Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson STÍGANDI sem sjálfur er vel gerður hestur gefur framfalleg FIMM vetra hryssurnar í verðlaunasætum ásamt knöpum eru frá vinstri Duld og Þórður, Þota og og góð tölthross. Formaður Hrossaræktarsambands Vesturlands, Gísli, Röskva og Pálmi, Eggert og Vaka og sú hæsta Snót og Jóhannes. Bjarni Marinósson, sem sjálfur er á kafi í ræktun, heldur í hestinn. Kynbótasýning, á Kaldármelum Miðar á leið þótt hægt fari AÐKOMUHESTAR stóðu efstir í flokki fimm vetra stóðhesta og var Hamur frá Þóroddsstöðum þar í öðru sæti, jafnvígur að sköpu- lagi og hæfileikum, knapi er Þórður Þorgeirsson. HESTAR Kaldármclar KYNBÓTASÝNING FJÓRÐUNGSMÓTSINS Sextíu og fímm hross hlutu sinn dóm á fjórðungsmótinu á Kaldármelum dagana 26.-29. júní sl. Fjórtán hross hlutu dóm fyrir afkvæmi en fímmtíu og eitt var í einstaklingsdómi. Þá kom fjöldi hrossa fram í sýningu ræktunarbúa. HROSSARÆKTIN á Vesturlandi hefur lengi verið í kreppu en í vor að lokinni forskoðun fyrir fjórðungs- mótið þóttu ýmis teikn á lofti þess efnis að eitthvað væri að rofa til. Var því nokkur eftirvænting með kynbótasýningu mótsins sem fram að þessu hefur verið notuð sem helsti mælikvarði á stöðu hrossaræktar í hveijum landsfjórðungi fyrir sig. I ljósi þess sem gat að líta á mótinu má ætla að miði í rétta átt þótt hægt fari og sannast sagna bjóst undirritaður við betri kynbótasýn- ingu. Stígandi stendur fyrir sínu Tveir hestar voru sýndir til heið- ursverðlauna en það mun í fyrsta skipti sem stóðhestur nær þessum heiðurssessi á fjórðungsmóti á Vest- urlandi og hvað þá tveir á sama mótinu. Sá er ofar stóð, Stígandi frá Sauðárkróki, virðist vera að ýmsu leyti tímamótahestur. Hestur sem virðist gagnast sérlega vel til að rækta eða framleiða hross sem eru fljóttamin, vel töltgeng, frekar stór og framfalleg. Það mun reynsla þeirra sem notað hafa hestinn í ein- hveijum mæli og haft viðunandi hryssukost, að allt sem undan hon- um kemur selst á augabragði. Stíg- andi fær afar jákvæð dómsorð þar sem segir að afkvæmi séu fríð með grannan langan háls, bak þokka- legt, þó í stífara lagi á sumum af- kvæmanna. Samræmi afbragð, fóta- há og léttbyggð. Fótágerð og rétt- leiki í góðu meðallagi og hófar yfir- leitt mjög góðir. Töltið hreint og mjúkt, brokk síðra en oft skrefmik- ið. Fáir vekringar í hópnum þó þar finnist undantekningar en afkvæmin stökkva vel og fallega, hafa góðan reiðvilja og fara afar vel í reið. Svo mörg voru þau orð. Því miður kemur rýmisjaxlinn Kol- fínnur frá Kjarnholtum ekki eins vel frá leiknum þótt kominn sé í heiðurs- verðlaun. í dómsorði segir að af- kvæmin séu vöxtuleg en ekki fínleg, höfuð stórt og gróft. Hálsinn sver, allvei reistur, herðar háar og bóga- lega góð, bak breitt og lendin öflug. Heldur bolmikil hross en þó fótahá og hlutfallarétt, fótagerð þokkaleg en réttleiki og hófar í tæpu meðal- lagi. Þá segir um hæfíleika að af- kvæmin séu mörg hver voldug gang- hross, viljamikil, traust í Iund, fjölhæf og rúm með góðum fótaburði og framganga aðsópsmikil. Ekki er í dómsorði minnst á gangsemi afkvæ- manna, þ.e. þau fara mikið á skeið- tölti mörg hver og er það líklega al- varlegasti galli Kolfínns sem kyn- bótahests. Kolfínnur hefur hin síðari ár vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu á öllum gangi, mikill yfír- ferðar og rýmishestur en því miður virðast afkvæmin ekki standa föður sínum á sporði í þeim efnum. Þá virð- ist ganglag afkvæmanna gera kröfur um aukavigt á framfætur til að hreinsa töltið. Fimm hestar voru sýndir í flokki stóðhesta sex vetra og eldri og stóð efstur Þröstur frá Innri-Skelja- brekku. Þröstur er undan Kveik frá Miðsitju og Glóu frá Innri-Skelja- brekku. Þröstur hlýtur yfir 8 fyrir bæði sköpulag og hæfíleika sem er það sem stefna ber að með alla helstu ræktunarhestana. Hann fær hæst 9 fyrir skeið og 8,5 fyrir bak og lend, samræmi, hófa, tölt, stökk, vilja og fegurð í reið. Jafnsterkur hestur sem kemur út með 8,26 í aðaleinkunn. Næstur kemur Ferill frá Hafsteinsstöðum sem er með 8,59 fyrir hæfileika, fær 9 fyrir stökk og vilja og 8,5 fyrir önnur atriði nema geðslag átta. Ferill er frekar lágur fyrir sköpulag 7,73. Það er athyglisvert með þessa tvo hesta sem fá háar einkunnir fyrir hæfileika að hvorugur þeirra vekur athygli í samræmi við það sem einkunnir gefa tilefni til án þess að verið sé að gefa í skyn að þeir hafí verið ofdæmdir. Andvari frá Skáney vekur athygli fyrir prúðleika sem mikið er horft í en það virðist vanta á köflum meiri snerpu í hestinn og líður prýði- leg ganghæfni fyrir það. Aðkomuhestarnir efstir Af fímm vetra hestum stendur efstur Eiður frá Oddhóli sem er af vestlenskum ættum, undan Gáska frá Hofsstöðum og Eiðu frá Skáney sem bæði eru vestlensk að stórum hluta aftur í ættir. Hrossaræktar- samband Vesturland hefur keypt hlut í hestinum af Sigurbirni Bárðar- syni og er vonandi að hann geti lagt Vestlendingum lið í ræktunarstarf- inu. Eiður hlýtur 8,15 fyrir sköpulag og 8,61 fyrir hæfileika sem er hæsta einkunn mótsins. Eiður hlýtur hæst 9 fyrir fótagerð og hófa, tölt, brokk, vilja og fegurð í reið. Hamur frá Þóroddsstöðum er næstur Eiði með 8,30 fyrir sköpulag. Feikna myndar- legur hestur með 9 fyrir fótagerð og réttleika og 8,5 fyrir háls og herðar, tölt, brokk, stökk , vilja og fegurð í reið. Hann er undan Galdri frá Laugarvatni og Hlökk frá Laug- arvatni. Skorri frá Gunnarsholti kemur næstur með 8,03 fyrir sköpu- lag og 8,01 fyrir hæfileika. Fær 9 fyrir brokk en er skeiðlaus sem skýr- ir lága hæfileikaeinkunn. Hrossa- ræktarsamband Vesturlands á hiut í öllum þessum hestum, en allir eru þeir nýlega komnir í eigu sambands- ins. Víst má telja að Skorri sem er undan Orra frá Þúfu og Skruggu frá Kýrholti (móðir hinnar frægu Dimmu frá Gunnarsholti) valdi nokkrum vonbrigðum en koma tímar og koma ráð og sjálfsagt fær hann tækifæri síðar til að sanna sig bet- ur. Skírnir frá Skjólbrekku undan Kveik frá Miðsitju og Jörp frá Vatns- leysu vakti athygli fyrir góð tilþrif en byggingareinkunn er í knappara lagi. Aðeins einn fjögra vetra stóðhest- ur var sýndur að þessu sinni, Starri frá Hvítanesi undan Orra frá Þúfu og Dýrðmundu Bylsdóttur frá Hvíta- nesi. Hann er með 7,90 í aðalein- kunn, nokkuð efnilegur foli en fær aðeins 7,5 fyrir háls og herðar, er með þykkan háls eins og margt undan Orra. Að öðru leyti eru ein- kunnir í góðu lagi og ef hálsinn létt- ist getur hann átt góða framtíð sem stóðhestur. Sveinatunguræktun skilar góðu Mikil gróska var í afkvæmasýn- ingum hryssna að þessu sinni, tvær hryssur fengu heiðursverðlaun og hvorki fleiri né færri en tólf hryssur hlutu 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Sveinatunguhryssurnar Fúga og Maddóna hlutu heiðursverðlaun og er þetta líklega einsdæmi að tvær hryssur úr sömu ræktun hljóti þessa vegtyllu á sama móti. Fúga var tveimur stigum hærri en Maddóna en eigi að síður vekja afkvæmi Mad- dónu með stórgæðinginn Seim frá Víðivöllum fremri í broddi fylkingar meiri athygli á velli enda segir í dómsorði að afkvæmin séu fluglétt á stökki, viljahá og fari glæsilega í reið. Efst af 1. verðlaunahryssum varð Blesa frá Stykkishólmi undan Hlyni frá Hvanneyri og Eldingu frá Stykk- ishólmi. Það verður að segjast eins og er að þótt allar þessar hryssur fengju 1. verðlaun fyrir afkvæmi var sýningin á hópunum misheppnuð. Alltof mikill tími fór í sýningu á ORÐA frá Víðivöllum stóð sig vel á mótinu og hlaut meðal annars 9 fyrir fegurð í reið, knapi er Þórður Þorgeirsson. ÞORVALDUR Jósefsson í Sveinatungu hafði i nógu að snúast þegar kom að verð- launafhendingu. Hér stendur hann við hlið afkvæma Maddónu frá Sveintungu en hún hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.