Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ATLI G UÐMUNDSSON + Atli Guðmunds- son fæddist á Patreksfirði 11. september 1963. Hann fórst í um- ferðarsiysi í Dan- mörku 24. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðmundur Osk- arsson, f. 11.6. 1928, d. 26.5. 1970, og Hólmfríður Oddsdóttir, f. 27. 11. 1926 og býr í Reykjavík. Guð- mundur var af Pálsætt undan Jökli, sonur Osk- ars Þorgils Pálssonar, Kristj- ánssonar er fæddist í Þrengsla- búð á Hellnum í Breiðuvík og bjó lengi í Ólafsvík. Atli er og af Samsonarætt og Hnausa- Bjarnaætt í föðurlegg en Hólm- fríður er dóttir Brynhildar Ingimundardóttur úr Meðal- landi og Vest- mannaeyjum en hennar ættir eru einnig raktar í Suð- ursveit. Oddur faðir hennar er frá Króki á Kjalarnesi af En- geyjarættinni gömlu og frá Klofa í Landi. Atli átti sex systkini: Lovísu, Odd, Óskar Þorgils, Guðmund Hólmar, Brynjar og Bryn- hildi. Atli starfaði lengstum sem hreingerningamað- ur og verslunarmaður í Reykja- vík, en var tónlistarmaður af ástríðu. Hann var heimilismað- ur í Krýsuvík og virkur félagi í Krýsuvíkursamtökunum hin síðustu ár. Utför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku bróðir. Ég trúi varla að þú sért dáinn, að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur, aldrei eftir að heyra þig syngja og spila. Þú spilaðir svo fallega á gítarinn þinn sem þú lærð- ir að spila á sjálfur. Ég vildi að ég hefði getað tekið utan um þig og sagt þér að mér þætti vænt um þig, að ég hefði getað kvatt þig og skilið við þig í sátt. Mér fínnst svo margt ófrá- gengið á milli okkar. Líf þitt var aldrei dans á rósum og barátta þín var hörð við það böl sem vínið er. Þú sem varst svo við- kvæm sál. Aðeins sex ára misstir þú föður þinn sem þú leist svo upp til og lengi vel skildir þú ekki hvers vegna hann fór svona frá þér. Þá var ekki til siðs að fá áfallahjálp eða aðra utan að komandi aðstoð við að vinna úr tilfinningum en þannig hjálp hefðir þú vissulega þurft á að halda. Ég veit ekki hvort ég á að segja að þú hafir lifað iífinu hratt eða hvort þú bara misstir hreinlega af því. Þú lifðir aðeins í 33 ár og upp- lifðir margt á þeim tíma. Allt of oft voru það slæmir atburðir. Ég minnist þess hve börnin í fjöl- skyldunni voru hænd að þér. Þú hafðir svo gott lag á þeim og kunn- ir að skemmta þeim með söng og gítarspili. Mér þykir slæmt að son- ur minn fái ekki að kynnast þeim stundum. Ég minnist þess þegar við vorum börn, veik heima með hlaupabólu, - þegar við biðum óþreyjufull eftir að mamma kæmi heim úr vinn- unni, - þegar þú varst að reyna að kenna mér að hjóla, - hversu ánægð ég var þegar þú fórst að koma með mér í sveitina mína og umstangið í kringum það. Elsku Atli minn, ég veit að þú ert hamingjusamur þar sem þú ert núna. Ég veit að pabbi okkar hefur tekið vel á móti þér og það hafa örugglega verið miklir fagnaðar- fundir hjá ykkur. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. Þú varst alltaf svo stoltur af öllu j)ví sem ég tók mér fyrir hend- ur. Ég vildi bara að þú hefðir getað tekið meiri þátt í því. Ég gleymi aldrei rósinni sem þú gafst mér þegar ég varð stúdent. Það er fallegasta rós sem ég hef fengið og ég mun ávallt geyma hana í hjarta mínu. Það var ímynd- uð rós sem þú lýstir svo nákvæm- lega. Lagið og textinn sem þú samdir til mín er ég útskrifaðist sem þroskaþjálfi met ég mikils. Ég átti bara eftir að sjá þig einu sinni eftir það. Maður gerir sér ekki grein fyrir því hve lífið er hverfult og að hver fundur getur verið sá síðasti. Ég veit að þú varst ánægður síð- ustu mánuði ævi þinnar, það var kannski þinn besti tími. Ég held að ég geti sagt að okkur hafi bæði langað til að vera óað- skiljanleg systkin en aðstæðurnar komu í veg fyrir það. En mér þótti alltaf vænt um þig og sársaukinn við að missa þig segir mér hve sterkur strengurinn á milli okkar í rauninni var. Elsku bróðir, ég kveð þig í sátt og njóttu friðar. Þín systir, Brynhildur. Góður og kær vinur minn Atli Guðmundsson er látinn. Ég heyrði tilkynningu í útvarpi að maður í Danmörku hefði orðið fyrir bíi. Ekki datt mér til hugar að það væri Atli. Fyrir stuttu fékk ég bréf frá honum og í því bréfi lék hann á als oddi. Gleðin og hamingjan skein út úr því sem hann skrifaði. Loksins virtist hann vera að finna sig eftir áralöng veikindi og miklar þjáningar og var hann orðinn eins og hann var meðan hann gat hald- ið sjúkdómnum niðri. Það var vorið 1986 að leiðir okk- ar lágu aftur saman eftir langt hlé. Varst þú nýkominn út af sjúkra- húsi og meðan á endurhæfingunni stóð gekk vel hjá þér það sumar, bíó, sund, tónleikar og göngutúrar voru daglegt prógram hjá þér, og fékk ég að taka þátt í hluta af þessu sumri. Svo skildu leiðir en ég frétti af honum af og til. Síðastliðinn vetur hringdi Atli í mig og þá var hann á sjúkrahúsi. Ég heimsótti hann þangað og áttum við saman góðan dag og var á Atla að heyra að hann væri ákveðinn í að nú skyldi hann leggja allt á sig til að ná bata. Meðan á endurhæf- ingunni stóð, heimsótti hann mig og dvaldi oft hjá mér í helgarleyfum og þá töluðum við mikið saman. Endurhæfingin var honum auð- heyranlega erfið. Við töluðum sam- an vikulega og var hann stundum að gefast upp og fannst honum hann vera einstæðingur og ekki mikið til að lifa fyrir. Um síðustu verslunarmanna- helgi fórum við vinirnir saman yfir Kjö! og enduðum á síldarhátíðinni á Siglufirði, þar sungum við sam- an, sögðum brandara, rifjuðum upp gamlar minningar og ræddum hjartans mál. Þar sagði hann mér frá draumi sínum um að flytja til útlanda og gera eitthvað úr Iífinu. Atli samdi góð ljóð og lög, spil- aði vel á gítar og hafði fallega rödd, í framtíðinni ætlaði hann að gefa þau út. Það var hægt að sjá hvern- ig honum leið þegar ljóðin voru les- in, sorgleg og full af þjáningum, á þeim tíma er hann var veikastur, en glaðvær og full af von og þrá þann tíma sem hann var í bata. Ég kveð þennan vin minn, og trúi að á öðru tilverustigi munum við hittast aftur. Þú félagi, vinur, þín fór enduð er, á framandi ströndu að landi þig ber. Við syrgjum og gleðjumst hér saman um stund en seinna við mætumst á annarri grund. Sá líknandi faðir er lífið gaf þér, hann leiði þig áfram um eilífðar veg. En minningin lifir oss mönnunum hjá á meðan að dveljumst við jörðinni á. Þó leiðir hér skilji og lund okkar sár, þú læknað það getur og þerrað hvert tár. Þú bæn okkur kenndir, við biðjum þig nú að breyta þeim harmi í eilífðar trú. (S.E.) Atli minn, mikið hefði ég viljað fylgja þér síðustu sporin. Þar sem ég er erlendis get ég það ekki, en sendi fjölskyldu þinni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Með sorg í hjarta kveð ég þig, góði vinur. Helst hefði ég viljað faðma þig, en læt þessi fátæklegu orð duga. Þinn vinur, Eymundur. ATVINIMU- AUGLÝSINGAR Vatnsveita Reykjavíkur Vatnsveita Reykjavíkur auglýsir lausan til um- sóknar styrktil konu, sem stundar eða hyggst hefja nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis námtil fyrstu prófgráðu í greininni erstyrk- hæft. Styrkurinn verður veittur á haustmánuð- um 1997. Styrkupphæð er300 þúsund krónur. Umsókn- um með nám- og starfsferli, ásamt upplýsing- um um fyrirhugað nám og staðfestingu á skráningu, skilisttil Vatnsveitu Reykjavíkur, Eirhöfða 11,112 Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. Vatnsveita Reykjavíkur hefur sem lið í jafnróttisáætlun sinni að hvetja konurtil náms í tæknigreinum og reyna þar með að stuðla að auknu framboði af velmenntuðum konum á þeim sviðum, sem best nýtast vatnsveitum. Laus staða Staða lögfræðings við embættið er laus til um- sóknar (fullt starf). Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Starfið verður veitt frá 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur ertil 20. júlí nk. og skal skila umsóknumtil starfsmannastjóra, Guðmundar M. Guðmundssonar, lögreglustöðinni, Hverfisgötu 113—115, sem gefur nánari upplýsingar. Lögreglustjórinn í Reykjavík. „Au pair" til Bandaríkj'anna íslensk fjölskylda, búsett í Hartford, Connecti- cut, óskar að ráða „au pair" til að gæta tveggja drengja, 3ja og 5 ára, og vinna létt heimilisstörf í eitt ár frá og með september 1997. Ef þú hefur áhuga, ert 20 ára eða eldri, reykir ekki og hefur bílpróf, þá hafðu samband ísíma 5651161 eftirkl. 16.00. Garðabær — Flatir Óskum eftir konu til að annast systkini, 6 og 8 ára, nokkra morgna í viku frá miðjum ágúst. Upplýsingar í síma 565 9036. SUMARHÚS/LÓÐIR Trjáplöntur Trjáplönturtil sölu á góðu verði. Aspir, reyni- tré, birki, greni, bakkaplöntur og víðir. Upplýsingar í síma 566 6187. NAUQUN6ARSALA Uppboð Framhald uppboðs á neöangreindri fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segin Kirkjuvegur 18, efri hæð, Ólafsfirdi, þinglýst eign Grétars Hólms Gíslasonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins og húsbréfadeildar Hús- næðisstofnunar, midvikudaginn 9. júlí nk. kl. 10.00. Ólafsfirði, 1. júlí 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson. TIL SOLU Lagersala Laugardaginn 5. júlí 1997, frá kl. 13.00—16.00 síðdegis, verður lagersala í Vatnagörðum 26, Reykjavík. Selt verður meðal annars: Garðljós á kostnað- arverði, ódýrir verkfærakassar, vinnupallarfyrir heimili, takmarkað magn. Servéttur, plast- hnífapör og kringlóttir borðdúkar, tilvalið í sumarbústaðinn, sumarferðalögin og í garð- inn. Sportveiðarfæri, flugulínur, gervibeita, gott úrval. Vöðlur, sjóstangir, regnkápur, veiðijakkar og veiðigallar. Línu- og hjólaskaut- arfyrir3—7 ára, leikföng, pússluspil. Ljósritun- arvél sem þarfnast viðgerðar, ritvél, vaskur, hringstigi, þjófavarnakerfi og skápar. Komið og gerið góð kaup. Einstakttækifæri. Til sölu Til sölu er fasteign að Ytra-Holti við Dalvík Húsið hefur verið notað sem geymslu- og iðn- aðarhúsnæði. Tilboðum skal skila til sparisjóðs- stjóra, sem gefur allar nánari upplýsingar. Tilboðsfrestur ertil 1. ágúst nk. Dalvík, 2. júlí 1997. Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík. ATVINNUHÚSN ÆÐ I Til leigu snyrtilegt 300m2 iðnaðar- eða verslunar- húsnæði á jarðhæð við Dalbrekku í Kópavogi. Stórar innkeyrsludyr. Upphitað bílaplan. Upplýsingar í síma 897 2484. SMAAUGLYSINGAR TILKYNNINGAR Þíngvellir — þjóðgarður Dagskrá helgarinnar. Á Þingvöllum bjóða landverðii upp á gönguferðir og barna- stundir og af nógu verður að taka um helgina. Laungardagur 5. júlí Kl. 13.00 Skógarkot Gengið frá þjónustumiðstöð um Sandhólastíg í Skógarkot og til baka um Þinggötu. Fjallað verð- ur um sögu búskapar og jarð- fræði á Þingvöllum. Gangan tek- ur um 3 klst. og má gjarnan taka með sér nestisbita. Kl. 15.00 Leikið og litað i Hvannagjá Barnastund fyrir alla krakka. Far- ið verður í létta leiki og málað með vatnslitum. Hist verður á bílastæði við Hvannagjá og gengið saman upp eftir. Barna- stundin tekur um 11/2 klst. og nauðsynlegt er að vera vel búinn. Sunnudagur 6. júlí Kl. 13.00 Hrauntún Gengið með gjám og um fornar götur að Hrauntúni. A leiðinni verður hugað að sögu og nátt- úrufari. Gangan tekur um 3 klst. og verður lagt upp frá þjónustu- miðstöð. Kl. 14.00 Guðsþjónusta Séra Heimir Steinsson annast guðsþjónustuna. Organisti er Ingunn Hildur Hauksdóttir. Kl. 15.00 Þinghelgin Gengið verður um hinn forna þingstað undir leiðsögn land- varðar. Lagt afstaðfrá Þingvalla kirkju að lokinni messu. Tekur um 1-11/2 klst. Allar frekarí upplýsingar um dagskrána fást hjá landvörð- um í þjónustumiðstöð, sími 482 2660. - kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.