Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997__________________________ FRÉTTIR VERIÐ var að setja tívolíið upp á hafnarbakkanum í gær en það verður opnað síðdegis í dag. FIDEL Gunnarsson og Ólafur Stefánsson, handbolta- maður, voru á Ingólfstorgi og tefldu eina skák. ÓLÖF Ragna, Hjördís, Ásgerður, Ágústa, Pétur Rafn og Aron Trausti nutu bæjarferðarinnar í veðurblíðunni. Fólk á ferli í hjarta borgarinnar SUMARIÐ og sólin létu sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í gærmorg- un borgarbúum vafalaust til mik- illar gleði. Sólin var þó horfin bak við skýin um hádegi en sæmilega heitt var í veðri og margir á ferli. Á Hafnarbakkanum var verið að setja upp árlegt tívolí. Að þessu sinni eru fimm ný tæki, þar á meðal 50 tonna tæki sem er það stærsta sem hingað hefur komið. Tívolíið verður opnað í dag og verður opið daglega til 5. ágúst. Það fer ekki út á land eins og sl. ár en fjölskylduhátíð verður hald- in i tívolíinu um verslunarmanna- helgina. Að sögn Jörundar Guðmunds- sonar, sem flutt hefur tívolíið til landsins síðustu sex ár, eru marg- ir sem halda til í borginni um verslunarmannahelgina og hann segir yfirleitt ekkert gert til skemmtunar fyrir þær fjölskyld- ur. Á Ingólfstorgi setti Hitt húsið upp taflborð semvegfarendur gátu skemmt sér við. Ólafur Stefánsson, landsliðs- og atvinnumaður í hand- bolta, var með vini sínum Fídel Gunnarssyni á torginu og tóku þeir eina skák. Ólafur fékk einmitt bronsverðlaun á skákmóti lands- liðsins í handbolta i Japan i vor. Hann er í stuttu fríi á Islandi og sagðist sáttur við veðrið þrátt fyr- ir að sólin hefði látið sig hverfa. Friður, ánægja og afslöppun voru slagorð Götuleikhúss Hins hússins sem fór syngjandi og dans- andi um miðbæinn en það er með sýningar á hveijum degi. Félag- arnir eru flest á aldrinum 16 til 20 ára og sögðust vera komin út á götur bæjarins um leið og góða veðrið léti sjá sig. Morgunblaðið/Jim Smart FÉLAGAR í götuleikhúsinu fóru syngjandi og dansandi um götur miðbæjarins í anda blómatímabilsins. Nýtt lamba- kjöt komið á markað Mannabreytingar tíðar hjá Landmælingum Langt á eftir í útgáfu grunnkorta KJÖT af nýslátruðum dilkum er að berast í verslanir, m.a. hjá Hagkaupi í Kringlunni í Reykjavík og Kaup- angi á Akureyri. Slátrun hófst sl. mánudag hjá Slátursamiagi Skag- firðinga á Sauðárkróki og Ferskum afurðum á Hvammstanga. Slátrað verður vikulega fram eftir árinu. Slátrað var 27 lömbum og ám á Sauðárkróki og kom féð að mestu frá Hóium. Var meðalþyngdin 14,2 kg. Smári Borgarsson, fram- kvæmdastjóri Slátursamlagsins, sagði að kjötið væri nokkuð yfirborg- að en útsöluverð væri þó ekki að marki hærra en á eldra kjöti. Hann sagði siátrunina fara rólega af stað en hún ykist síðan í næsta mánuði. Lárus Óskarsson, innkaupastjóri hjá Hagkaupi, sagði að kjöt eftir slátrun á Hvammstanga væri nú í boði í Kringlunni og kæmi nýtt lambakjöt í fleiri verslanir Hagkaups í næstu viku. Fyrsta slátrunin var aðeins 20 diikar og var allt féð frá Bessastöðum en verða síðan nokkur hundruð á viku. Fyrirtækið samdi við fjárbændur á Norðurlandi í fyrra um að slátra fyrir og eftir hefð- bundna sláturtíð og hefur nú einnig samið við bændur á Suðurlandi. Mun Höfn-Þríhyrningur slátra sunnlenska fénu. Neytendur geta séð á pakkn- ingum frá hvaða bæ kjötið er. „LANDMÆLINGAR íslands eru komnar Iangt á eftir áætlun í út- gáfu grunnkorta af íslandi og dæmi um að aðrar ríkisstofnanir séu fam- ar að sinna kortagerð sjálfar vegna þessa,“ segir Hrafnhildur Brynj- ólfsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Landmælingum og trúnaðarmaður starfsmanna. Hún segir að mikill losarabragur sé á stofnuninni og mannabreytingar tíðar. Hrafnhild- ur segir að Landmælingar gegni ekki því hlutverki sem stofnuninni er ætlað heldur sé hún fremur orð- in í ætt við þjálfunarbúðir fyrir nýútskrifað menntafólk. „Undanfarin tíu ár hafa verið mjög miklar mannabreytingar hjá fyrirtækinu og það hefur ekki dreg- ið úr því eftir að ákveðið var að flytja það til Akraness,“ segir Hrafnhildur, sem hefur sjálf sagt upp störfum. „Ég réð mig til fyrirtækisins og ætlaði að vera í ákveðinn fjölda ára. Síðan er þeim ráðagerðum kollvarpað með ákvörðun um flutn- inginn. Það var aldrei spurning um hvort ég hætti heldur hvenær,“ segir Hrafnhildur. Einn hætt á tveggja mánaða fresti Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, segir það orðum aukið að margir hafí hætt störfum. Hann segir að tveir starfs- menn með reynslu hafí hætt og í staðinn hafi verið ráðnir tveir, þ.á m. maður menntaður í korta- gerð, en starfsmenn með slíka menntun hefðu ekki verið ráðnir til stofnunarinnar síðan 1972. Hrafnhildur segir að frá áramót- um og fram til ágústmánaðar hætti fjórir starfsmenn og þrír séu þegar hættir, þ.e. einn deildarstjóri, starfsmaður í örnefnadeild, starfs- maður í tölvukortagerð og síðan hættir hún sjálf í ágúst. Einn starfsmaður hafi því hætt á tveggja mánaða fresti á þessu ári. Hrafn- hildur segir að það taki langan tíma að þjálfa upp nýja starfsmenn og þetta sé farið að há starfsemi Land- mælinga. Fyrir 30 manna fyrirtæki sé þetta mikil blóðtaka. „Frá því ég byijaði að vinna hérna fyrir u.þ.b. tveimur árum hafa 10-15 manns hætt hér,“ segir Hrafnhild- ur. „Landmælingar virka eins og þjálfunarbúðir fyrir vinnumarkað- inn. Fólk kemur hingað inn nýbúið í námi og aflar sér meiri þekkingar og fer síðan eitthvert annað. Þetta má rekja til launakerfisins og ekki bætir ákvörðun ráðherra úr skák um að flytja starfsemina til Akra- ness.“ Hrafnhildur segir að hjá Land- mælingum íslands sé alltof fátt fólk til þess að vinna að þeim verk- efnum sem fyrirtækið á að sinna. Landmælingar eigi að sinna grunn- kortagerð fyrir allt landið en hvorki gangi né reki með hana. Útgáfa korta legið niðri „Við höfum unnið að kortlagn- ingu landsins í 1:50.000 í samvinnu við Bandaríkjamenn. Það hefur ekki komið út kort í þeim flokki síðan 1991. Á þessu tímabili áttu að koma út 100 kort. Krafan úti í þjóðfélaginu er sú að Landmæling- ar geri grunnkort en það gerist ekki. Þar af leiðandi þurfa aðrar stofnanir ríkisins að leggja fjár- magn í grunnkortagerð, eins og t.d. Norræna eldfjallastöðin og Orkustofnun," segir Hrafnhildur. Ágúst segir að Landmælingar hafi ekki dregist aftur úr í korta- gerð vegna starfsmannamála. „Tæknin er á fleygiferð og það kostar mikla peninga að halda sínu striki og endurþjálfun á starfs- mönnum. Við erum fátæklega búin starfsmönnum. Á kortastofnunum á Norðurlöndunum eru um 8 þús- und starfsmenn. Á sambærilegri stofnun í Noregi sem hefur svipað verksvið eru rúmlega 800 starfs- menn. Á mælingadeildinni þar starfa 150 manns en hjá okkur er þetta einn maður og stór hluti verk- efnanna er á mínu borði. Það er einfaldlega ekki betur búið að þess- um málaflokki," segir Kristján. Hann segir að í almennri korta- gerð hafi verið lögð áhersla á ferða- kort en stofnunin sé of fáliðuð til þess að gera nákvæmari kort. Hrafnhildur segir að starfsmenn hafi átt fund með skrifstofustjóra umhverfísráðuneytisins í apríl. Þeim hafi verið sagt að þeir mættu vænta þess að heyra eitthvað frá ráðherra í maí um framtíð fyrirtæk- isins og starfsmannanna. Enn hafi ekkert heyrst frá honum. Til margra ára voru Landmæl- ingar eina fyrirtækið sem annáðist loftmyndatökur. Nú er fyrirtækið Loftmyndir ehf. komið í beina sam- keppni við Landmælingar um þenn- an þátt starfseminnar og fengið mjög stór verkefni á þessu sviði í samtarfi við danska aðila. Ágúst segir að dregið hafi úr sértekjum Landmælinga vegna þessa. Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt • Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. • 3.000 litmyndirog skýringarteikningar. FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.