Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 27

Morgunblaðið - 27.08.1997, Side 27
26 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 27 pltrgwWaltili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAÐARSKATTANA VERÐUR AÐ LÆKKA RÍKISSTJÓRNIN gaf fyrirheit snemma á þessu ári, um að svokallaðir jaðarskattar yrðu lækkaðir. Þessi fyrir- heit voru gefin í kjölfar herferðar, sem m.a. aðgerðarhóp- ur aldraðra stóð fyrir. Nú hefur jaðarskattanefnd skilað áliti og viðrar ýmsar hugmyndir, en ber ekki fram neinar ákveðnar tillögur um það hvernig á málum skuli tekið. Skatthlutfallið var við upphaf staðgreiðslukerfis skatta árið 1988 35,2%. Hlutfallið hækkaði síðan ár frá ári og var hæst komið í 41,89% í apríl síðastliðnum, en þá ákvað ríkisstjórnin að lækka það og hinn 1. maí varð það 40,88%. Næsta áfangalækkun um eitt prósentustig er áætluð um áramót. Hve mikil hún verður liggur ekki fyrir nú. Tekjutengingarákvæði skatta, bóta og almannatrygg- inga valda því, að jaðarskattar eru í mörgum tilfellum svo háir að fólk getur hækkað ráðstöfunartekjur sínar með því að lækka launatekjur. Skattkerfið, vegna tekjutenging- arinnar, er sem sé vinnuletjandi fyrir fólk. Þetta eru þeir annmarkar, sem sníða verður af skattkerfinu og það sem ríkisstjórnin hefur lofað að gera. Á árinu 1995 boðaði fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin myndi athuga nánar áhrif jaðarskatta og hygðist ljúka fyrir árslok 1996 vinnu við skattkerfisbreytingar. Þá sagði Morgunblaðið í leiðara: „Bragð er að þá barnið finnur. Ríkið er örugglega farið að missa skatttekjur vegna of- sköttunar, auk þess sem þjóðfélagið tapar á því, að laun- þegar dragi úr vinnuframlagi til að minnka skattaálögur. Ástæða er því til að fagna yfirlýsingu fjármálaráðherra um endurbætur á skattkerfinu. Hins vegar er gert ráð fyrir alltof löngum tíma til endurskoðunar, þ.e. til loka næsta árs, sem þýðir að skattgreiðendur þurfa að bíða til 1997 hið minnsta þar til úrbætur koma til fram- kvæmda, en þó trúlega til 1998.“ Og enn er beðið. Nú er áliðið árs 1997. Hve lengi á að bíða enn? SÉRKENNIÞJÓÐAR IREYKJAVÍKURBRÉFI fyrir skemmstu var fjallað um vaxandi þjóðarvitund smáþjóða og þjóðarbrota í Evr- ópu. Til sögunnar voru m.a. nefndir Skotar og Walesbúar í Bretlandi, Bretónar og Korsíkumenn í Frakklandi og Baskar og Katalóníumenn á Spáni, það er smáþjóðir, sem ekki hafa eignazt eigið ríki eins og íslendingar, Norðmenn eða Slóvenar. Þjóðernishreyfingar í þessum ríkjum leggja flestar áherzlu á áframhaldandi samrunaþróun innan Evr- ópusambandsins, samhliða því að varðveita sérkenni sín, sögu og þjóðarvitund. Það virðist vera draumur þeirra, eða sumra minnihlutaþjóðernishreyfinga, að til verði „Evr- ópa þjóðanna“ fremur en „Evrópa ríkjanna.“ Þjóð er almennt skilgreind sem hópur fólks, sem á sam- eiginlegt tungumál og menningu, sömu menningarlegu og sögulegu arfleifðina, og býr oftar en ekki við landfræði- leg og viðskiptaleg tengsl. Það er mjög mikilvægt á tímum sem okkar, þegar fjarskipta- og samgöngutæknin hefur nánast þurrkað út mörk „menningarsvæða“, að menning- ar- og samfélagsleg sérkenni þjóða verði virt og varðveitt til framtíðar. Ella týnast óbætanleg menningarverðmæti og heimurinn verður fátækari og fábreyttari. Erlend menningaráhrif flæða yfir ísland um ljósvaka- og prentmiðla, kvikmyndir og tölvur og aðra áhrifamikla samskiptafarvegi. Oft var þörf en nú er nauðsyn að þjóð- in haldi vöku sinni, standi órofa vörð um móðurmál sitt og menningararfleifð, sérkenni sín og þjóðarvitund. Á þá sveif þurfa öll áhrifsöfl í samfélaginu að leggjast. Ekki sízt heimilin, skólarnir og fjölmiðlarnir. íslenzk sérkenni þurfa að setja svip sinn á þessar mótandi stofnanir. Á það skortir nokkuð, einkum og sér í lagi hjá sjónvarpi, sem er í allt of ríkum mæli bergmál og endurvarp utanað- komandi efnis og áhrifa. Og hvar standa skólarnir í þess- um efnum? Að þessu leyti getum við dregið verðmæta lærdóma af þjóðernisvakningu víða um Evrópu. En sam- hliða er ástæða til að minna á að varðstöðu um eigin þjóð- arsérkenni og verðmæti þarf að fylgja virðing fyrir hlið- stæðum sérkennum og verðmætum annarra þjóða. Framtíðarsýn í skipulagsathugun sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni Forráðamenn sex sjúkrahúsa Starf sex sjúkrahúsa verði sam- einað í einn háskólaspítala Betrí þjónusta, styttrí meðferðartími og lægri kostnaður eru lykilatríði í framtíðarsýn á starfsemi sex sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni sem unnin hefur verið fyrir heil- brigðisráðherra, fj ármálaráðuneyti og Reykja- víkurborg. Jóhannes Tómasson og Salvör Nordal kynntu sér skýrsluna og leit- uðu viðbragða við henni. ISKÝRSLU um skipulagsathug- un sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni er lagt til að starf- semi sex sjúkrahúsa í Reykja- vík og nágrenni verði sameinuð í eitt stórt háskólasjúkrahús undir einni stjórn. Muni það leiða til bættra gæða, styttri sjúkrahúsdvalar og lægri kostnaðar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir að ávinninginn mætti til dæmis nota til að fækka á biðlist- um og mæta kröfum um fjárfesting- ar vegna tækniframfara. Nefna má sem viðmiðun að talið er að fækka megi stöðugildum úr fjórum þúsund- um í um 3.500 á stóru sjúkrahúsun- um tveimur í Reykjavík sem þýðir að nýta mætti starfsfólk og fjármuni til annarra verkefna í heilbrigðis- þjónustunni. Um er að ræða Landspítalann, Sjúkrahús Reykjavíkur, Sjúkrahús Akraness, Sjúkrahús Suðurnesja í Reykjanesbæ, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Samantektin var unnin á vegum heilbrigðisráðuneytis, fjár- málaráðuneytis og Reykjavíkurborg- ar. VSÓ Ráðgjöf vann verkið og fékk til liðs við sig ráðgjafarfyrirtækið Ernst og Young í Kaupmannahöfn sem hefur sérþekkingu á sviði heil- brigðismála. Verkefnið var unnið undir stjórn sérstakrar stýrinefndar sem í sátu: Davíð Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Magnús Pétursson, ráðuneytistjóri fjármálaráðuneytis, Hjörleifur Kvar- an borgarlögmaður og Kristján Er- lendsson, læknir og skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti. Markmið úttektarinnar var að greina tækifæri til nánara samstarfs sjúkrahúsanna sex og leit stýrinefnd- in sérstaklega til þess hvort sameina ætti stóru sjúkrahúsin í Reykjavík alveg eða að nokkru leyti eða hvort reka skuli þau áfram sem tvær sjálf- stæðar einingar. Metnir eru í skýrsl- unni fjórir meginþættir og lýst styrk- leikum þeirra og veikleikum. Þeir eru: uppbygging, fagleg hæfni, af- köst og fjárhagsleg atriði. ítarleg samantekt er um núverandi starf hvers sjúkrahúss um sig, lýst fjár- mögnun, umsvifum og mönnun. Framtíðarsýn Lagt er til að sjúkrahúsin sex verði sameinuð í eitt stórt háskóla: sjúkrasjúkrahús undir einni stjórn. í skýrslunni segir að til að ná því markmiði þurfi stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík að sérhæfa sig og hag- ræða frekar í rekstri. Jafnframt þurfí að sameina og samhæfa þjónustu á smærri sjúkrahúsunum fjórum við starfsemi stóru sjúkrahúsanna. Lagt er til að stóru sjúkrahúsin einbeiti sér að eftirtöldum hlutverkum: j slysa- og bráðalækningum vefrænum sérgreinum bráðageðlækningum stoðdeildaþjónustu háskólahlutverki Þijú atriði liggja til grundvallar þessu skipulagi. I fyrsta lagi sjúkl- inga- og afkastamiðuð skipulagijing klínískra sérgreina, þ.e. hand- og lyflæknisgreinar ásamt undirgrein- um, öldrunarlækningar, geðlækning- ar og bráðamóttaka. í öðru lagi að hafa hveija sérgrein aðeins á einum stað og í þriðja lagi séu deildir á minni sjúkrahúsunum fjórum í bein- um tengslum við deildir á tveimur aðsetrum háskólasjúkrahússins. Hugmyndin er að sjúkrahúsin skipti þessum sviðum með sér og að hver sérgrein sé aðeins á einum stað. Hlutverk smærri sjúkrahúsanna verður að sinna einfaldari þjónustu og ferilþjónustu, minniháttar bráða- lækningum án innlagnar (sjúklingar yrðu fluttir á stærri sjúkrahúsin eða dagdeildir), eftirfylgd á göngudeild, langtíma lyflækningum, endurhæf- ingu, aðgerðum á dagdeild og skoðun þeirra í kjölfarið, mæðraeftirliti, fæð- ingarhjálp og sængurlegu. Þá gerir framtíðarsýnin ráð fyrir því að öldrunarlækningar, langtíma endurhæfíng og langlegugeðlækn- ingar séu aðskilin starfsemi háskóla- sjúkrahúss og tækju smærri sjúkra- húsin fjögur hugsanlega þátt í þeirri þjónustu en þó talið best að hún verði færð til annarra stofnana. Betri þjónusta við sjúklinga, aukin gæði meðferðar, aukin fagleg sam- virkni og þróun, styttri meðferðar- tlmi og sjúkrahúsdvöl og lægri kostnaður eru talin helstu ávinnings- atriði skipulagsbreytingarinnar. Sett er fram stefna sem fylgja þurfi eigi ávinningurinn að skila sér: Sjúklingur sé í öndvegi á sjúkra- húsunum; tryggja þurfi stöðugar umbætur með því að rækta háskólahlutverkið °g leggja áherslu á símenntun starfs- fólks og kostnaðarhagkvæmni; styrkja stoðirnar, þ.e. byggingar, aðstöðu og upplýsingatækni; skapa hvatningu til að lækka kostnað, auka afköst og gæði. „Árangurinn af því að fylgja ofan- greindri stefnu er sá að til verður samþætt sjúkrahúsakerfi þar sem starfsemi sjúkrahúsanna fjögurra í nágrenni Reykjavíkur er samræmd starfseminni á stóru sjúkrahúsunum tveimur," segir m.a. í skýrslunni um árangurinn. „Framtíðarsýnin um eitt fullkomið háskólasjúkrahús hefur áhrif á alla skipan sjúkrahúsmála í landinu og á innra skipulag stóru sjúkrahúsanna tveggja." Möguleikar á sparnaði eru taldir allmiklir á sjúkrahúsunum tveimur í Reykjavík, segja skýrsluhöfundar og telja að aukin afköst muni skila mikl- um ávinningi á ýmsum deildum. Telja þeir einnig verulega möguleika á sparnaði á þjónustusviðinu. Settar eru fram hugmyndir um ávinning í starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík og er talið að hann geti numið um 520 ársverkum sem er um 13% af 4.000 ársverkum spítalanna tveggja. Breytingin í framkvæmd í skýrslunni er bent á tvær aðferð- ir við að hrinda skipulagsbreytingun- um í framkvæmd: Á skömmum tíma undir einni yfírstjórn eða á lengri tíma með lausara stjórnunarfyrir- komulagi þar sem núverandi yfir- stjórnendur sjúkrahúsanna sex vinna saman eftir fyrirmælum sameigin- legrar stýrinefndar. Um fyrri leiðina segir meðal ann- ars að lagt sé til að stýrinefndin, sem skipuð var fyrir þessa úttekt, stýri breytingunni og hún axli ábyrgð við að flygja fyrirfram ákveðnum þrep- um á ferlinum. Stýrinefndin velji nýja stjórnendur háskólasjúkrahúss- ins sem tækju svo við en stýrinefnd- in yrði áfram til ráðgjafar. í síðari leiðinni yrði hlutverk stýri- nefndarinnar aðallega það að tilkynna núverandi stjómendum sjúkrahús- anna að þeir eigi að vinna saman og í sameiningu fylgja þeim sameining- arþrepum sem lögð yrðu fyrir þá. Skýrsluhöfundar mæla með fyrri leið- inni og telja áhættuna minni og að sá kostur muni auðvelda stjómendum að einbeita sér að ferlinu og að sam- þætting sjúkrahúsanna ijögurra utan Reykjavíkur verði auðveldari. Heilbrigðisráðherra um skýrslu um framtíðarsýn Þarf samstöðu fynr svo bylt- íngarkenndar breytingar HUGMYNDIR um skipulags- breytingu á sex sjúkrahús- um í Reykjavík og nágrenni voru í gær kynntar forráðamönnum sjúkrahúsanna. Þær hafa einnig verið kynntar fjármálaráðherra og borgarstjóra sem ásamt heilbrigðis- ráðherra ákváðu að láta gera úttekt á starfí sjúkrahúsanna og fá tillögur um samstarfsform þeirra. „Næsta skref er að kynna skýrsl- una í ríkisstjórn og síðan munu stjórnir sjúkrahúsanna sem fengu skýrsluna í dag kynna hana hjá sínu fólki,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við eigum eftir að fara í gegnum skýrsluna og fá svör við ýmsum spurningum sem upp koma. Það þarf bæði samstöðu og samstarfs- vilja til að hrinda svo byltingar- kenndum breytingum í framkvæmd bæði hjá yfirvöldum og stjórnendum sjúkrahúsanna og það er því mikil vinna framundan,“ sagði heilbrigðis- ráðherra. „Þetta er mikilvægt vinnu- plagg sem nýtist okkur til framtíðar hvort sem við tökum allt til greina eða aðeins hluta þess. Ég á eftir að fara yfir hvort ég tala fyrir tillögun- um eins og þær eru hér en í þeim er ýmislegt sem getur gagnast okk- ur og við getum áreiðanlega nýtt betur sumt starfsfólk í heilbrigðis- þjónustunni. Fækka má um 500 ársverk Skýrslan sýnir að við erum að gera marga hluti vel í heilbrigðis- þjónustunni en annað getum við gert betur. Fjármuni sem sparast við skipulagsbreytingar má síðan nota til að stytta biðlista og bæta þjónustuna. Það hefur verið inn- byggð þensla í heilbrigðisþjón- ustunni, t.d. þegar tekin er upp ný tækni og ný lyf og til að geta gert það hratt þurfa allar einingar að vera sem hagkvæmastar. Ráðherra segir ekki ljóst hversu miklum peningalegum sparnaði megi ná verði farið að tillögunum og fulltrúar ráðgjafafyrirtækjanna VSÓ Ráðgjafar og Ernst og Young, sem unnu verkið, leggja áherslu á að sú tala sem nefnd er í skýrsl- unni, fækkun um rúmlega 500 árs- verk, sé viðmiðun á hagkvæmni skipulagsbreytingarinnar og þann árangur sem ná megi. Hagræðing á öilum sviðum „Mikilvægast er að ná sem hag- kvæmustum vinnuaðferðum og með breyttu og bættu skipulagi er hægt að vinna ýmis verk með færra starfsfólki. Það á við um alla þætti í starfsemi sjúkrahúsanna,“ segir Lisa Aagaard, ráðgjafí hjá Ernst og Young. Hún segir að umræða fari nú fram meðal háskólasjúkrahús- anna í Danmörku um samstarf eða sameiningu í einhverri mynd, sér- staklega i Kaupmannahöfn. Meðal þess sem nefnt er í skýrsl- unni er að ná megi styttri legutíma og að starf spítalanna skuli miða að því að setja sjúklinginn í önd- vegi. Þau Svanbjörn Thoroddsen og Katrín Olga Jóhannesdóttir, ráð- gjafar hjá VSÓ, segja að með bættri skipulagningu sem snúist meira um þarfir sjúklingsins ætti að vera hægt að stytta t.d. biðtíma og láta ýmsa hluta þjónustunnar ganga hraðar fyrir sig. Þau sögðu þetta ekki ger- ast sjálfkrafa vegna sameiningar eða samvinnu heldur með breyttum hugsunarhætti. Heilbrigðisráðherra benti einnig á að samkeppni hefði ríkt milli sjúkrahúsa um starfsfólk og tækjabúnað en með breyttu skipulagi væri hægt að samnýta búnað. Einnig leggja ráðgjafarnir áherslu á að samhæfing deilda minni sjúkrahúsanna við þau stóru muni skila þeim litlu sjúkrahúsunum mik- ilvægum ávinningi. Það liggi m.a. í að auðveldara verði að fá fólk til starfa þar sem læknar og hjúkrunar- fræðingar muni hafa tækifæri til að flytja sig milli staða. Morgunblaðið/Ásdls RÁÐGJAFAR kynna samantekt um framtíðarsýn í heilbrigðismálum á fundi heilbrigðisráðherra í gær. Fremst situr Ingibjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra og síðan Lise Aagaard frá Ernst og Young í Danmörku og Svanbjörn Thoroddsen og Katrín Olga Jóhannesdótt- ir frá VSÓ Ráðgjöf. Fagna nýjum hugmyndum um rekstur FORRÁÐAMENN sjúkra- húsanna eru sammála um að tillögur þær sem, settar eru fram um sameiningu sex sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni, séu spennandi og full ástæða sé til að skoða þær gaumgæfilega. Kom til dæmis fram hjá for- ráðamönnum minni sjúkrahús- anna að mikilvægt væri að efla samvinnu þeirra við sjúkrahús- in í Reykjavík. Að mati Jóhann- esar Gunnarssonar, lækninga- forstjóra Sjúkrahúss Reykja- víkur, vantar þó töluvert upp á faglegar forsendur við vinnslu skýrslunnar, sérstaklega þegar hugað er að sameiningu sjúkra- húsanna í Reykjavík. „í heild lýst mér vel á hug- myndirnar sem koma fram í skýrslunni en við erum rétt búin að fá hana í hendur og eigum því eftir að skoða hana nánar,“ sagði Ríkharður Jóns- son, stjórnarformaður Sjúkra- húss Akraness. „Rekstur sjúkrahúsanna hefur verið óvið- unandi undanfarin ár og þau hafa barist í bökkum. Við fögn- um því nýjum hugmyndum.“ Nýjar hugmyndir í sama streng tók Kristján Már Gunnarsson, sljórnar- formaður Sjúkrahúss Suður- lands. „Umræðan undanfarin ár hefur einvörðungu snúist um flatan niðurskurð. Þessi skýrsla kemur svo sannarlega með nýja sýn um sjúkrahús- reksturinn og við'hljótum að fagna uppbyggjandi umræðu um þessar stofnanir.“ „Eg tel að ef allir eru sam- mála og samstiga um svona breytingar geti orðið athyglis- vert og áhugavert að takast á við þær,“ sagði Erna Fríða Berg, stjórnarformaður St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Það vantar nánast allt upp á faglega innsýn í þessari skýrslu," sagði Jóhannes Gunn- arsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Kostir sameiningarinnar eru raktir en hvergi er minnst á ókosti hennar. Það getur verið töluverð hagræðing af því að steypa sjúkrahúsunum saman og samnýta deildir. En menn verða líka að skoða kosti þess að hafa tvo spítala. Það gefur meiri faglega breidd og saman- burð heldur en ef spítalinn er einn. Fyrir utan þetta er það visst öryggisatriði að hafa tvo spítala, til dæmis ef sýkingar koma upp eða slys.“ Þá gagnrýndi Jóliannes að í skýrslunni væri ekki getið hvernig fara ætti að því að steypa sjúkrahúsunum saman og hvort reka ætti spítalana undir sama þaki eða ekki. „Því er til dæmis ekki svarað hve mikið þessi sameining myndi kosta. Við þekkjum frá samein- ingunni við Landakot að þetta er ekki ókeypis," sagði Jóhann- es. „í skýrslunni er reiknaður út býsna mikill gróði við sam- eininguna. Þetta er gert á þann v veg að fundnar eru út ódýrustu einingarnar í sjúkrahúsunum nú og síðan gefa menn sér að aðrar einingar verði aðlagaðar að þessum kostnaði. Sem dæmi má nefna er geðdeild Borgar- spítalans sem er ódýrari en geðdeild Landspítalans. Skýrsluhöfundar spyija sig hins vegar ekki hvort þessar eining- ar séu sambærilegar á fagleg- um forsendum. Mér finnstþví farin mjög einföld og barnaleg leið til að reikna gróða samein- ingarinnar út.“ Undir sama þaki? Jóhannes taldi þó að merki- legir hlutir kæmu fram í skýrsl- unni. „í tölulegri úttekt skýrsl- unnar um rekstur sjúkrahús- anna kemur fram glæsileg nið- urstaða Sjúkrahúss Reykjavík- ur og í heild má segja að skýrsl- an sýni mjög glöggt hve ódýr sjúkrahúsreksturinn er hér á landi.“ Jóhannes velti því einnig fyr^ ir sér hvort hægt yrði að sam- eina Landspítala og Borgarspít- ala, til dæmis með einni slysa- og bráðamótttöku án þess að sjúkrahúsin væru undir sama þaki. „Ef spítali hefur bráða- móttöku og slysadeild verður hann einnig að hafa aðrar stoð- deildir svo sem hjartadeild, skurðdeild, lungnadeild og svo mætti áfram telja. Allar þessar deildir spila saman. Það myndi hins vegar kosta mikla fjármuni að sameina Sjúkrahús Reykja- víkur og Landspítalann undir sama þaki. Slíkt myndi þýða miklar byggingaframkvæmdii- sem kosta ekki aðeins nokkur hundruð milljónir heldur millj- arða. Þessi atriði eru hins vegar hvergi rædd í skýrslunni." Aukin samvinna - hagkvæmni í rekstri í samtölum við forráðamenn sjúkrahúsanna kom fram að þeir fögnuðu aukinni samvinnu milli sjúkrahúsanna. „Ég held að aukin samvinna myndi vera mikill faglegur ávinningur fyr- ir smærri sjúkrahúsin. Þetta myndi þýða betri þjónusta fyrir alla,“ sagði Vigdís Magnúsdótfy ir, forsljóri Ríkisspítalanna. Slík samvinna er þegar hafin milli sumra minni sjúkrahús- anna og sjúkrahúsanna í Reykjavík. „Við höfum hafið viðræður við Sjúkrahús Reykjavíkur um ýmsa sam- vinnu,“ sagði Jóhann Einvarðs- son, framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Suðurlands. „Eg held að sameining eins og stefnt er að í skýrslunni komi til með að byrja með aukinni samvinnu og þróast þaðan,“ sagði Jó- hann. „Stóra spurningin verður hins vegar hvernig stjórnvöld taka á þessu máli, hvort sett verður í gang eitthvert ferli til að vinna þessar hugmyndir áfram eða hvort þetta verður bara enn ein skýrslan sem fer upp í hillu,“ sagði Jóhann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.