Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 2
1 2 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997______________________________________________________________MORGUNBLAÐÍÐ FRÉTTIR Starfsmaður loðnuverksmiðju á Akranesi hætt kominn Gaseitrun í loðnuþró LIÐLEGA fertugur starfsmaður loðnuverksmiðju Haraldar Böðv- arssonar á Akranesi var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgis- gæslunnar um hádegi í gær, eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri gas- eitrun í loðnuþró fyrirtækisins, auk þess sem taiið er að hann hafi orð- ið fyrir súrefnisskorti. Annar starfsmaður fékk væga eitrun þegar hann reyndi að að- stoða hinn, og var lagður inn til eftirlits á Sjúkrahús Akraness í kjölfarið. Atburðurinn varð skömmu eftir klukkan ellefu í gær- morgun. „Maðurinn ætlaði að þrífa loðnu- þró í verksmiðjunni. Hann fór inn í þróna og var á leið upp úr henni aftur þegar hann missti meðvitund. Hann hefur sennilega fallið spöl- korn en þó ekki orðið meint af fall- inu,“ segir Sturlaugur Sturlaugs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri HB. Ákveðnar reglur Talið er að eiturgas hafi mynd- ast í loðnuafurðum í þrónni og stig- ið upp af þeim. „Menn frá slökkvi- liði Akraness með súrefniskúta og grímur komu síðan eftir nokkra stund og fóru niður í þróna og sóttu manninn og þyrlan kom skömmu síðar. Ég veit ekki nákvæmlega hversu langan tíma þetta tók, en sennilega of langan tíma. Menn vita hins vegar af hættunni og eiga að viðhafa ákveðnar leikreglur í því sambandi,“ segir hann. Sturlaugur kveðst telja að maðurinn hafi verið hætt kominn og um mjög alvarlegan atburð sé að ræða. Slysið sé áfall. í rannsókn á gjörgæslu Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur um klukkan 12.15 í gær og gekkst maðurinn undir rannsókn þar í kjöl- farið. Samkvæmt upplýsingum frá SR var hann á gjörgæsludeild og meðvitundarlaus. Ástand hans var stöðugt og var honum haldið sof- andi í nótt. Ekki var ljóst hvort hann væri í lífshættu. Landar annan hvem dag „ÞETTA er ein besta byijun sem ég man eftir,“ sagði Willard Óla- son, skipstjóri á Grindvíkingi GK-606, um upphaf loðnuveið- anna í spjalli við Morgunblaðið. Frá því veiðarnar hófust 1. júlí hefur hann landað fjórum sinn- um, alls 4.300 lestum. Landað var úr Grindvíkingi á Seyðisfirði á mánudag og þá var þessi mynd tekin og aftur á Siglufirði í gær. Á útleiðinni í gær sagðist Willard hafa heyrt að veiðin hefði verið léleg í gær en tók það fram að hann væri ekki farinn að heyra almennilega í félögum sínum á miðunum. Utanríkis- ráðherra Tyrklands afhent bréf Madrfd. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði afhent Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrk- lands, bréf vegna máls Sophiu Hans- en, sem leitar nú umgengnisréttar við dætur sínar tvær í Tyrklandi, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalags- ins og samstarfsríkja þess í Madríd. Halldór sagði að ástæðan fyrir því að hann hefði afhent, þetta bréf væri sú að kominn væri nýr ráð- herra, sem tekið hefði við af Tansu Ciller. Hann hefði á sínum tíma átt fund með henni um málið og nú væri verið að koma á framfæri ósk- um um að Sophia gæti hitt dætur sínar. Væri ráðherrann beðinn að vinna að málinu innan þeirra marka, sem honum væru sett. Morgunblaðið/Þorkell ♦ ♦ ♦ Verkalýðs- félög semja við Póst og síma SAMNINGANEFNDIR Verka- mannasambandsins, Dagsbrúnar, Framsóknar og samninganefnd Pósts og síma hf. undirrituðu nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í gær fyrir hönd ófaglærðra starfs- manna sem starfa hjá fyrirtækinu. Samningurinn er í öllum megin- atriðum sambærilegur þeim samn- ingum sem gerðir hafa verið að und- anförnu, skv. upplýsingum Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara. Með gerð þessa samnings færist hluti starfsmanna sem áður voru ríkis- starfsmenn út á almenna vinnu- markaðinn og fór mestur timi samn- ingaviðræðnanna í að ná samkomu- lagi um atriði sem varða breytingar á kjörum þessara starfsmanna. Viðræður halda áfram í deilu verkstjóra og borgarinnar í gær héldu viðræður áfram í kjaradeilu verkstjóra og Reykjavík- urborgar. Stóðu þær enn klukkan 22 þegar haft var samband við sátta- semjara en reyna á til þrautar að ná samningum fyrir boðað verkfall verk- stjóra sem hefst á morgun, föstudag, hafi ekki samist fyrir þann tíma. ♦ ♦ ♦----- Byggði söluhús við Gullfoss EIGANDI jarðarinnar Brattholts við Gullfoss hefur byggt hús á áningar- stað við fossinn þar sem hann hefur til sölu varning fyrir ferðamenn. Leigutaki landsins er Ferðamálaráð og var húsið byggt þarna án vitn- eskju þess. Undanfarin sumur hefur bóndinn boðið varning til sölu úr tjaldi á staðnum. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, viidi lítið tjá sig um málið en sagði að það væri í skoðun og Ferðamálaráð væri að afla sér upplýsinga um það. Norskrar stúlku saknað NORSKRAR stúlku, Anne Berit, hefur verið saknað síðan miðviku- daginn 2. júlí. Stúlkan er 21 árs, l, 68 sm á hæð, frekar grönn og með ljósrauðbrúnt hár. Hún var með dökkan bakpoka og silfurlitað tjald í farteskinu. Hún hafði verið á Kanastöðum í Landeyjum í þrjá mánuði og fór í leyfi til Reykjavíkur 1. júlí. Vitað er að hún var á gistiheimili Hjálp- ræðishersins fyrstu nóttina. Stúlkan hafði talað um að ferðast um Suðvesturland og heimsækja m. a. Bláa lónið, Gullfoss og Geysi. Ef einhver hefur upplýsingar fram að færa er hann beðinn um að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra slðna auglýsingablað frá Nóatúni. Ný túlkun á lögum um meðferð opinberra mála lögð til grundvallar úrskurði Sakbomingar mega kynna sér framlögð gögn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær að sakborningum í stóra fíkniefnamálinu svokall- aða væri heimilt að kynna sér framlögð gögn í málinu. Dómarinn telur að ákvæði laga um meðferð opinberra mála um aðgang að málsskjöl- um samræmist ekki lengur ákvæðum stjómar- skrár og Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Ákæruvaldið kærði úrskurðinn samstundis til Hæstaréttar. Neituðu að tjá sig Ákæra var gefin út á hendur fimm einstakling- um 24. júní sl. fyrir meint fíkniefnabrot. Málið var þingfest 3. júlí sl. Þá kröfðust fjórir hinna ákærðu þess að fá að kynna sér framlögð skjöl og neituðu sumir þeirra að tjá sig um sakargift- ir fyrr en eftir að hafa fengið að kynna sér gögnin. Fyrir dómi 7. júlí sl. gerðu ákærðu kröfu um að fá ótakmarkaðan aðgang að afritum allra skjala sem lögð hafa verið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og höfðu verið afhent veijendum þeirra. Ákæruvaldið mótmælti því að krafan næði fram að ganga og krafðist þess að ákærðu yrði einungis heimilað að kynna sér sinn eigin framburð þar til hvert og eitt þeirra hefði sætt yfirheyrslu fyrir dómi. Réttur til að neita að Ijá sig óskilyrtur Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari færir ítarleg rök fyrir niðurstöðu sinni. Hann rekur að við munnlegan flutning um kröfugerð málsins hafi ákærandinn greint frá því að synjun ákæru- valdsins að ákærðu fengju að kynna sér fram- lögð skjöl helgaðist af mati á sönnunarstöðu málsins. Misræmi væri í framburði ákærðu hjá lögreglunni og ekki hefði tekist að leggja hald á öll þau fíkniefni sem ákært hefði verið út af. Dómurinn telur misræmi I framburði ákærðu ekki geta haft það í för með sér að meina þeim aðgang að skjölum málsins. Hann minnir á að sakborningi sé á öllum stigum opinbers máls óskylt að svara spurningum um refsiverða hegð- un sem honum er gefin að sök, sbr. ákvæði laga um meðferð opinberra mála (oml.). Þótt ákærðu hafí notfært sér þennan rétt sinn þá takmarki það ekki rétt þeirra til að kynna sér gögnin, enda sé sá réttur óskilyrtur. Dómari yrði vanhæfur í 1. mgr. 43. gr. oml. segir: „Veijandi skal jafnskjótt og unnt er fá til afnota endurrit af öllum skjölum sem málið varða, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn sem ekki verða endurrituð. Ekki má láta sakborningi í té eintak af endurriti eða kynna honum efni þess nema dómari eða rannsóknari samþykki." Dómarinn telur að ef hann meinaði ákærðu að kynna sér framlögð skjöl yrði sú ákvörðun ekki reist á öðrum sjónarmiðum en þeim sem fram koma í afstöðu ákæruvaldsins. Dómari sem tæki slíka afgerandi afstöðu á grundvelli sönnunaraðstöðu annars málsaðilans honum í vil gæti ekki talist óvilhallur í skilningi MSE og gæti heldur ekki talist óhlutdrægur eins og áskilnaður sé um í stjórnarskránni. „Með útgáfu ákæru hefur ákæruvaldið tekið þá afstöðu að það telji rannsókn lokið og það sem fram hefur komið undir rannsókn málsins nægilegt eða líklegt til sakfellis sbr. 112. gr. oml. og því hlýtur ákæruvaldið að þurfa að sæta því að gögnin sem lögð eru fyrir dóm og málatilbúnaðurinn er reistur á séu þá þegar kynnt ákærðu,“ segir í úrskurðinum. Þegar til dómsmeðferðar er komið telur dóm- urinn að það yrði andstætt ákvæðum MSE, stjórnarskrárinnar og andstætt hugmyndum um nútíma réttarfar að færa ákæruvaldinu, öðrum aðila máls, það vald að ákveða hvort ákærður maður fái að kynna sér framlögð skjöl. Þá bryti það að mati dómsins einnig gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Ákvæði 1. mgr. 43. gr. oml. er því að mati dómsins ekki lengur samrým- anlegt framangreindu ákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og ber nú að túlka lögin þannig að ákærður einstaklingur fái þegar við þingfestingu máls að kynna sér efni fram- lagðra skjala eins og lýst er í 2. mgr. 122. gr. oml.“ Úrskurður verður kærður Dómarinn nefnir fleiri atriði til að skjóta stoð- um undir niðurstöðu sína en segir í lokin: „Dóm- urinn telur þannig allt það sem rakið var að framan leiða til þess að nú beri að skýra lög þannig, að ákærður einstaklingur eigi rétt á því að kynna sér framlögð skjöl. Geti hvorki dómari né ákærandi takmarkað þann rétt, hvorki út frá mati á sönnunaraðstöðu ákæruvaldsins né af öðrum sökum.“ Ákæruvaldið hefur þegar ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. í I I I I I I I I i í I I [ c I t c I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.