Morgunblaðið - 27.08.1997, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vatnsúðarar í lofti yfír sviði Borgarleikhússins fóru í gang í fyrrinótt
Morgunblaðið/Þorkell
UNNIÐ var að því að kanna hugsanlegar skemmdir undir sviði Borgarleikhússins
í gær, en að sögn leikhússljóra reyndust þær engar vera.
Engar
skemmdir
urðu á
sviði eða
leikmynd
ÞRÁTT fyrir að vatnið hafí fossað
hér niður, hefur ekkert skemmst.
Þetta gat í raun ekki gerst á
skárri stað í húsinu,“ sagði Þór-
hildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur, í samtali
við Morgunblaðið. í fyrrinótt fóru
úðarar f lofti yfir sviði leikhússins
í gang og unnu slökkviliðsmenn
fram undir morgun við að dæla
vatninu burtu. Þórhildur segir
ástæður þessa óhapps í athugun.
Eldvarnartjald er látið sfga nið-
ur milli aðalsviðs Borgarleikhúss-
ins og áhorfendasalar þegar ekki
er verið að sýna eða æfa og er
hlutverk þess að hindra útbreiðslu
elds. í lofti eru úðarar, sem dæla
vatni niður á eldvarnartjaldið og
sjá þannig um að kæla það, ef eld-
ur geisar í húsinu. Þessir úðarar
fóru í gang í fyrrinótt.
Leikmyndin slapp
„Ljósamenn heyrðu strax í vatn-
inu og skrúfuðu fyrir vatnsinntak-
ið í húsið,“ sagði Þórhildur. „Til
allrar hamingju fór lítið vatn niður
í kerfið sem snýr sviðinu og leik-
mynd á sviðinu slapp alveg, enda
eins gott því við erum að fara að
frumsýna „Hið ljúfa líf“ um næstu
helgi. Tjaldið fyrir sviðinu renn-
blotnaði að vísu, en slökkviliðið
lánaði blásara, sem eru að þurrka
það.“
Þórhildur sagði að engin niður-
föll hefðu getað tekið við vatninu.
„Neðsti kjallarinn er að vísu fyrir
neðan vatnshnu, en á öðrum hæð-
um eru til dæmis ýmiss konar
verkstæði og þar eru engin niður-
föll. Auðvitað getur svona úðakerfi
bilað og þá safnast vatnið hér fyr-
ir. Það er heldur ekkert
öryggiskerfi sem lætur vita ef
úðarar fara í gang, enda reiknað
með að það gerist ekki fyrr en
eldur og reykur gera vart við sig
og þá fara reykskynjarar í gang.
Ef húsið hefði verið mannlaust og
vatnið bunað alla nóttina, hefði
skaðinn getað orðið mikill.“
Gunnar Jónsson, varðstjóri í
slökkviliðinu, sagði að oft mættu
vera fleiri niðurföll í húsum, en
þau þyrfti að umgangast á réttan
hátt, því úr ónotuðum niðurföllum
kæmi klóaklykt. „Úðakerfi er fyrst
og fremst ætlað að gera gagn
þegar allt logar og þá er það síðari
tíma áhyggjuefni að ná upp vatni.
Það væri ekki eðlilegt að reikna
með niðurföllum mjög víða í
húsum með úðakerfi, vegna þess
eina möguleika að úðakerfi gæti
bilað.“
Gunnar sagði mögulegt að setja
viðvörunarkerfi á úðakerfi, sem
sendi skilaboð beint til
öryggisfyrirtækis ef kerfið færi í
gang.
Safnæð 3. áfanga
Nesjavallavirkjunar
Lægsta
tilboð 261
milljón
króna
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum í gær að taka til-
boði lægstbjóðenda, Þorvald-
ar Gissurarsonar, Heiðars
Jónssonar og Stjörnublikks
hf. að upphæð tæplega 261,2
milljónir króna í lagningu
safnæðar í 3. áfanga Nesja-
vallavirkjunar. Tilboð þeirra
er 87,2% af kostnaðaráætlun
hönnuða.
Alls bárust 5 tilboð í verkið
og hljóðaði það hæsta upp á
rúmar 392,7 milljónir króna
sem er um 31% umfram
kostnaðaráætlun.
Göngubrú yfir Kringlu-
mýrarbraut
Þá samþykkti borgarráð að
taka tilboði lægstbjóðanda,
Jarðvéla sf., að upphæð tæp-
lega 20,6 milljónir króna, í
jarðvinnu og gerð undirstaðna
göngubrúar yfir Kringlumýr-
arbraut á móts við Sóltún. Til-
boðið er um 97,1% af kostnað-
aráætlun.
Alls bárust sex tilboð í
verkið og hljóðaði það hæsta
upp á tæpar 28,5 milljónir
króna sem er um 33% umfram
kostnaðaráætlun.
Skipulagsstjóri um Borgarfjarðarbraut milli Flókadalsár og Kleppjárnsreykja
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hef-
ur fallist á með skilyrðum svokall-
aða sáttatillögu Vegagerðarinnar
varðandi lagningu 6 kílómetra veg-
ar á Borgarfjarðarbraut milli
Flókadalsár og Kleppjámsreykja
en eigendur Stórakropps og fleiri
jarða í Reykholtsdal höfðu barist
gegn upphaflegum áformum um
lagningu vegarins. I úrskurðinum
áréttar skipulagsstjóri að af-
greiðsla fyrra vegarstæðis standi
óröskuð.
Þá kemur fram í úrskurðinum að
Náttúruvemd ríkisins telur sátta-
tillöguna síðri kost en hina þar sem
vegarstæði þeirrar tiilögu liggi
nær eingöngu á óröskuðu landi en
fyrri vegarstæði að mestu á þegar
röskuðu landi.
Kostir bomir saman
í niðurstöðum fmmathugunar
og úrskurði skipulagsstjóra ríkis-
ins um sáttaleiðina, leið 3, Borgar-
fjarðarbraut milli Flókadalsár og
Kleppjámsreykja, em fyrirliggj-
andi kostir bomir saman og sagt
að upphaflega leiðin, Borgarfjarð-
arbraut milli Varmalækjar og
Kleppjámsreykja, leið 1, einnig
nefnd neðri leiðin, sé samkvæmt
úttekt á vegum Vegagerðarinnar á
umferðaröryggi tæknilega og um-
ferðaröryggislega besta lausnin en
sáttatillagan, svonefnd leið 3, gefi
henni lítið eftir.
Gert er ráð fyrir að leið 3, sem
fjallað er um í þremur útfærslum,
verði snjóþyngri en neðri leiðin
vegna um 40 metra hærri legu í
landi og hliðarhalla. Þá verði áætl-
aður kostnaður við sáttaleiðina 140
m.kr. en 108 m.kr. við neðri leiðina
og felist mismunurinn fyrst og
fremst í umfangi fyllinga en án
þess að tekið sé tiilit til vegateng-
inga og landbóta.
Samkvæmt leið 1 muni núver-
andi Borgarfjarðarbraut nýtast
sem tenging frá Kleppjámsreykj-
um að Flókadal en samkvæmt
sáttaleiðunum muni Flókadalsveg-
ur tengjast beint inn á Borgar-
fjarðarbraut. Með bréfi hafi 13 íbú-
Fallist á vegar-
stæði sáttaleiðar
Deilur hafa staðið um
nýtt vegarstæði Borg-
arfj arðarbrautar
og
tillögur þar að lútandi.
Skipulagsstjóri ríkis-
ins hefur nú, með skil-
yrðum, fallist á svo-
kallaða sáttatillögu
sem Vegagerðin lagði
fram. Pétur Gunnars-
son kynnti sér úrskurð
skipulagsstjóra.
1995 en í úrskurðinum kom fram
að almenningshagsmunir mæli
með neðri leiðinni og þeir hags-
munir sem felist í umferðaröryggi,
hagræði almennings af bættum
samgöngum og verulega minni
kostnaði samfélagsins hljóti að
vega þyngra en það óhagræði sem
landeigendur og hlutaðeigandi
ábúendur verða fyrir. í niðurstöð-
um frumathugunar og úrskurði
skipulagsstjóra ríkisins frá 22.
ágúst 1997, segir að ekki hafi kom-
ið fram gögn sem breyti þessari
niðurstöðu skipulagsstjóra ríkisins
og umhverfisráðherra.
Niðurstaða skipulagsstjóra er að
lagning Borgarfjarðarbrautar frá
Flókadalsá að Kleppjámsreykjum
samkvæmt neðri leið eða sáttaleið-
um muni ekki hafa í för með sér
umtalsverð áhrif á umhverfi, nátt-
úruauðlindir eða samfélag að upp-
fylltum settum skilyrðum. Fram-
kvæmdin sé fyrirhuguð á óskipu-
lögðu svæði en ganga þurfi frá
skipulagsuppdrætti af fram- ■
kvæmdinni og er lagt til að það .
verði gert við afgreiðslu Svæðis- '
skipulags fyrir sveitarfélögin norð- |
an Skarðsheiðar.
Skilyrði
ar Flókadals lýst stuðningi við
sáttaleiðirnar vegna bættrar teng-
ingar við daiinn en bændur í Flóka-
dal höfðu óttast að dalurinn yrði
óaðgengilegri yrði neðri leiðin fyrir
valinu.
Þá segir að sáttaleiðin liggi að
minna leyti um ræktað land en
skeri graslendi í löndum
Litlakropps og Steðja. Fram kem-
ur í umfjölluninni að eigandi Steðja
mótmælir harðlega leið 3 en eig-
endur Litlakropps telja hana betri
en neðri leiðina. Þá segir í saman-
burðinum að neðri leiðin liggi um
ræktað tún á Stórakroppi auk þess
sem aukin umferð muni valda
óhagræði fyrir ábúendur, auk þess
sem vegurinn muni kijúfa land Ás-
garðs í tvennt.
Þá segir að sáttatillögumar
skerði ekki land sem nýtt er fyrir
landbúnað, að undanskildu beitar-
hólfi í landi Steðja, en liggi að
miklu leyti um óraskað land, mela,
móa og mýrar. Náttúruvemd ríkis-
ins telji varla réttlætanlegt að
raska óröskuðu landi nema ekki sé
kostur á öðm vegarstæði eða
tæknileg sjónarmið eða öryggis-
sjónarmið réttlæti nýja veglínu.
Náttúruverndamáð hafi hins vegar
bent á nálægð leiðar 1 við Reykja-
dalsá, sem er á Náttúruminjaskrá
og að þar þyrfti að halda jarðraski í
lágmarki og hafi skipulagsstjóri
sett það skilyrði fyrir neðri leiðinni
að landi verði ekki raskað nær
bökkum árinnar en 30 metrum.
Þá segir að sjónræn áhrif sátta-
leiðanna verði vemleg vegna legu
vegarstæðis um óraskað svæði og
sprenginga og fyllinga, en reynt
hefur verið eftir megni að láta fyr-
irhugaðan veg fylgja þeim mann-
virkjum sem fyrir em, s.s. hita-
veitulögn og núverandi vegi. Leið 1
liggi að mestum hluta um vegsvæði
Stórakroppsvegar og svæði sem
þegar hafi verið raskað.
Almenningshagsmunir mæli
með neðri leiðinni
í niðurstöðum skipulagsstjóra
þar sem fjallað er um hvora tillög-
una fyrir sig er jafnframt vísað í
fyrirliggjandi úrskurð frá 17. júlí
1995 þar sem faílist var á neðri
leiðina og úrskurð umhverfisráð-
herra sama efnis frá 16. október
Fallist er á lagningu Borgar-
fjarðarbrautar samkvæmt sáttatil-
lögunni með þeim skilyrðum að
efnistöku úr Rjúpnalág verði hald-
ið í lágmarki og öll efnistaka og
frágangur á efnistökustöðum, sker- |
ingum og vegfláum verði í samráði .
við Náttúmvemd ríkisins. Vega- '
gerðin annist frágang vegna fram- I
kvæmda og uppgræðslu aflagðra
vegasvæða í samráði við Náttúm-
vemd ríkisins og landeigendur.
Þurrkun mýrarfláka í og við veg-
línu sáttaleiðarinnar verði haldið í
lágmarki, sem og sprengingum og
raski við Steðjaása. Þá verði haft
samráð við Þjóðminjasafn varðandi
legu vegar nærri menningarminj- (
um og Vegagerðin fari að ráðlegg- ;
ingum Orkustofnunar við .
framkvæmdir í nánd við vatnsból í
landi Ásgarðs.