Morgunblaðið - 10.07.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997 59
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. bms. HEDDIGITAL
DYRLINGURINN
sýnd ki. 5. b.í. 12. | Sýnd kl. 6.55, 9 og 11 .0. B.i. 12.
KRINGLUNNI 4 - 6, SIMI 588 0800
KRINGLUNNI 4 - 6, SIMI 588 0800
KRINGLUNNI 4 - 6, SIMI 588 0800 KRINGLUNNI 4 - 6, SÍMl 588 0800
f faj^aflu^§^
éwfS%
m ★ ★ 'Á'
Romy og Michele eru á leiðinni á 10 ára endurfundi hjá
útskriftarárgangi sínum... Seinheppnar, Ijóshærðar og
frekar þunnar tekst þeim að klúðra öllu sem hægt er að
klúðra. Hin óborganlega Lisa Kudrow úr Friends og Mira
Sorvino (Mighty Aprhodite) fara á kostum!
Sprenghlægileg mynd frá framleiðanda Jerry Maguire.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.BEDiGrTAL
KUDROW
ÝKTIR ENDURFUNDIR
Einn óvæntasti grínsmellur ársins!
SAUBIOÍW SAMBiOfM SAMBMM MMBNiiM SAMMm
KRINGIUPI# KRINGLUBfc# KRINGLUBÍ# KRINGLUBÍ# KRINGLUBl# KRINGLUBÍ#
Gullborg - S: 5871777
Bíldshöfða 18
Laugavegi - Kringlunni
Alvarlegt rokk
TONLIST
GEISLAPISKUR
Föl
Föl, fyrsta breiðskífa hljómsveitar-
innar Soma. Soma skipa Guðmundur
Annas Ámason söngvari, Snorri
Gunnarsson gitarleikari, Halldór
Sölvi Hrafnsson gítarleikari, Þorlák-
ur Lúðvíksson h(jómboðsleikari,
Kristinn Jón Amarson bassaleikari
og Jónas Vilhelmsson trommuleik-
ari. Soma og Folald gefa út, Skífan
dreifir. 48.53 mín.
HLJÓMSVEITIN Soma er nokk-
uð sér á báti í íslenskum tónlistar-
heimi um þessar mundir. Sveitin
leikur útsett rokk í þyngri kantin-
um, alvarlegt rokk og innihaldsríkt
og ekki margar slíka sveitir á ferð-
inni ef nokkrar um þessar mundir.
Breiðskífan Föl, fyrsta skífa Soma,
er því kærkomið innlegg í íslenska
tónlistarflóru, ekki síst fyrir það
hvað platan er vel heppnuð.
Tónlistin á Föl er þunglamaleg
sem kemur ekki alltaf að sök, og
raddbeiting Guðmundar Annas er
síst til þess fallin að létta andrúms-
loftið. Þannig er ekki gott að trúa
honum þegar hann syngur í öðru
lagi plötunnar Ég hef ekki vanist
því að vera niðurdreginn, því það
er hann einmitt í laginu og reynd-
ar í gegnum nánast alla plötuna.
Fyrir vikið verður vonbiðillinn í
Granda Vogum 2 aumkvunarverð-
ur í þrá sinni, sem gerir lagið
skemmtilegra; gæðir sögurpersón-
una lífi. Það lag gengur einna best
upp, húmorískur textinn, afbragðs-
söngur Guðmundar Annas og góð
gítarkeyrslan. Næsta lag er líka
gott, og Guðmundur Annas mætti
láta hvína oftar í sér, hann ræður
vel við það að renna sér upp í radd-
sviði og það hefði gert plötuna fjöl-
breyttari.
Hljóðfæraleikur er vel af hendi
leystur, sérstaklega eru gítar-
leikarar öryggið uppmálað, en
hljómborðsleikinn hefði mátt nýta
betur og með betri hljóðum, til að
mynda stingur í stúf hjáróma
hljómborðskafli um miðbik lagsins
Fjallahjól
21 gíra Shimano grip shift
í stað kr 25.600
Tilboð kr 17.900
30% verðlækkun
Niðurdreginn. Bassaleikur er góð-
ur, nefni til að mynda Granda
Voga 2 og Stelpu. Besta lag plöt-
unnar er Lifa þig og hefði orðið
enn betra með betri texta og inni-
haldsríkari. Annað afbragðs lag
er Von, sem geldur einnig fyrir
þunnan texta, en fyrirtaksgítarút-
setningar og afbragðs söngur lyfta
því. Textar eru reyndar sumir
bráðgóðir, nefni til að mynda
Granda Voga 2, Húsreglur, aðrir
tilgerðarlegir eins og Bram Stoker
og Ástkær, en einnig er viðlagið
við upphafslag plötunnar og titillag
ekki gott. Umslag plötunnar er
fráhrindandi þó frágangur sé yfir-
leitt góður.
Þessi frumraun Soma sýnir að
töluvert er í sveitina spunnið hvort
sem litið er til lagasmíða eða hljóð-
færaleiks. Helsti galli plötunnar
er hve þeir félagar eiga til að taka
sjálfa sig alvarlega og drungalegt
yfírbragð plötunnar gerir að verk-
um að lögunum hættir til að renna
saman. Þau hefðu að skaðlausu
mátt vera færri og þeir Soma-
félagar hefðu efiaust gott af því
að sleppa fram af sér beislinu og
einnig að fá fleiri eyru að verkinu
þegar næsta skífa verður tekin
upp.
Árni Matthíasson
Ljósraynd/Björg Sveinsdóttir
GUÐMUNDUR Annas Árnason, afbragðssöngvari
rokksveitarinnar Soma.