Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 35
PENINGAMARKAÐURINN
FRÉTTIR
ERLEND HLUTABREF
Dow Jones, 3. júlí.
VERÐ HREYF.
NEW YORK
DowJones Ind 7880,2 f 2,1%
S&P Composite 916,3 t 2,4%
Allied Signal Inc 87,9 t 3,4%
AluminCoof Amer... 77,1 t 1,5%
Amer Express Co 79,6 t 5,6%
AT & T Corp 35,9 t 1,8%
Bethlehem Steel 10,5. t 0,6%
Boeing Co 55,5 t 2,5%
Caterpillarlnc 108,8 t 1.8%
Chevron Corp 75,8 t 1,1%
CocaCola Co 71,1 t 3,6%
Walt Disney Co 77,4 t 0,6%
Du Pont 63,1 t 1,8%
Eastman KodakCo... 78,2 t 1,2%
Exxon Corp 64,8 t 3,0%
Gen Electric Co 69,0 t 3.5%
Gen Motors Corp 56,4 J 0,1%
Goodyear 63,4 t 1,6%
Intl Bus Machine 94,7 t 2,5%
Intl Paper 50,4 f 0,5%
McDonalds Corp 48,6 t 1,2%
Merck&Co Inc 105,3 t 0,8 %
Minnesota Mining.... 101,8 t 1,3%
MorganJ P&Co 110,3 t 2,5%
Philip Morris 45,1 t 2,3%
Procter&.Gamble 144,1 t 2,8%
Sears Roebuck 55,6 t 1,7%
Texaco Inc 111,7 t 1,6%
UnionCarbideCp 49,3 t 3,0%
United Tech 85,8 t 2,1%
Westinghouse Elec.. 24,4 t 3,4%
Woolworth Corp 25,5 t 1,5%
Apple Computer 1590,0 t 1,3%
Compaq Computer.. 108,3 t 3,9%
Chase Manhattan .... 104,3 f 3,2%
ChryslerCorp 33,6 t 0,8%
Citicorp 130,5 t 3,5%
Digital Equipment 36,6 t 0,2%
Ford MotorCo 39,9 t 2,7%
Hewlett Packard 56,4 f 2,7 %
LONDON
FTSE 100 Index 4831,7 t 1,7%
Barclays Bank 1235,0 t 1.6%
British Airways 685,0 t 0,1%
British Petroleum 75,0 t 2,6%
British Telecom 871,0 t 1.6%
Glaxo Wellcome 1310,0 t 0.3%
Grand Metrop 615,0 j 0,5%
Marks & Spencer 506,5 t 0,7%
Pearson 713,0 t 1,1%
Royal & Sun All 469,0 J 1,2%
ShellTran&Trad 442,0 t 2,2 %
EMI Group 1117,0 J 0,2%
Unilever 1786,0 t 0,8%
FRANKFURT
DT Aktien Index 3939,7 t 1,9%
Adidas AG 194,8 t 0,9%
Allianz AG hldg 368,5 í 0,4%
BASFAG 65,8 J 0,3%
BayMot Werke 1475,0 t 2,3%
Commerzbank AG.... 49,9 J 0,6%
Daimler-Benz 145,2 t 0.2%
Deutsche BankAG... 103,7 J 1,0%
Dresdner Bank 62,0 J 1,0%
FPB Holdings AG 306,0 t 0,3%
Hoechst AG 77,5 J 2,3%
Karstadt AG 637,0 J 0,4%
Lufthansa 33,0 f 3,6%
MANAG 544,0 f 0,6%
Mannesmann 781,5 t 0,1%
IG Farben Liquid 3,3 J 8,7%
Preussag LW 513,0 t 0,2%
Schering 189,0 j 0,7%
Siemens AG 108,6 f 1,8%
Thyssen AG 430,7 t 0,2%
Veba AG 100,9 t 1.3%
Viag AG 805,6 t 0.7%
Volkswagen AG TOKYO 1402,0 t 4,2 %
Nikkei 225 Index 0,0
AsahiGlass 1110,0 J 0,9%
Tky-Mitsub. bank 2220,0 J 0,9%
Canon .3080,0 J 1,0%
Dai-lchi Kangyo 1520,0 - 0,0%
Hitachi 1280,0 J 1,5%
Japan Airlines 534,0 f 1,7%
Matsushita E IND 2240,0 J 0,9%
Mitsubishi HVY 870,0 J 0,6%
Mitsui 1060,0 J 0,9%
Nec 1560,0 - 0,0%
Nikon 1850,0 J 1,1%
Pioneer Elect 2760,0 J 0,4%
Sanyo Elec 504,0 t 0,4%
Sharp 1550,0 - 0,0%
Sony 9640,0 J 1,3%
Sumitomo Bank 1830,0 t 0,5%
Toyota Motor 3330,0 j 1,2%
KAUPMANNAHÖFN
Bourse Index 175,7 t 0,0%
Novo Nordisk 728,0 J 0,3%
Finans Gefion 138,0 f 7,8%
DenDanske Bank 687,0 f 1,0%
Sophus Berend B 985,0 J 0.1%
ISS Int.Serv.Syst 237,0 J 1,3 %
Danisco 411,0 J 1,4%
Unidanmark 392,0 f 1,0%
DS Svendborg 346000,0 - 0,0%
Carlsberg A 360,0 J 1,4%
DS1912 B 241000,0 j 1,8%
Jyske Bank OSLÓ 583,0 i 0,5%
Oslo Total Index 1230,6 t 1.1%
Norsk Hydro 395,0 J 0,3%
Bergesen B 176,5 t 0,3%
Hafslund B 39,5 - 0,0%
KvaernerA 453,0 t 1,1%
Saga Petroleum B.... 136,5 f 2,2%
OrklaB 506,0 t 0,8%
Elkem 145,0 t 0,7%
STOKKHÓLMUR
Stokkholm Index 3048,7 f 1,3%
Astra AB 147,5 t 1,4%
Electrolux 575,0 - 0,0%
Ericson Telefon 124,5 f 11,2%
ABBABA 114,0 t 2,2%
Sandvik A 54,5 t 7,9%
VolvoA25SEK 58,5 • 0,0%
Svensk Handelsb.... 76,0 J 2,6%
StoraKopparberg,... 128,0 t 0,4%
Verð allra markaða er í dollurum. VERÐ: Verð
hluts klukkan 16.00 í gær. HREYFING: Verð-
breyting frá deginum áður.
Heimild: DowJones
Evrópsk bréf
hækka í verði
EVRÓPSK bréf hækkuðu í verði í
gær, brezk og þýzk mest, eftir
aðra hækkun í Wall Street vegna
þess að launakostnaður í Banda-
ríkjunum hefur aukizt minna en
búizt hefur verið við. Um leið lækk-
aði dollar gegn marki og jeni. At-
vinnuleysi í Bandaríkjunum í júní
jókst í 5% úr 4,8% og meðallaun
á klukkustund hækkuðu í 12,22
dollara úr 12,18 í maí. „Ekkert í
þessum tölum mælir með því að
seðlabankinn taki upp meiri að-
haldsstefnu," sagði sérfræðingur.
Seðlabankinn ákvað í fyrradag að
halda bandarískum vöxtum
óbreyttum, en sérfræðingar búast
við hærri vöxtum síðar á árinu til
að halda verðbólgu í skefjum. Þó
er ekki búizt við vaxtahækkun á
næsta fundi seðlabankans í ágúst,
þar sem vöxtur virðist innan hóf-
legra marka og verðbólga væg.
Dow Jones vísitalan hækkaði um
rúmlega 100 punkta við opnun og
náði meti, en lækkaði aftur. í Lond-
on hækkaði FTSE vísitalan um rúm-
lega 100 punkta síðdegis vegna
upplýsinganna frá Bandaríkjunum.
Dregið hefur úr ugg um að brezkir
vextir verði hækkaðir á næstu mán-
uðum. ( Frankfurt komst IBIS DAX
vísitalan í fyrsta skipti yfir 3,900
punkta eftir lokun vegna áhrifa frá
Wall Street. Þegar viðskiptum lauk
mældist IBIS nálægt meti sínu,
3944,34 punktum, og spáð er að
hún fari yfir 4000 punkta á næstu
vikum. CAC-40 vísitalan í París
hækkaði um tæplega 1% við lokun.
Beðið er eftir því að hún komist í
yfir 3000 og haldi áfram að hækka.
Olíuverð á Rotterdam-markaði (NWE) frá 1. maí
59 nemendur með
viðbótamám til
starfsréttinda
17. JÚNÍ 1997 voru brautskráðir
frá félagsvísindadeild Háskóla ís-
lands, auk 69 kandídata, 59 nem-
endur með viðbótarnám til starfs-
réttinda sem hér segir:
Kennslufræði til kennsluréttinda
(42)
Ann Birgit Boesen Knudsen
Ágústa Guðrún Bernharðsdóttir
Ása Hólmarsdóttir
Ása Magnea Ólafsdóttir
Áslaug Sigvaldadóttir
Ástríður Elín Jónsdóttir
Berglind Reynisdóttir
Berglind Steinsdóttir
Björn Gísli Erlingsson
Davíð Ágúst Davíðsson
Edda Sigurdís Oddsdóttir
Elín Bryndís Guðmundsdóttir
Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir
Guðbjartur Ólason
Guðbjörg Daníelsdóttir
Guðbjörg Kristín Jónatansdóttir
Guðrún Theódórsdóttir
Heiðrún Tryggvadóttir
Helga Ágústsdóttir
Helga S. Helgadóttir
Hildur Gróa Gunnarsdóttir
Ingibjörg 0. Sigurðardóttir
Jóna Dóra Kristinsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Katrín Sigurðardóttir
Kristbjörg Olsen
Kristján Ari Arason
Marta Guðrún Daníelsdóttir
Oddný Sæunn Teitsdóttir
Róbert Jack
Sif Karla Eiríksdóttir
Sigríður Albertsdóttir
Sigríður Guðrún Sveinsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
Sjöfn Gunnarsdóttir
Steinunn Egiisdóttir
Svavar Sigurður Guðfinnsson
Valgerður Bjarnadóttir
Þorgerður Aðalgeirsdóttir
Þorkell H. Diego
Þórarinn Stefánssson
Þórhalla Sigmundsdóttir
Starfsréttindanám í bókasafns-
og upplýsingafræði (60e) (3)
Guðmundur Guðmarsson
María Hrafnsdóttir
Vala Nönn Gautsdóttir
Skólasafnvörður (4)
Auðbjörg Pálsdóttir
Júlíana Þ. Lárusdóttir
Svanhildur Skúladóttir
Þórunn E. Sighvatsdóttir
Námsráðgjöf (9)
Arnfríður Olafsdóttir
Emilía Baldursdóttir
Guðrún Oddsdóttir
Helga Tryggvadóttir
Ingibjörg Siguijónsdóttir
Ingibjörg Þórdís Þórisdóttir
Kristín Huld Gunnlaugsdóttir
Sigrún Þórisdóttir
Þórhalla Gunnarsdóttir
Félagsráðgjöf til starfsréttinda
(1)
Kristbjörg Leifsdóttir
ÞÓRIR Ólafsson, rektor KHÍ, tekur við gjöf Hugfangs hf.
*
KHI fær 5 ritþjálfa
NÝVERIÐ barst Kennaraháskóla
íslands höfðingleg gjöf en það
voru 5 eintök af nýju ísiensku
kennslutæki ásamt fylgibúnaði.
Kennslutæki þetta heitir „Rit-
þjálfi“ og er tækið hannað og
þróað af gefendum, fyrirtækinu
Hugfang hf., í nánu samstarfi við
skóla og menntayfirvöld.
Ritþjálfanum er ætlað að auka
almennt tölvulæsi og hentar vel
sem fyrsta þrep til að þjálfa nem-
endur í yngri aldurshópum í und-
irstöðuþáttum upplýsingatækni.
Það má t.d. nota við kennslu móð-
urmáls, erlendra tungumáía og
stærðfræði, svo eitthvað sé nefnt.
Tækið er einfalt í notkun og rask-
ar ekki hefðbundnu kennsluum-
hverfi í almennu bekkjarum-
hverfi. Á síðastliðnum vetri var
Ritþjálfi notaður í fjölmörgum
grunnskólum og þótti gefa mjög
góða raun.
Kennaraháskólanum er mikill
fengur í gjöf þessari enda afar
áríðandi að kennaraefni geti á
hveijum tíma kynnst af eigin raun
þeim námsgögnum og kennslu-
búnaði sem notaður er í grunn-
skólanum landsins, segir í frétta-
tilkynningu.
19. ráðstefna menntamálaráðherra Evrópuríkja
Netvæðing
skólakerfisins hér
vekur athygli
„19. RAÐSETEFNA menntamála-
ráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins
með þátttöku fulltrúa þeirra ríkja
sem eiga áheyrnaraðild að ráðinu
og alþjóðastofnana var haldin i
Kristiansand í Noregi 22.-24. júní
1997. Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra sat fundinn fyrir íslands
hönd,“ segir í fréttatilkynningu frá
menntamálaráðuneytinu.
„Annar leiðtogafundur aðildar-
ríkja Evrópuráðsins verður haldinn
í Strassborg í október næstkom-
andi. Ályktuðu menntamálaráð-
herrarnir sérstaklega af því tilefni
um mikilvægi þess, að á leiðtoga-
fundinum yrði lögð áhersla á gildi
menntunar jafnt fyrir einstaklinga
og þjóðir. Með góðri menntun væri
stuðlað að virðingu fyrir mannrétt-
indum og eflingu lýðræðislegra
stjórnarhátta en hvort tveggja væri
forsenda fyrir friðsamlegri þróun í
Evrópu.
Þá samþykktu ráðherrarnir álykt-
anir undir heitinu Menntun 2000:
Stefna, sameiginleg viðfangsefni og
forgangsmál í evrópskri samvinnu.
Þar er annars vegar fjallað um þau
samstarfsverkefni á vegum Evrópu-
ráðsins, sem er að ljúka, og hins
vegar lagt á ráðin um framtíðarsam-
starf í menntamálum á vegum Evr-
ópuráðsins. Það er lögð sérstök
áhersla á samstarf um tungumála-
kennslu og hvatt til þess að skólar
nýti sér hina nýju tækni með því að
þeir verði tengdir alnetinu. Á fund-
inum var ísland nefnt sem dæmi um
það, hvar vel hefði tekist að netvæða
skólakerfið. Áfram verður lögð
áhersla á samstarf um tungumála-
kennslu, kynningu á lýðræðislegum
stjórnarháttum, samvinnu um gerð
námskrár og námsefnis í nútíma
Evrópusögu, kynningarstarf meðal
kennara, samstarf milli skóla og
framkvæmd vekefnisins „Evrópa í
skóla“.
í tengslum við ráðstefnuna buðu
Norðmenn ungmennum frá 33 Evr-
ópulöndum til Noregs til þátttöku í
fjölþjóðlegum kór, sem söng á setn-
ingarfundi hennar.
Skorar á ríkisstjórn-
ina að mótmæla
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun þingflokks
Kvennalistans vegna áforma um
geymslu kjarnorkuvopna á Græn-
landi:
„Þingflokkur Kvennalistans lýsir
miklum áhyggjum vegna frétta um
áhuga grænlenskra ráðamanna á því
að geyna kjarnorkuvopn fyrir stór-
þjóðirnar á Grænlandi.
Ljóst er, að kjarnorkuveldin
standa nú frammi fyrir þeirri tor-
leystu þraut, hvar þau eigi að koma
fyrir þeim stórhættulegu gereyð-
ingavopnum, sem þau svo kappsam-
lega hafa framleitt í fyrirhyggjuleysi
og valdabrölti síðustu áratuga. Nú
þegar umheimurinn hefur knúið þau
til að bæta ráð sitt vita þau ekki
hvað þau eiga að gera við þessi
hryllilegu vopn sem enginn vil hafa
nálægt sér. Það verður að vera þeirra
eigin höfuðverkur. Þeir sem báru
ábyrgð á framleiðslu kjarnorku-
vopna verða einnig að axla ábyrgð
af geymslu þeirra og eyðingu innan
sinna eigin landamæra. Þeim má
ekki líðast að kaupa til þess fá-
menna, fjárvana þjóð, sem gæti lát-
ið glepjast af voninni um tugi millj-
arða króna fyrir greiðann. Geymsla
kjarnorkuvopna stórveldanna á
Grænlandi gæti haft skelfilegar af-
leiðingar fyrir atvinnulíf íslendinga,
sem byggir að stærstum hluta á
ímynd hreinleika og lítillar mengun-
ar. Aðeins tilhugsunin um hugsan-
lega geislamengun í Norðurhöfum
gæti skaðað fisksölu tímabundið og
jafnvel varanlega. Þingflokkur
Kvennalistans skorar á ríkisstjórn
Islands að mótmæla þegar í stað við
grænlenska, bandariska og rúss-
neska ráðamenn öllum hugmyndum
um geymslu kjarnorkuvopna á
Grænlandi fyrir stórþjóðimar.“