Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OLAFUR VALGEIR
EINARSSON
■4* Ólafur Valgeir
1 Einarsson, sjáv-
arútvegsfræðingur,
fæddist í Reykjavík
3. júní 1952 og ólst
þar upp. Hann lést
í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 22.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni
2. júlí.
Mig langar að minn-
ast hér með nokkrum
orðum míns ágæta vin-
ar og starfsfélaga, Ól-
afs V. Einarssonar, eða Óla fimmta
eins og hann var svo oft kallaður.
Við kynntumst árið 1988 þegar
ég hóf störf hjá Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands. Óli var þá kominn
til Malawi en ég var á skrifstofunni
í Reykjavík að undirbúa ferð til
Grænhöfðaeyja. Á einum af mínum
fyrstu dögum bað yfirmaður okkar,
Björn Dagbjartsson, mig að hringja
til Óla og kanna hvernig hann hefði
það. Það tók nokkra stund að hafa
u upp á honum sem ekki var að undra,
aðstæður hans voru með allt öðrum
hætti en hann hafði búist við og
nánast ekkert hafði staðist af því
sem honum hafði verið heitið af
hálfu Malawa áður en hann lagði í
hann. En Óli lét það ekki á sig fá,
hann hló sínum stóra hlátri og sagð-
ist sannfærður um að allt kæmist í
lag innan tíðar. Þessi viðbrögð
fannst mér einkenna Óla æ síðan.
Hann lét vandamálin aldrei slá sig
út af laginu, hló bara og tók hlutun-
um með jafnaðargeði, sannfærður
um að allt væri alveg að komast í lag.
Þau urðu nokkur árin sem við
unnum bæði í Namibíu. Við bjuggum
sitt á hvorum staðnum, hann í höfuð-
borginni Windhoek, ég 360 kíló-
metra í burtu í bænum Swakopmund
niður við sjó. Leið mín lá oft til
Windhoek og aldrei fór ég þar um
án þess að hitta Óla ef hann var á
annað borð heima. Hann heimsótti
einnig oft okkur hina íslendingana
í Swakopmund, þannig að við hitt-
umst oft þrátt fyrir fjarlægðina. Um
tíma hafði ég aðstöðu í litlu úthýsi
hjá Óla þegar ég gisti í Windhoek
og var þá samgangurinn enn nán-
ari. Þegar Ásdís og börnin voru einn-
ig á staðnum vorum við eins og ein
• stór fjölskylda.
Við Óli áttum sameiginlega trú á
framtið Afríku og ást á fólkinu sem
þar býr. Við vorum ekki alltaf sam-
mála um hvernig best væri að vinna
að þróunarmálum eða á hvað ætti
að leggja áherslur og deildum stund-
um. Þær deilur urðu aldrei persónu-
legar eða þannig að annað móðgaði
hitt. Við bárum virðingu hvort fyrir
skoðunum hins án þess að vera þeim
endilega sammála.
Þrátt fyrir náin fagleg tengsl og
skoðanaskipti á því sviði verður það
þó fremur vinurinn Óli en starfsbróð-
irinn Óli sem ég mun minnast. Hann
var einn af þeim mönnum sem ég
hefði hiklaust treyst fyrir lífi mínum
hvenær sem var og ég veit að hann
hefði ekki brugðist því trausti. Hann
var stór maður, bæði líkami og sál,
traustur, tryggur og skemmtilegur.
Hann sagði skemmtilega frá, hló svo
þök lyftust af húsum og gat alltaf
fundið ástæðu til þess að gleðjast,
sama hvaða erfiðleikar blöstu við.
Hluti af starfi Óla var að ferðast
um allar trissur innan Afríku og lá
hans síðasta ferð til Tansaníu þar
sem hann veiktist á ráðstefnu. Svo
mikið fylgdi hugur hans því sem
fram fór að eftir að hann veiktist
og hafði verið fluttur „heim“ til
ig Namibíu muldraði hann í óráðinu
sitthvað um breytingartillögur og
atriði sem ekki mætti gleyma að
bera undir atkvæði. Hann er því
ekki bara harmdauði okkur sem
þekktum hann heldur einnig fjölda
fólks í Afríku sem kannski aldrei
liafði heyrt hans getið. Skarð hans
er stórt og verður aldrei fyllt í heild
• sinni.
Ég votta Ásdísi,
börnum þeirra Óla og
öðrum ættingjum mína
innilegustu samúð.
Dóra Stefánsdóttir.
Ólafur V. Einarsson
starfsmaður Þróunars-
amvinnustofnunar ís-
lands lést sunnudaginn
22. júní si. eftir stutta
en erfiða sjúkdómslegu
langt fyrir aldur fram.
Fundum okkar Ólafs
bar fyrst saman
snemma árs 1996 þeg-
ar ég, þá nýorðinn
stjórnarformaður ÞSSÍ, sótti ráð-
stefnu ríkja í sunnanverðri Afríku,
svokallaðra SADC landa, og Norður-
iandanna í Jóhannesarborg í Suður-
Afríku. Markmið SADC er að sam-
ræma og efla hagþróun og efnahags-
legt sjálfstæði aðildarlandanna við
sunnanverða Afríku og hafa Norður-
löndin, þar á meðal ísland, lengi
stutt þetta mikilvæga samstarf.
Ég hafði áður heyrt Ólafs Einars-
sonar getið og vissi að hann hafði
starfað á vegum ÞSSÍ sem ráðgjafi
SADC landanna á sviði sjávarút-
vegs, þá staðsettur í Lilongwe í
Malawi. Nú var hann kominn til
starfa á SADC skrifstofu sjávarút-
vegsmála í Windhoek í Namibíu með
aðsetur í sjávarútvegsráðuneytinu
þar. SADC skrifstofan í Namibíu sér
m.a. um samræmingu hafrannsókna
og stjórnunar fiskveiða á sjó á SADC
svæðinu. Þetta er mikilvægt verk-
efni þar sem um miklar auðlindir
er að ræða.
Ég fylgdist með störfum Ólafs á
SADC ráðstefnunni. Ólafur var mað-
ur sem hlotið hafði mikla og góða
menntun á sviði sjávarútvegsfræða
og bjó auk þess yfir ómetanlegri
reynslu. Þekking hans hafði komið
í góðar þarfir í þeim stefnumarkandi
störfum sem hann hafði tekið að sér
í sunnanverðri Afríku. Það sem vakti
sérstaka athygli mína var hversu
góðri samvinnu og sambandi hann
náði við innfædda samstarfsmenn
sína.
Eigi þróunarsamvinna að skila
árangri skiptir fátt meira máli en
hæfni manna til að geta unnið með
öðrum og miðlað af þekkingu sinni
til innfæddra á þann hátt að sem
mest þekking verði eftir í iandinu
þegar þróunarsamvinnunni lýkur.
Fagþekking sérfræðingsins ein og
sér er ekki nóg. Ólafi hafði tekist
að ná upp þeim samstarfsanda sem
er forsenda þess að starf hans skil-
aði árangri. Lipurð og hógværð ein-
kenndi störf Ólafs og hann naut virð-
ingar og vináttu innfæddra sem
einnig var nauðsynleg til þess að
þróunarstörfin gengju vel. Þróunar-
störf í Afríku eru erfið og krefjandi
og aðeins fáir menn hafa þá eigin-
leika sem þarf til þess að starf þeirra
beri góðan ávöxt.
Seinna bar fundum okkar Ólafs
saman heima á Islandi en ég átti
þess einnig kost að sækja með hon-
um fundi í Namibíu og Mozambique.
Líkt og í Malawi og Namibíu var
Ólafur lykilmaður í mótun nýha-
finnar þróunarsamvinnu íslendinga
í Mozambique. Hann veitti ómetan-
lega aðstoð við að koma starfsemi
ÞSSÍ þar af stað, ekki síst í þeim
hluta verkefnisins sem sneri að upp-
byggingu gæðaeftirlits með fiskaf-
urðum, samræmingu reglna og
vinnuaðferða, og þjálfunar starfs-
fólks.
Sé litið yfir farinn veg hefur
Ólafur á stuttri ævi unnið mikið
og verðmætt starf í þágu þeirra
landa sem hann helgaði starfs-
krafta sína. Það er mikið áfall að
missa þennan ágæta mann nú
löngu fyrir aldur fram. Um leið og
ég þakka Ólafi V. Einarssyni frá-
bær störf í þágu ÞSSÍ votta ég
eiginkonu hans og aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Hilmar Þór Hilmarsson,
stjórnarformaður Þróunar-
samvinnustofnunar Islands.
Fyrir um 25 árum átti ég því láni
að fagna sem ung stúlka að fá vinnu
við símavörslu hjá Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins. Fljótlega eftir að
ég hóf störf, afar fákunnandi um
starfsemi stofnunarinnar, lenti ég í
ýmsum hremmingum við að svara
alls konar furðulegum fyrirspurnum
sem bárust. Ekki leið á löngu áður
en mér varð ljóst að hér voru að
verki tveir ungir starfsmenn stofn-
unarinnar þeir Ólafur Einarsson og
félagi hans Baldur Hjaltason. Óiafur
var þá ungur nýstúdent að hefja
starfsferil sinn innan íslensks sjávar-
útvegs, sem síðan átti eftir að njóta
starfskrafta hans uin_ árabil. Þessi
fyrstu kynni mín af Ólafi sem hó-
fust með þessu græskulausa gamni
hans leiddu strax tii þess að með
okkur tókst góð vinátta. Ólafur var
einstakiega góður samstarfsmaður
sem hvarvetna aflaði sér vinsælda,
ekki bara með sérlega léttri lund og
skemmtilegum uppákomum heldur
ekki síður fyrir mikla ósérhlífni og
einstaka hjálpsemi í garð samferðar-
manna sinna. Hann var mikill sam-
kvæmismaður og varla leið sú helgi
á þessum árum að ekki væri dansað
fram undir morgun. Ekki kom það
þó á nokkurn hátt niður á vinnu
Ólafs þótt vakað væri frameftir,
ávallt var hann mættur fullur atorku
að morgni enda var hann heljar-
menni að burðum, svipaði að líkam-
legu atgervi helst til Grettis Ás-
mundarsonar en hafði þó fráleitt
lundarfar hans.
Árin liðu og leiðir skildi þegar
Ólafur hélt erlendis til náms. Hann
hóf síðan störf hjá Hafrannsókna-
stofnun, var m.a. útibússtjóri stofn-
unarinnar á Ólafsvík. Áhugi hans á
möguleikum í sjávarútvegi við
Breiðafjörð var ódrepandi eins og
annars staðar í störfum hans og var
þá ekki spurt hvort hann fengi
greitt fyrir vinnuna, hann einfald-
lega vann þau verk sem hann taldi
nauðsynleg á þeim tíma sólarhrings
sem þurfti.
Leiðir okkar lágu að nýju saman
þegar ég tók sæti í stjórn Þróunar-
samvinnustofnunar Islands _ fyrir
tæpum 3 árum, en þá hafði Ólafur
unnið við þróunaraðstoð í Afríku í
nokkur ár. Það þurfti engum sem
til hans þekkti að koma á óvart að
hann veldi sér þennan starfsvett-
vang þar sem samkennd hans með
öðru fólki og meðfæddur vilji hans
til að láta gott af sér leiða fengu
að njóta sín. Þar eins og annars stað-
ar kom Ólafur sér vel og naut hann
virðingar samstarfsmanna sinna þar
syðra sem hér heima. Það kom því
eins og reiðarslag þegar hann veikt-
ist alvariega nú í vor við störf sín í
Afríku og þau veikindi drógu hann
síðan til dauða þann 22. júní sl.
Mikill harmur er nú að samstarfs-
mönnum hans kveðinn og víst er að
vandfyllt verður skarð hans hjá
stofnuninni.
En þótt sorg samstarfsmanna sé
mikil er þó mestur missir fjölskyldu
hans sem sér nú á bak ástkærum
eiginmanni, föður og syni. Ég sendi
þeim öllum mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og vona að fallegar minning-
ar um góðan dreng megi létta þeim
sorgina.
Hvíl þú í friði, kæri vinur, og
hafðu þökk fyrir þá birtu og gleði
sem þú veittir inn í þennan heim.
Blessuð sé minning þín.
Brynhildur G. Flóvenz.
í Namibíu eru búsettir um 100
íslendingar, flestir í sjávarbæjunum
Lúderitz og Walvis B_ay á strönd
Suður-Atlantshafsins. í höfuðborg-
inni Windhoek, sem liggur inni í
miðju landinu, starfaði lengst af frá
stofnun lýðveldisins Namibía, aðeins
einn íslendingur, Ólafur V. Einars-
son, og var svo þar til ég var ráðinn
til Windhoek fyrir tveimur árum.
Þótt við Ólafur ynnum hvor á sínu
sviði, höfðum við mikið samband og
samvinnu, og tókst með okkur góð
vinátta.
Ólafur starfaði fyrir Þróunarsam-
vinnustofnun íslands (ICEIDA) í
sjávarútvegsráðuneyti Namibíu sem
ráðgjafi SADC-ríkjanna í öllu því er
lýtur að sjávarútvegi og nýtingu
sjávarafurða, en Namibía gegnir
forystuhlutverki í þeim málaflokkum
innan SADC. Naut Ólafur mikils
álits í starfi sínu og voru honum
falin margvísleg trúnaðarstörf, ekki
aðeins fyrir Namibíu heldur einnig
fyrir SADC-ríkin sem heild.
SADC-ríkin tólf eru þau ríki sem
liggja syðst í Afríku. Mikil haf-
svæði tilheyra þessum löndum og
nær samanlögð strandlengja þeirra
frá Angólu við Suður-Atlantshafið
á vesturströnd Afríku, suður um og
fyrir syðsta odda álfunnar og norð-
ur um austurströndina við Indlands-
hafið allt til Tansaníu. Um miklar
auðlindir er því að ræða fyrir SADC-
ríkin og mikilvægt að nýtingu þeirra
sé vel stjórnað. Þar var Olafur V.
Einarsson réttur maður á réttum
stað og naut hann sín vel í starfi
sínu. Talaði hann gjarnan um það
og þau markmið sem hann stefndi
að, og var öllum ljóst er til heyrðu
að þar fór maður með hugsjón sem
hafði trú á því sem hann var að
gera.
Eðli starfsins vegna þurfti Ólafur
að ferðast mikið um Afríku, sér-
staklega um SADC-ríkin, og var
hann því meira og minna á stöðugu
ferðalagi. Spurði ég Óla gjarnan í
gamni hvort hann væri nýkominn
eða rétt ófarinn, þegar fundum okk-
ar bar saman. Venjulega voru bæði
svörin rétt. Þekkingu á sviði sjávar-
útvegsmála hef ég takmarkaða, en
eitt sinn hélt Ólafur fræðsluerindi
í Rotary-klúbbi Windhoeks um starf
sitt að sjávarútvegs- og fiskveiði-
málum í SADC-ríkjunum. Erindið
flutti hann á svo ljóslifandi og skýr-
an hátt, að allir fundarmenn úr hin-
um óiíkustu starfsgreinum skildu.
í lok fundarins tók einn Rotary-
félaginn, þingmaður í namibíska
þinginu, til máls og þakkaði fyrir
erindið. Sagðist hann hafa lært
meira um fiskveiðimál og vandamál
fiskiðnaðarins af þessu eina erindi
Ólafs en öllum þeim umræðum sem
hefðu átt sér stað í þinginu um
þessi mál. Þróunarsamvinnustofnun
Islands (ICEIDA) vinnur mikið og
merkt þróunarstarf hér í Namibíu
og innan SADC-ríkjanna. Það starf
hefur nú þegar borið ríkulegan
ávöxt og þeim fjármunum sem ís-
lendingar leggja fram tii þróunar-
mála í þessum ríkjum hefur verið
vel varið. Minningu Ólafs V. Einars-
sonar verður best haldið á lofti með
því að tryggja, að það starf sem
hann lagði grunninn að og byggði
upp þau ár sem hann vann að þess-
um málum, verði haldið áfram í
þeim anda og með þeirri atorku sem
hann sýndi í starfi sínu.
Eiginkonu Óiafs, Ásdísi Einars-
dóttur, og börnum hans sendum við
hjónin innilegar samúðarkveðjur.
Grétar H. Óskarsson,
flugmálastjóri Namibíu.
Æskuvinur minn Ólafur Valgeir
er látinn. Það er erfitt að sætta sig
við þá staðreynd, en hugurinn leitar
til baka og minningabrotin birtast
ljóslifandi. Æskuárin í Norðurmýr-
inni voru skemmtiieg enda margt
gert sér til gamans. Frískir strákar
sátu ekki auðum höndum. Við sett-
um upp okkar eigið fijálsíþróttamót
á Klambratúni, þar sem við kepptum
í langstökki, þrístökki og hástökki
og varla leið sá dagur að ekki væri
keppt í knattspyrnu á túni Austur-
bæjarskólans. Á þessum árum tefld-
um við Ólafur oft saman og héldum
okkar eigið einvígi með klukku og
niðurskrifuðum leikjum eins og um
alvörumót væri að ræða. Þessar
skákir okkar á ég allar í bók og
tengjast þær ljúfum minningum frá
þessum tíma. Sund var æft hjá sund-
félaginu Ægi í mörg ár og varð
Ólafur fljótt afreksmaður í þeirri
íþróttagrein. Ólafur var alhliða sund-
maður en þó sterkastur í bringu-
sundi. Þannig liðu barna- og ungl-
ingsárin fljótt og áhyggjulaust. Ekki
vafðist námið fyrir Ólafi enda skarp-
greindur. Engum hef ég kynnst með
eins gott sjónminni. Ólafur var léttur
í skapi og ávallt stutt í grínið og
hláturinn.
í námi urðum við samferða frá
barnaskóla og þar til við tókum stúd-
entspróf frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1972. Eftir stúdentsprófið
hélt ðlafur til Skotlands og Noregs
til náms og lauk prófi í sjávarútvegs-
fræðum. ðlafur starfaði í mörg ár
í Malawi og Namibiu við ráðgjöf og
verkefnisstjórn í sjávarútvegsfræð-
um. Það var því eðlilegt að við hitt-
umst ekki oft síðastliðin ár, en það
stóð til bóta.
Nú skiljast leiðir að sinni, en
minningin um vin minn Ólaf lifir.
Ég kveð þig með virðingu og sökn-
uði.
Um leið og ég þakka Ólafi sam-
fylgdina sendi ég Ásdísi, börnunurri,
foreldrum og systkinum einlægar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minning
hans.
Guðmundur Ægir
Theodórsson.
Það var fyrir um það bil átta árum
að ég hitti Ólaf í Angóla í Afríku
þar sem hann var í vinnuferð fyrir
SADC-löndin (Southern African De-
velopment Community) að veita ríki-
stjórn og fulltrúum í sjávarútvegi
þar í landi ráð og miðla af þekkingu
sinni. Ég kannaðist við hann fyrir,
þar sem hann var giftur, Ásdísi, sem
ég hafði þekkt í mörg ár, en hún
er ein af bestu vinkonum systur
minnar.
Þarna í landi óreiðunnar, þar sem
ekkert er gefið kynntist ég betur
þessum góða og gáfaða manni og
gerði mér þá grein fyrir hvaða
hæfileikar það voru sem gerðu Ólaf
að frábærum starfskrafti á alþjóða-
vettvangi, landi sínu og þjóð til
sóma. Ég minnist þess, að þegar
ég og maðurinn minn hittum hann
á hótelinu þar sem hann bjó var
vatnslaust og drundi svo í loftræsti-
kerfinu að varla var hægt að ímynda
sér að menn svæfu við slík læti.
Ég undraðist á því að hann væri
ekki látinn búa á betra hóteli full-
trúi í svo merkilegri sendinefnd.
„Nei, nei,“ sagði Ólafur, „þetta er
fínt, þeir koma með vatnið inn í
fötum.“ Hann var ekki að velta sér
upp úr smámunum eða eyða pening-
um hins opinbera í það sem flestum
öðrum finnst nauðsynleg þægindi.
Ólafur hreif menn með sínum létta
húmor og jákvæðni. Hann var höfð-
ingjadjarfur en um leið alþýðlegur.
í því alþjóðlega starfi sem hann
gegndi mætti hann mönnum og
málefnum af fordómaleysi og var
fljótur að læra þær reglur sem giltu,
því hann vissi að sannleikurinn er
ekki einn heldur er hann það sem
menn trúa hveiju sinni, þó vísindi
og vestræn þekking segi stundum
annað.
Ólafs er sárt saknað.
Elsku Ásdís, Vilhjálmur, Einar,
Ásgerður og aðrir vandamenn, ég
og fjölskylda mín vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð. Megi guð styrkja
ykkur í sorginni.
Margrét Einarsdóttir.
Komið er að kveðjustund, félagi
er fallinn, langt um aldur fram. Ólaf-
ur Valgeir Einarsson var einn af
máttarstólpunum í keppnisliði Sund-
félagsins Ægis á sjöunda áratugn-
um. Mikill keppnismaður, metnaðar-
gjarn fyrir hönd Ægis og skemmti-
legur félagi. Að leiðarlokum vill
Sundfélagið Ægir þakka hans óeig-
ingjarna framlag til eflingar félags-
ins og uppbyggingar sundíþróttar-
innar. Eftirlifandi eiginkonu Ólafs,
Ásdísi Einarsdóttur, börnum hans
og ættingjum sendir Sundfélagið
Ægir innilegustu samúðarkveðjur.
Sundfélagið Ægir.
í minningargrein Guðbrands Ell-
ing um Ólaf Valgeir Einarsson á
blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu mið-
vikudaginn 2. júlí varð ruglingur í
greinarmerkjasetningu. Málsgrein-
arnar sem þetta bitnaði á áttu að
vera svona: „Ásdís mín, megi Guð
og allar góðar vættir styðja þig og
styrkja. Þú ert hetja.
Vilhjálmur, Jóna Valdís, Valgerð-
ur og Ásgerður, guð veri með ykk-
ur. Ekkert fær því breytt að hann
pabbi ykkar var góður maður, sá
besti sem ég hef þekkt.“
Hlutaðeigendur eru beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
• Fleiri minningargreinar um
Ólaf Valgeir Einarsson bíða birt-
ingar ogmunu birtast i blaðinu
næstu daga.