Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hákon Arnar
Hákonarson
fæddist á Húsavík
19. ágúst 1956.
Hann varð bráð-
kvaddur í Reykja-
vík 27. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru hjónin
Oddný Gestsdóttir
og Hákon Sig-
tryggsson tækni-
fræðingur. Systur
hans eru: Sigrún og
Karin, búsettar í
Stokkhólmi, og Sól-
veig, búsett í Ósló.
Dætur hans eru: Margrét Elín
og Nína Dröfn.
Hákon Arnar lauk stúdents-
prófi frá Sveaplans Gymnasium
í Stokkhólmi, flugmannsprófi
frá Embry-Riddle Aeronautical
University, Daytona Beach,
Florida, og flugkennaraprófi
frá flugskólanum Flugtak í
Reykjavík.
Utför Hákonar Arnar fer
fram frá Háteigskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku hjartans drengurinn, nú
ertu farinn frá okkur. Guð kallaði
þig svo snöggt til sín, til annarra
starfa sem hann ætlar þér. Minn-
ingin um yndislegan son lifir í hjört-
um okkar og hana tekur enginn frá
okkur.
Þú skildir eftir þig tvær yndisleg-
ar dætur, sem verða okkur svo
mikils virði í sorg okkar. Guð styrki
þær og blessi, leiði þær sér við
hönd í gegnum lífíð.
Þetta eru fátækleg orð til þín
vinur minn, en við vitum að þú
hefur fengið góðar móttökur hjá
Guði og fólkinu okkar sem farið var
á undan. Við getum lítið sagt annað
en hafðu þökk vinur fyrir allar þær
stundir sem við fengum að njóta
með þér. Guð blessi þína minningu
og varðveiti um alla eilífð.
Þínir elskandi foreldrar.
Elsku pabbi minn.
Ég mun aldrei gleyma þeim degi
þegar mamma sagði mér frá því
að þú værir dáinn. Þegar hún sagði
mér það þá trúði ég því ekki að þú
værir farinn. Svo þegar ég skildi
hvað hún hafði sagt þá var eins og
það vantaði hluta í mig og hefur
vantað alveg síðan. Það er alveg
rosalega sárt að missa þig, en ég
trúi því að þinn tími hafi verið kom-
inn og núna sért þú á einhveijum
góðum stað og líði vel. Þegar ég
hugsa um það þá líður mér aðeins
betur. Þó að við höfum ekki alltaf
verið perluvinir þá mun ég alltaf
muna góðu stundimar sem voru jú
miklu fleiri og betri. Þú varst líka
alveg yndislegur maður þó að þú
værir mjög lokaður og ættir erfitt
með að sýna tilfinningar. Þú gerðir
þó alltaf þitt allra besta til að sýna
mér hvað þér þótti vænt um mig
þó að ég meðtæki það ekki alltaf.
Seinustu stundir okkar saman voru
alveg yndislegar og ég mun alltaf
varðveita þær í huga mínum, og í
huga mínum verður þú alltaf lifandi
því að ég mun aldrei gleyma þér.
Alltaf þegar flugvél flýgur ein-
hversstaðar nálært mér bá verður
mér hugsað til þín, því
það var einmitt það
sem þú elskaðir að
gera. Að fljúga!
Þín er svo sárt sakn-
að að það er alveg ótrú-
legt, og þá sér maður
enn þá betur hvað þú
varst yndisleg persóna
sem elskaðir lífið og
Guð, því að þú varst
mjög trúaður. Þú áttir
fullt af vinum og varst
alltaf eitthvað að gera,
vinna í sjálfum þér og
alltaf tilbúinn að hjálpa
öðrum ef þeir þurftu á
hjálp að halda.
Við töluðum mjög mikið saman
seinustu vikurnar sem við áttum
saman og ég lærði alveg ofsalega
mikið af þér. Þú fórst mikið eftir
átrúnaðargoðinu þínu Parama-
hansa Yogananda og vildir að ég
gerði eins, þegar þú fannst hvað
það gerði þér gott. Og mér fannst
það alveg æðislegt þegar þú gafst
mér fyrir nokkrum dögum mynd
af honum. Það var mynd sem þú
varst búinn að vera með á náttborð-
inu þínu í um 20 ár og þér þótti
rosalega vænt um. Þessa mynd
gafstu mér og hún skal fá að hvíla
á náttborðinu mínu á meðan ég lifi
eða þegar ég eignast barn sjálf.
Ég hef mikið hugsað um það og
grátið yfir að börnin sem ég á von-
andi eftir að eignast fái ekki að
kynnast þér. Fái aldrei að kynnast
því hvað þau eiga yndislegan afa.
En þau fá að heyra um þig. Heyra
hvað afí þeirra var yndislegur.
Ég gæti haldið endalaust áfram
að skrifa um þig en ég ætla að láta
þetta nægja. Þú veist alveg hvernig
mér líður og hvað liggur mér á
hjarta.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Ég bið góðan Guð að varðveita
þig þar til við hittumst á ný.
Bless, elsku hjartans pabbi minn.
Þín elskandi dóttir,
Margrét Elín.
Bróðir minn, Arnar, var yngstur
okkar systkina og einkasonur for-
eldra okkar. Hann ólst upp á Húsa-
vík til sjö ára aldurs, en 1963 flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur og 18
ára að aldri fór Arnar einn síns liðs
til Stokkhólms og lauk þar stúd-
entsprófi. í Stokkhólmi var hann í
sambúð með barnsmóður sinni,
Ingu Jónu Gunnarsdóttur í nokkur
ár og þar fæddist þeim dóttirin
Margrét Elín sem nú er orðin 18
ára gömul. Þau Inga Jóna slitu
sambúð. Arnar stundaði verslunar-
rekstur um skeið í Reykjavík. Bjó
hann um tíma með Grétu Garðars-
dóttur og eignuðust þau dótturina
Nínu Dröfn sem nú er 10 ára. Hann
lauk flugnámi í Bandaríkjunum og
starfaði meðal annars sem flugmað-
ur á íslandi hin síðari ár og var
nýbúinn að afla sér kennsluréttinda
í flugi, þegar hann féll frá.
Menn finna sitt fótstig misfljótt
og mönnum gengur misvel að festa
ráð sitt. Bróðir minn var sannarlega
ekki meðal heirra sem mörlriifln sór
brautina ungir og fylgdu henni eft-
ir það. Ævi hans fram eftir öllum
aldri einkenndist af eilífri leit að
því fótstigi sem honum reyndist
fært að fylgja og gekk á ýmsu í
þeirri leit. En loksins hafði hann
lokið sinni starfsmenntun á því sviði
sem draumar hans og þrár höfðu
alltaf staðið til og lífíð brosti við
honum og brautin björt framundan.
Þá gerist það eins og að hendi sé
veifað að hann er hrifinn á brott.
Á þessari stundu þegar sorgin
er öllu yfirsterkari, leitum við sem
syrgjum Arnar huggunar í þeim
endurminningum sem við eigum
saman. Ég sé hann fyrir mér lítinn,
ljóshærðan og þybbinn hnokka á
Húsavík, sem hávaxinn, síðhærðan
hippa og töffara í Reykjavík, sem
stoltan nýbakaðan föður með dótt-
urina í fanginu.
Arnar var mikill sjálfstæðismað-
ur og öflugur málsvari frelsis í út-
varpsmálum. Strax á unga aldri,
sem smápatti á heimili foreldra
sinna, byijaði hann að fikta með
útvarpssendingar á mjög frumstæð-
an máta, slóst í för með þeim sem
starfræktu útvarpsstöð í fjölmiðla-
verkfallinu 1984 og rekja mátti
útsendingar í litla herbergið hans í
Skipholtinu. Þá var foreldrum hans
ekki skemmt, þegar lögreglan
bankaði upp á í herbergiskytrunni
hans, eftir að hafa miðað út send-
ingatækið sem var í eldspýtustokk.
Mjór er mikils vísir og síðar þróuð-
ust fijálsar útvarpsstöðvar eftir
lagabreytingu og þykir ekki lengur
annað en heiður að því að hafa
verið með í þessu ævintýri.
Arnar útskrifaðist sem flugmað-
ur í Bandaríkjunum. Við vorum þar
systur með foreldrum okkar saman
komin til að gleðjast með honum.
Athöfnin voru afar hátíðleg og við
vorum ófeimin að klappa og kalla,
þegar „Addi bró“ fékk afhent skír-
teinið sitt. Ég sé hann fyrir mér í
gleði og sorg og ég finn það svo
glöggt nú hvað við vorum eiginlega
náin án þess að hafa orð á því. Við
áttum svo margt ógert saman, ó,
hve gaman það hefði verið að eiga
hann lengur.
Arnar var dulur og flíkaði ekki
tilfinningum sínum, en sat ekkert
á skoðunum sínum ef svo bar und-
ir. Hann var ljúfur og hjálpsamur
að eðlisfari og mikil félagsvera,
góður liðsmaður hvar sem hann
fór. Hann átti auðvelt með að læra
og var mjög vel skipulagður í öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur.
Helstu áhugamál hans voru félags-
mál og starfaði hann af miklum
krafti innan AA-samtakanna og var
nýbúinn að stofna nýja deild. Hann
var ekki mikill áhugamaður um
íþróttir almennt, nema hvað hann
stundaði karate á árum áður. Inn-
hverf íhugun og jóga voru líka
áhugamál hans og leitaði hann þar
styrks. Nýjasta tækni var eins og
opin bók fyrir honum og tölvurnar
voru eitt aðaláhugamál hans fyrir
utan flugið. Arnar hafði skemmti-
legan en sérstakan húmor, hann
var glæsilegur á velli, mikið snyrti-
menni og kurteis svo að af bar.
Hann var fyrirmynd Grétars sonar
míns. Hann var ljúfur sonur for-
eldra sinna og augasteinn þeirra
sem þau syrgja nú sárt.
Á kveðjustund verða orðin dýr.
Ég kveð bróður minn með sárum
söknuði og þakka honum samfylgd-
ina og bið honum Guðs blessunar.
Sólveig Hákonardóttir.
Hann litli bróðir minn er farinn.
Hörmungarfregn mætti mér á
Keflavíkurflugvelli, laugardags-
morgun þegar ég var að koma frá
Ameríku.
Enginn veit hvenær síðasta förin
er farin, hver ræður?
Margar minningar koma í huga
minn, sérstaklega frá þeim tíma
sem þú bjóst í næsta húsi við mig
í Stokkhólmi. Oft hittumst við líka
á Flórída, eftir að þú fórst þangað
í nám og við áttum saman góðar
stundir. Öll fjölskyldan mætti á
Daytona Beach þegar þú útskrifað-
ist sem flugmaður og hélt upp á
daginn með þér í yndislegu veðri.
Nú ert þú farinn, elsku bróðir, í
þína síðustu ferð, á eigin vængjum.
Þú munt lifa áfram í hjörtum
okkar. Guð hefur lokað augunum
þínum. Sofðu rótt.
Karin systir, Kalle,
Robert og Daniel.
Hann Arnar bróðir minn er flog-
inn á braut eins og farfugl að
hausti. Samt er ekki komið haust
og enginn fugl farinn að búa sig
undir brottför. En hann er af ein-
hveijum óskiljanlegum ástæðum
floginn á braut fyrir fullt og allt.
Eftir stöndum við hin og horfum
til himins - hann hlýtur að koma
aftur - og við fyllumst þeirri skelf-
ingu og því vonleysi sem fylgir því
að standa andspænis tóminu. Hann
var ekki hár í loftinu þegar ég full
af stolti fór í spássitúr með hann
um göturnar á Húsavík. Þennan
litla, laglega glókoll sem elskaði að
sitja í fanginu á Elínu ömmu og
hlusta á hana syngja. Ég sé hann
fyrir mér agnarsmáan, í glerfínum
gráum frakka sem mamma hafði
saumað. Eins og sannur herramað-
ur og strax svo elegant og snyrtileg-
ur. Eða þá hamingjan með þríhjólið
frá Gauta frænda, sem hann dýrk-
aði ofar flestum öðrum. Svo mikið
var meira að segja við haft að þrí-
hjólið var tekið með til ljósmyndar-
ans þar sem hið nána samband
knapa og reiðskjóta var fest á filmu.
Svo óx hann úr grasi og yfirgaf
Húsavíkina sem hafði fóstrað okkur
systkinin og einn daginn fannst
mömmu hún heyra kunnuglega
rödd niðri í bæ sem hrópaði eitt-
hvað um Morgunblaðið, Alþýðu-
blaðið, Þjóðviljann og Tímann. Litli
strákurinn hennar var orðinn að
framtakssömum Reykjavíkurpeyja
sem lagaði sig fljótt að nýjum siðum
stórborgarinnar.
Svo var það ég sem flaug á braut
út í hinn stóra heim. Stundunum
okkar fækkaði en alltaf var hann
sami litli, góði bróðirinn minn, svo
hlýr og svo umhyggjusamur, hvort
sem það var við mig eða aðra. Og
nákvæmnin og vandvirknin urðu
hans aðalsmerki, eiginleikar sem
hann deildi að fullu með pabba. í
fermingargjöf fékk hann svo ferð
til mín til Svíþjóðar og ég naut
þess að hafa hann hjá mér. Hann
kynntist Hákoni og Iren og lagði
þar grunninn að þeirra góða sam-
bandi alla tíð. Þegar hann svo full-
orðinn fluttist til Svíþjóðar varð
hann fyrirmyndin og aðalfrændinn
sem öllu reddaði, hvort sem það
voru hjólaskautar eða smart föt.
Og svo var hann allt í einu orðinn
ráðsettur maður með fjölskyldu-
konu og yndislega litla dóttur, Mar-
gréti, sem nú er orðin 18 ára. Allt-
af var hann á fullu í öllu, lauk stúd-
entsprófí, var á kafí í félagsmálum
hvort sem það var í Svíþjóð eða á
íslandi. Honum lá á, þurfti að koma
svo mörgu í verk. Éf til vill fann
hann lífsklukkuna tifa, hratt, hratt.
Og svo eignaðist hann litlu Nínu
Dröfn sem nú er að verða 10 ára.
Og svo var hann floginn í bókstaf-
legri merkingu langt vestur yfir
hafið, þar sem hann sveif meira eða
minna um loftin blá árum saman.
Það var yndislegt að fá að deila
gleðinni á útskriftardaginn hans
alveg eins og hann kom fljúgandi
yfir hafið til að samfagna mér þeg-
ar ég varð fímmtug. En nú fögnum
við ekki oftar saman elsku bróðirinn
minn. í dag er það sorgin sem ræð-
ur ríkjum. En ég geymi í hjarta
mínu allar okkar gleðistundir og
varðveiti minninguna um litla, ljúfa
glókollinn sem spásseraði með
stórusystur á morgni lífsins.
Sigrún.
Á háskólaárum mínum stundaði
ég kennslustörf og mér varð minnis-
stæður einn nemandi minn, vegna
þess hversu einbeittur hann var og
ákveðinn. Þessi nemandi var Arnar
Hákonarson. Iðulega fór hann ekki
að þeim ráðum, sem honum voru
gefín, en hann hafði ákveðna og
ríka réttlætiskennd og fengi hann
áhuga á einhveiju, þá sinnti hann
því málefni af mikilli kostgæfni og
alúð. Við Arnar kynntumst síðar
HAKON ARNAR
HÁKONARSON
undir öðrum kringumstæðum, þá
sem stuðningsmenn sama stjórn-
málaflokksins í baráttu og vinnu
fyrir þann flokk. Leiðir okkar lágu
oft saman undir ýmsum kringum-
stæðum en þó ekki að marki fyrr
en fyrir um tíu árum síðan.
Þegar kynni og vinátta okkar
Arnars urðu náin hafði hann beðið
ákveðið skipbrot í lífinu og þannig
var staðan raunar hjá okkur báðum.
Arnar var staðráðinn í því að breyta
til og reyna að gera sitt besta.
Hann lét gamlan draum rætast og
hóf flugnám í Bandaríkjunum og
kom þaðan síðan að loknu námi.
Ég varð þess fljótlega var eftir að
Arnar kom heim, að hann gerði
miklar kröfur til sjálfs sín og hann
var mun fylgnari sér í því, sem
hann tók sér fyrir hendur en áður.
Nú varð það hlutskipti mitt m.a. í
okkar samskiptum, að verða nem-
andi Arnars, þó ekki í flugmálum
heldur í samskiptum við tölvur og
ég get þakkað honum fyrir það að
hafa fært mig inn á tölvuöldina.
Ég veit ekki hvort ég var Arnari
góður kennari, vona þó að svo hafi
verið, en hann varð mér ómetanleg-
ur lærifaðir í þessum málum.
Arnar tók þá ákvörðun fyrir um
áratug síðan að breyta lífi sínu og
honum tókst það. En honum tókst
það ekki eingöngu fyrir sjálfan sig
heldur var hann virkur í því að leið-
beina og hjálpa öðrum, sem áttu
við sarna vandamál að stríða og
hann. Ég mun sjálfsagt aldrei
gleyma síðasta aðfangadeginum,
sem Arnar lifði, en síðla þess dags
hringdi hann í mig og spurði mig
hvort ég ætti þess kost að aðstoða
hann við að hjálpa einum félaga
okkar og svo varð úr, að við fórum
til fundar við þennan félaga okkar.
Þessi aðfangadagur færði okkur
báðum mikið og einnig þeim, sem
við hittum. En þannig var Arnar.
Hann var alltaf boðinn og búinn til
þess að leggja sig fram um að að-
stoða þá, sem þurftu aðstoðar við.
Þá skipti ekki máli hvaða dagur var
eða hvað klukkan var. Við félagar
hans minnumst hans því sem góðs
ósérhlífins félaga, sem alltaf var
tilbúinn til að vera vinur vina sinna
hvernig sem á stóð.
Arnar fór ekki alltaf troðnar slóð-
ir. Hann hafði fjölbreytt áhugamál
og það var í eðli hans að bijóta upp
á nýjum hlutum. Þegar hann hafði
nýlokið námi í þeim skóla þar sem
leiðir okkar lágu fyrst saman, var
hann mikill áhugamaður um frjáls-
an útvarpsrekstur, þá kornungur.
Arnar lét ekki sitja við það að vera
einungis áhugamaður um málið
heldur hóf hann útsendingar, þrátt
fyrir það að slíkt væri ekki leyfílegt
á þeim tíma. Arnari fundust þau lög
sem þá giltu hin mestu ólög og
þrátt fyrir það, að honum væri bent
á líklegar afleiðingar þess að fara
á svig við þær óréttlátu reglur, sem
þá giltu um þessa starfsemi, sem
nú þykir sjálfsagt að sé fijáls, þá
réðst hann samt til atlögu við kerf-
ið. Hann var þá nokkuð á undan
sinni samtíð og var það raunar í
svo mörgum málum, sem hann bar
fyrir brjósti. Hann var líka alltaf
tilbúinn til að beijast gegn því sem
hann taldi rangt. I mörgum tilvikum
kom það sér illa fyrir Arnar, en
hann var alltaf einlægur í því sem
hann tók sér fyrir hendur, en gekk
stundum harðar fram en hentaði
persónulegum hagsmunum hans. í
AA-starfi taldi hann líka nauðsyn-
legt að bijóta upp á nýjungum og
hann stofnaði ásamt nokkrum fé-
lögum sínum nýja AA-deild, þar
sem fundir eru nokkuð frábrugðnir
því, sem tíðkast á öðrum slíkum
fundum hér á landi. Það kom hins
vegar í ljós, að þessar nýjungar
voru löngu tímabærar og starf
deildarinnar hans Arnars er í mikl-
um blóma.
Það var bjartur sumardagur.
Arnar hringdi til mín. Hann var í
góðu skapi og ætlaði sér að njóta
dagsins. Mig óraði ekki fyrir því,
að þetta yrði síðasta samtalið okkar
og síðasti dagurinn sem hann lifði
hér. Næsta dag var þrútið loft og
sá léttleiki og vongleði, sem hafði
einkennt daginn á undan hvarf með
öllu, þegar sorgarfregnin um