Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997__________________________ FRÉTTIR VERIÐ var að setja tívolíið upp á hafnarbakkanum í gær en það verður opnað síðdegis í dag. FIDEL Gunnarsson og Ólafur Stefánsson, handbolta- maður, voru á Ingólfstorgi og tefldu eina skák. ÓLÖF Ragna, Hjördís, Ásgerður, Ágústa, Pétur Rafn og Aron Trausti nutu bæjarferðarinnar í veðurblíðunni. Fólk á ferli í hjarta borgarinnar SUMARIÐ og sólin létu sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í gærmorg- un borgarbúum vafalaust til mik- illar gleði. Sólin var þó horfin bak við skýin um hádegi en sæmilega heitt var í veðri og margir á ferli. Á Hafnarbakkanum var verið að setja upp árlegt tívolí. Að þessu sinni eru fimm ný tæki, þar á meðal 50 tonna tæki sem er það stærsta sem hingað hefur komið. Tívolíið verður opnað í dag og verður opið daglega til 5. ágúst. Það fer ekki út á land eins og sl. ár en fjölskylduhátíð verður hald- in i tívolíinu um verslunarmanna- helgina. Að sögn Jörundar Guðmunds- sonar, sem flutt hefur tívolíið til landsins síðustu sex ár, eru marg- ir sem halda til í borginni um verslunarmannahelgina og hann segir yfirleitt ekkert gert til skemmtunar fyrir þær fjölskyld- ur. Á Ingólfstorgi setti Hitt húsið upp taflborð semvegfarendur gátu skemmt sér við. Ólafur Stefánsson, landsliðs- og atvinnumaður í hand- bolta, var með vini sínum Fídel Gunnarssyni á torginu og tóku þeir eina skák. Ólafur fékk einmitt bronsverðlaun á skákmóti lands- liðsins í handbolta i Japan i vor. Hann er í stuttu fríi á Islandi og sagðist sáttur við veðrið þrátt fyr- ir að sólin hefði látið sig hverfa. Friður, ánægja og afslöppun voru slagorð Götuleikhúss Hins hússins sem fór syngjandi og dans- andi um miðbæinn en það er með sýningar á hveijum degi. Félag- arnir eru flest á aldrinum 16 til 20 ára og sögðust vera komin út á götur bæjarins um leið og góða veðrið léti sjá sig. Morgunblaðið/Jim Smart FÉLAGAR í götuleikhúsinu fóru syngjandi og dansandi um götur miðbæjarins í anda blómatímabilsins. Nýtt lamba- kjöt komið á markað Mannabreytingar tíðar hjá Landmælingum Langt á eftir í útgáfu grunnkorta KJÖT af nýslátruðum dilkum er að berast í verslanir, m.a. hjá Hagkaupi í Kringlunni í Reykjavík og Kaup- angi á Akureyri. Slátrun hófst sl. mánudag hjá Slátursamiagi Skag- firðinga á Sauðárkróki og Ferskum afurðum á Hvammstanga. Slátrað verður vikulega fram eftir árinu. Slátrað var 27 lömbum og ám á Sauðárkróki og kom féð að mestu frá Hóium. Var meðalþyngdin 14,2 kg. Smári Borgarsson, fram- kvæmdastjóri Slátursamlagsins, sagði að kjötið væri nokkuð yfirborg- að en útsöluverð væri þó ekki að marki hærra en á eldra kjöti. Hann sagði siátrunina fara rólega af stað en hún ykist síðan í næsta mánuði. Lárus Óskarsson, innkaupastjóri hjá Hagkaupi, sagði að kjöt eftir slátrun á Hvammstanga væri nú í boði í Kringlunni og kæmi nýtt lambakjöt í fleiri verslanir Hagkaups í næstu viku. Fyrsta slátrunin var aðeins 20 diikar og var allt féð frá Bessastöðum en verða síðan nokkur hundruð á viku. Fyrirtækið samdi við fjárbændur á Norðurlandi í fyrra um að slátra fyrir og eftir hefð- bundna sláturtíð og hefur nú einnig samið við bændur á Suðurlandi. Mun Höfn-Þríhyrningur slátra sunnlenska fénu. Neytendur geta séð á pakkn- ingum frá hvaða bæ kjötið er. „LANDMÆLINGAR íslands eru komnar Iangt á eftir áætlun í út- gáfu grunnkorta af íslandi og dæmi um að aðrar ríkisstofnanir séu fam- ar að sinna kortagerð sjálfar vegna þessa,“ segir Hrafnhildur Brynj- ólfsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Landmælingum og trúnaðarmaður starfsmanna. Hún segir að mikill losarabragur sé á stofnuninni og mannabreytingar tíðar. Hrafnhild- ur segir að Landmælingar gegni ekki því hlutverki sem stofnuninni er ætlað heldur sé hún fremur orð- in í ætt við þjálfunarbúðir fyrir nýútskrifað menntafólk. „Undanfarin tíu ár hafa verið mjög miklar mannabreytingar hjá fyrirtækinu og það hefur ekki dreg- ið úr því eftir að ákveðið var að flytja það til Akraness,“ segir Hrafnhildur, sem hefur sjálf sagt upp störfum. „Ég réð mig til fyrirtækisins og ætlaði að vera í ákveðinn fjölda ára. Síðan er þeim ráðagerðum kollvarpað með ákvörðun um flutn- inginn. Það var aldrei spurning um hvort ég hætti heldur hvenær,“ segir Hrafnhildur. Einn hætt á tveggja mánaða fresti Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands, segir það orðum aukið að margir hafí hætt störfum. Hann segir að tveir starfs- menn með reynslu hafí hætt og í staðinn hafi verið ráðnir tveir, þ.á m. maður menntaður í korta- gerð, en starfsmenn með slíka menntun hefðu ekki verið ráðnir til stofnunarinnar síðan 1972. Hrafnhildur segir að frá áramót- um og fram til ágústmánaðar hætti fjórir starfsmenn og þrír séu þegar hættir, þ.e. einn deildarstjóri, starfsmaður í örnefnadeild, starfs- maður í tölvukortagerð og síðan hættir hún sjálf í ágúst. Einn starfsmaður hafi því hætt á tveggja mánaða fresti á þessu ári. Hrafn- hildur segir að það taki langan tíma að þjálfa upp nýja starfsmenn og þetta sé farið að há starfsemi Land- mælinga. Fyrir 30 manna fyrirtæki sé þetta mikil blóðtaka. „Frá því ég byijaði að vinna hérna fyrir u.þ.b. tveimur árum hafa 10-15 manns hætt hér,“ segir Hrafnhild- ur. „Landmælingar virka eins og þjálfunarbúðir fyrir vinnumarkað- inn. Fólk kemur hingað inn nýbúið í námi og aflar sér meiri þekkingar og fer síðan eitthvert annað. Þetta má rekja til launakerfisins og ekki bætir ákvörðun ráðherra úr skák um að flytja starfsemina til Akra- ness.“ Hrafnhildur segir að hjá Land- mælingum íslands sé alltof fátt fólk til þess að vinna að þeim verk- efnum sem fyrirtækið á að sinna. Landmælingar eigi að sinna grunn- kortagerð fyrir allt landið en hvorki gangi né reki með hana. Útgáfa korta legið niðri „Við höfum unnið að kortlagn- ingu landsins í 1:50.000 í samvinnu við Bandaríkjamenn. Það hefur ekki komið út kort í þeim flokki síðan 1991. Á þessu tímabili áttu að koma út 100 kort. Krafan úti í þjóðfélaginu er sú að Landmæling- ar geri grunnkort en það gerist ekki. Þar af leiðandi þurfa aðrar stofnanir ríkisins að leggja fjár- magn í grunnkortagerð, eins og t.d. Norræna eldfjallastöðin og Orkustofnun," segir Hrafnhildur. Ágúst segir að Landmælingar hafi ekki dregist aftur úr í korta- gerð vegna starfsmannamála. „Tæknin er á fleygiferð og það kostar mikla peninga að halda sínu striki og endurþjálfun á starfs- mönnum. Við erum fátæklega búin starfsmönnum. Á kortastofnunum á Norðurlöndunum eru um 8 þús- und starfsmenn. Á sambærilegri stofnun í Noregi sem hefur svipað verksvið eru rúmlega 800 starfs- menn. Á mælingadeildinni þar starfa 150 manns en hjá okkur er þetta einn maður og stór hluti verk- efnanna er á mínu borði. Það er einfaldlega ekki betur búið að þess- um málaflokki," segir Kristján. Hann segir að í almennri korta- gerð hafi verið lögð áhersla á ferða- kort en stofnunin sé of fáliðuð til þess að gera nákvæmari kort. Hrafnhildur segir að starfsmenn hafi átt fund með skrifstofustjóra umhverfísráðuneytisins í apríl. Þeim hafi verið sagt að þeir mættu vænta þess að heyra eitthvað frá ráðherra í maí um framtíð fyrirtæk- isins og starfsmannanna. Enn hafi ekkert heyrst frá honum. Til margra ára voru Landmæl- ingar eina fyrirtækið sem annáðist loftmyndatökur. Nú er fyrirtækið Loftmyndir ehf. komið í beina sam- keppni við Landmælingar um þenn- an þátt starfseminnar og fengið mjög stór verkefni á þessu sviði í samtarfi við danska aðila. Ágúst segir að dregið hafi úr sértekjum Landmælinga vegna þessa. Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt • Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. • 3.000 litmyndirog skýringarteikningar. FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.