Morgunblaðið - 04.07.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 47
KAREN
OLADOTTIR
+ Karen Björg Óla-
dóttir fæddist á
Jörva á Borgarfirði
eystra 18. ágúst
1906. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 24. júní síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Grafarvogskirkju 2.
júlí.
Hún amma mín er
dáin. Stundin sem ég
einhvem veginn hafði
I aldrei gert ráð fyrir að
myndi renna upp, er komin og e_r
hún því full trega og söknuðar. Á
kveðjustundu hellast yfír mig minn-
ingar úr bamæsku minni þegar
amma og afí bjuggu aðeins nokkr-
um húsum neðar á Lindargötunni
en ég. Ég sótti mikið til þeirra,
enda í mikla manngæsku og hlýju
að sækja. Þegar ég var 7 eða 8 ára
fór ég á fætur á hverjum virkum
morgni, labbaði til ömmu og afa
og hlustaði á framhaldssögu bam-
anna í gamla lampaútvarpinu. Ég
er búinn að gleyma því núna, en
þá vissi ég nákvæmlega hversu
mörg skref vom að heiman til
ömmu, hversu margar tröppur var
upp að fara og í hverjum þeirra
marraði. Þegar ég kom inn var afi
jafnan búinn að sækja kúmenbrauð
upp í bakarí og amma tilbúin að
sneiða það niður og
setja á það banana.
Síðan sat ég, lítill
snáði, borðaði brauð-
ið, drakk kalda
mjólkina úr rauðu
skörðóttu glasi og
hlustaði á söguna
með henni ömmu
minni. Eftir söguna
sátum við síðan oft
saman og spiluðum
rommý eða ólsen-óls-
en svo tímunum
skipti. Oftar en ekki
lauk þessari daglegu
heimsókn með því að amma læddi
tíkalli í lítinn lófa og sagði mér að
ég mætti kaupa nammi fyrir hann.
Að sofa hjá ömmu og afa var
líka alveg sérstök tilfinning. Þá var
stóri svefnsófinn dreginn út og
maður fékk að sofa aleinn í öllu
flæminu með þykku, þungu fiður-
sængina sem lagðist svo þétt að
kroppnum að það var eins og hún
héldi utan um mann. Þá sagði
amma mér stundum söguna um
beljuna, karlinn, kerlinguna, ein-
björn, tvíbjöm, þríbjörn og þá
bræðuma sjö og það þegar beljan
féll í skurðinn. Sögu sem hún þurfti
oft að segja tvisvar í röð því ég
fékk aldrei leiða á henni. Að
morgni var maður síðan vakinn
með kúmenbrauðinu, banananum,
mjólkinni og sögunni í útvarpinu.
Jólaboðin voru árviss viðburður.
Þá hittust öll systkini pabba ásamt
mökum og börnum í litlu tveggja
herbergja íbúðinni. Eftir á að
hyggja var mjög þröngt á þingi en
í minningunni lifir stemmningin,
kliðurinn, spilamennskan og síðast
en ekki síst ijómatertan hennar
ömmu - langbesta terta í heimi.
Amma var á þönum berandi fram
kaffi, tertur, pönnukökur og annað
meðlæti. Það var hennar líf og
yndi - að reiða fram veitingar
handa gestkomandi. Eiginleiki sem
hún var gædd allt til hins síðasta.
Kveðjustundin er þungbær en
óumflýjanleg. Eftir situr fjöldi
góðra minninga um einstaklega
indæla konu. Konu sem hafði mik-
il áhrif á persónu mína með þeirri
hlýju, einlægni og æðruleysi sem
hún einatt sýndi. Með ömmu minni
er genginn besti vinur æskuára
minna en minninguna um hana
mun ég æ bera í bijósti mér.
Magnús Ólason.
Kæra amma.
Með þessum fátæklegu_ orðum
kveð ég þig í hinsta sinn. Ég kom
að kveðja þig áður en ég fór utan,
en þú svafst svo vært að ég tímdi
ekki að vekja þig. Ég hefði betur
gert það. I staðinn sendi ég þér
bréf sem náði ekki til þín í tæka tíð.
Minningin um brosmildu ömmu
mína mun ylja mér um ókomin ár.
Sama hvað bjátaði á, alltaf var
stutt í húmorinn og hláturinn þinn.
Takk fyrir samverustundimar.
Elsku afi, hugur minn er hjá þér.
Kristín.
GUÐRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Guðríður Jóns-
dóttir yfir-
hjúkrunarkona
fæddist á Seglbúð-
um í Landbroti 10.
maí 1903. Hún lést
á Droplaugarstöð-
um 14. júní síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 30.
júní.
Látin er Guðríður
Jónsdóttir frá Segl-
búðum. Þannig skrif-
aði hún gjaman nafn
| sitt og kenndi sig við fæðingarstað
sinn, þar sem hún ólst upp til full-
orðinsára og fékk það veganesti,
I sem reyndist henni vel á löngum
og starfsömum æviferli.
Hún var næstyngst af sex systk-
inum, sem komust upp af börnum
hjónanna Jóns Þorkelssonar frá
Eystra-Hrauni og Ólafar Jónsdótt-
ur frá Seglbúðum. Guðríður var
aðeins þriggja ára, þegar faðir
hennar fellur frá, svo það varð
! hlutskipti móður hennar að halda
I áfram búskapnum, sem henni fam-
, aðist vel með atorku sinni og hygg-
indum. Með samheldni og dugnaði
veittu börnin þann stuðning, sem
þau megnuðu. Féll það í hlut
Helga, elsta sonarins,
sem þá var aðeins tólf
ára gamall, að leiða
systkinahópinn.
Þegar Guðríður
hafði síðar tekið að sér
ábyrgðarmikið og erf-
itt hjúkrunarstarf að
loknu námi í fjarlæg-
um landshlutum og
erlendis sýndi hún það
í verki, hversu fjöl-
skylda og æskustöðvar
voru henni kærar. Á
hveiju ári, þegar tóm
gafst til, kom hún
austur að Seglbúðum,
þar sem Helgi, bróðir hennar, og
kona hans, Gyðríður Pálsdóttir frá
Þykkvabæ, höfðu tekið við búskap
nokkmm árum áður en Guðríður
hélt að heiman til náms. Ólöf,
móðir hennar, dvaldi þar til ævi-
loka árið 1953, en Helgi andaðist
1949.
Guðríður lét það ekki aftra sér,
þó að ferðalögin þangað á fyrri
hluta aldarinnar væm með öðmm
hætti en síðar varð. Þvert á móti
naut hún ferðalaga, þó að eitthvað
þyrfti fyrir þeim að hafa og hafði
gaman af að rifja upp ferðir sínar
um fjöll og firnindi, hvort sem var
gangandi eða ríðandi. Og í Segl-
búðum sætti hún færi að fara í
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar em beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
rekstrarferðir með lambfé á afrétt,
þó að þær tækju á annan sólar-
hring og gætu orðið ærið erfiðar
þeim, sem slíku voru vanari.
Skýrast kom þó hugur hennar
til æskustöðvanna fram árið 1975,
þegar hún ákveður að gefa íbúð
sína í Reykjavík til að kosta bygg-
ingu íbúða fyrir aldraða á Kirkju-
bæjarklaustri. Fær hún einnig
tvær frænkur sínar, .Tóhönnu Jóns-
dóttur frá Hraunkoti og Elínu
Magnúsdóttur frá Hátúnum, til að
gjöra slíkt hið sama og fleiri til
að arfleiða þá stofnun að eigum
sínum. Elín varð svo fyrsti íbúinn
þar á Klausturhólum og Jóhanna
kom þangað síðar.
Sjálf fékk Guðríður leyfi til að
búa áfram í íbúðinni í Reykjavík
meðan heilsa leyfði. Mikinn þátt í
þeirri ákvörðun hennar mun hafa
átt, að þrátt fyrir að venjulegri
starfsævi væri löngu lokið vom
annir hennar miklar við að leggja
lið öllum, sem hún vissi að á hjálp
þyrftu að halda. Þó að kraftarnir
minnkuðu, sérstaklega sjón, hélt
hún áfram að vitja vina og kunn-
ingja, sem verr voru haldnir, til
að láta þá fínna, að þeir væm
henni ekki gleymdir.
Engu að síður leitaði hugurinn
austur í Landbrot og á Síðu. Það
var henni mikil ánægja að vera við
vígslu veglegs hjúkrunar- og dval-
arheimilis, sem hefur verið byggt
við íbúðir aldraðra á Klausturhól-
um. Gisti hún þá þar hjá vinkonu
sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur frá
Eintúnahálsi, sem var í hópi fyrstu
íbúa þess heimilis. Við Þorbjörgu
ræddi Guðríður í síma að minnsta
kosti einu sinni í viku allt til hinstu
stundar og fylgdist þannig með
því hvemig þar leið.
Síðast gisti hún hjá Þorbjörgu
fyrir tæpu ári, þegar hún kom að
kveðja bernskuslóðimar í Seglbúð-
um. Reyndi hún þá að líta úr bíln-
um yfir þá staði, sem henni vom
svo kærir, sérstaklega Grenlæk og
umhverfi hans. En í Grenlæk hafði
Guðríður látið sækja stein til að
setja á leiði móður sinnar í kirkju-
garðinum á Prestsbakka á Síðu.
Hún hafði ákveðið, að undir þann
stein yrðu jarðneskar leifar hennar
einnig settar eftir að ættingjar og
vinir hafa kvatt hana með kærri
þökk fyrir umhyggju og allt henn-
ar fórnfúsa starf.
Jón Helgason.
UNGMENNALIÐIÐ í bridsi hefur staðið sig vel það sem
af er Norðurlandamótinu í Færeyjum. í liðinu eru Magn-
ús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson, Steinar Jónsson
og Stefán Jóhannsson.
Norðurlandamót ungmenna í bridsi
Islendingar
með góða
forustu
BRIPS
Þðrshöfn
NM UNGMENNA
Norðurlandamót spilara 25 ára og
yngri fer fram í Þórshöfn í Fær-
eyjum dagana 29. júní til 4. júlí.
ÍSLENDINGAR héldu góðri for-
ustu á Norðurlandamóti í flokki
25 ára og yngri í gær þegar
þremur leikjum var ólokið. Takist
þeim að vinna mótið yrði það
fyrsti Norðurlandatitill Islands í
þessum flokki.
Norðurlöndin eiga jafnan mjög
sterk ungmennalið og sem dæmi
má nefna að Norðmenn eru nú-
verandi Evrópumeistarar í sveita-
keppni og keppa ásamt Dönum
á næsta heimsmeistaramóti. ís-
lenska liðið þótti þó sigurstrang-
legt fyrir Norðurlandamótið enda
er liðið skipað efnilegustu spilur-
um sem Islendingar hafa átt í
áraraðir.
Á mótinu er spiluð tvöföld
umferð með 32 spila leikjum, og
eftir 7 leiki af 10 voru íslending-
ar með 138 stig, Danir höfðu
116, Svíar 111, Norðmenn 102,
Færeyingar 94 og Finnar 62.
Færeyingar hafa komið á óvart
á mótinu og m.a. unnið Norð-
menn í báðum leikjunum, og í
gær voru þeir yfir í hálfleik gegn
Islandi en töpuðu á endanum
19-11.
Danir tefla fram sínu sterkasta
liði í Þórshöfn en voru yfírspilað-
ir af íslendingum í fyrri umferð
mótsins, og leiknum lauk 25-3.
í þessu spili var spilamat íslensku
og dönsku spilaranna gerólíkt.
Norður
♦ Á96
¥ÁG8
♦ Á10
♦ KD932
Vestur Austur
♦ - ♦ G8542
♦ 106 ♦ D7532
♦ KD986543 ♦ 7
♦ 1074 ♦ 65
Suður
♦ KD1073
¥K74
♦ G2
♦ ÁG8
Við bæði borð opnaði suður á
1 spaða og við annað borðið
stökk Sigurbjörn Haraldsson í
vestur í 3 tígla. Norður sagði 4
tígla til að bjóða upp á spaða-
slemmu, og þegar Magnús
Magnússon í austur sagði pass,
sagði suður aðeins 4 spaða sem
norður passaði. Það er sérkenni-
leg ákvörðun og bendir til þess
að NS noti laufléttar opnanir.
Við hitt borðið sátu Steinar
Jónsson og Stefán Jóhannsson
NS:
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði
4 tíglar 4 grönd pass 5 spaðar
pass 7 spaðar/
Steinar er greinilega betra
vanur frá félaga sínum en Daninn
við hitt borðið og eftir að hafa
spurt um lykilspil, og fengið upp
tvö auk spaðadrottningarinnar,
stökk hann í alslemmu. Vestur
spilaði út tígulkóng sem Stefán
drap með ás og lagði niður spaða-
ás. 5-0 legan þvældist ekkert
fyrir í þetta skipti því Stefán gat
svínað bæði fyrir spaðagosa og
spaðaáttu austurs. 13 slagir og
14 impar til íslands.
Svínað á sagnhafa
íslenska liðið tapaði sínum
fyrsta leik í mótinu 14-16 fyrir
Svíum í síðari umferðinni. Hér
er mikilvægt spil úr þeim leik:
Norður gefur, NS á hættu.
Norður
♦ D
♦ K98643
♦ D1064
♦ K4
Vestur
♦ Á9543
♦ D5
♦ 9
♦ Á10976
Austur
♦ KG1062
¥G7
♦ K3
♦ D853
Suður
♦ 87
¥Á102
♦ ÁG8752
♦ G2
Við annað borðið spiluðu
Sigurbjörn og Magnús vörn
gegn 4 spöðum í AV og tóku
þann samning einn niður, 50 til
NS. Við hitt borðið voru Svíam-
ir harðari í sögnum:
Vestur Norður Austur Suður
1 tyarta 1 spaði 3 tíglar
4 spaðar 5 tíglar dobl///
Á opnu borði vinnast 5 tíglar
auðveldlega en Steinari í vestur
tókst að afvegaleiða sagnhafa.
Hann spilaði út spaðaás og tók
síðan laufaás og skipti í hjarta-
drottningu. Sænski sagnhafinn
hugsaði sig lengi um, en tók svo
slaginn heima á ás, trompaði
spaða, svínaði fyrir tígulkónginn
hjá Sigurbirni í austur og tók
tígulás. Síðan spilaði hann
hjartatíunni út og svínaði og
Stefán fékk á gosann. 200 til
íslands og 6 impar í stað 12
impa taps.
Guðm. Sv. Hermannsson