Morgunblaðið - 27.08.1997, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Menningarborgir Evrópu árið 2000
Bók um borgirnar níu
KAY A. Berg heitir
norskur ljósmyndari
sem vinnur að bók um
menningarlíf í borg-
unum níu sem verða
menningarborgir
Evrópu árið 2000.
Meginefni bókarinnar
eru ljósmyndir Berg
af um tuttugu körlum
og konum frá hverri
þessara níu borga
sem tengjast menn-
ingarstarfsemi í þeim
á einhvern hátt. í
bókinni verða einnig
skrifaðir kaflar um
menningarsögu og
menningarástand í
hverri borganna en þeir kaflar
verða prentaðir á tungu viðkom-
andi þjóðar, auk ensku, frönsku
og þýsku.
Kay segist munu reyna að
draga fram sérkenni hverrar borg-
ar í myndum sínum af fólkinu. „Eg
hef þegar farið til þriggja borga,
Avignon í Frakklandi, Bologna á
Ítalíu og Santiago de Compostela
á Spáni. Reykjavík er svo ijórða
borgin sem ég heimsæki og það
er afar skemmtilegt
hvað fólk hér er ólíkt
fólkinu í Suður-Evr-
ópu. í Bologna þóttist
enginn hafa tíma til
að hitta okkur og þeg-
ar við loksins fengum
að koma í heimsókn
fengum við ekki nema
fimm eða tíu mínútur.
Enginn mátti vera að
því að tala eða velta
fyrir sér hlutunum.
Hérna eru allir hins
vegar svo gestrisnir
og gefa sér góðan
tíma, þótt þeir séu
uppteknir við annað.
Viðmótið allt er vina-
legra. Borgin er köld en fólkið sem
byggir hana hjartahlýtt.“
Kay segist vona að bókin veki
athygli á borgunum níu á menn-
ingarárinu. „Sumar þessar borgir
gætu átt erfitt uppdráttar og
gætu hæglega horfið í skuggann
af höfuðborgum lands síns, svo
sem eins og Bologna, Avignon og
Santiago de Compostela. Senni-
lega verða hátíðarhöld í flestum
höfuborgum Evrópu árið 2000 í
tilefni af aldamótunum og því
gæti verið erfitt að ná athygli.
Bókin sem verður til sölu í öllum
níu borgunum ætti að auðvelda
kynningu á þeim þótt hún muni
ekki segja beinlínis hvað verði á
seyði þar í tilefni af menningarár-
inu. Einnig er þessi bók tilraun
til þess að tengja þessar borgir á
einhvern hátt.“
Þeir sem Kay mun mynda hér
á landi eru Vigdís Grímsdóttir,
Hugrún Jónsdóttir, Guðmunda
Andrésdóttir, Sigurður A. Magn-
ússon, Hjálmar H. Ragnarsson,
Friðrik Þór Friðriksson, Björk
Guðmundsdóttir, Jón Nordal,
Matthías Johannessen, Gylfi Þ.
Gíslason, Björn Th. Björnsson,
Vigdís Finnbogadóttir, Einar Örn
Benediktsson, Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir,
Bubbi Morthens, Guðni Franzson,
Sveinn Einarsson, Þórunn Sigurð-
ardóttir, Þorgeir Ólafsson og Páll
Stefánsson.
Á sama tíma og bókin kemur
út vorið 1999 mun Kay halda sýn-
ingu á myndum sínum í öllum
borgunum. Eins og í bókinni verða
á sýningunni um 150 portrett.
Morgunblaðið/Amaldur
Kay A. Berg
Sagan um Jude og Sue
KVIKMYNDIR
Iláskólabíó
JUDE ★ ★ Vi
Leikstjóri: Michael Winterbottom.
Handrit: Hossein Amini eftir
sögu Thomas Hardys, Jude the
Obscure. Kvikmyndatökustjóri:
Eduardo Serra. Tónlist: Adrian
Johnston. Aðalhlutverk:
Christopher Eccleston, Kate
Winslet, Liam Cunningham,
RachelGriffíths.
Polygram. 1996.
ÞEGAR kvikmyndaútgáfur af
frægum bókmenntaverkum ganga
ljósum logum í kvikmyndahúsun-
um eins og verið hefur nú um
nokkurt skeið, sérstaklega hafa
unaðslegar Jane Austen myndir
verið áberandi, er margt vit-
lausara hægt að gera en kvik-
mynda verk Thomas Hardys. Það
hefur verið gert áður, frægust er
líklega mynd Roman Polanskis,
Tess, sem hann gerði fyrir bráðum
20 árum. Breska myndin Jude var
gerð á síðasta ári og byggir á
sögunni Jude the Obscure og er
bæði laglega og snyrtilega gerð
og ágætlega leikin en kannski ein-
um of löng eða um tveir tímar.
Hún mun vera fyrsta mynd leik-
stjórans, Michael Winterbottoms,
og hann kemst prýðilega frá henni
og nær einkum góðum leik frá
Christopher Eccleston og Kate
Winslet í hlutverkum hinna ólán-
sömu frændsystkina Jude og Sue.
Hún virkar kannski fremur eins
og ágætlega heppnuð sjónvarps-
útgáfa frá BBC en breiðtjalds-
mynd og er ekki verri fyrir það.
Saga Hardys gerist á síðari
hluta nítjándu aldar og deilir
harkalega á fordóma hins kristi-
lega samfélags gagnvart óvígðri
sambúð, stöðu þeirra sem kjósa
að gifta sig ekki og hvernig sam-
félagið snýst gegn þeim Jude og
Sue þegar upp kemst að þau lifa
í synd. Þau lenda á hrakhólum
með þrjú börn, sem endar í skelfi-
legri og óskiljanlegri hrollvekju.
Sue lítur á það sem refsingu guðs
fyrir lauslætið en Jude sem slys
óháð ást þeirra, sem ekki hefur
verið viðurkennd af samfélaginu
með hjúskap.
Þetta er átakanleg og grimm
saga sögð af látleysi og skilningi.
Falleg kvikmyndataka Eduardo
Serra nær veí að búa henni oft
nöturlegan ramma eftir því sem
einangrun Jude og Sue verður
meiri og Eccleston og Winslet eru
giska góð í aðalhlutverkunum.
Eccleston er mjög vaxandi leikari
og nær góðum tökum á Jude sem
víðlesnum og greindum sveita-
manni er fær ekki að njóta hæfi-
leika sinna og gerast fræðimaður.
Winslet er einnig fín sem frænka
hans er verður með tímanum ást-
fangin af honum og örvinglast af
sektarkennd þegar hún heldur að
hún hafi breytt rangt í lífinu.
Arnaldur Indriðason
Ríkharður
Valtingojer
sýnir í
Stöðlakoti
RÍKHARÐUR Valtingojer hefur
opnað sýningu á grafík í Stöðla-
koti..
Sýninguna nefnir hann Þrenning,
vegna þess að hún skiptist í þrennt
hvað viðfangsefni varðar. Einn hluti
er smámyndir þar sem myndefnið
spannar „sjávarmál" þar sem haf
og land mætast. Þær myndir eru
unnar í „mezzotintu". Annar hluti
er myndir sem unnar eru í „mono-
type“ og þurrnál. Litríkar myndir
þar sem allt að því tilviljanakennd
form flæða um rýmið, og er haldið
saman með „geometriskum" línum.
Þriðji hlutinn er myndir þar sem
viðfagnsefnið er af þjóðfélagslegum
toga. Má þar greina ákveðna ádeilu
á ýmsa þætti í mannlegu samfélagi
hversdagsins. Þær myndir eru unn-
ar í „carborundum" og þurrnál.
Myndirnar eru flestar unnar á þessu
ári og er þetta 18. einkasýning lista-
mannsins.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14-18 og lýkur henni 7. september.
Sýningnm á Evitu
haldið áfram
SAMNINGAR hafa tekist á milli
aðstandenda sýningarinnar á söng-
leiknum Evítu og íslensku óperunn-
ar um sýningar áfram í tvær vikur
í september. Uppselt er orðið út
ágúst en fyrstu sýningar í septem-
ber eru 4. 5. og 6. september.
Um helgina kom gestur nr.
10.000 á söngleikinn; það var Ólöf
Hannesdóttir og var hún heiðruð
með 10.000 kr. úttekt á Argentínu
Steikhúsi og einnig 10.000 kr. inn-
eign á kjörbók Landsbankans. Ámi
Þór Vigfússon, framkvæmdastjóri
Evítu, og Baldur Trausti Hreinsson,
sem leikur sögumanninn Che í
söngleiknum, afhentu Ólöfu gjaf-
imar ásamt blómvendi.
Reuter
Vegleg Degas-gjöf
HIÐ franska Musee d’Orsay-
safn sýndi fyrr í vikunni mynd
sem því áskotnaðist fyrir
skemmstu en hún er eftir
impressjónistann Edgar Degas.
Safnið fékk myndina að gjöf frá
fjölskyldu sem hefur átt
myndina frá upphafi en hún var
máluð árið 1884 eða 1885.
Verkið er 75 X 73 cm, pastel-
mynd af sex ungum ballerínum
og kallast „Dansarar". Segja
sérfræðingar safnsins að
myndin hafi mikið listasögulegt
gildi þar sem hún sé hin fyrsta
í röð verka af dönsurum sem
Degas gerði á siðasta áratug
liðinnar aldar. Hefur hún
aðeins einu sinni verið sýnd
opinberlega áður, árið 1924.
Talsmenn safnsins vilja ekki
gefa upp hvert matsverð
verksins er en myndir Degasar
af dönsurum hafa verið seldar
á allt að 5,6 milljónir dala á
uppboðum en það svarar til
tæplega 400 milljóna króna
íslenskra.
Leikari verður
lögfræðingur
KVIKMYNPIR
Laugarásbíó
í TÓMU TJÓNI
„TRIAL AND ERROR" ★ ★
Leikstjóri: Jonathan Lynn. Framleið-
andi: Gary Ross. Aðalhlutverk: Jeff
Daniels, Michael Richards, Rip
Thom, Charlize Theron, Jessica Ste-
en og Alexandra Wentworth. New
Line Cinema. 1887.
BANDARÍSKA gamanmyndin í
tómu tjóni (hvað þessi titill merkir
eiginlega er hreinasta ráðgáta) er
enn ein af þessum formúlumyndum
um tvo ólíka einstaklinga sem þurfa
að kljást við margvísleg og misfynd-
in vandamál áður en þeir komast að
því að þeir eru ekkert svo mjög ólík-
ir eftir allt. Þetta er einhver mest
notaða klisja HoIIywood-myndanna
og hefur verið það í mörg undanfar-
in ár en aðeins örfáir hafa getað
hnoðað eitthvað almennilegt úr
henni. Breski leikstjórinn Jonathan
Lynn (Já, ráðherra) gerir það ekki í
tómu tjóni, sem er miðlungsgóð af-
þreying, kannski einkanlega fyrir
aðáendur sjónvarpsleikarans Michael
Richards, sem á auðvelt með að stela
senunni frá hinum eilíft þjáða Jeff
Daniels.
Myndin segir af tveimur félögum
er lenda í þeirri óþægilegu aðstöðu
í smábæjarkríli í stijálbýlinu að
skipta um hlutverk. Richards er leik-
ari sem verður lögfræðingur en Dani-
els er lögfræðingur, sem segist vera
leikari. Richards mætir í réttarsal
sem veijandi Rip Thom, lygalaups
og stórsvindlara, en hefur ekki
hundsvit á neinu sem viðkemur lög-
um. Daniels, skipaður veijandi
mannsins, reynir hvað hann getur
til að láta vin sinn haga sér og tala
eins og lögfræðingur. Tvær gullfal-
legar stúlkur búa í smábænum og
flækjast í líf félaganna.
Richards er með skemmtilegra
hlutverkið, hann er trúðurinn í dúett-
inum, og getur verið fyndinn í vand-
ræðum sínum frammi fyrir dómara
og kviðdómi. Það fyndnasta í mynd-
inni eru atriðin með honum að þykj-
ast vera geysilega mikill lögfræðing-
ur. Daniels fær vanþakkláta hlut-
verkið sem áhyggjufulli alvöru lög-
fræðingurinn og á sínar kómísku
stundir. Lynn stjórnar myndinni eins
og farsa en sekkur stundum í óþarf-
lega mikla væmni og alvöru þegar
kemur að ástamálum félaganna. í
tómu tjóni er ósköp léttvæg gaman-
mynd og kannski eiga gamanmyndir
að vera það. Reynt er að forðast að
hún verði nokkurn tíma leiðinleg og
það tekst furðulega vel.
Arnaldur Indriðason
Opin kóræfing
OPIN kóræfíng verður haldin í
Strandbergi, safnaðarheimili Hafn-
arfjarðarkirkju, í dag, miðvikudag,
kl. 17. Þessi opna æfing er loka-
punktur námskeiðs fyrir kórstjórn-
endur sem staðið hefur yfir undan-
farna fjóra daga. Aðalleiðbeinand-
inn á námskeiðinu er ungverski
kórstjórnandinn og kennslufræð-
ingurinn Gabriella Thész.
Gabriella mun á þessari opinu
æfingu vinna með barnakór sem
saman stendur af meðlimum fjög-
urra kóra af höfuðborgarsvæðinu.
Þá mun hún ásamt öðrum kór-
stjórnendum æfa 45 manna kór
þátttakenda námskeiðsins og
verða flutt ýmis kórlög og kórverk
sem æfð hafa verið undanfarna
daga.