Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Nýr framkvæmdastjóri hjá Fóðurverksmiðjuimi Laxá Fyrirtækið gerir stóran sölusamning innanlands FÓÐURVERKSMIÐJAN Laxá hefur gert samning við fiskeldisfyr- irtækið Silung hf. í Vogum á Vatns- leysuströnd um sölu á fiskafóðri. Um er að ræða sölu á 1000-1300 tonnum af fóðri á ári að verðmæti 70-100 milljónir króna. Þá hefur Valgerður Kristjánsdóttir, fiskeldis- og rekstrarfræðingur verið ráðin framkvæmdastjóri Laxár. Arni V.Friðriksson, stjórnarfor- maður Laxár, segir samninginn við Silung hafa gífurlega þýðingu og gefa félaginu möguleika á að snúa tapi í hagnað. Einnig gefi hann möguleika á frekari sóknarfærum bæði hér og heima og erlendis. Með aðstoð Landsbankans „Miðað við 3.500 tonna framleiðslu af fóðri á ári sést hversu stór samn- ingurinn er fyrir okkur. Nú teljum við okkur vera komna með um % af innlenda markaðnum. Landsbankinn gerir okkrn- kleift að gera þennan samning og tekur veð í fiskinum og Laxá er aftur með bakveð gagnvart bankanum,“ segir Ámi. Silungur er með regnbogasilung, bleikju og lax í strandeldi, fram- leiðslan er um 1000 tonn á ári og er velta fyrirtækisins 200-300 milljónir króna. Jónatan Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Silungs segir að fyr- irtækið hafi keypt fóður frá norska Morgunblaðið/Kristján FULLTRÚAR Fóðurverksmiðjunnar Laxár og Silungs hf. framan við skrifstofuhúsnæði Laxár. F.v. Jón Árnason, fóðurfræðingur, Valgerður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Laxár, Jónatan Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Silungs, Árni V. Friðriksson, stjórnarformaður Laxár og Þórður Þórðarson, stjórnarformað- ur Silungs. fyrirtækinu Stormöllen. Norska fyrirtækið fjármagnaði jafnframt rekstur Silungs á sínum tíma, þegar ekki voru til afurðalán til fiskeldis í landinu. Styrkir fiskeldi í landinu „Eftir að samningur okkar við Stormöllen var laus ákváðum við að flytja okkar viðskipti yfir til Laxár, í stað þess að halda áfram að kaupa fóðrið frá útlöndum. Við teljum mjög jákvætt að hafa náð samningum við Laxá, enda styrkir það fiskeldi í landinu að hafa hér öflugt fóður- framleiðslufyrirtæki,11 sagði Jónatan. Valgerður Kristjánsdóttir nýráð- inn framkvæmdastjóri Laxár, er 32 ára gömul, frá Kaupangi í Eyja- fjarðarsveit. Hún er gift Ársæli Kristófer Ársælssyni, sjávarútvegs- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Ár- sæll starfar sem gæðastjóri hjá Snæfelli á Dalvík. Valgerður sagði nýja starfið leggjast vel í sig en hún mun hefja störf um miðjan mánuð- inn. Bókmennta- og ritlistarmiðstöð formlega opnuð Sigurhæðir, Hús skáldsins, býður höfundum aðstöðu Morgunblaðið/Kristján ERLINGUR Sigurðarson, forstöðumaður Sigurhæða - Húss skálds- ins sem tekið hefur til starfa á Akureyri. Erlingur situr við skrifborð sr. Matthíasar Jochumssonar sem reisti húsið, Sigurhæðir, árið 1903. BÓKMENNTA- og ritlistarmið- stöðin í „Húsi skáldsins" á Sigur- hæðum hefur formlega verið opnuð en forstöðumaður hennar er Erling- ur Sigurðarson. Matthías Jochumsson lét reisa húsið árið 1903 og bjó þar til dauða- dags, 18. nóvember 1920. Hann var eitt afkastamesta ljóðskáld Islend- inga, auk þess samdi hann nokkur leikrit, skrifaði ævisögu sína og þýddi fjölda ljóða. Eftir lát Matthí- asar gekk húsið kaupum og sölum, en 1958 var Matthíasarfélagið stofnað á Akureyri í þeim tilgangi að eignast Sigurhæðir og koma þar upp minjasafni um séra Matthías. Því var komið fyrir á neðri hæð hússins. Akureyrarbær hefur ann- ast rekstur safnsins frá árinu 1981. Nú er verið að koma fyrir hús- gögnum og búnaði á efri hæð húss- ins en þar hefur verið útbúin að- Númer klippt af bflum LÖGREGLAN á Akureyri mun í næstu viku byrja átak í að klippa númer af þeim bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á rétt> um tíma. Skorar lögregla á eigendur þessara bifreiða að gera skil á bif- reiðagjöldum og þungaskatti og færa bifreiðarnar að því búnu til skoðun- ar. Daníel Guðjónsson yfirlögreglu- þjónn á Akureyri sagði að um hefð- bundnar innheimtuaðgerðir væri að ræða og myndu þær hefjast fljótlega í næstu viku. staða fyrir þá sem vilja sinna skrift- um. I fyrstu verður þar aðstaða fyr- ir tvo höfunda og verður hún aug- lýst innan skamms, en forstöðumað- ur mun einnig hafa þar aðstöðu sína. „Tilgangurinn er að greiða götu þeirra sem búa yfir hugmynd- um en hafa ekki aðstöðu til að fylgja þeim eftir, skortir aðstöðu til skrift- anna,“ sagði Erlingur. Lifandi starf Lifandi starf verður lykilorðið í starfsemi miðstöðvarinnar og er í undirbúningi bókmenntadagskrár og sýningar af ýmsu tagi, sem m.a. munu tengjast Akureyrarskáldum á ýmsum tímum sem og öðrum skáld- um. Gert er ráð fyrir að slíkar dag- skrár verði snar þáttur í starfsemi Sigurhæða. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu á liðnum árum. hófust í upphafi þessa áratugar og er ekki að fullu lokið. Húsið hefur verið gert upp að utan og að mestu er lokið endurbótum á miðhæð og efri hæð þess, en stóru verkefni er ólokið í kjallara. Greiða skáldum leið Erlingur sagði að næstu skref væru að huga að kjallaranum en hugmyndin væri að setja þar upp bókasafn, geymslurými og snyrt- ingar. Sem stendur eru einungis bækur úr safni Matthíasar í hús- inu. „Það er gaman að fá tækifæri til að finna hugmyndum sínum stað í þágu orðsins listar, viðhalda minn- ingu skálda á Akureyri og greiða öðrum leið,“ sagði Erlingur en benti jafnframt á að peningar skiptu miklu við að koma þeim í fram- kvæmd. Fyrstu framlög lofuðu góðu og væri hann því bjartsýnn á fram- haldið. Gerði hann ráð fyrir að einnig yrði leitað eftir styrkjum til fyrirtækja og einstaklinga og vænti þess að fólk sæi sér fært að styðja menningarlíf í bænum svo sómi væri að. Yfirlit mynda Kristjáns Steingríms KRISTJÁN Steingrímur Jónsson sýnir verk sín í Listasafninu á Akureyri og verður sýningin, sem ber yfirskriftina „Myndir 1990-1997“, opnuð í dag, laugar- dag, kl. 16. Þetta er ellefta einka- sýning listmálarans og bregður hann upp yfirliti ferils síns það sem af er síðasta áratug aldar- innar. Morgunblaðið/Krstján Milljónatjón í eldsvoða ÞRIGGJA hæða hús við Aðal- götu 11 í Ólafsfirði skemmdist mikið í eldi í fyrrinótt og ljóst að tjón varð mikið. í húsinu sem er kjallari, hæð og ris störfuðu þrjú fyrirtæki, Stuðlaprent, Múli sem er bæjar- blað í Ölafsfirði og þar fór einnig fram framleiðsla á myndböndum. Eigendur voru við störf í húsinu fram að miðnætti á fimmtudags- kvöld, en tilkynnt var um eldinn um kl. 20 mínútur í eitt. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu í Ólafsfirði varð mikið tjón í eldsvoðanum en fjölmörg og dýr tæki voru innandyra. Allhvöss sunnan átt var í bænum þegar eldurinn kom upp og munaði minnstu að illa færi þar sem eld- urinn stóð á nærliggjandi hús. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morgun. Ýmsar nýjungar í barnastarfinu. Munið kirkjubíl- ana. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson. Kirkjukórinn syngur við messuna. Kirkjukaffi kvenfélagsins eftir messu í Safnaðarheimilinu. Bræðralags- fundur eftir messu í Safnaðar- heimili. Fundur æskulýðsfélag- ins kl. 17 f kapellu. Biblíulestur á mánudagskvöld, 6. október kl. 20.30. Sr. Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur leiðir fyrstu samveruna um efnið „I fótspor meistarans'1. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- koma verður í kirkjunni kl. 13 f dag, laugardag, en kirkjuskólinn verður á laugardögum f vetur. Fjölbreytt og litríkt efni og mikið sungið. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa verður í kirkjunni kl. 14 á morgun. Kirkjukaffi kvenfélags- ins verður í safnaðarsal að messu lokinni. Fundur æsku- lýðsfélagins kl. 18 sama dag. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 á þriðjudag, 7. október. Biblíulestur sama dag kl. 21. Postulasagan verður lesin. Þátt- takendur fá afhent efni sér að kostnaðarlausu. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Söng- stund á Hlfð kl. 15.30 í dag, laugardag. Kvöldvaka með kaffiveitingum kl. 20.30 í kvöld. Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Fjölskyldusamkoma kl. 16 á morgun og unglingasamkoma kl. 20. Kommandörarnir Marg- aret og Edward Hannevik um- dæmisstjórar Hjálpræðishersins í Noregi, (slandi og Færeyjum og majór Knut Gamst verða sérstakir gestir á samkomum helgarinnar. Heimilasamband kl. 15 á mánudag, krakkaklúbb- ur kl. 17 á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma, brauðsbrotning, kl. 11 á morgun, G. Rúnar Guðnason prédikar. Almenn samkoma kl. 14, ræðumaður G. Theodór Birgisson. Krakkakirkja meðan á samkomu stendur fyrir 6-12 ára og barnapössun fyrir eins til 5 ára. Biblíulestur á mið- vikudag kl. 20.30. Krakkaklúbb- ur, 3ja til 12 ára á föstudag kl. 17. 15, samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 sama dag. Mikill og fjölbreyttur söngur. KFUM og K, Sunnuhlíð: Bænastund kl. 20 á sunnu- dagskvöld. Almenn samkoma kl. 20.30. Ingileif Jóhannesdóttir segir kristniboðsfréttir. Séra Guðmundur Guðmundsson hef- ur hugleiðingu. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. ÓLAFSFJARÐARKRIKJA: Fjöl- skyldumessa í safnaðarheimil- inu kl. 11 á morgun. Upphaf sunnudagaskólans. Messa kl. 14 á dvalarheimilinu Horn- brekku. Mömmumorgunn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.