Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 68

Morgunblaðið - 10.07.1997, Síða 68
Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar <TN) NÝHERJI SKAFTVAÖ;< MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181, FÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samningsslit UTRF o g Islenzkra sjávarafurða eru til lykta leidd Ekkert fé tapast en veltan minnkar um 20% ÍS ætlar að halda áfram starfsemi á Kamtsjatka-skaga í Rússlandi GENGIÐ hefur verið frá uppgjöri milli íslenzkra sjávarafurða og UTRF á Kamtsjatka-skaga i Rúss- landi vegna slita Rússa á samstarfs- samningi fyrirtækjanna í marz síð- astliðnum. Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, segir að ÍS tapi engum peningum vegna samningsslitanna, allar kröf- ur fyrirtækisins á hendur UTRF verði greiddar. Samningsslitin hafi hins vegar þau áhrif að velta IS dragist saman um um það bil 20% á þessu ári, þar sem sala afurða frá UTRF sé nú aðeins um þriðjung- ur þess sem var á síðasta ári og hagnaður verði eitthvað minni. A móti hafi viðskipti ÍS annars staðar aukizt frá síðásta ári. Loks sé unn- ið að frekari starfsemi ÍS á Kamt- sjatka. IS hóf samstarf við UTRF árið 1993, en á síðasta ári stjórnaði ÍS veiðum á um 100.000 tonnum af fiski og seldi afurðir fyrir á milli 50 og 60 milljónir dollara fyrir UTRF og fór með ýmsa aðra þætti í stjórnun félagsins. Veltan meiri en nokkru sinni Velta ÍS varð því meiri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr eða um 21,3 milljarðar króna og afkoman mjög góð. Rúmlega 30 starfsmenn á landi og úti á sjó voru þá í Rúss- landi á vegum IS. Samningurinn var endurnýjaður fyrir þetta ár, en Rússar sögðu honum síðan upp ein- hliða í marz síðastliðnum. Á þessu ári nemur sala ÍS á af- urðum frá UTRF á milli 16.000 og 17.000 tonnum, en á síðasta ári var salan um 50.000 tonn. Velta ÍS nú er tæplega 10 milljarðar króna en var rúmlega 12 milljarðar á sama tíma á síðasta ári. „Hvað allt árið varðar gerum við ráð fyrir samdrætti í veltu um ná- lægt 20% frá síðasta ári, s_em var algjört metár í starfsemi ÍS. Við verðum ekki fyrir neinum skakka- föllum, þar sem allir hlutir verða gerðir upp. Tekjur okkar minnka tímabundið, en auðvitað er tölu- verður rekstrarkostnaður inni í kerfinu, sem tekur dálítinn tíma að koma af okkur. Hefur jákvæð áhrif til lengri tíma litið Til skemmri tíma hefur þetta þau áhrif að hagnaður félagsins verður minni en ella hefði orðið. Til lengri tíma litið tel ég að þetta verkefni hafi mjög jákvæð áhrif á rekstur- inn. Það er rétt að minna á að árið í fyrra var hið langbezta á öllum meginsviðum í sögu ÍS. Vilji menn svo leggja saman árið í ár og síð- asta ár, verður útkoman að meðal- tali mjög góð,“ segir Benedikt Sveinsson. ■ ÍStapar engu/10 Neyðarút- kall eftir símaat 5 ára drengs ÞRÍR sjúkrabílar voru kallaðir út í gær eftir símaat fimm ára drengs. Lögreglan tryggði að drengnum væri gerð grein fyrir alvöru málsins. Drengurinn litli hringdi í Neyðarlínuna að heiman og tilkynnti að bróðir sinn væri hættur að anda. Foreldrar upplýstir um hrekkinn? Hann gaf upp annan stað í símtalinu en hringt var frá og til að hafa varann á var sjúkrabíll sendur á báða staði. Einnig var sjúkrabíll með lækni sendur á vettvang. Þegar upp komst um hrekk drengsins hafði lögreglan í Reykjavík samband við aðstandendur hans og tilkynnti þeim um atburðinn. Morgunblaðið/Þorkell Borstangirnar hífðar upp STARFSMENN Jarðborana hf. eru hálfnaðir við að bora aðra háhitaholuna af fjórum nýjum holum sem boraðar verða í ár fyrir Landsvirkjun við Kröflu vegna stækkunar Kröflu- virkjunar. Lokið er við holu nr. 29 og virðist hún lofa góðu en ekki er hægt að mæla hana fyrr en hún hefur verið látin blása í ákveðinn tíma. Þegar blaða- menn Morgunblaðsins komu við í Kröflu í vikunni unnu bormenn við að fóðra holu nr. 30 með steypu niður á liðlega 800 metra dýpi og undirbúa frekari borun niður í vinnslusvæðið, en miðað er við að holurnar verði um 2.000 metrar á dýpt. Þegar myndin var tekin uppi í bor- turni Jötuns var verið að hífa upp borstangirnar eftir fóðrun- ina. Þýskum ferða- mönnum fækkar NOKKUR fækkun hefur orðið á ferðamönnum frá stærstu markaðs- löndum íslenskrar ferðaþjónustu í Mið-Evrópu í sumar. Þannig varð um 15% fækkun ferðamanna frá Þýskalandi í júní frá sama mánuði í fyrra og um 27% fækkun ferða- manna frá Frakklandi. Á móti þessu vó töluverð fjölgun gesta frá Bretlandi, Hollandi, Ítalíu og Spáni. Samtals nam fjölgun er- lendra ferðamanna 2% í júnímánuði frá því í fyrra, en 7% á fyrri helm- ingi ársins. Magnús Oddsson ferðamálastjóri bendir á að fjölgun ferðamanna fyrri helming ársins sé í samræmi við þau markmið sem sett hafi verið í ferða- þjónustu. Á sama hátt hafi aukningin orðið hlutfallslega meiri utan háanna- ttmans. ■ Samdráttur/bl Landmælingar íslands Korta- gerð að mestu leg- ið niðri ÞRÍR starfsmenn Landmæl- inga íslands hafa hætt störf- um frá áramótum og sá fjórði hættir í ágúst. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, deildarsér- fræðingur og trúnaðarmaður starfsmanna stofnunarinnar, segir að stofnunin virki eins og þjálfunarbúðir fyrir vinnu- markaðinn. Langan tíma taki að þjálfa upp nýja starfsmenn og stofnunin sé komin langt á eftir í útgáfu grunnkorta af íslandi. Hrafnhildur segir að hjá Landmælingum íslands sé allt- of fátt fólk til þess að vinna að þeim verkefnum sem fyrir- tækið á að sinna. Landmæling- ar eigi að sinna grunnkorta- gerð fyrir allt landið en hvorki gangi né reki með hana. Aðrar ríkisstofnanir í kortagerð „Við höfum unnið að kort- lagningu landsins í 1:50.000 í samvinnu við Bandaríkja- menn. Það hefur ekki komið út kort í þeim flokki síðan 1991. Á þessu tímabili áttu að koma út 100 kort. Krafan úti í þjóðfélaginu er sú að Landmælingar geri grunnkort en það gerist ekki. Þar af leið- andi þurfa aðrar stofnanir rík- isins að leggja fjármagn í grunnkortagerð, eins og t.d. Norræna eldfjallastöðin og Orkustofnun," segir Hrafn- hildur. ■ Langt/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.