Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 21 Katólska kirkjan í Frakklandi biður gyðinga afsökunar París. Morgunblaðið. Reuter FRANSKI biskupinn Olivier de Berranger les yfirlýsingu frá katólsku kirkjunni á skiptistöð sem 64 þúsund þeirra 76 þúsund gyðinga, sem fluttir voru frá Frakklandi, fóru um. KATOLSKA kirkjan í Frakklandi baðst á þriðjudag afsökunar á þögn og afskiptaleysi þegar tugþúsundir gyðinga í landinu voru fluttar í út- rýmingarbúðir nasista á tíma Vicy- stjómarinnar í síðari heimsstyijöld. Yfírlýsing erkibiskupsins í St. Den- is í úthverfí Parísar um málið vakti mikla athygli og forystumenn í samtökum gyðinga fögnuðu henni. í gyðingahverfí höfuðborgarinn- ar heyrðust þó ýmsar raddir. Betra seint en aldrei, sagði fólk og velti því fyrir sér hvort biskupinn og starfsbræður hans töluðu fyrir munn allra franskra katólikka. Rétt fyrir athöfnina, sem fram fór í bænum Drancy, fór erkibiskup- inn í Bordeaux fram á það að opn- að yrði skjalasafn Feltins kardinála, sem var erkibiskup í sömu borg árin 1936 til 1949 og hliðhollur Vichy-stjóminni. Undir stjóm Peta- ins marskálks setti hún 160 lög og reglugerðir gegn gyðingum. Yfírlýsing katólsku kirkjunnar tengist réttarhöldum yfír Maurice Papon, sem hefjast í næstu viku. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa sent 1.560 gyðinga í dauðann þegar hann var háttsettur embætt- ismaður í Bordeaux. Papon er nú 87 ára gamall. Páfi fagmar Afsökunarbeiðnin var boðuð í júlí og Jóhannes Páll páfi fagnaði því í heimsókn til Frakklands síð- sumars. Hann hafði hvatt til að katólska kirkjan hæfí nýtt árþúsund með hreinum huga og játaði yfír- sjónir sínar. í Póllandi og Þýska- landi hefur þegar verið beðist afsök- unar á afskiptaleysi kirkjunnar af helför gyðinga. Og Jaques Chirac, forseti Frakklands, lýsti yfír því 1995 að franska ríkið bæri sök af því að hafa „gert hið óbætanlega". Drancy var fyrsti áfangastaður á flutningum 63 þúsund franskra gyðinga í útrýmingarbúðir nasista. A þriðja tug erkibiskupa voru við- staddir athöfnina í bænum í vik- unni, auk forystumanna úr samtök- um gyðinga og samstarfsnefnd kirkjunnar og gyðinga. Það kom í hlut Oliviers Berrangers erkibisk- ups að biðja guð og menn afsökun- ar og hann leitaði trúarsögulegra skýringa á þögn frönsku kirkjunnar um örlög gyðinga. Hann vitnaði í orð Písuar páfa frá 1938: „í hjarta okkar emm við öll gyðingar." Forseti samtaka gyðinga í Frakk- landi, Henri Hajdenberg, sagði við athöfnina, að 57 ámm eftir gildis- töku fyrstu laga Vichy-stjórnarinn- ar gegn gyðingum, væri tímabært en ekki of seint fyrir kirkjuna að gangast við ábyrgð. „Þessi einlæga og sterka bæn um fyrirgefningu hlýtur að heyrast til eftirlifandi fómarlamba og bama þeirra," sagði hann. „Hún á djúpan hljómgrunn í hjörtum okkar. Yfirlýsing yðar markar tímamót eftir þunga þögn á stríðsárunum og langa þögn eftir stríðið. Án efa opnar hún nýjar leið- ir í sambandi kristinna manna og gyðinga. Hún vekur vonir um bróð- urþel og gagnkvæma viðurkenn- ingu þessara trúarbragða." Gagnrýni Le Pens Jean-Marie Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, sagði að yfír- lýsing kirkjunnar væri hneyksli. Otrúlegt væri að fólk, sem ekki var einu sinni fætt á þessum tíma, bæðist afsökunar. Kirkjan hefði hingað til haft samúð með öllum fórnarlömbum stríðsins. Liðsmenn hennar ættu frekar að biðja frönsku þjóðina afsökunar á sinnuleysi varð- andi fóstureyðingar og þann „hrika- lega vanda“ sem stafaði af innflytj- endum. Vel fylgst með EMU- hreyfingum Breta Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞÓTT Göran Persson forsætisráð- herra Svía hafí áður sagt að bresk ákvörðun um aðild að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, EMU, myndi þrýsta á Svía að halda í sömu átt, hefur Erik Ásbrink fjármála- ráðherra nú undirstrikað að Svíar hugi fyrst og fremst að eigin for- sendum, en afstaða landanna sé lík. í raun er varla munur á skoðunum þessara tveggja ráðherra, heldur er svar Ásbrink öllu fremur sett fram eftir að vangaveltur um að bresk EMU-aðild væri sennilegri en áður þótti. Bretar eru mikilvæg viðskipta- þjóð Svía og bæði Svíar og Danir munu væntanlega taka mið af breskri EMU-aðild. Eftir að vanga- veltur blossuðu upp um að breska stjómin væri að skipta um stefnu, hafa ýmsir bent á að varla væri framkvæmanlegt eða heppilegt fyr- ýr** **. EVROPA^ Mandelson úti- lokar ekki EMU-stofnaðild PETER Mandelson, ráðherra án ráðuneytis í brezku ríkisstjórninni, sagði í fréttaviðtali í írska ríkissjón- varpinu í fyrrakvöld að Bretland útilokaði ekki stofnaðild að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu 1. janúar 1999. „Nei, það er ekki útilokað," svar- aði Mandelson aðspurður, hvort brezka stjómin útilokaði möguleik- ann á því að verða meðal þeirra ríkja sem taka fyrst upp sameiginlega evrópska mynt. Hann bætti við að efnahagslegar aðstæður og aðildar- skilyrðin myndu ráða ferðinni. Fregnir af ummælum Mandel- sons höfðu áhrif á kauphallarvið- skipti í London - gengi pundsins lækkaði og ríkisskuldabréf hækk- uðu í verði. En talsmaður brezka fjármálaráðuneytisins ítrekaði að opinber afstaða stjómvalda til máls- ins væri óbreytt, stofnaðild Bret- lands að EMU væri enn ólíkleg þrátt fyrir að valkostum landsins væri haldið opnum. ir Breta að gerast aðilar fyrr en eftir 1999. í vikunni undirstrikaði sænski fjármálaráðherrann að bresk aðild- arákvörðun skapaði engan þrýsting á Svía. Aðildin yrði ákveðin af kjós- endum, þar sem hún yrði lögð fyrir þjóðaratkvæði. Jafnaðarmenn, flokkur ijármálaráðherra, hyggst ekki reka aðild sem kosningamál fyrir þingkosningar á næsta ári. Ásbrink sagði að í raun væm við- horf bresku og sænsku stjórnarinn- ar gagnvart EMU svipuð og í báð- um löndum yrði aðildin lögð fyrir þjóðaratkvæði. Hann vitnaði í ný- legt samtal sitt við Gordon Brown fjármálaráðherra Breta, sem hefði sannfært sig um að bæði löndin væm hlynnt fríverslun, en tortrygg- in á yfírþjóðlegt vald. Frítt í líkamsrækt Helgina 4-.-5.okt. Frá kl 1 □-1 7 GYM - BD v i r k a r! 25%afsláttur af öllum líkamsræktarkortum Lv. Kynningartímar í: Eróbikk Hjólaþjálfun (spinning) Jógaflæði Jeet kune do og Kraftlyftingum Bolur fylgir hverju seldu korti Sunnud. 5. okt. kl: 16:00 Leiðbeinendur í sal, næringarráðgjafi og einkaþjálfarar verða á staðnum r r,l W y Kynning a irqpi í r n ps i Fæðubdtarefnum pumn d Lcvvvvfoixm/ I U.S.A. TWlNLAB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.