Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Kirkja og
kirkjuskrúð
OST OG HÖNNUN
Þjóöminjasafniö
MIÐALDAKIRKJAN í NOR-
EGI OG Á ÍSLANDI/SAM-
STÆÐUR OG ANDSTÆÐ-
UR
NORSKASTOFNUNIN UM
RANNSÓKNIR MENNING-
ARMINJA
Opið alla daga frá 11-17. Lokað
mánudaga. Aðgangur 300 kr. Sýning-
arskrá 3.000 Kr. Til 12. október.
SUMARSÝNING Þjóðminjasafns
íslands er eins konar samanburðar-
fraeði um miðaldakirkjuna í Noregi
og á íslandi. Segir frá rannsóknum
á þeim merkilega vettvangi í báðum
löndunum, niðurstöðum þeirra,
hvaða áhrif kristin trú hefur haft
á þjóðfélögin fyrir rúmum þúsund
árum og fram eftir miðöldum.
Margar spurningar vakna þegar
gengið er til slíks samstarfs, hvaðan
komu sterkustu áhrifin, hver eru
þau, hvernig bárust straumarnir og
hvernig var unnið úr þeim í löndun-
um hveiju fýrir sig? Það var að
vonum að rýnirinn nálgaðist sýn-
inguna af mikilli eftirvæntingu opn-
unardaginn, en gætti þess full vel
að koma ekki á meðan örtröðin
væri mest. Er hann rann í hlað var
sum sé komið að lokun og hann
náði ekki að skoða sýninguna fyrr
en viku seinna, aðrar og sem standa
mun skemur þrýstu á. Átti von á
viðamikilli framkvæmd í Ijósi til-
standsins kringum opnunina,
ýmissa fyrri framkvæmda og efnis-
ríkrar sýningarskrár prýddrar
mörgum litmyndum sem honum
hafði hlotnazt og flett í, en önnur
reyndist svo raunin.
Sýningin hefst á palli þriðju
hæðar með líkani af 1000 ára mið-
aldakirkju, og þar ligga einnig
frammi bækur er skara kirkjulista-
söguna, en svo er hún einungis í
miðsölunum þrem svo ekki þarf
gesturinn að eyða ýkja miklum
tíma við skoðun hennar þótt glögg-
lega sé í kjölinn rýnt. Hins vegar
er það sem frammi liggur afar
merkilegt og sjálf skráin, sem er
framúrskarandi vel úr garði gerð,
gefur þeim er les mun meira tilefni
til hugleiðinga og eftirþanka. Fyrir
utan stuttan formála menntamála-
ráðherra, Björns Bjarnasonar, og
ítarlegt sögulegt yfirlit Helga Þor-
lákssonar eiga héilir 15 sérfræð-
ingar greinar í ritinu. Greinunum
er ætlað að gefa yfirlit yfir þau
viðfangsefni sem lúta að saman-
burði kirkjubygginga og kirkjulist-
ar í löndunum og er um að ræða
afar mikinn og skilvirkan fróðleik
á mjög aðgengilegu máli. Skráin
er hvemig sem á málið er litið
hvalreki um almennar heimildir um
hina aðskiljanlegustu þætti kirkju-
sögu þjóðanna á tímabilinu, og
þannig séð yfirmáta þýðingarmikil
samantekt sem gott er að hafa á
milli handanna. Sagt ér skilmerki-
lega frá hlutunum, þótt fyrir komi
að getspekipúkinn láti full mikið á
sér kræla, en slíkt á öllu frekar
heima í fræðiritum sem galopinn
vettvangur til umfjöllunar en al-
mennu upplýsingariti. Þannig vilja
ýmsir hérlendir menn ekki kannast
við þá tilgátu, að varðandi skírnir
hafi trúlega verið útbúið lokað skýli
við vatnsból til að unnt væri af
velsæmisástæðum og vegna kulda-
stigs að dýfa skírnarþegum alls-
berum ofan í vatnið. Engar heim-
ildir munu um slíkt á Islandi og
til kvaddur iitúrgíufræðingur hjá
kaþólsku kirkjunni, lærður í Páfa-
garði, telur þessa kenningu með
ólíkindum, m.a. vegna þess að kyn-
in voru að jafnaði aðgreind við
skírn og svo fóru skírlingar ekki
allsnaktir í vatnið, heldur ýmist í
kyrtlum eða með lendaklæði. Og
fleira telur hann til.
Það má með réttu halda því fram,
að ólíkt farsælla sé að hafa yfír-
gripsmiklar heimildarskrár yfír litl-
ar sýningar en litlar og snautlegar
um stórar og viðamiklar fram-
kvæmdir, sem hefur verið alltof
algengt hér á landi fram að þessu,
þótt sjálft Þjóðminjasafnið hafí í
seinni tíð iðulega gert hér vel. Það
er einfaldlega svo gífurleg vinna
sem fer í súginn ef menn sinna
ekki þessari hlið að marki, heimild-
ir týnast eða eru á reiki, sem er
óskastaða þeirra er halla þurfa rétt-
um áherzlum.
Fram kemur að mikill munur er
á gripunum sem varðveitzt hafa í
löndunum tveimur og eðlilega meira
úrval frá Noregi. Af vinnsluferlinu
má gera ráð fyrir að hliðstæðir hlut-
ir hafí verið til á íslandi, en á sum-
um sviðum hefur hvert land sína
sérstöðu. Frá íslandi hafa varð-
veitzt glæsileg útsaumuð altaris-
klæði, sem vart finnast í Noregi,
og listilega skrifuð handrit. Aftur
á móti hafa varðveitzt málaðar fyr-
LISTIR
BEKKBRÚÐA, Tydals kirkja, 13.-14. öld.
ELSTA þekkta mynd af íslenzkri kirkju er
útskurðarmynd á Valþjófstaðahurðinni sem
talin er vera frá því um eða eftir aldamótin
1200 (hluti).
irbríkur og önnur kirkjumálverk frá
Noregi. I engu öðru landi hefur
varðveitzt eins mikið af fyrirbríkum
frá 13.-14. öld, en eru þó einungis
fátæklegar leifar af því sem á sínum
tíma hefur verið ríkuleg framleiðsla
á. Var um að ræða helgimyndir þar
sem bindiefnið var línolía, olían og
litarefnin innflutt en teiknistíllinn
enskur.
Þekking sem sprottin er upp í
öðru landinu varpar mögulega ljósi
á aðstæður í hinu. Loks ber að
geta að íslenzkir máldagar eru eins-
dæmi í Evrópu, en það eru nákvæm-
ar skrár yfir kirkjugripi allt mið-
aldatímabilið, frá
gylltu helgiskríni
niður í prestspaða.
Gefa heillega mynd
af kirkjubúnaði á
tímabilinu og sú
mynd getur átt við
víðar um lönd.
Ekki þarf að fara
mörgum orðum um
sögulegt vægi sýn-
ingarinnar, og enn
kemur fram að þótt
lítið hafi varðveitzt
af fornum minjum
kirkjunnar á ís-
landi, er það afar
merkilegt og bregð-
ur nokkuð öðru ljósi
á söguna en ýmsar
ritaðar heimildir á
seinni tímum. List-
fengi íslendinga
engu minna en
gerðist annars
staðar nema síður
væri, en varðveizlu-
tilfinningin til
muna bágbornari.
Full mikið er um
eftirgerðir og ljós-
myndir ásamt ilmi af nýjum viði,
en það dregur um leið skýrlega fram
yfirburði frumgerða, þótt vitaskuld
verði ekki hjá hinu komizt í ljósi
upplýsingastreymisins. Og svo er
líka hægt að líta sumar frumgerð-
irnar og auðga jafnframt þekking-
ar- og skynsviðið með því að líta
inn í sýningarsali Þjóðminjasafns-
ins. Skal hér sérstaklega vísað til
útskurðar ýmiss konar, vefnaðar
og textíla, minnt um leið á frábært
tækifæri til að kynna sér handrit
og myndlist í miðaldabækur íslands
í nágrenninu, Árnagarði og Þjóðar-
bókhlöðunni.
Fram hjá því skal ekki litið, að
hér er stigið skref fram á við í þá
átt að gera fornminjar áhugaverð-
ar fyrir almenning, en fornminja-
söfn voru áður fyrr þunglamalegar
og illa skipulagðar stofnanir, hlut-
um hrúgað saman og rakastigi
kringum þá ábótavant. Bygging-
arnar iðulega þungar og lítið aðlað-
andi, inni fyrir ríkti drungalegur
andi liðins tíma, stundum jafnvel
áhöld um hvorir væru eldri safn-
verðirnir eða safngripirnir. Nú er
raunin önnur og ýmis fornminja-
söfn, að maður minnist ekki á nátt-
úrusögu- og vísindasöfn, með mest
lifandi og skemmtilegustu stofnun-
um heim að sækja, engu síður en
þar sem fagurfræðin situr ein í
öndvegi. Hér skiptir eins og fyrri
daginn nefnilega öllu að vekja for-
vitni þeirra sem rata inn í þau,
helzt á þann veg að viðkomandi
standi mun lengur við en áætlað,
og þörf vakni til að koma aftur, -
og aftur.
Eðlilega er lögð mikil áherzla á
kirkjubyggingarlist og þróunarsögu
hennar og meðal fyrirferðarmestu
hlutanna er tilgátulíkan af íslenzkri
miðaldadómkirkju gert í samvinnu
við Hörð Ágústsson listmálara, en
þær voru vel að merkja stærstu
stafkirkjur sem sögur fara af. Hér
eru helzt til ritaðar heimildir af
ýmsum toga, sem greina þó frá
stærð þeirra og gerð í mörgum at-
riðum. Eftir skoðun framkvæmdar-
innar má vægi þess að viðhalda
minjum fortíðar vera deginum ljós-
ara og vonandi stuðlar sýningin og
aðrar framkvæmdir er skara sjón í
sögu að því að opna augu ráða-
manna. Fjölmörg verkefni bíða úr-
lausnar á tímum er Urður biðlar
stíft til Verðandi.
Bragi Ásgeirsson
Að umrita og um-
semja verk annarra
TÓNIIST
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
KAMMERTÓNLEIKAR
Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Peter
Tompkins og Guðríður St. Sigurðar-
dóttir fluttu tónverk eftir Handel,
Oliver Kentish, Ibert, Cui og J.S.
Bach. Þriðjudagurinn 8. júlí, 1996.
ÞAÐ er eins með Handel og
J.S. Bach að þeir gjörðu mikið af
því að afrita verk annarra og er
jafnvel talið að kennara Handels,
Zachow, sé um að kenna en hann
lét drenginn afrita og umrita verk
annara. Zachow þessi, sem var
orgelleikari við Liebfrauenkirche
í Halle, átti mjög stórt safn tónlist-
arhandrita. Þessi afritunarvenja
var og hagnýt, því Handel dvaldi
ekki lengi við gerð verka sinna
og mun, ásamt vini sínum Tele-
mann, hafa lagt áherslu á að vera
fljótur að semja og því oft gripið
til þess sem hann hafði fyrr sam-
ið og ekki síður, það sem hann
þekkti eftir aðra. Fram til þessa
tíma hafa tónlistarsagnfræðingar
átt í mestu vandræðum með að
ákveða hvað væri Handels og hvað
annarra tónskálda. Tríó-sónatan
eftir Handel, sem tónleikarnir hó-
fust á, er nr. tvö af sex sónötum,
sem gefnar voru út af Walsh 1730.
Talið er að Handel hafi samið
þetta verk er hann var 14 ára. í
útgáfunni frá 1730 er verkið í
g-moll en d-moll gerðin, sem var
leikin á þessum tónleikum er
flokkuð með verkum sem efast er
um að séu eftir Handel. Hvað sem
þessu líður, hefur Handel mjög
líklega gert endurbætur á verkinu
fyrir útgáfuna. Þetta er á margan
hátt skemmtilegt og leikandi létt
verk sem var vel flutt af Peter,
Sigurlaugu og Guðríði. Annað
verkið á efnisskránni var Þríleiks-
verkið ÞAR, (1984) eftir Oliver
Kentish. Nafnið ÞAR er dregið
af upphafstöfun nafna þeirra sem
verkið var samið fyrir, nemendur
við Tónlistarskóla Akureyrar.
Verkið er sundurlaust að formi til
en mjög áheyrilegt, ekki erfitt í
flutningi og var sérlega fallega
flutt. Aría eftir Jacques Ibert er
fallega samið verk, er var mjög
vel flutt og sama má segja um
fimm smáverk eftir César Cui,
einn af „fimmmenningunum"
rússnesku (Korsakov, Borodin,
Balkírev, Mussorgskí og Cui). Cui
ritaði greinar í frönsk tónlistar-
tímarit og vakti athygli manna á
hinum svonefnda „nýja rússneska
skóla“. Faðir Cuis var offiseri í
her Napóleons og varð innlyksa í
Moskvu, þegar franski herinn
flúði þaðan 1812 Hann starfaði í
Rússía sem frönskukennari. Cui
yngri, sem var menntaður í her-
fræðum, var afkastamikið tón-
skáld og tónlistargagnrýnandi.
Smálögin fimm eru leikandi léttar
tónsmíðar og mátti heyra á út-
færslu flytjenda, að töluverð
skemmtan er að leika þessi lög.
Lokaverk tónleikanna var kon-
sert fyrir fiðlu, óbó og fylgirödd
eftir J.S. Bach en varðandi þetta
verk gildir sama óvissan og hjá
Handel, að sú gerðin sem leikin
var hér er í raun glötuð, en endur-
ritað upp úr konsert fyrir tvo semb-
ala. Upphaflega var verkið samið
fyrir fiðlu, óbó og fylgirödd. Við
umritun verka sinna gerði Bach
oft margvíslegar breytingar, svo
að umritun seinni tíma manna
gefur trúlega ekki alveg rétta
mynd af upprunagerðinni. t.d. er
ótrúlegt að undirleikurinn hafi ver-
ið svona einlitur eins og gat að
heyra í hæga þættinum. Hvað sem
þessu líður og sú staðreynd, að
aðeins fjórir einleiks- og tvíleiks-
konsertar eftir Bach eru til í sinni
upprunalegau gerð, er verkið í
heild mjög skemmtilegt og þarna
mátti heyra ekta kammertónlist
flutta í þeim gæðaflokki sem henni
ber. Fyrsti kaflinn, en þó sérstak-
lega sá þriðji voru afburða vel flutt-
ir og sama má reyndar segja um
miðkaflann, sem í þessari umritun
er sérlega ó-Bach-legur, sérstak-
lega er varðar hlutverk fylgi-
raddarinnar. Þetta vandamál um-
ritunar er í raun sérkennandi fyrir
barokk-tónskáldin og skemmdu
þeir margt af sínum verkum, aðal-
lega frumgerðir og tóku ýmislegt
að láni, sem aðeins á seinni tímum
hefur verið leiðrétt.
í heild voru þetta góðir tónleik-
ar, framfærðir af kunnáttu og
músíkalskri alúð er átti sér stæsta
umfangið í verki J.S. Bach, sér-
staklega í lokaþættinum, sem var
mjög vel leikinn.
Jón Ásgeirsson