Morgunblaðið - 10.07.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 45«
MINIMINGAR
GUNNARPALL
JÓAKIMSSON
+ Gunnar Páll
Jóakimsson
fiskifræðingur
í Kiel fæddist í
Hnífsdal 27. júní
1936. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 1. júlí síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Bú-
staðakirkju 8. júlí.
Móðurbróðir minn
Gunnar Páll Jóakims-
son er fallinn frá fyrir
aldur fram. Hugur
minn reikar aftur til
þeirra ánægjustunda sem við syst-
ur áttum hjá honum og fjölskyldu
hans í Kiel. Samverustundirnar þar
sem og hér á landi urðu til þess
að tengja okkur miklum vináttu-
böndum og þá einkum við Kristínu
dóttur hans.
Sumarmánuðirnir í August-
enstraSe eru öllum minnisstæðir.
Þar var líf og fjör enda miðstöð
íslendinga búsettra í grenndinni
jafnt og annarra sem leið áttu hjá.
Með bros á vör sé ég Gunnar
standa í stafni Skútunnar og stýra
henni af öryggi innan um aragrúa
skúta og skipa í Kielar-firðinum.
Þá var hann ekki síður í essinu
sínu við veisluborð í garðinum þar
sem oft var margt um manninn.
Að lokinni margra ára dvöl á Su-
mötru og Jakarta á vegum þýsku
þróunarsamvinnustofnunarinnar
var heimili hans óþijótandi upp-
spretta fróðleiks um hagi fólks og
siði í Indónesíu.
Það var einkennandi fyrir Gunn-
ar hvernig hann hafði brennandi
áhuga á því sem fyrir augu bar
og hreif með sér þá sem í kringum
hann voru. Minningin um hann
mun lifa.
Kæra Helga og frændsystkini,
ég vottaykkur mína dýpstu samúð.
Aslaug Friðriksdóttir.
Við tvær kynntumst
Gunnari Páli þegar við
komum til Kiel í
Þýskaland fyrir um
það bil 20 árum.
Þessi lífsglaði mað-
ur varð okkar besti
vinur ásamt Helgu
konu sinni og börnum.
Heimili þeirra var okk-
ar fyrsti viðkomustað-
ur og miðpunktur sem
og flestra íslendinga
sem dvalist hafa í Kiel.
Um áraraðir voru ís-
lendingasamkomur,
svo sem þorrablót, 1.
desember, saumaklúbbar og spila-
kvöld, haldnar á heimili þeirra
hjóna i AugustenstraSe í
„Garðabæ“ í Kiel. Gunnar var með
eindæmum félagslyndur maður og
alltaf fremstur í flokki og hrókur
alls fagnaðar á þessum samkom-
um. Alltaf var Helga kona hans
reiðubúin að styðja hann í öllu og
skipuleggja með honum þessi mót.
Á þessum samfögnuðum okkar
kom það hvað skýrast í ljós hversu
djúpar íslenskar rætur hans voru.
Þrátt fyrir að hann hafí flust til
Þýskalands 1953 var hvorki hægt
að heyra hreim né hnökra á máli
hans. Það sýndi sig líka í þeim
hafsjó af ljóðum og sögum sem
hann gladdi okkur með hvenær
sem tækifæri gafst.
Gunnar var meðlimur í þýsku
ljóðafélagi og er það mikill heiður
fyrir útlendinga að vera boðin slík
þátttaka. Þar gafst honum kær-
komið tækifæri til að þýða og
kynna íslenska ljóðagerð.
Gunnari var það með eindæmum
lagið að kynna íslenska menningu
og bókmenntir á mjög skemmtileg-
an hátt og án nokkurs ættjarðar-
hroka. Jafnframt var hann alltaf
opinn fyrir sérkennum og menn-
ingu annarra þjóða eins og Þýska-
lands og Indónesíu, þar sem hann
starfaði í nokkur ár. Hann var
okkur einstök fyrirmynd að því
hvernig hægt er að samræma að
vera Islendingur búandi í öðru
landi og halda sínum sérkennum
en samt að taka tillit til aðstæðna.
Ein stærsta siglinga- og menn-
ingarhátíð í Evrópu er Kielarvikan.
Af því tilefni býður landsþing
Schleswig-Holstein-fylkisins þing-
mönnum frá Norðurlöndum í heim-
sókn. Frá árinu 1969 hefur Gunn-
ar verið ómissandi sem túlkur og
leiðbeinandi fyrir íslensku gestina.
í því starfí hef ég (Brynja) unnið
með honum síðan 1979 og var það
ánægjulegt að kynnast honum enn
betur og vera með honum þessa
daga ár hvert. Gunnar starfaði sem
fiskifræðingur við hafrannsókna-
stofnunina við háskólann í Kiel og
var hann fremstur í flokki við rann-
sóknir á síldarstofni í Ermarsundi,
írlandsmiðum og við Nýfundna-
land. Vorið 1980 gafst mér (Lo-
vísu) tækifæri til að fara með hon-
um sem aðstoðarmaður á þýsku
rannsóknaskipi. Var það mjög lær-
dómsrík og skemmtileg ferð og
kom þar skýrt fram að skarp-
skyggni og lífsgleði Gunnars var
jafn mikil í starfi sem og í leik.
Eftir að við tvær fluttum frá
Kiel hittum við Helgu og Gunnar
ekki eins oft, en þau sterku vin-
áttubönd, sem þróuðust í Kiel,
hafa ekki rofnað. Fyrir okkur kom
þessi frétt sem reiðarslag og er
missirinn mikill.
Elsku Gunnar, um leið og við
kveðjum þig þökkum við ástsam-
lega fyrir allar þær skemmtilegu
og uppbyggjandi samverustundir
sem okkur gafst að njóta með þér.
Elsku vinir, Helga, Jóakim, Kristín
og fjölskylda, um leið og við vottum
okkar innilegustu samúð viljum við
segja: „Wir sind immer fur Euch
da“ (við erum ævinlega til staðar
fyrir ykkur).
Brynja Halldórsdóttir,
Bremen,
Lovísa Birgisdóttir,
Grasberg.
ARNI
MARGEIRSSON
+ Árni Margeirs-
son fæddist í
Keflavík 29. októ-
ber 1957. Hann lést
á Landspítalanum
25. júní síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Egils-
staðakirkju 5. júlí.
Vinur okkar, Árni
Margeirsson, Mið-
garði la á Egilsstöð-
um, var aðeins 39 ára
gamall, þegar hann
lést. Hann var félags-
lyndur maður, sem
axlaði ábyrgð og vann samfélagi
sínu gagn sem forystumaður í
æskulýðs- og íþróttamálum. Hann
starfaði alllengi í JC-hreyfingunni
og var útnefndur alþjóðlegur heið-
ursfélagi hennar; senator nr.
43497. Árni var mjög listfengur
og vann iðulega til
verðlauna fyrir verk
sín sem grafískur
hönnuður. Hann og
kona hans, Anna Ing-
ólfsdóttir, stofnuðu og
ráku þjónustufyrir-
tækið Níutíuogsjö,
sem er virt og hefur
gnægð verkefna.
Árni Margeirsson
var vænn maður,
drengur góður og vin-
margur. Hann sinnti
fjölskyldu sinni vel,
var natinn faðir og
mjög elskur að dætr-
um sínum. Við söknum hlýju hans
og góðrar nærveru, gleði,
skemmtilegra hugmynda og
traustrar vináttu. Hugur okkar
fylgir honum í nýja vist og dvelur
einnig með Önnu og dætrunum
þrem, Ásthildi, Erlu og Unu.
Ámi.
Ég skil ekki, Herra, skipan þá
er sker á líf svo ungt, svo fljótt
og ástvin slítur okkur frá.
Það er missir sár að mætum hal
sem með oss gekk og hló og gat
gleði deilt og sorg í táradal.
Þó ertu enn! Ekki gleymist þú.
Áfram lifa þeir, sem unnu þér.
Þeim í hjarta þín er tilvist nú.
Vinur! Einnig verkin lifa þin
tii vitnis um þinn fijóa hug
og áfram gleðja augu mín.
Kæri vin! Þinni er lokið þraut
og það er vel, fyrst stríð þitt sárt
var stríð, sem tapast hlaut.
Sofðu vært. Við söknum ákaft þín.
I sælu Guðs sé hvíldin mild.
Guðlaug og Einar Rafn.
Handrit afmælis- og minning-
argreina skulu vera vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disklingur
fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Rit-
vinnslukerfin Word og Wordperfect
eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda
má greinar til blaðsins í bréfasima
5691115, eða á netfang þess þess
Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4
miðað við meðallínubil og hæfilega
llnuleng — eða 2.200 slög. Höfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn sln
en ekki stuttnefni undir greinunum.
I
11*
áfPÍk
WB*
OB
ii|É lfs>
|g%
í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar
BJARGHILDUR MARGRÉT
EINARSDÓTTIR,
Túngötu 6,
Seyðisfirði,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 12. júlí kl. 14.00.
Sigurður Ormar Sigurðsson,
Davíð Þór Sigurðarson,
Arna Kristfn Sigurðardóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi
ÞORKELL JÓN GÍSLASON
lögfræðingur,
Melabraut 26,
Selfiarnarnesi,
lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins
9. júlí.
Margrét Davfðsdóttir,
Svava Þorkelsdóttir, Tryggvi Guðmundsson,
Rannveig Þorkelsdóttir,
Gfsli Þór Þorkelsson, Sif Traustadóttir
og barnabörn.
+
Útför systur okkar,
VILBORGAR HELGADÓTTUR
fyrrv. hjúkrunarkonu,
er lést á Hrafnistu Hafnarfirði 4. júlí, fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim,
sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á
líknarstofnanir.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Esther Jónsdóttir
+
Eiginmaður minn,
KLEMENS TRYGGVASON
fyrrv. hagstofustjóri,
sem lést laugardaginn 5. júlí, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. júlí
kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Guðrún Steingrfmsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, sonur og bróðir,
GUNNAR KAPRASÍUS STEFÁNSSON,
Einigrund 20,
Akranesi,
lést föstudaginn 4. júlí á gjörgæsludeild Land-
spítalans.
Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstudag-
inn 11. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurbjörg Kristjánsdóttir.
SKEMMUVEGI 48, 200 KOR, SIMI: 557-6677/FAXT557-841Ö
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir, tengdadóttir og amma,
HANNA GUÐNADÓTTIR,
lést föstudaginn 4. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Einarsstaðakirkju í
Reykjadal laugardaginn 12. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
minningarsjóð Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
Stefán Kjartansson,
Jóhanna M. Stefánsdóttir, Þórsteinn R. Þórsteinsson,
Valdfs L. Stefánsdóttir, Valþór Brynjarsson,
Kjartan S. Stefánsson, Sonja R. Jónsdóttir,
Magnea Þ. Guðmundadóttir,
Indiana Ingólfsdóttir
og barnabörn.