Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 4
c. ree r aaaöTxo .1 HUDAaaAiyj/j 4 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 ' _ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson FYRSTU skóflustunguna að Lindaskóla tóku þau Asdís Rósa Hafliða- dóttir, Gerður Lind Magnúsdóttir, Auðbjörg Guðný Brynjarsdóttir og Vilhjálmur Jónsson. HRAFN Hlíðkvist Hauksson, Sólrún Ásdfs Gunnarsdóttir, Ágúst Jens- son og Una Mattý Jensdóttir tóku fyrstu skóflustunguna að leikskól- anum við Funalind. Lindahverfí í Kópavogi Fyrsta skóflu- stunga að grunn- skóla og leikskóla FYRSTA skóflustunga að nýjum grunnskóla, Lindaskóla við Núpalind, og leikskóla við Funa- lind í Kópavogi voru teknar í gær. Lindaskóli á að þjóna öllu Lindahverfi, þ.e. Lindum I, U og III, sem mun verða um 3.000 íbúa hverfi. Arkitektar skólans eru Sveinn ívarsson og Guð- mundur Gunnarsson hjá Arki- tektaþjónustunni. Skólinn verður 4.500 fermetr- ar á tveimur hæðum. Fyrsti áfangi er 1.220 fermetrar, ellefu kennslustofur auk skrifstofu- rýmis. Verið er að leita tilboða en framkvæmdir heQast síðar í þessum mánuði. Áætluð verklok eru 15. ágúst 1998. í leikskólanum við Funalind, sem áætlað er að taki til starfa í maí 1998, verða Qórar deildir, tvær fyrir börn tveggja og þriggja ára og tvær fyrir fjög- urra og fimm ára. í leikskólan- um munu dvelja rúmlega 130 börn í 87 rýmum og verða starfsmenn f rúmlega 19 stöðu- gildum. VSÓ Ráðgjöf sér um verkið í alverktöku, þ.e. hönnun og allar framkvæmdir, og er samnings- upphæð 75,9 milljónir. Arkitekt- ar eru Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson. Leikskól- inn verður 613 fermetrar að stærð og er lóðin 3.331 fermetri. MÓRGUNBLAÐIÐ Stórum lóð- um úthlutað í Sundahöfn STÓRUM lóðum á athafnasvæðinu í Sundahöfn, þ.e. í Kleppsvík og Klettasvæði, verður formlega úthlut- að á fundi í hafnarstjórn Reykjavík- ur næstkomandi miðvikudag. Fyrir- tæki í landinu hafa sýnt lóðum á svæðinu mikinn áhuga. Um tólf fyr- irtæki fá úthlutað lóðum en fleiri fyr- irtæki eru þar fyrir. Stór íslensk fyr- irtæki eru að flytja ýmsa starfsemi á svæðið. Þegar hefur um 35.000 fermetra lóð verið úthlutað til Þyrpingar, eign- arhaldsfélags Baugs, Hagkaups og Bónuss . Húsasmiðjunni hefur verið gefið vilyrði fyrir 10 þúsund fermetra lóð og Byko 20 þúsund fermetra lóð. Einar og Tryggvi (ET), sem eru með starfsemi í Sundahöfn, ætla að stækka við sig og fengu úthlutað 10 þúsund fermetra lóð. Þá hefur verið úthlutað um 7 þúsund fermetra lóð til Karls K. Karlssonar hf. Eftir úthlutunina nk. miðvikudag verður lítið landrými eftir til ráðstöf- unar. Búast má við að miklar bygginga- framkvæmdir fari í gang í Sunda- höfn á næstu árum en Reykjavíkur- höfn á eftir að gera miklar landfyll- ingar þar og sprengja fyrir lóðum. Alls er eftir að gera 60-100 þúsund fermetra landfyllingu til þess að full- nægja lóðaþörf samkvæmt úthlutun- um. Heilbrigðisútgjöld hækka um 4,5 milljarða 1995-1998 Fjármálaráðherra Kannað hvort eintak fjárlaga var tekið ófrjálsri hendi RANNSAKAÐ er nú á vegum fjár- málaráðuneytis og Steindórsprents- Gutenbergs ehf. hvemig eintak af fjárlagafrumvarpinu komst til Stöðvar 2 þar sem sagðar voru frétt- ir úr því áður en heimilt var sam- kvæmt samkomulagi fjármálaráðu- neytis og nokkurra fjölmiðla. Undanfarin ár hefur fjármála- ráðuneytið heimilað nokkrum fjöl- miðlum að fá eintak af frumvarpinu 1-2 dögum áður en það er lagt fram á Alþingi, til að vinna úr því fréttir með því skilyrði að þær birtist ekki fyrr en það hefur verið lagt fram. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra tjáði Morgunblaðinu í gær að yfír- gnæfandi líkur bentu til þess að ein- tak af frumvarpinu hefði verið tekið ófrjálsri hendi úr prentsmiðjunni. „Þetta er grafalvarlegt mál sem ráðuneytið og prentsmiðjan eru að taka á og mun leiða til þess að gripið verður til frekari öryggisaðgerða,“ sagði ráðherra. „Þetta er þaðan af alvarlegra þegar haft er í huga að þessum fjölmiðli hefur verið full- kunnugt um það um margra ára skeið að frumvarpið er trúnaðarmál þar til það hefur verið lagt fram.“ ÚTGJÖLD til heilbrigðismála vaxa að raungildi um 4,5 milljarða króna á fjögurra ára tímabili, þ.e. á árun- um 1995 til 1998, gangi áætlanir fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár eftir. Samkvæmt útreikningum fjár- málaráðuneytis er aukningin mest í almannatryggingakerfínu eða 3,4 milljarðar króna á þessu fjögurra ára tímabili. Útgjaldaaukning til annarra heilbrigðismála, m.a. STJÓRN Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins samþykkti einróma á fundi sínum í gær að ráða Pál Kr. Pálsson hagverkfræðing í stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins. Mun Páll taka til starfa strax í næstu viku. sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, er 1,1 milljarður kr. á umræddu tímabili. Skv. upplýsingum Ólafs Hjálm- arssonar, hagfræðings í fjármála- ráðuneytinu, eru þessir útreikning- ar gerðir á greiðslugrunni og er kostnaðarþróunin milli ára fram- reiknuð miðað við verðvísitölu landsframleiðslu. Raunaukning útgjaldanna milli Amar Sigurmundsson, formaður stjómar Nýsköpunarsjóðs, sagði að fyrsta verkefni nýs fram- kvæmdastjóra væri að ganga frá ráðningu fleiri starfsmanna og finna starfseminni húsnæði í sam- ráði við stjóm. Álján umsækjendur Sautján aðrir sóttu um stöðuna: Friðrik Sigurðsson sjávarlíffræð- ingur, Magnús I. Erlingsson lög- fræðingur, Svanur Guðmundsson rekstrarráðgjafi, Snorri Pétursson aðstoðarframkvæmdastjóri, Guð- rún Gunnsteinsdóttir markaðs- fræðingur, Magnús Pálsson rekstr- arráðgjafi, Jón G. Gunnlaugsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri, Jóngeir H. Hlinason hagfræðingur, Bjami Kr. Grímsson fiskimála- stjóri, J. Halldór Haralz lánasér- fræðingur, Gísli Benediktsson for- stöðumaður, Þráinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri, Davíð Lúðvíks- son forstöðumaður, Bjami Pálsson Hjarðar forstöðumaður, Garðar Sverrisson rekstrar- og vélaverk- fræðingur og Stefán O. Jónsson viðstóptalögfræðingur. ára verður mest á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpinu eða 1,8 millj- arðar kr. en verðlags- og launa- breytingar skýra stóran hluta út- gjaldaaukans. Ólafur benti á að bætur almannatrygginga hefðu hækkað verulega á síðari hluta þessa árs og kostnaðaraukning vegna þess kæmi einnig fram á næsta ári. Reiknað á fóstu verðlagi vom út- FJÁRFRAMLAG rítósins til Bændasamtaka íslands hækkar á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpi 1998 og verður 279,1 milijón kr. í stað 180,2 millj. á yfirstandandi ári. Skýringin er sú að gerð er tillaga um að 89 milljónum kr. sem verja á til uppkaupa á fullvirðisrétti eða markaðsaðgerða eins og verið hefur samkvæmt gildandi búvörusamn- ingi, verði þess í stað veitt til jarð- ræktarframlaga og fleiri verkefna: Af ofangreindri fjárhæð eiga 39 milljónir að renna til jarðabóta, bú- fjárræktar, leiðbeiningarstarfsemi og hagræðingar á grundvelli samn- ings sem stjórnvöld áforma að gera við bændasamtökin en það er jafn- framt háð því að fyrirhugað frum- varp til búnaðarlaga verði sam- þykkt á Alþingi. Afgangurinn, 50 millj. kr., á að renna til greiðslu á sérstökum framlögum vegna fram- kvæmda á lögbýlum sem teknar voru út og samþykktar af héraðs- ráðunautum á áninum 1992-1997. í fjárlagafrumvarpi er tetóð fram að forsenda þess að af þessum greiðslum geti orðið sé að samning- gjöld til heilbrigðis- og trygginga- mála 54.232 milljónir króna á árinu 1995, 55.483 milljónir árið 1996, 56.456 milljónir á árinu 1997 og 58.914 milljónir kr. á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1998, miðað við greiðslugrunn. Útgjalda- upphæðirnar eru fengnar að frá- dregnum þjónustugjöldum, sem áætlað er að verði 3.270 milljónir kr. á árinu 1998. ar tatóst við bændur um greiðslu ákveðins hlutfalls af reiknuðu fram- lagi skv. reglugerð um jarðrækt og kveðið verði skýrt á um að það hlut- fall sé fullnaðaruppgjör vegna þess- ara framkvæmda. Uppstokkun hjá Alþýðu- bandalagi KOSIÐ var í fastanefndir AI- þingis á þingfundi á fimmtu- dag. Bryndís Hlöðversdóttir tekur sæti í allsherjarnefnd fyrir Alþýðubandalagið í stað Ögmundar Jónassonar, en Ög- mundur fer í félagsmálanefnd þar sem Bryndís var áður. Bryndís víkur einnig sæti úr fjárlaganefnd og við því tekur Sigríður Jóhannesdóttir. Hjá öðrum þingflokkum verður nefndastópan óbreytt frá síð- asta þingi. Einróma samþykkt stjórnar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Páll Kr. Pálsson ráð- inn framkvæmdastjóri Fjárlagaframlög í þágu landbúnaðar 89 milljónir kr. til jarðræktar í stað markaðsaðgerða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.