Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
OLAFUR VALGEIR
EINARSSON
+ Ólafur Valgeir
Einarsson, sjáv-
arútvegsfræðingur,
fæddist í Reykjavík
3. júní 1952 og ólst
þar upp. Hann iést
í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 22.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni
2. júlí.
Með fáum og fátæk-
legum orðum langar
mig að minnast Ólafs
V. Einarssonar. Ég
kynntist Óla fyrst á Hafrannsókna-
stofnuninni þar sem við hófum störf
um svipað leyti fyrir um það bil 25
árum. Nokkrum árum seinna og
eins og oftar í mínu starfi kynntist
ég Óla raunverulega fyrst um borð
í hafrannsóknaskipi í sjóleiðangri
við ísland. Það var mikil ánægja
af því að starfa með Óla því hann
kunni að gera starfið iifandi, og það
var sama hvort verið væri að mæla
fisk eða sjávarhita. Á löngum næt-
urvöktum var lítið um að menn litu
á klukkuna, heldur voru skemmti-
legar umræður um starfið, fiskinn
í sjónum og framtíðina.
Síðan skildi ieiðir um tíma, Óli
réð sig í starf til þróunarlandsins
Malawi þar sem hann hóf sinn fer-
il sem ráðgjafi í sjávarútvegsmálum
í Afríku. Þar vann hann í tvö ár
við góðan orðstír og 1992 var hann
beðinn um að koma til Namibíu sem
sérstakur ráðgjafi við sjávarútvegs-
deild sambands þróunarríkja í sunn-
anverðri Afríku í höfuðborginni
Windhoek.
Fyrir góð orð Óla var ég ráðinn
af Þróunarsamvinnustofnun íslands
til að koma til starfa tímabundið í
Namibíu til að taka þátt í uppbygg-
ingu sjómælinga við strönd þess
lands. Þar hittumst við á ný og
vorum í góðu sambandi og heim-
sóttum hvor annan eins oft og starf-
ið leyfði, en 400 km voru á milli
okkar aðsetra. Þá voru rifjaðir upp
gamlir tímar, rætt opinskátt um
starfið í Afríku og það nýja um-
hverfi sem við vorum báðir komnir
í, og hann kunni að hvetja menn
til dáða í hinu daglega amstri og
nýrri vinnu þar sem við vorum að
reyna að hjálpa Afríkuþjóð fram á
veginn í hafvísindum. Öli ferðaðist
mikið á milli samstarfslanda í sunn-
anverðri Afríku og hvar sem hann
kom ávann hann sér mikia virðingu
og traust innfæddra sem eru að
byggja upp sínar stofnanir og
starfslið á þessu sviði. Óli endaði
sinn feril í starfmu fyrir Afríku.
Hans verður víða saknað í þeim
heimshluta því erfitt verður að fylla
það skarð sem hann skildi eftir.
Að lokum vil ég þakka fyrir að
hafa kynnst Óla. Megi guð styrkja
ykkur öll, elsku Ásdís, Vilhjálmur
og dætur.
Stefán S. Kristmannsson.
JN í Namibíu eru búsettir um 100
íslendingar, flestir í sjávarbæjunum
Lúderitz og Walvis Bay á strönd
Suður-Atlantshafsins. í höfuðborg-
inni Windhoek, sem liggur inni í
miðju landinu, starfaði lengst af frá
stofnun lýðveldisins Namibía, að-
eins einn íslendingur, Ólafur V.
Einarsson, og var svo þar til ég var
^rxxxxxxxxx^
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
Sími 562 0200
H
H
H
H
H
H '
H
H
H
H
cxiixiirmil
ráðinn til Windhoek
fyrir tveimur árum síð-
an. Þótt við Ólafur
ynnum hvor á sínu
sviði, höfðum við mikið
samband og samvinnu,
og tókst með okkur góð
vinátta.
Ólafur starfaði fyrir
Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands (IC-
EIDA) í sjávarútvegs-
ráðuneyti Namibíu sem
ráðgjafí SADC-ríkj-
anna í öllu því er lýtur
að sjávarútvegi og nýt-
ingu sjávarafurða, en
Namibía gegnir forystuhlutverki í
þeim málaflokkum innan SADC.
Naut Ólafur mikils álits í starfi sínu
og voru honum falin margvísleg
trúnaðarstörf, ekki aðeins fyrir
Namibíu heldur einnig fyrir SADC-
ríkin sem heild.
SADC-ríkin tólf eru þau ríki sem
liggja syðst í Afríku. Mikil haf-
svæði tilheyra þessum Iöndum og
nær samanlögð strandlengja þeirra
frá Angólu við Suður-Atlantshafíð
á vesturströnd Afríku, suður um
og fyrir syðsta odda álfunnar og
norður um austurströndina við Ind-
landshafíð allt til Tansaníu. Um
miklar auðlindir er því að ræða fyr-
ir SADC-ríkin og mikilvægt að nýt-
ingu þeirra sé vel stjórnað. Þar var
Ólafur V. Einarsson réttur maður
á réttum stað og naut hann sín ve!
í starfi sínu. Talaði hann gjarnan
um það og þau markmið sem hann
stefndi að, og var öllum ljóst er til
heyrðu að þar fór maður með hug-
sjón sem hafði trú á því sem hann
var að gera.
Eðli starfsins vegna þurfti Ólafur
að ferðast mikið um Afríku, sér-
staklega um SADC-ríkin, og var
hann því meira og minna á stöðugu
ferðalagi. Spurði ég Óla gjarnan í
gamni hvort hann væri nýkominn
eða rétt ófarinn, þegar fundum
okkar bar saman. Venjulega voru
bæði svörin rétt. Þekkingu á sviði
sjávarútvegsmála hef ég takmark-
aða, en eitt sinn hélt Ólafur fræðslu-
erindi í Rotary- klúbbi Windhoeks
um starf sitt að sjávarútvegs- og
fískveiðimálum í SADC-ríkjunum.
Erindið flutti hann á svo ljóslifandi
og skýran hátt, að allir fundarmenn
úr hinum ólíkustu starfsgreinum
skildu. í lok fundarins tók einn
Rotary félaginn, þingmaður í nam-
ibíska þinginu, til máls og þakkaði
fyrir erindið. Sagðist hann hafa
lært meira um fískveiðimál og
vandamál fiskiðnaðarins af þessu
eina erindi Ólafs en öllum þeim
umræðum sem hefðu átt sér stað
í þinginu um þessi mál. Þróunars-
amvinnustofnun íslands (ICEIDA)
vinnur mikið og merkt þróunarstarf
hér í Namibíu og innan SADC-ríkj-
anna. Það starf hefur nú þegar
borið ríkulegan ávöxt og þeim fjár-
munum sem íslendingar leggja
fram til þróunarmála í þessum ríkj-
um hefur verið vel varið. Minningu
Ólafs V. Einarssonar verður best
haldið á lofti með því að tryggja,
að það starf sem hann lagði grunn-
inn að og byggði upp þau ár sem
hann vann að þessum málum, verði
haldið áfram í þeim anda og með
þeirri atorku sem hann sýndi í starfi
sínu.
Eiginkonu Ólafs, Ásdísi Einars-
dóttur, og börnum hans sendum við
hjónin innilegar samúðarkveðjur.
Grétar H. Óskarsson,
flugmálastjóri Namibíu.
Mönnum verður alltaf orða vant
rið fregnir af ótímabæru fráfalli
iamferðamanna. Ólafí Valgeiri Ein-
irssyni kynntist ég fyrst á mennta-
skólaárunum, þar sem við stunduð-
um nám á sitt hvoru árinu. Eftir
það lágu leiðir okkar víða saman.
Tíðust voru samsipti okkar í Tromsö
þar sem við lögðum báðir stund á
nám í sjávarútvegsfræði og æ síðan
hafa samskipti okkar einkennst af
einlægri og traustri vináttu. Sú vin-
átta náði einnig til fjölskyldna okk-
ar og sú staða hélst þótt fjölskyldu-
hagir Ólafs hafí breyst síðan þá.
Ölafur vann sér gott álit allra,
sem honum kynntust. Hann var
hæfur starfsmaður og allir gátu
gengið að því sem vísu að það sem
hann tók sér fyrir hendur var vel
unnið og af ósérhlífni. Hann var
einnig afar dagfarsprúður maður
og fór alltaf friðsamlega að hlutun-
um þótt hann gæti verið stífur á
sinni meiningu. Ólafur var afar
trygglyndur maður og traustur vin-
ur vina sinna.
Það er erfitt að hugsa til þess
að Ólafs sé ekki aftur að vænta í
heimsókn til okkar á Akureyri.
Heimsóknir Ólafs og hans fólks
voru alltaf tilhlökkunarefni, enda
um nóg að tala. Og þótt atvikin
hafi hagað því svo til að samveru-
stundirnar hafi verið fáar síðustu
árin, þá skilur fráfall Ólafs eftir sig
stórt og vandfyllt skarð í þá veröld,
sem vinahópurinn myndar.
Ég vil fyrir hönd okkar Herdísar
votta Ásdísi, börnum Ólafs og öðr-
um ástvinum okkar dýpstu samúð-
ar. Megi minningin um góðan dreng
leggja líkn með þraut.
Pétur Bjarnason.
Fréttin um að Ólafur Einarsson
væri dáinn kom okkur fyrrum sund-
félögum hans í opna skjöldu. Mig
langar því að kveðja gamlan félaga
úr Sundfélaginu Ægi, með nokkr-
um minningabrotum. Á síðari árum
hafa flest okkar reynt að fylgjast
með Óla Einars, eins og hann var
kallaður í okkar hópi, í gegnum
fjölmiða, þar sem hann starfaði í
framandi löndum, fjarri ættjörð-
inni, að krefjandi og vandasömum
verkefnum á sviði sjávarútvegs.
Ég kynntist Óla þegar hann hóf
æfíngar hjá Sundfélaginu Ægi árið
1962. Á þessum árum var mikill
uppgangur hjá félaginu og var Óli
því í hópi fyrstu öldu ungs afreks-
fólks, sem kom frá Ægi á þessum
árum, eftir að enduruppbygging
félagsins hófst. Fljótlega kom í ljós
að Öli var efnilegur og kraftmikill
sundmaður. Hann stundaði æfingar
með félögum sínum af miklum
áhuga og metnaði, enda var mark-
miðið, að gera Ægi að besta sundfé-
lagi landsins, öllum ljóst, ekki síst
Óla. Bestur var hann í bringu-
sundi, en vel liðtækur í öðrum sund-
aðferðum. Hann setti fjölda sveina-
og drengjameta. Árið 1966 setti
Óli 12 drengjamet. Já, á þessum
árum gekk mikið á og eitthvað
varð undan að láta. Fyrsta utan-
landsferð Óla með Ægi var til
Darmstadt árið 1967, til þátttöku
í stóru alþjóðlegu unglingamóti. Svo
vel tókst til með þessa ferð að sam-
skipti Ægis og sundfélagsins í
Darmstadt standa enn, með gagn-
kvæmum heimsóknum. Óli var val-
inn til keppni á Norðurlandameist-
aramóti unglinga og keppti einnig
fyrir íslands hönd á fyrsta Evrópu-
meistaramóti unglinga, sem haldið
var í Svíþjóð í ágúst 1967. Ólafur
var skemmtilegur félagi og tók virk-
an þátt í öllu félagsstarfi Ægis,
s.s. spila- og skemmtikvöldum,
skálaferðum o.fl. Hann var fastur
fyrir og fylginn sér og gerði kröfur
til sjálfs sín.
Óli var sjálfstæður einstaklingur,
sem lét ekki tískustrauma líðandi
stundar raska ró sinni. Meðal okkar
félaganna voru menn með þessa
góðu eiginleika kallaðir „frum-
menn“ í jákvæðasta skilningi þess
orðs. Óli hafði einmitt þann mann
að geyma að takast á við verkefni
sem voru framandi og fáir aðrir
höfðu reynt, eins og síðar kom í
ljós á starfsævi hans. Þar nýtti
hann sér kjark, dugnað og áhuga
sinn á því sem hann tók sér fyrir
hendur hverju sinni. Þó svo að Óli
byggi erlendis við nám og störf, þá
hafði hann ávallt áhuga á að fylgj-
ast með gamla félaginu og vel-
gengni þess. Samferðafólk ðla úr
sundhreyfingunni geymir góðar
minningar um stóran og sterkan
en ljúfan og trygglyndan mann.
Fyrir hönd þeirra votta ég eftirlif-
andi eiginkonu, börnum og foreldr-
um Ólafs dýpstu samúð okkar. Guð
blessi ykkur öll.
Guðmundur Þ. Harðarson.
Það gerist ekki á hveijum degi
að erlendur þjóðhöfðingi sendi
einkaþotu sína í sjúkraflug með
veikan íslending sem starfar í landi
hans. Að baki slíkum atburði hlýtur
að liggja löng saga og svo var,
þegar einkaþota dr. Sam Nujuma
Namibíuforseta lenti á Reykjavíkur-
flugvelli árla morguns 29. maí sl.
eftir 18 klukkustunda flug frá
Windhoek, höfuðborg Namibíu.
Hinn veiki íslendingur hét Ólafur
V. Einarsson og þekktumst við frá
skólaárunum, samstúdentar frá MR
1972, fædd í sama mánuði og sama
ár. Leiðir okkar lágu svo saman í
Namibíu rúmum tveim áratugum
síðar, árið 1994 þegar ég afhenti
trúnaðarbréf mitt sem sendiherra
þar og hann starfaði í sjávarútvegs-
ráðuneytinu í Windhoek á vegum
Þróunarsamvinnustofnunar íslands.
En svo við víkjum sögunni aftur að
þessum óvenjulega maímorgni á
flugvellinum rúmum þremur árum
síðar, varðaði málið mig starfs míns
vegna, en það snart mig djúpt vegna
vináttunnar við Ólaf. Þegar hin
glæsilega þota lenti á flugvellinum
varð ég gagntekin þeirri hugsun,
hvílíkt drengskaparbragð væri hér
unnið af hálfu þróunarríkisins
Namibíu sem hér sneri dæminu við
og veitti Evrópuríki neyðarhjálp.
Þarna var líka fengin staðfesting á
því að þróunarsamvinna okkar í
Namibíu væri mikils metin, en fyrst
og fremst sýnir þó svo óvenjulegur
atburður að einstakur íslendingur
átti í hlut, einhver í þeim sérflokki
að sjálfur forseti Namibíu beitti sér
fyrir því að bjarga lífí hans.
Þróunarsamvinnustofnun hafði
gert allt og Björn Dagbjartsson lagt
nótt við dag, til að koma Ólafi sem
fyrst undir læknishendur á íslandi
en með í flugvélinni var Guðbrand-
ur Elling Þorkelsson læknir og
æskuvinur Ólafs. Áhöfn flugvélar-
innar gerði sitt ýtrasta til að létta
sjúklingnum langferðina, en við
sem biðum á flugvellinum höfðum
fengið fregnir af því að sjúklingnum
hefði ekki orðið verra af ferðinni.
Á flugvellinum stóðu nánustu ætt-
ingjar Ólafs tilbúnir að annast hann
eftir heimkomuna og gefa honum
allan þann stuðning og lækningu
sem kærleikurinn einn getur megn-
að. En sjúkdómurinn reyndist kom-
inn á hátt stig og hvorki kærleikur-
inn né nútímalæknisfræði gat unnið
á meininu. Tæpum mánuði eftir
heimkomuna var hann kvaddur
hinstu kveðju og í djúpri lotningu
minnumst við nú þessa góða drengs.
Aldrei hefði neinu okkar sem
fylgst höfum með störfum Ólafs í
Áfríku getað órað fyrir því að svona
færi að lokum, að hann, hraust-
mennið, yrði hrifinn frá okkur á
nokkrum vikum af banvænum sjúk-
dómi. Það var nánast óhugsandi að
nokkuð biti á hann, hann tók ekki
einu sinni undir í umræðum manna
um sjúkdómshættur, sem alls stað-
ar leynast í Afríku, neitt frekar en
hann var þátttakandi í rexi og pexi
um allt sem aflaga fór og skapraun-
ar fólki frá okkar heimshluta þarna
niður frá. Hann tók bara Áfríku
opnum örmum með kostum og göll-
um og vann úr þeim spilum sem
hann hafði á hendi hveiju sinni.
Með þessari afstöðu sinni eignaðist
hann nána vini meðal Afríkumanna
og hlutdeild í þeim gersemum sem
þeir eiga til og gefa útvöldum.
Hann lærði af Namibíumönnum
ekkert síður en þeir af honum og
hann uppskar ríkulega í þessum
samskiptum sem voru honum langt-
um meira en einhver tímabundinn
rammi utan um framfærsluna.
Það var unun að ganga með Ól-
afi um götur Windhoek þar sem
annar hver maður heilsaði honum
og gantaðist við hann. Namibíu-
menn heilsuðu Ólafi eins og hann
væri heimamaður, en það er vin-
áttutákn sem þeir eru sparir á við
Evrópubúa og er þannig að þeir
taka tvisvar j hendina með sérstök-
um hætti. Ólafur klæddi sig líka
oft að hætti Afríkubúa í batíkserk
og stundum með höfuðfat í stíl og
gaf þannig til kynna að hann væri
ekki hvítur maður sem lokaði sig
af frá þjóðfélagi hinna svörtu, held-
ur þangað kominn til að lifa og
starfa að hætti heimamanna. Hlýj-
an og góðvildin sem einkenndi
framkomu hans, gaf mönnum kraft
en mestu munaði um það að hann
tók hveijum og einum sem raun-
verulegum jafningja og með því gaf
hann fólkinu í kringum sig það
sjálfstraust sem öllu skiptir. Margir
Namibíumenn sögðu mér að Ólafur
væri fyrsti hvíti maðurinn sem þeir
hefðu eignast að vini.
Við vissum að hann var atorku-
samur í störfum sínum en það kom
best í ljós þegar hann veiktist, hve
mikið munaði um hann í vinnu.
Hann mjakaði málum áfram og það
segir meira en mörg orð um starfs-
framlag hans, að ekki liðu nema
nokkrir dagar eftir að hann veiktist
að fara þurfti að gera ráðstafanir
til að leysa öll þau mál sem upp
komu og enginn hafði tekið eftir
meðan hans naut við. Síst af öllum
mátti Namibía við að missa þennan
mann.
Ólafur sinnti öllu og öllum í kring-
um sig. Hann var ómetanlegur með-
al íslendinganna í Namibíu, hrókur
alls fagnaðar og stoð og stytta þeim
sem til hans leituðu. íslendinga-
byggðin í Namibíu er þó alls ekki í
höfuðborginni, Windhoek, þar bjó
Ólafur einn íslendinga fyrstu árin.
En til að sækja fundi samlandanna
hentist Ólafur á bíldruslu yfír eyði-
mörkina í áttina að hafnarborginni
Swakopmund þar sem íslendinga-
byggðin stendur eða skellti sér upp
í fiugvél alla leið til íslendinga-
byggða í Luderitz sem er langt nið-
ur við landamæri Suður-Afríku.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
sá Ólaf fyrst í Namibíu. Við Kjart-
an, maðurinn minn, vorum boðin í
þorrablót íslendinga í Swakopmund
og var þorramaturinn strútskjöt,
mikið góðgæti. Allir töluðu um Óla
og að von væri á Óla frá Windhoek
og hvort ætti að bíða með matinn
eftir Óla og við_ vorum ekki viss
hvort þetta væri Óli Einars úr sjötta
ypsilon í MR eða einhver með sama
nafni og eitthvað dróst að Óli kæmi
á vettvang. Við snerum bakinu við
hurðinni inn í veislusalinn, en
skyndilega glumdi við gamalþekkt-
ur hlátur og brúnin lyftist á öllum.
Við litum hvort á annað og þurftum
ekki einu sinni að líta við og sjá
manninn - ekki var um að villast
að þarna var okkar elskulegi skóla-
bróðir kominn.
Með sama hætti minnist ég síð-
ustu kvöldanna sem ég var í Namib-
íu í ágúst sl. Vorið er í ágúst fyrir
sunnan miðbaug og komið er kol-
svarta myrkur klukkan 6 á kvöldin.
Við Óli sátum úti í vorgolunni og
vorum að tala um framtíð hans í
Namibíu, hve mikið hann hlakkaði
til að fá Ásdísi konuna sína til sín,
en hún ætlaði að dvelja hjá honum
þá um veturinn (þ.e. namibíska
sumarið). Ég var eitthvað að siða
hann til eins og gamalli skólasystur
er gjarnt og við urðum sammála
um að eitthvað þyrfti hann nú að
draga úr endalausum ferðalögum,
þegar Ásdís kæmi og fara nú að
njóta þess að sinna sínu fólki. Þeg-
ar ég kvaddi hann og þakkaði fyrir
alla hjálpina sem hann hafði veitt
mér, allan félagsskapinn og hugul-
semina, var ég svo fegin að vita
af því að Óli yrði ekki einn þarna
lengur. Allt fór þetta á annan veg
en við ætluðum. Ég mun aldrei
snúa baki að hurð og þekkja gamla
vininn minn af hlátrinum.
Næsta haust liggur vonandi leið-
in mín til Namibíu og vonandi get-
um við þá saman, íslendingar í
Namibíu, minnst Ólafs með verðug-
um hætti, hvernig svo sem við för-
um að því. Við höldum minningu
Ólafs á lofti með því að styðja minn-
ingarsjóðinn sem hann var sjálfur
farinn að leggja til í af eigin fé.
Við Kjartan vottum Ásdísi ekkju
Ólafs og börnunum innilegustu
samúð okkar og biðjum þeim styrks
í sorginni og huggun í því að geng-
inn er góður drengur sem lifir í
hjörtum okkar.
Sigríður Ásdís Snævarr.