar
Afiamark sett á
sandkola og skráp-
flúru í fyrsta sinn
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerðir er varða
næsta fískveiðiár og komandi
loðnuvertíð. Þar er kveðið á um
leyfílegan heildarafla helztu fisk-
tegunda innan lögsögunnar. Kvóti
verður nú settur á sandkola og
skrápflúru í fyrsta sinn. Kvótinn
tekur til veiða á svæði sem er sunn-
an við 64°30’N við Austurland og
sunnan við línu sem dregin er rétt-
vísandi vestur úr Öndverðanesi.
Veiðar á þessum tegundum norðan
ofangreindra lína teljast ekki til
aflamarks.
Vegna mikillar óvissu um ástand
humarstofnsins, hefur verið ákveðið
að lækka kvóta á honum á næstu
vertíð úr 1.500 lestum í 1.200 lest-
ir. Ennfremur var ákveðið að bíða
með aðrar ákvarðanir um næstu
humarvertíð þar til betri upplýs-
ingar fást um ástand stofnsins og
mótaðar verða frekari hugmyndir
um viðbrögð við slöku ástandi hans.
Þá hefur álag á ýsu, sem flutt
er út óunnin, verið lækkað úr 20%
í 15% en 10% útflutningsálag er
lagt á skrápflúru og sandkola. Útlf-
utningsálag á aðrar tegundir verður
óbreytt frá því sem nú er.
Í reglugerð um veiðieftirlitsgjald
er kveðið á um að greiða skuli 155
kr. fyrir hveija þorskígildislest sem
aflamarki er úthlutað í, og 1.160
krónur í þróunarsjóðsgjald fyrir
hveija þorskígildislest.
850.000 tonna loðnukvóti
Upphafskvóti á nýhafínni loðnu-
vertíð hefur verið ákveðinn 850.000
lestir. Þegar tekið hefur verið tillit
til 5.000 lesta sem flytjast til ís-
lenskra skipa frá kvóta Noregs skv.
ákvæðum samningsins um bætur
vegna síðustu vertíðar, 8.000 lesta
sem koma frá Grænlandi skv. tví-
hliða samningi ríkjanna og 15.225
lesta sem færeysk skip fá frá Is-
landi, koma 569.475 lestir í hlut
íslands. Á vertíðinni fá norsk skip
að veiða 80.490 lestir í íslenskri
lögsögu og færeysk skip fá að veiða
21.225 lestir. Skipum frá Græn-
landi er aftur á móti heimilt að
veiða allan sinn kvóta hér við land.
Leyfílegur botnfískafli
Fyrir fískveiðiárið 1. september 1997 til 31. ágúst 1998 er leyfileg-
ur heildarafli og úthlutað aflamark úr botnfísktegundum sem hér segir:
Utan aflaraarks
Leyfílegur Til Króka- Úthlutað
heildarafli jöfnunar bátar aflamark
1997/98 1997/98 1997/98 1997/98
Tegund Lestir Lestir Lestir Lestir
Þorskur 218.000 5.000 30.302 182.698
Ýsa 45.000 — 2.200 42.800
Ufsi 30.000 - 1.500 28.500
Karfí 65.000 - - 65.000
Grálúða 10.000 - - 10.000
Skarkoli 9.000 - - 9.000
Steinbítur 13.000 - 2.500 10.500
Langlúra 1.100 - - 1.100
Sandkoli 7.000 - - 7.000
Skrápflúra 5.000 - - 5.000
Afli samkvæmt ofangreindu miðast við óslægðan físk með haus.
Aflamark einstakra skipa skal miðað við slægðan físk með haus í
öðrum tegundum en karfa.
Krókabátar fá um
30.0001. af þorski
SAMKVÆMT reglugerð um veiðar
krókabáta á fískvéiðiárinu 1997-
1998 miðast veiðiheimildir á næsta
fiskveiðiári við að þorskafli þeirra
fari ekki yfír 30.302 lestir, miðað
við óslægðan físk, að teknu tilliti
til flutnings á þorskaflahámarki
milli ára. Akvörðun um fjölda sókn-
ardaga krókabáta verður tekin inn-
an 10 daga frá upphafi næsta fisk-
veiðiárs.
Heildarafli krókabáta á þorsk-
aflahámarki verður á næsta físk-
veiðiári 28.802 tonn. Hlutfall hvers
báts I heildarafla verður það sama
og nam hlutdeild hans í 21.000
tonnum, með tilliti til framsals og
flutnings þorskaflahámarks á milli
ára.
Sameiginlegur hámarksafli
krókabáta sem stunda veiðar á
sóknardögum með handfæri ein-
göngu, verður 3.002 tonn á næsta
fiskveiðiári. Sóknardagabátar á
bæði línu- og handfæraveiðum fá
um 2.157 tonn í sinn hlut. Fjöldi
sóknardaga fýrir næsta fískveiðiár
er ákveðinn fyrir hvorn sóknarhóp
fyrir sig með því að reikna meðal-
afla á hvem leyfðan sóknardag yfír-
standandi fiskveiðiárs og deila
þeirri tölu í sameiginlegan há-
marksafla hvors sóknarhóps á físk-
veiðiárinu. Afli handfærabáta hefur
ekki áhrif á útreikning dagafjölda
báta í línu- og handfærakerfinu,
og öfugt. Vegna útreikninganna
verður leyfilegur íjöldi sóknardaga
á næsta fískveiðiári því ekki ákveð-
inn fyrr en mest 10 dagar eru liðn-
ir af fiskveiðiárinu. Teljast þeir
dagar sem róið er áður en ákvörðun-
in er tekin til nýttra sóknardaga á
fiskveiðiárinu 1997-8.
- kjarni málsins!
Hong Kong og Tævan
skipa sendifulltrúa
Reuter
ÍBÚI í Hong Kong sýnir fyrsta vegabréfið frá Sérstjórnarsvæð-
inu Hong Kong, en útgáfa bréfanna hófst í gær. Mikill mann-
fjöldi bauð úrhellisregni byrginn til þess að sækja sér vegabréf.
HONG Kong, sem nú er hluti af Kína,
og Tævan, sem stjómvöld í Peking
telja vandræðahérað í landinu, til-
nefndu í gær háttsetta sendimenn
sem vinna skuli að bættri samvinnu,
að því er tævanskur embættismaður
greindi frá á fréttamannafundi.
Koo Chen-fu, fulltrúi Tævan-
stjórnar í málefnum er varða samsk-
skipti Tævans og Kína, sagðist hafa
lagt grundvöll að samræðum við
Tung Chee-hwa, héraðsstjóra í Hong
Kong, í gær, fyrsta virka dag eftir
að Bretar afhentu Kínveijum Hong
Kong. Tung tilnefndi starfsmann í
ráðgjafaráði sínu, Paul Yip, sem
fulltrúa sinn í málefnum er varða
samstarf Hong Kong og Tævans.
„Stærsta verkefnið sem við stönd-
um nú frammi fyrir er að auka sam-
vinnu af beggja hálfu, brúa það sál-
ræna bil sem sagan hefur skapað,"
sagði Koo. Sendimennirnir myndu
„ræða og stjórna“ málefnum er
varða bæði Hong Kong og Tævan.
Óljóst var, á fréttamannafundin-
um, hvernig viðræðum Koos og
Tungs verður háttað. Stjómvöld í
Peking hafa sagt að engar opinberar
viðræður geti farið fram milli Hong
Kong og Tævan án samþykkis
þeirra, og ráðgjafí Tungs sagði þetta
hafa verið einkaviðræður.
Talsmaður Tungs sagði einnig að
Yip hefði haft samskipti við sendi-
fulltrúa Tævans um nokkurra vikna
skeið og hefðu þeir rætt málefni er
vörðuðu Hong Kong og Tævan. Tals-
maðurinn vildi ekki útskýra málið
frekar. Yip er verslunarmaður og
kunnur fyrir hæfileika sína til þess
að halda góðum tengsium við stjórn-
völd í Kína og á Tævan. Kínveijar
hafa litið á Tævan sem heimkynni
uppreisnarmanna síðan fyrrum
stjórn þjóðernissinna í Kína, undir
forystu Sjang Kai Sjek, tapaði í
borgarastríði við kommúnista 1949
og flýði til eyjarinnar.
Koo sagði að Tævanstjórn vonað-
ist eftir því að þarlendir embættis-
menn gætu heimsótt Hong Kong og
öfugt, og kvaðst hafa boðið Tung í
heimsókn til Tævans, en tók fram
að hann vissi að héraðsstjórinn væri
störfum hlaðinn.
Ætlar ekki að ganga í flokkinn
Tung sagði í gær að hann hyggð-
ist ekki ganga í kínverska kommúni-
staflokkinn, en flokksaðild hefur
verið skilyrði fyrir ráðamenn í Kína.
Kom þetta fram í viðtali við við-
skiptablað í Hong Kong sem gefið
er út á kínversku. Tung sagði enn-
fremur að flokkurinn hefði engin
áform um pólitísk afskipti í Hong
Kong, sem Bretar afhentu Kínveij-
um á miðnætti á mánudag.
Mannréttindadómstóll Evrópu
Mátti kalla
Haider hálfvita
Strassborg. Morgunblaðið.
AUSTURRIKI var í gær dæmt brot-
legt við Mannréttindasáttmála Evr-
ópu í máli blaðamanns sem hafði
kallað austurríska stjórnmálamann-
inn Jörg Haider hálfvita. Heima fyr-
ir hafði blaðamaðurinn verið dæmd-
ur í refsingu fyrir að móðga Haider
en mannréttindadómstóllinn í
Strassborg er á öndverðum meiði
og telur ummæli hans varin af 10.
gr. Mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
Málavextir
voru þeir að Jörg
Haider sem er
formaður hins
hægri sinnaða
fijálslynda flokks
I Austurríki flutti
ræðu þar sem
hann hélt því fram að allir hermenn
í seinni heimsstyijöldinni hefðu bar-
ist í þágu friðar og frelsis sama í
hvaða her þeir voru og þannig lagt
grunninn að lýðræðislegu samfélagi
samtímans. Einnig gaf hann til
kynna að engir aðrir en þessir ættu
að njóta skoðanafrelsis.
Gerhard Oberschlick, sem ritstýrir
tímaritinu Forum, brást ókvæða við
og skrifaði í mars 1991 grein í blað
sitt þar sem hann fjallaði um ræðu
Haiders og kallaði hann hálfvita
(Trottel). Haider höfðaði þá einkaref-
simál á hendur Oberschlick og var
hann dæmdur fyrir refsiverða móðg-
un af austurrískum dómstólum.
Gagnrýni á stjórnmálamenn
I dómi sínum segir mannréttinda-
dómstóllinn að mörk leyfilegrar
gagnrýni séu rýmri gagnvart stjórn-
málamönnum, sem koma opinber-
lega fram sem slíkir, heldur en gagn-
vart öllum almenningi. Haider hafí
greinilega ætlað að ögra fólki með
ræðu sinni og þannig vekja sterk
viðbrögð. Vissulega væri ómálefna-
legt að nota orðið „hálfviti" en ekki
væri unnt að líta svo á að um rætna
persónulega árás væri að ræða þar
sem fram hefði komið hjá höfundi á
skiljanlegan hátt hvers vegna hann
notaði þetta orð um stjórnmála-
manninn. Oberschlick hefði þarna
lýst skoðun sinni og vísaði dómstóll-
inn þar til sérstakrar verndar sem
skoðanir manna njóta umfram full-
yrðingar sem beinlínis er hægt að
sanna eða af-
sanna. Dómstóll-
inn tók þó fram
að ekki væri þar
með sagt að menn
mættu alltaf setja
skoðun sína fram
með þessum
hætti, einkum ef
engar staðreyndir
renndu stoðum undir hana. Sam-
kvæmt þessu hefði ekki verið sýnt
fram á að nauðsynlegt hefði verið
að refsa Obersclick fyrir ummæli sín
og því teldist Austurríki hafa brotið
gegn 10. gr. mannréttindasáttmál-
ans sem verndar tjáningarfrelsi.
Sératkvæði Þórs
Tveir dómarar af níu skiluðu sér-
atkvæði, þeir Þór Vilhjálmsson og
austurríski dómarinn Franz Matsc-
her.
Þess má geta að þetta var þriðja
meiðyrðamálið sern Oberschlick kærir
til Strassborgar. I fyrsta skiptið hafði
hann erindi sem erfíði þegar hann
hafði verið dæmdur heima í Austur-
ríki fyrir að saka annan forystumann
fijálslynda flokksins, Walter Grab:
her-Meyer að nafni, um nasisma. I
annað skiptið hafði Obersclick sem
ritstjóri Forum hlotið dóm ásamt
blaðamanni, sem skrifað hafði harka-
lega gagnrýni í blaðið á dómara við
sakadóm Vínarborgar. Þá taldi
mannréttindadómstóllinn að 10. gr.
mannréttindasáttmálans hefði ekki
verið brotin.
Frakkland
Fjárlaga-
hallinn vart
niður í 3%
París. Reuter.
DOMINIQUE Strauss-Kahn, fjár-
málaráðherra Frakklands, sagði í
gær að fjárlagahallinn kynni að
verða umtalsvert hærri en spáð
hefði verið fyrr á árinu og að ríkis-
stjórnin myndi grípa til aðgerða
til að takast á við hann ef þörf
krefði. Hann gaf hins vegar í skyn
að aðgerðirnar myndu tæpast duga
til að ná hallanum niður fyrir 3%,
sem er skilyrði sem fyrri ríkisstjórn
og Þjóðveijar hafa sett sér fyrir
aðild að Efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópu (EMU).
Strauss-Kahn sagði að franska
stjórnin myndi setja sér markmið
eftir því sem hún teldi að efnahag-
urinn þyldi. Hann neitaði hins veg-
ar að spá fyrir um hversu mikill
hallinn yrði, en kvaðst telja að
hann yrði á bilinu 3,4 og 3,8%.
-----» ♦ ♦
Bretar sakaðir
um ólöglegan
útflutning
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins (ESB) sagði í gær
að 1.600 tonn af bresku nauta-
kjöti hefðu verið flutt ólöglega til
Hollands, Rússlands og Egypta-
lands, með aðstoð Belga. Hefðu
Bretar með þessu brotið bann sem
sett var á útflutning bresks nauta-
kjöts fyrir rúmu ári vegna kúariðu.
Sögusagnir hafa verið á kreiki
í nokkurn tíma um málið og hefur
þrýstingur aukist mjög á fram-
kvæmdastjórnina að upplýsa það.
í Ijós hefur komið að útflutningur-
inn ólöglegi var rúmlega tvöfalt
meiri en áður var talið.