Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kennararáðning- ar á Akureyri Astandið þokka- legt ÞOKKALEGA hefur gengið að ráða kennara við grunn- skóla á Akureyri fyrir komandi skólaár. Að sögn Ingólfs Ár- mannssonar, sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs vantar enn nokkra kennara til starfa og því varla hægt að tala um að ástandið sé nema þokkalegt. Ingólfur segir ljóst að mun minna sé um umsóknir frá kennururn með réttindi í ár en í fyrra. „í fyrra og að hluta til árið áður voru umsóknir frá réttindakennurum fyrr á ferð- inni. Ég held að þessi mál leys- ist fyrir haustið og það er ekk- ert óvanalegt að þessi staða sé uppi á þessum árstíma." Skólastjórar grunnskólanna ráða í stöður við skólana og segir Ingólfur að þeir séu nú famir að ráða fólk sem hefur starfað hjá þeim áður en ekki verið með full réttindi. Ingólf- ur segir að búið sé að auglýsa lausar stöður minnst þrisvar sinnum og í kjölfarið hafa skólastjórnendur sótt um und- anþágur til ráðuneytis fyrir fólk sem ekki er með full rétt- indi. Irsk tónlist áCafé Menningu ÍRSK stemmning liggur í loft- inu á efri hæð Café Menningar laugardagskvöldið 12. júlí. Þá spilar hljómsveitin PKK fyrir dansi sem hefst kl. 23 og stendur til 3. Unnendurírskrar tónlistar ættu að kætast og geta skemmt sér konunglega við undirleik PKK frá Akur- eyri. Könnun á viðhorfi til stóriðju í Eyjafirði Heldur fleiri með en á móti NIÐURSTÖÐUR í viðhorfskönnun til stóriðju í Eyjafirði sýna að 49% þeirra sem svöruðu eru hlynnt stóriðju, 47% andvíg og 4% svöruðu ekki. Fram kom í könnuninni að konur eru ívið andvíg- ari stóriðju en karlar og Akureyringar ívið hlynnt- ari en aðrir Eyfirðingar og þá hafa svarendur svipað viðhorf eftir aldri. Viðhorfskönnunin, sem kynnt var í gær, var unnin á vegum Héraðsnefndar Eyjaijarðar að frumkvæði verkefnisstjórnar um staðarval fyrir stóriðju í Eyjafirði. Könnunin var gerð af Rann- sóknarstofnun Háskólans, sem nú vinnur að nán- ari greinargerð um könnunina. Taldi meira fylgi við stóriðju Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvík og formaður Héraðsnefndar Eyjafjarðar, sagðist hafa haldið að meira fylgi væri við stór- iðju á svæðinu en þessi niðurstaða sýni. „Þrátt fyrir að könnunin hafi verið unnin með þessum hætti tel ég að fólk hafi verið að svara álverskönn- un. Það hefur verið hörð umræða um álver í Hvalfirði og gæti sú umræða hafa ráðið einhverju í þessari könnun." Fram kemur í könnuninni að fólk metur efna- mengun minni en sjónmengun en í báðum tilfell- um eru skoðanir nokkuð jafnskiptar um mengun frá stóriðju. Talið er að áhrif á landbúnað og ferðaþjónustu séu heldur neikvæð, en fremur já- kvæð á verslun, þjónustu, flutninga og samgöng- ur. Þá kemur fram að rekstur stóriðju muni valda hækkun launa á svæðinu og fólksfjölgun. Ekki stóriðja næstu 10 árin Um 72% svarenda telja frekar ólíklegt að byggð verði stóriðja í Eyjafirði á næstu 10 árum en 24% telja það líklegt. Viðhorf til staðsetningar stóriðju í_ Eyjafirði og þá annaðhvort á Dysnesi eða á Árskógssandi er nánast jafnskipt, 117 nefndu Dysnes en 101 við Árskógsströnd. Rögnvaldur Skíði sagðist hissa á hversu marg- ir telja að ekki séu líkur á stóriðju á svæðinu næstu 10 árin. Hann sagðist ekki hafa upplýs- ingar um afstöðu milli dreifbýlis og þéttbýlis á svæðinu til stóriðju. Endurskoðun á svæðisskipulagi Tilefni könnunarinnar var að leita eftir viðhorfi íbúa svæðisins í tengslum við endurskoðun á svæð- isskipulagi Eyjafjarðar. í þeirri endurskoðun er m.a. skoðuð staðsetning iðnaðarsvæða. Jafnframt er aðalskipulag í þeim sveitarfélögum sem helst hafa verið nefnd í þessu sambandi í endurskoðun. Könnunin var gerð sem símakönnun á tímabil- inu 2.-8. júní sl. Úrtak var valið tilviljanakennt úr þjóðskrá, flokkað eftir kyni, aldri, búsetu með- al íbúa í sveitarfélögunum í Eyjafirði og er Gríms- ey þar meðtalin. Úrtakið var 460 manns, þar af svöruðu um 270. Ekki náðist í um 90 og 90 neit- uðu að svara. Af þeim sem náðist í var svarhlut- fall um 60% og þá verður að taka tillit til að um tilviljunarkennt úrtak úr þjóðskrá var að ræða en ekki úr símaskrá. GOÐIR KOSTIR MKURJYRI ÞÚ VELÖR: -FJ0R1Ð í MIÐBÆNUM -FRIDSÆLDINA í KJARNASKÓGl -EÐA LÁGA VERÐIÐ Á filSTlHEIMILINU GULU VILLUNNIGE6NT SUNDLAUGINNI fíW/f Hótel Harpa HAFNARSTRÆTI 83 - 85 SÍMI 4B1 1400 Sektargreiðslur ökumanna vegna umfer ðarlagabr ota á Akureyri Bæjarbúar greiða milljónir VERKEFNI lögreglunnar á Akur- eyri voru 7.618 fyrstu sex mánuði ársins. Flest einstök kærumál lög- reglunnar á tfmabilinu snúa að hraðakstri, eða um 670. Lágmarkssekt fyrir brot á öku- hraða er 7-12 þúsund kr. og því má áætla að þeir sem teknir hafa verið fyrir of hraðan akstur hafi greitt um 6 milljónir á hálfu ári, miðað við 9 þús. kr. meðaltalssekt. Sekt fyrir ölvunarakstur er á bil- inu 24-47.000 krónur auk öku- leyfissviptingar í mislangan tíma. Samkvæmt skýrslu lögreglu eru ölvunaraksturstilfelli 59, auk þess sem þrír voru teknir ölvaðir á reið- hjóli. Ætla má að þessir vegfarend- ur hafi greitt rúmar 2 milljónir í sekt, miðað við 35.000 kr. meðal- talssekt. Margir án ökuskirteinis Lögreglan hefur haft afskipti af 294 ökumönnum á tímabilinu sem ekki hafa haft ökuskírteini með- ferðis. Sekt fyrir slíkt er á bilinu 3-7.000 kr. Miðað við 4.000 kr. meðtalssekt hafa þeir greitt rúma 1,1 milljón. Þá hefur lögreglan haft afskipti af 488 ökumönnum og farþegum sem ekki hafa notað bílbelti. Sekt er á bilinu 3-4.000 krónur. Miðað við 3.000 krónur eru sektargreiðsl- urnar um 1,5 milljónir króna. Sektargreiðslur rúmar 10,5 milljónir Miðað við þetta eru því sektar- greiðslurnar rúmar 10,5 milljónir króna, Rétt er að taka fram að veita má sakborningi allt að 25% afslátt ef hann greiðir sekt sína að fullu innan 30 daga eða við undirrit- un sektargerðar. Olafur Ásgeirsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir að stóran hluta af þessum greiðslum geti bæjarbúar sparað sér, með því að virða regl- ur. „Þarna erum við að tala um afskipti af á annað þúsund bæjarbú- um. Þetta eru ótrúlegar fjárhæðir sem bæjarbúar borga í sektir algjör- lega að ástæðulausu," sagði Ólafur. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason LÖGREGLUMENNIRNIR Guðni Hreinsson t.v. og Hermann Karlsson, opna bifreið ökumanns á Akureyri. Fyrstu sex mánuði ársins þurfti lögreglan að opna bifreiðar fyrir ökumenn í 252 tilvikum. Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri leitar að húsnæði fyrir einn starfsmann sinn. Viðkomandi vill gjarnan hafa leiguskipti á u.þ.b. 200 fm raðhúsi í Fossvogi og sambærilegu húsnæði á Akureyri, helst í Lundahverfi. Tilboð sendist í pósthóif 224 merkt „íbúð—Brekka“. Barnadagar á Akureyri um helgina Fjölbreytt og skemmti- leg dagskrá í boði ÞAÐ verður mikið um að vera á Barnadögum á Akureyri um næstu helgi. Hinn eini sanni Magnús Scheving, hefur í samstarfi við Akureyrarbæ og fleiri sett upp mjög fjölbreytta dagskrá, þar sem sýningar á hinu geysivinsæla leik- riti Áfram Latibær er hápunktur- inn. Iþróttahöllinni á Akureyri verð- ur breytt í leikhús um helgijia en þar verða tvær sýningar á Áfram Latibær, kl. 17 á laugardag og kl. 14 á sunnudag. Áfram Latibær er vinsælasta leikritið á íslandi á þessu ári en yfir 20.000 manns hafa séð verk- ið. Baltasar Kormákur er leikstjóri en fjöldi þekktra leikara kemur fram í sýningunni. Má þar nefna Stein Ármann Magnússon, Sigur- veigu Jónsdóttur, Magnús Ólafs- son og Magnús Scheving en alls taka 20 manns þátt í sýningunni. Leikritið er skrifað eftir metsölu- bók Magnúsar Scheving, Áfram Latibær. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Langt er síðan leiksýning af þessari stærðargráðu fer út fyrir Reykjavíkursvæðið en mikill áhugi Áfram Latibær í íþróttahöllinni er fyrir sýningunni á Akureyri. Magnús segir að með stuðningi íslandsbanka á Akureyri hafi tek- ist að ráðast í það stórvirki að flytja sýninguna norður. Miðasala á sýn- ingarnar fer fram í Radionaust á Akureyri. Barnadagar er skemmtun fyrir alla fjölskylduna en dagskráin er sniðin fyrir börn og fullorðna. Dagskráin stendur í 12 klukku- stundir, hefst kl. 9 á laugardags- morgun og endar með barnaballi kl. 19 í Sjallanum, með íþróttaálf- inum og Siggu og Grétari úr Stjórninni. Ballið stendur til kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Börnun boðið í sund Barnadagarnir hefjast á því að öllum börnum er boðið í sund á Akureyri og geta þau tekið með sér vindsængur, litla báta, kúta og bolta og einnig verður sundleik- fimi fyrir þá sem vilja. Á Akur- eyrarvelli verður haldið íþróttamót og þangað geta krakkar komið og tekið þátt í ýmsum íþróttagreinum, m.a. hlaupum, hástökki, kúluvarpi og langstökki. Fyrirhugað er að mála stærsta barnamálverk á Islandi í göngugöt- unni. Áhugasamir krakkar geta tekið þátt í að mála það milli kl. 14 og 16 á laugardag en Örn Ingi myndlistarmaður mun stjóma þeirri vinnu. Nemendur Sumarlistaskól- ans munu einnig mæta á Torgið og sýna hvað þeir hafa verið að gera að undanfömu. Götuleikhúsið tekur þátt í Barnadögum og verða félagar þess sýnilegir í bænum. Átak um öryggi barna Einnig verður hægt að skoða hesta og fara stutta ferð á hest- baki. Skoða flugvélar á flugvellin- um, báta og skip á bryggjunni, torfærubíla og hoppa í hoppkastala eða renna sér í risarennibraut. Þá verður á Barnadögum sér- stakt átak um öryggi barna í um- ferðinni í samvinnu við Umferðar- ráð og Iögregluna á Akureyri, sem °g öryggi barna í bíl. Fyrirtæki kynna hvað er á markaðnum af bílstólum og öðrum öryggisbúnaði fyrir börn og hvernig hann skal notaður. Loks verður Bókabúð Jónasar með barnabókamarkað í göngugötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.