Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 53

Morgunblaðið - 10.07.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 53 STJÓRN félagsins talið frá vinstri: Kristín Björnsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir. Hollvinasamtök í hjúkrunarfræði OBI gagnrýnir nýjar reglur um greiðsluþátttöku sjúklinga „INNAN Hollvinasamtaka Há- skóla íslands eru starfandi holl- vinafélög deilda, námsbrauta, skora og stofnana Háskólans og fjölgar þeim jafnt og þétt. Laugar- daginn 7. júní sl. var haldinn stofn- fundur Hollvinafélags námsbraut- ar í hjúkrunarfræði. Það voru fyrstu hjúkrunarfræðingarnir sem útskrifuðust frá Háskólanum sem höfðu frumkvæði að stofnun fé- lagsins, en nú eru liðin 20 ár frá brautskráningu þeirra. Samþykkt- ar voru starfsreglur og stofnskrá Hollvinafélagsins en markmið þess er að styðja hjúkrunarmenntun og hjúkrunarrannsóknir við náms- braut í hjúkrunarfræði, jafnframt LEIÐRÉTT Rangt höfundarnafn því að auka og styrkja tengsl námsbrautarinnar við hjúkrunar- fræðinga og aðra þá sem bera hag hennar fyrir bijósti. Tekjum skal varið til eflingar kennslu og rann- sókna við námsbrautina. Með því að styðja námsbraut í hjúkrunarfræði er stuðlað að bættri hjúkrun og umönnun sjúkl- inga og annarra skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar. Hollvinafélag námsbrautar í hjúkrunarfræði er opið öllum þeim sem styðja markmið þess og er fólki gefinn kostur á að gerast stofnfélagar með því að skrá sig fyrir 1. nóvember 1997 hjá skrif- stofu Hollvinasamtaka Háskóla íslands, Stúdentaheimilinu v. Hringbraut, 101 Reykjavík," segir í fréttatilkynningu. í stjórn voru kjörnar Jóna Siggeirsdóttir, Kristín Björnsdóttir og Vilborg Ingólfs- dóttir sem er formaður félagsins. „ÖRYRKJABANDALAG íslands gerir alvarlegar athugasemdir við þær nýju reglur um greiðsluþátt- töku sjúklinga í sjúkraþjálfun, sem tryggingaráð hefur samþykkt. Fram skal þó tekið að Öryrkja- bandalagið fagnar því að iðju- og talþjálfun koma þarna inn, sem er mjög jákvætt. Á vinnslustigi voru þessar nýju reglur kynntar banda- laginu ásamt fleirum þeim, sem hagsmuna eiga að gæta, en að litlu leyti einu komið til móts við þær athugasemdir sem bandalagið gerði ítrekað," segir í fréttatil- kynningu frá Öryrkjabandaginu. Ennfremur segir: „Meginatriðin eins og þau snúa að örorkulífeyris- þegum og fötluðum börnum eru þessi: Mikill fjöldi örorkulífeyris- Þröstur sigraði ALÞJÓÐLEGT skákmót fór fram í Kaupmannahöfn dag- ana 22. júní til 3. júlí. Þröstur Þórhallsson var eini íslenski keppandinn og sigraði hann mótið með Vh vinning af 10 mögulegum. Daninn Erling Mortensen var jafn Þresti með l'/i vinn- ing en Þröstur var úrskurðað- ur sigurvegari þar sem hann vann Erling í innbyrðisviður- eign í fyrstu umferð. í 3.-5. sæti komu svo stórmeistar- arnir Jonny Hector og Henrik Denielsen með 6‘/2 vinning. Alls voru fimm stór- meistarar og tíu alþjóðlegir meistarar meðal þeirra 30 sem tóku þátt í mótinu. Þröstur er nú að taka þátt í öðru alþjóðlegu skákmóti, Copenhagen Open, sem hófst 5. júlí og lýkur 16. júlí. þega hefur alls ekki þurft að greiða fyrir sjúkraþjálfun, en verður nú að greiða 25% fyrir fyrstu fimmtán skiptin eða nær 7000 kr. sem eru tilfinnanleg viðbótarútgjöld hjá alltof mörgum. Mörg fötluð börn eru undir sömu rök seld nú en þurftu ekkert að greiða áður. Örorkustyrkþegar sem eru í endurhæfingu hafa margir hverjir heldur ekki þurft að greiða fyrir sjúkraþjálfun, en þeir verða nú að greiða 50% fyrir fyrstu 24 skiptin og síðan 25% og kemur þetta því verulega hart niður á þeim. Á móti má segja, svo allrar sanngirni sé gætt, að örorkulífeyrisþegar sem áður þurftu að greiða sín 40%, verði fyrir minni útgjöldum, en skv. upplýsingum Tryggingastofn- ALMIÐLUN ehf. hefur gefið út sjö víkingapóstkort. Öll kortin eru með myndum frá síðustu Víkingahátíð í Hafnarfirði. Kort- in verða til sölu á helstu viðkomu- stöðum ferðamanna auk þess sem þau verða til sölu á Víkinga- unar ríkisins mun þar vera um lít- inn hóp að ræða. Sú úrbót, sem boðuð er fyrir hina verst settu, að kostnaður þeirra við sjúkraþjálfun verði felld- ur inn í almennan sjúkrakostnað til endurgreiðslu, er fallega hugs- uð, en reynslan af endurgreiðslum til fólks eftir þessari reglugerð er slík að þaðan mun lítilla leiðrétt- inga að vænta. Öryrkjabandalag íslands lýsir sig því andvígt þeirri heildarbreyt- ingu til hins lakara fyrir lífeyris- þega sem ganga mun í gildi 1. sept. nk. Þegar til lengri tíma er litið leið- ir þessi breyting einungis til auka- kostnaðar fyrir samfélagið vegna versnandi heilsu fólks.“ hátíðinni. Eins og á síðustu Vík- ingahátíð gefur Almiðlun ehf. út The Viking Post daglega á með- an á Víkingahátíðinni stendur. Blaðinu er dreift frítt á hátíðar- svæðið, á hótel, stærri gistiheim- ili og á upplýsingamiðstöðvar. Víkingakort gefin út Frá Hvítárholti RANGT var farið með heimilisfang Sigurðar Sigurmundssonar í grein hans „Nokkur orð um Helgispjall" I í Bréfi til blaðsins 8. júlí. Hið rétta l er að Sigurður er frá Hvítárholti. Beðist er velvirðingar á þessum ' mistökum. Upphlutur, ekki peysuföt í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um opnun Gallerí Grúsks á Grund- arfirði stóð í myndatexta að kon- urnar tvær á myndinni væru klædd- ar peysufötum. Þetta er ekki rétt, því þær voru klæddar upphlut og • er beðist afsökunar á mistökunum. Myndabrengl í SJÁVARÚTVEGSBLAÐI Morg- unblaðsins Úr verinu, birtist í gær röng mynd af Gunnlaugi Sighvats- syni, sem nýverið hefur tekið við framkvæmdastjórastarfi Hólma- drangs hf. á Hólmavík. Um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum er birt rétt mynd af Gunnlaugi. Nokia GSM 3110 - sá nýjasti og auðveldasti ...samt býr hantt yfir ðllum eiginleikum fullhonmustu GSM síma. Aðeins 187 g með 95 klst. rafhlöðu en 146 g með allt að 70 klst. rafhlöðu. Fáanlegur með tengingu fyrirfax og internet. Allar aðgerðir með einum og sama takkanum, hvort sem þú svarar, lítur í símaskrána (250 númera minni), sendir skilaboð eða annað. Hátækni Ármúla 26 • sími 588 5000 Hafðu samband! Hátækni hefur haft umboó fyrir Nokia farsíma frá því árið 1985

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.