Morgunblaðið - 10.07.1997, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Thx
DIGITAL |
LAUGAVEGl 94
MENN í SVÖRTU
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 . B.i. 12 ára.
DARKLA M Y.R l< 1! A VI i.\l< ííriS
WSm
Islensk heimasíða: WWW.xnet.is/stjornubio
Falleinkunn
Morgunblaðið/Júlíus
Akureyrarsveitin Gimp.
TONLIST
Gcisladiskur
CRIPPLED
PLAYTHING
Crippled Plaything, fyrsti
geisladiskur hljómsveitar-
innar Gimp. Gimp skipa,
samkvæmt umslagi, „Stjáni
Ö“ gítarleikari, „Baddi Z“
trommuleikari, Atli bassa-
leikari, og „Jenni“ gitarleik-
ari. Ekki kemur fram hver
semur lög og texta, en lík-
legt að það sé sveitin sjálf.
Gimp gefur út. 49,34 min.
HLJÓMSVEITINA
Gimp þekkja líkast til fáir,
enda sveitin ekki gömul í
hettunni. Þrátt fyrir ung-
an aldur náði Gimp þeim
áfanga að komast á plast,
því fyrsta breiðskífa henn-
ar, Crippled Plaything,
kom út fyrir skemmstu.
Ekki er Crippled Playt-
hing alvond, þó verulegir
gallar séu á henni; því
ekki verður því neitað að
„Jenni“ er prýðis söngvari
með skemmtilega baríton-
rödd. Honum hættir þó til
að beita röddinni óskyn-
samlega, til að mynda í
laginu Blows og reyndar
er raddbeiting svo keimlík
í gegnum alla plötuna að
áður en langt um líður er
hlustandi orðinn dauðleið-
ur á fyrirsjáanlegum rok-
unum. Söngsprettir í loka-
lagi plötunnar, Sad Song,
koma of seint, en reyndar
er það besta lagið að frá-
töldum fáránlegum loka-
mínútum.
Lög sveitarinnar eru
sum þokkaleg, en útsetn-
ingar oft gersamlega mis-
heppnaðar. Sem dæmi má
nefna Ain’t Got You, sem
byijar líkt og Ferðalag
Botnleðju, en dettur í
þunnt glamur þegar hlust-
andinn býst við hama-
gangi. Reyndar eru víða
kunnuglegir frasar og vel
hefði farið á því ef þeir
Gimp-menn hefðu legið
eitthvað yfir Iagasmíðun-
um, útsett lögin af meiri
skynsemi og hreinsað úr
þeim ómeðvitaðar tilvísan-
ir. Þá hefði gefist tóm til
að betja í brestina varð-
andi hljóðfæraleikinn sem
er fráleitt nógu góður, til
að mynda geldur gítar í
áðurnefndu Ain’t Got You
og slakur trommuleikur í
Blows svo dæmi séu tekin.
Miklu ræður eflaust að
hljómur á plötunni er slak-
ur, sérstaklega er
trommuhljómur slæmur
og leðjubassi gerir lítið
gagn.
Textar eru almennt til-
gerðarlegir og uppskrúf-
aðir og víða bráðvitlausir,
bæði hvað varðar málfar
og orðaval. Verður aldrei
brýnt nóg fýrir mönnum
að halda sig við tungumál
sem þeir kunna, eða. í það
minnsta fá einhvern al-
mennilegan enskumann til
að lesa þá yfir („i’m
swimming passed the
stars“, „their all swimm-
ing in my mind“, „am i
gimp or am i dissy lika
all the rest“).
Umslag plötunnar er
misheppnað, ljótt og illa
unnið.
Þessi frumraun hljóm-
sveitarinnar Gimp fær
fyrstu einkunn fyrir fram-
tak og djörfung, en klára
falleinkunn á öðrum svið-
um. Sveitin hefur flýtt sér
um of við að taka upp
breiðskífu og hefði betur
tekið sér meiri tíma áður
en lengra var haldið.
Crippled Plaything er
plata sem var eflaust hollt
að taka upp, en síðan
hefðu liðsmenn átt að
henda segulböndunum.
Árni Matthíasson
EÍCEOR
flOCCt)'
SNORRABRAUT 37, SÍMI SS2 5211 OG 851 1384
SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 651 1384
SDDDIGrTAL
Síðustu sýningar!!
^íðusti^s^ningar^
FRUMSYND FOSTUDAGINN 11. JULI
www.murderat1600.com
□□Dolby
DIGIT/VL
,Nú geta íslendingar glaðst því að það er komið nýtt flugfélag í bæinn. í stað þess að fljúga m
með Flugleiðum og láta rukka sig fyrir yfirvigt þá getum við öll skellt okkur i frábæra ferð ^
með Con Air" DV. „Einhver hressilegasta flugferð sem farin hefur verið" Mbl
STING óð leðjuna eins og aðrir
gestir hátíðarinnar.
Rigning á
Glastonbury
►UNNENDUR popptónlistar létu veðrið
ekki aftra sér og flykktust á Glastonbury-
tónlistarhátíðina. Það rigndi látlaust alia
helgina þannig að mótsvæðið varð fljót-
lega að forarsvaði. Veðrið breytti því ekki
að hátíðin er ein sú besta á árinu og
skemmtu flytjendur og áhorfendur sér
ágætlega þrátt fyrir veðrið.
SHERYL Crow var á meðal gesta.
ZOE Ball var á Glastonbury.
FORNMENNINQARHÁTÍÐ - FJOLSKYLDUSKEMMTUN - FRÓÐLEIKUR - FÓLK OQ SAQA
Víkingahátíð í Hafnarfírði
kl. 12.00
kl. 13.00
kl. 20.00
HAFNARFJÖRÐUR, hópreið og ganga víkinga gegnum miðbæínn.
VÍÐISTAÐATÚN, víkingamarkaður, hestasýningar, handverksfólk,
bardagamenn, eldsmiðjá, leíkþættir, víkingaveitingar, glímumenn o.fl.
NORRÆNA HÚSIÐ, fyrirlestrar sérfræðínga um víkingatímann.
LANÐflÁM
IWER.'MATKXNJk'L
VHCWÖG FES'mfY'AiL