Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 51

Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 51 FRÉTTIR Ný verslun La Baguette í Hafnarstræti OPNUÐ hefur verið verslun á vegum „La Baguette“ í Hafnarstræti 20, Lækjartorgshúsinu. Líkt og í verslun La Baguette í Glæsibæ, sem áfram verður starfrækt, verður boðið upp á fryst jafnt sem heitt brauð og kökur frá Frakklandi, frosin og heit matvæli auk heimsendingarþjón- ustu, sem er nýjung. í fréttatilkynningu frá La Bagu- ette segir að boðið verði upp á heita tilbúna rétti, til dæmis indverska rétti á borð við Tikka Masala-kjúkl- ing og grænmetislasagna. Þá verður selt heitt franskt bakk- elsi, s.s. fyllt smjördeigshorn, snúð- ar, brauð og kökur. BEATRICE Guido í hinni nýju verslun sinni í Hafnarstrætl. Landsmót unglingadeilda SVFÍ í Grindavík Búist við allt að 500 unglingum ELLEFTA landsmót unglingadeilda Slysavarnafélags íslands verður haldið í Svartengi við Grindavík helgina 11.-13. júlí nk. Umsjón landsmótsins er í höndum slysa- varnafólks á Suðurnesjum og hefur undirbúningur staðið yfir í nokkra mánuði. Um 470 unglingar hafa skráð sig til þátttöku á mótinu. Unglingadeildir SVFI eru nú tæp- lega 40 talsins víðsvegar um landið og þar af eru fjórar á Suðurnesjum. Segja má að unglingadeildir SVFI séu einn mesti vaxtarbroddur fé- lagsins og í starfi þeirra fer fram mikill og góður undirbúningur fyrir HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, heldur opinn fund með Ingu Jónu Þórðar- dóttur borgarfulltrúa í kvöld. Hún mun flytja erindi um byggðaþróun og framtíðarmöguleika ungs fólks í Reykjavík. Fundurinn verður í Valhöll við Háaleitisbraut og hefst kl. 20:30. Á fundinum verða horfur í byggðaþróun á næstu árum kynnt- ar og rakið hvernig jaðar höfuð- áframhaldandi starf unglinganna í björgunarsveitum SVFÍ þegar þau hafa aldur til. Á landsmótum sem þessum sem byggjast á miklu leyti á æfingum er farið yfir helstu störf björgunar- sveita og má þar nefna bjargsig, skyndihjálp, fluglínutæki, björgun- arbáta og ýmsar aðferðir til leitar og svo mætti lengi telja. Landsmótið verður sett á föstu- dagsmorguninn kl. 9 _og verður for- seti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, viðstaddur setninguna. Æfingarnar hefjast svo kl. 10. Móts- slit verða um hádegisbil á sunnudag. borgarinnar færist utar. Sam- kvæmt mannfjöidaspá byggða- stofnunar verða íslendingar um 306 þúsund árið 2015 og er talið að um 75% þeirra muni þá búa á Suðvesturlandi. Á fundinum í kvöld mun Inga Jóna fjalla um áhrif þess- arar þróunar á atvinnu- og menn- ingarlíf landsins að því er segir í frétt. Aðgangur að fundinum er ókeyp- is og er öllum heimill aðgangur. Fjölnir heldur málfund TÍMARITIÐ Fjölnir boðar til mál- fundar fimmtudaginn 9. júlí kl. 17.30 í blaðsöluturni Fjölnis að Bankastræti 8, Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Ljóðið er halt og gengur við hækju. Hallgrím- ur Helgason, rithöfundur og mynd- listarmaður, mun þar ræða gagnrýni sína á nútímaljóðlist. Að loknu stuttu erindi Hallgríms mun Jón Hallur Stefánsson, skáld, þýðandi og út- varpsmaður, hreyfa andmælum við málflutningi hans og leggja fram sín sjónarmið um stöðu íslenskrar ljóð- iistar. Umræðum stjórnar Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri. 570 7700 ASTMfl OG 0FNÆMI5 UPPLYSINGALÍNA GLAXO WELLCOME UpplysiiiK.ili.rkliiip.il ligiij.’i fi.immi i olliim Apotokum og ii hoilsiig.rslustöðVUlH Heimdallur Fundur um framtíðar- möguleika Reykjavíkur i (tsso) mm OlíufélaglAhf RAÐAUGLÝSINGAR TILBOÐ/UTBOÐ UTBOÐ F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk vegna bygg- ingu 132 kV háspennulínu, frá Nesjavöllum yfir Mosfellsheiöi og að Bringum í Mosfellsdal. 1. Gerð vegaslóðar, áætluð lengd 16 km og fyll- ingarefnismagn 37.000 m3. Verkið felst í að hefla eldri slóðir, jafna undir nýja slóð, aka möl í slóðina og framkvæma tengda verk- þætti, svo sem losun efnis, ámokstur á bíla, útjöfnun í vegastæði, lagningu jarðvegsdúks, koma fyrir ræsum o.fl. 2. Jarðvinna og gerð undirstaða fyrir 51 há- spennumastur þar af 41 stagað mastur með forsteyptum undirstöðum og 10 frístandandi möstur með staðsteyptum undirstöðum. Verkið felst í að flytja forsteyptar einingar og stálhluti í mastursstæði og að koma þeim fyrir. Einnig að grafa fyrir og steypa undirstöður á staðnum, grafa og bora fyrir bergboltum og steypa þá niður. Ganga skal frá stagsteinum og fylla að öllum einingum og undirstöðum, plægja eða grafa niður jarðskautsborða í slóð og leggja jarðskaut að undirstöðum mastra. Verkid skal hefja 6. ágúst 1997 og skal því vera lokið 28. nóvember 1997. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikudaginn 23. júlí 1997, kl 11 á sama stað. rvr 106/7 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 SMAAUGLYSINGAR DULSPEKI Snæfellsásmótið Mannrækt undir jökli um verslunarmannahelgina 1/8-4/8. Mjög fjölbreytt dagskrá Dáleiðsla, fyrri líf, ýmsir fyrir- lestrar m.a. um talnaspeki, heilsu- og heilbrigði, markmiða- setningu, svitahof, skyggnilýs- ingar, lestur í spáspil, áruteikn- ingar, kvöldvökur o.m.fl. Nánar auglýst síðar. Aðgangseyrir 2.900 — frítt fyrir 14 ára og yngri. Aðgöngumiðar í forsölu til 25/7 á kr. 2.500 hjá Versluninni Betra lífi, Kringlunni, sími 581 1380 og Mannræktarmiðstöð Snæfellsáss samfélagsins, Brekkubæ, sími 435 6754. Draumanámskeið Dreymandinn og seiðkonan Dee Pye heldur námskeið um dul- ræna þáttinn í draumum í Mann- ræktarmiðstöð Snæfellsáss sam- félagsins dagana 18/7 og 19/7. Dee stundaði 3 ára draumanám við Carl Jung Institute og hefur unnið með drauma og túlkun þeirra undanfarin 26 ár. Hún nam seiðmennsku við Michael Harner stofnunina. Námskeiðið kostar 6.900 krónur — innifalið er svefnpokaplásss, morgun- og hádegisverður og te þann 19/7. Frábært tækifæri til að læra um mikilvægi drauma. Nánari upp- lýsingar í síma 435 6754. FELAGSLIF Sálarrannsóknafélagið Metaria Þýska sálarrannsóknafélagiö Metaria með læknamiðilinn og sjáandann Edeltraut Schröder í fararbroddi mun halda opinn fund fimmtudagskvöldiö 10. júlí kl. 20 í Borgartúni 6. Starfandi miðlar og huglæknar sem og aðrir áhugamenn um andleg málefni eru sérstaklega boðnir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 kvöld kl. 20.30: Lofgjörðarsamkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. STOFNAII 190 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.