Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 23
ERLEIMT
Urðu fyrir miklum von-
brigðum með niðurstöðuna
Madríd. Morg’unblaðið.
væru reiðubúnir til að taka fullan
þátt í nýju hernaðaskipulagi NATO.
Deila Spánvetja við Breta um Gí-
braltar yfirskyggði hins vegar þessa
yfírlýsingu. Robin Cook, utanríkis-
ráðherra Bretlands, sagði í viðtali
við breska útvarpið, BBC, að stjórn
sín myndi beita neitunarvaldi gegn
þátttöku Spáns í herstjórn NATO
nema samið yrði um Gíbraltar, sem
Spánvetjar hafa kallað síðustu ný-
lenduna í Evrópu.
Seint á þriðjudag svaraði Abel
Matutes, utanríkisráðherra Spánar,
og sagði að Spánvetjar myndu
hvergi gefa eftir. “Spánn mun við-
halda höftunum á Gíbraltar í lofti
og legi,“ sagði hann á blaðamanna-
fundi. „Spánn ætlar ekki að afnema
nein höft, sem gætu haft áhrif á
lögmætar kröfur um yfir-
ráð yfir Gíbraltar."
Til er samkomulag um
notkun flugvallarins, en
Spánvetjar hafa aldrei
leyft að hann tæki gildi.
Haft hefur verið eftir spænskum
embættismönnum að semja megi um
aðgang að sjávarleiðum, en ekki
flugleiðum.
Bretar eru ekki sáttir við afstöðu
Spánvetja. „Okkar rök eru þau að
vilji Spánvetjar ganga að fullu í
bandalagið og sameinaða herstjórn
þess verði þeir að hegða sér eins og
bandamenn þegar við viljum fljúga
okkar herflugvélum til og frá Gí-
braltar," sagði Cook.
Gíbraltar er syðst á Spáni og er
við vestanverða innsiglinguna í Mið-
jarðarhafið. Spánvetjar hafa í samn-
ingum við NATO farið fram á yfir-
ráð yfir öllu spænsku landssvæði og
stjórn innsiglingarinnar í Miðjarðar-
hafið.
Spánvetjar gengu í NATO árið
1982, en gengu ekki inn í hernaðar-
samstarfið. Spánska þingið hefur nú
samþykkt að gengið verði í hern-
aðararminn, en kjarnorkuvopn verði
ekki geymd á Spáni.
Áhersla á þátt
Bandaríkjamanna
Spænska dagblaðið E1 Mundo
gerði andstöðu Rússa við stækkun
bandalagsins að höfuðatriði í forsíðu-
fyrisögn í gær þar sem vitnað var
til þeirra orða Jevgenís Prímakovs,
utanríkisráðherra Rússlands, sem
ekki kom til fundarins í Madríd held-
ur sendi staðgengil í mótmælaskyni,
að þetta væru mestu mistök NATO
frá lokum heimsstyijaldarinnar síð-
ari. Vestrænir fjölmiðlar lögðu hins
vegar yfirleitt áherslu á að Bandarík-
in þefðu fengið sitt fram.
í fyrirsögn á forsíðu suður-þýska
dagblaðsins Suddeutsche Zeitung
sagði að „einungis11 yrði fjölgað um
þtjú ríki í NATO. í International
Herald Tribune var hins
vegar talað um sögulega
stækkun.
„Með kvölum,“ var fyr-
irsögn forsíðuleiðara
þýska dagblaðsins
Frankfurter Allgemeine Zeitung. Þar
sagði að það væri ekki að ástæðu-
lausu að það orð færi af NATO að
þar færi það bandalag eftirstríðsár-
anna, sem mestum árangri hefði
náð: „Það komst yfir það pólitíska
jarðsprengjusvæði, sem varð að gera
til að ákveða stækkunina, án þess
að valda sjálfu sér og sambandinu
við lykilríki Varsjárbandaiagsins fyrr-
verandi teljandi tjóni."
Leiðarahöfundur blaðsins segir
hins vegar að aldrei haft komið skýr-
ar fram en í Madríd hver fari með
hið pólitíska vald í hernaðarbanda-
laginu og fyrir þær sakir muni
ákveðin aðildarríki eiga erftðara með
að kyngja hlut Bandaríkjamanna í
ákvörðuninni um að stækka NATO.
„Hins vegar verða Evrópuríkin að
spytja sig hvort afstaða þeirra til
fjölda og vals úr hópi umsækjend-
anna hefði ekki vegið þyngra hefðu
þau megnað að tala einni röddu,“
sagði síðan.
RUMENAR höfðu bundið miklar
vonir við að verða meðal þeirra ríkja,
sem boðið yrði að semja um inn-
göngu í Atlantshafsbandalagið
(NATO) á leiðtogafundinum, sem
lauk í Madríd í gær, og voru það
þeim mikil vonbrigði að aðeins Pól-
vetjar, Tékkar og Ungvetjar duttu
í lukkupottinn. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra átti í gær fund með
Emil Constantinescu, forseta Rúm-
eníu, og sagði að honum loknum að
svo virtist sem forsetinn hefði trúað
því fram á síðustu mínútu að Rúmen-
ar yrðu með í fyrstu umferð stækk-
unar NATO.
„Það er alveg ljóst að þeir hafa
orðið fyrir miklum vonbrigðum með
þessa niðurstöðu,“ sagði Davíð. „Það
kom mér á óvart að þeir virtust
hafa bundið við það vonir allt fram
til síðustu stundar að fimm ríki yrðu
að lokum tekin inn í NATO og niður-
staðan því komið þeim á óvart. Það
bendir til þess að einhveijar þjóðir
hafí gefið þeim meiri væntingar en
efni stóðu til.“
Frakkland er það NATO-ríki, sem
lagði mesta áherslu á að Rúmenum
yrði boðið til viðræðna um inngöngu
í bandalagið, og höfðu Rúmenar
einna mest samráð við Frakka í
baráttunni fyrir því að vera með í
fyrstu lotu stækkunar NATO.
„Ég fór yfir það með forsetanum
að ég hefði talið um nokkurt skeið
augljóst að það yrðu aðeins tekin inn
þijú ríki á þessum fundi,“ sagði Dav-
íð. „Hann hefði því ekki átt að hafa
væntingar um annað. Hann fór yfir
það hvaða fórnir þjóðin hefði fært,
bæði fj'árhagslega og þær skuldbind-
ingar, sem þeir hefðu gert varðandi
hernaðaruppbyggingu og þátttöku
þeirra í friðargæslu í Albaníu, Bosníu
og víðar. Aðrir hefðu neitað að taka
þátt í þessum aðgerðum, en það hefðu
Rúmenar gert til að sýna vilja sinn
til þess að taka þátt í vestrænu hjálp-
arstarfi, þar sem þess væri þörf.
Hann teldi að þjóðin, sem hefði fært
þessar fómir mundi eiga erfitt með
að skilja að hún hefði ekki uppskorið
með þeim fómum og þessum miklu
breytingum aðgang að NATO. Þeir
hefðu unnið hratt að því að uppræta
leyniþjónustuna, sem hefði enn þá
verið skaðræðisgripur, þeir hefðu
skipt um flesta sendiherra, gríðarlega
mikið af ungu fólki með menntun frá
Vesturlöndum hefði verið sett inn í
stjórnkerfið og það hefði engin tengsl
við kommúnista.
Allt hefði þetta verið gert af mikl-
um ákafa og öryggi og það hefðu
orðið þeim rík vonbrigði að allir þess-
ir þættir hefðu ekki nægt til þess
að þeir væru metnir verðugir til
aðildar að NATO. Hann sagði að
hann sæi ekki að Rúmenar brygðust
nokkurs staðar þeim skilyrðum, sem
sett hefðu verið fyrir NATO-aðild.“
Yfirlýsingin túlkunaratriði
Constantinescu sagði í gær að það
væri túikunaratriði hvernig lagt
væru út af orðum yfirlýsingar leið-
togafundar NATO um að dyrnar
yrðu áfram opnar fleiri ríkjum, sem
vildu aðild, og nefndi sérstaklega
jákvæða þróun í Rúmeníu, Slóveníu
og Eystrasaltsríkjunum.
“Ég hef mína túlkun, Rúmenska
þjóðin hefur sína túlkun og blaða-
menn hafa enn aðra túlkun," sagði
hann og bætti við að hann hefði
spurt alla leiðtoga NATO-ríkja nema
Bill Clinton Bandaríkjaforseta
hvernig túlka bæri orðalagið. Jacqu-
es Chirac, forseti Frakklands, hefði
sagt að hann skildi það sem svo að
það væri í samræmi við það, sem
hann hefði viljað frá upphafi: að
önnur lota stækkunar yrði árið 1999
og þá yrðu Rúmenar hafðir með.
Gert hefði verið ráð fyrir því að
þessi spurning myndi vakna og hann
gæfi þetta svar. Romano Prodi, for-
sætisráðherra Ítalíu, hefði gefið
sama svar.
Constantinescu var spurður hvaða
skilning hann hefði lagt í orð Davíðs
Oddssonar á fundi þeirra og utanrík-
isráðherra þjóðanna, Rúmenans
Adrians Severins og Halldórs Ás-
grímssonar. “Hann gaf sömu túlk-
un,“ sagði forseti Rúmeníu. “Þá
vaknar spurningin hvers vegna það
hafí ekki einfaldlega verið sagt í
yfirlýsingunni. Ástæðan er sú að boð
um inngöngu er háð því að þróunin
verði sú sama í umræddum ríkjum,
en hafi miklar breytingar átt sér
stað 1999 gæti gegnt öðru máli.“
Davíð sagði að fundurinn hefði
ekki breytt afstöðu sinni og það
hefði ekki verið raunsætt að önnur
ríki hefðu verið með en þau þijú,
sem tilkynnt var um á leiðtogafundi
NATO. Að sögn Davíðs lagði Const-
antinescu áherslu á að þann vildi
auka og efla samskipti íslands og
Rúmeníu. “Svo lauk hann samtalinu
með því að bjóða mér í heimsókn til
Rúmeníu þegar tækifæri og timi
gæfist fyrir báða aðilja."
Bandaríkin
fengu sitt
fram
í góöu sambdadi
- meÖ Talhólfi Pósts 0% síma
Talhólfið tekur við skilaboðum þegar þú ert ekki
heima, kemst ekki í símann eða ert að tala í hann.
Það getur tekið við mörgum skilaboðum í einu og
segir þér síðan hvenær þau voru lesin inn. Þú þarft
ekki að kveikja á Talhólfinu, það er vakandi allan
sólarhringinn.
Talhólfið færir þér kosti símsvarans en losar þig
um leið við gallana. Það er einfalt í notkun, ódýrt og
áreiðanlegt, og það sem mest er um vert: það tekur
ekkert pláss.
Stofngjald fyrir Talhólf er aðeins 623 kr. og árs-
fjórðungsgjald 374 kr. Að flytja símtal í Talhólf er
ókeypis.
Talhólfið kemur sér vel fyrir þá sem nota venju-
legan síma og ekki síður fyrir farsímanotendur.
Hringdu í gjaldfrjálst þjónustunúmer Pósts og síma
800 7000 og pantaðu þér Talhólf.
TALHÚLF
PÓSTS OGSlMA
li'I'l 7000
Gjaldfrjálst þjónustunúmer
PÓSTUR OG SÍMI HF