Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 36
36" LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ +- AÐSENDAR GREIIMAR Afleiðingar ákvarðanatöku Á DÖGUNUM gerðust Kvenna- listakonur sekar um það einsdæmi að verða ósammála. Þær hafa meira að segja viðurkennt það og skrifað um það nokkrar blaða- greinar. Því er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að skrifa ^neira um sameiginlegt framboð Kvennalistans og annarra flokka og samkomulag eða ósamkomulag þar að lútandi. Kvennalistakonur hafa verið að reyna að átta sig á því hvaða afleið- ingar ákvörðun um samvinnu við aðra flokka hefði á framtíð listans og í framhaldi af því á líf kvenna í landinu. Skiljanlega er listinn í heild hikandi við að taka þátt, enda er vilji annarra flokka litlu skýr- ari. Eins og stendur hafa viðræður um sameiginlegt framboð til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri legið niðri, vegna ósamkomulags A-flokkanna þar og sýnir það bet- Air en nokkuð annað að vilji Kvennalistans til samvinnu er alls ekki allt sem til þarf. Árum saman hafa löggjafinn og forkólfar atvinnulífsins sett lög eða gert samninga sem varða konur án þess að leiða hugann að afleið- ingunum. Árið 1962 fengu t.d. stúlkur lægri laun en drengir fyrir sömu vinnu. Þetta gilti raunar um alla, fullorðnar konur fengu líka lægri laun fyrir sömu störf (hér er verið að tala um laun fyrir fiskvinnu). Þær stúlkur sem á þessum árum voru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði fengu skýr skilaboð um það strax í upphafi, hversu mikils virði störf þeirra voru, þessi launastefna þýddi til dæmis að möguleikar þeirra til að vinna fyr- ir námskostnaði voru mun verri en drengjanna. Á sama tíma, eða manntalsárið 1960, unnu 34,4% kvenna úti og voru 19% þeirra giftar. Seinna, eða í kringum 1970, fengu pör veruleg- an skattaafslátt fyrir að ganga í hjónaband, einnig var helmingur af launum giftra kvenna skatt- frjáls. Afleiðingin af þessu varð sú að árið 1971 voru 60% kvenna Leiðrétting með meiru A DOGUNUM var undirritaður sam- starfssamningur milli fj ármálaráðuneytis- ins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og Reykja- víkurborgar um bygg- ingu nýrrar heilsu- gæslustöðvar fyrir Fossvogshverfi í Reykjavík. Af því til- efni var því haldið fram af ráðamönnum _að ekki hefði verið vígð ný heilsugæslu- stöð í Reykjavík í ell- efu ár. . Þetta er rangt. Vorið 1995 var vígt nýtt húsnæði fyrir heilsu- gæslustöð í Laugarneshverfi við Lágmúla í Reykjavík. í töflu 1. Vorið 1995, segir Halldór Jónsson, var vígt nýtt húsnæði fyrir heilsugæzlustöð við Lágmúla. má hugsanlega finna skýringar á því, hvers vegna ráðamenn skortir vilja eða þrek til að minnast á þá byggingu. í þessum tveimur stöðv- um mun f ara fram svipuð starfsemi að eðli og umfangi. Sjálfsagt er að geta þess, að mynd af Heilsu- gæslunni Lágmúla hefur birst í erlendu fagtímariti til að sýna, hvað íslenskar heilsugæslustöðvar geta verið glæsilegar. II. Heilsugæslustöð þarfnast skrif- stofuhúsnæðis með nokkrum tækj- um að auki. Nýtt og glæsilegt slíkt húsnæði hér á höfuðborgarsvæð- inu hefur undanfarið kostað um 100.000 kr. á fermetra. Reyndar hafa Eskfirðingar nýlega byggt heilsugæslustöð á þessu verði. Nú er í byggingu heilsugæslu- stöð í austurbæ Kópa- vogs og komið hefur í ljós að kostnaður við hana verður meiri en 150.000 kr. á fer- metra. Það er athygl- isvert að engu að síður hefur verið ákveðið að byggja heilsugæslu- stöð Fossvogshverfis eftir sömu teikning- um. Sparnaður við hönnun verður óveru- legur. III. Halldór Viðbótarkostnaður Jónsson við byggingar heilsu- gæslustöðva, umfram það sem nauðsynlegt þarf að vera, er hé- gómi miðað við kostnaðinn sem stafar af því að horfið hefur verið frá því að hafa stýrikerfi í heilsu- gæslunni. Það er lúxus sem flestar vest- rænar þjóðir telja sig ekki hafa efni á. Samanburður. Bygging tveggja heilsugæslu- stöðva. Heilsugæslan Lágmúla. Frumkvæði: Heimilislæknastöð- in ehf. Fjármögnun við byggingu: Heimilislæknastöðin ehf. Byggingartími: 9 mánuðir. Stærð: 680 fermetrar. Byggingarkostnaður á verðlagi 1995 (skv. Ríkisendurskoðun): 67 miljónir kr. Heilsugæslustöð Fossvogshverfis. Frumkvæði: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Fjármögnun við byggingu: Fjármálaráðuneytið og Reykja- víkurborg. Áætlaður byggingartími: 3 ár. Stærð: 890 fermetrar. Áætlaður byggingarkostnaður á verðlagi 1997:145 miljónir kr. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og framkvæmdasljóri Heimilis- læknastöðvarinnar ehf. Ég er hissa á því, segir Guðrún Jónína Magn- úsdóttir, að stefna Kvennalistans höfði ekki til fleiri kvenna. orðin útivinnandi og af þeim voru 42,3% giftar. Árið 1991 eru síðan 73,9% kvenna útivinnandi og 78,2% gift- ar. Hér verður ekki farið nánar ofan í þessar tölur, taldir hjóna- skilnaðir eða skoðaðar mannfjölda- tölur. Nokkuð augljóst sýnist þó að vonin um betri lífsafkomu hafi hvatt ansi margar konur út á vinnumarkaðinn á þessum árum. Stjórnvöld gerðu ráðstafanir til að ná sem flestum konum út á vinnu- markað en gerðu mjög takmarkað- ar ráðstafanir til að gera þeim kleift að vera þar. Mikill skortur var á dagvistarmöguleikum og í kjölfarið spruttu dagmæður upp eins og gorkúlur án þess að í fyrstu væru gerðar nokkrar kröfur til þeirra um hæfni eða þekkingu. Elli- heimili og sjúkra- stofnanir yfirfylltust þegar störf kvenna sem áður höfðu farið fram ólaunuð inni á heimilunum voru færð út í samfélagið og metin til tekna. Sjálf- sagt eru afleiðingarn- ar af þessu frum- hlaupi ríkisvaldsins mikið fleiri og óljósari en hér verður upp tal- ið, en eftir stendur að fyrirhyggja og ábyrg ákvarðana- taka hefði gagnast þjóðfélaginu mun betur. Kvótamang og umbylt- ingar sægreifanna sem fluttu úr- vinnslu fisks að stórum hluta á haf út og tókst að gera fjölda kvenna atvinnulausan, hinir illræmdu sól- stöðusamningar á áttunda ára- tugnum, ásamt með rauðu strikun- um og vísitöluhækkunum launa, sem sköpuðu meiri stéttaskiptingu meðal launafólks en áður hefur þekkst á íslandi, allt eru þetta ráðstafanir sem hafa gjörbreytt lífi kvenna. Ég kýs ekki stjórnmála- flokka sem leggja nafn sitt við svona framkvæmdir. Frá því ég fór að hafa afskipti af Kvennalistanum hafa líklegustu og ólíklegustu per- sónur legið mér á hálsi fyrir að Guðrún Jónína Magnúsdóttir „standa í þessu". Spurningin „Hvenær ætlarðu að hætta þessu Kvennalista- kjaftæði?" er slagorð þeirra sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir mér í pólitík. Pólitík er samt sem áður áhrifamesta valdið -í mínu lífi og flestra annarra, bæði hvað varðar félagslegan og líkamlegan þroska, tækifæri fólks í lífinu og möguleika þess til betri lífsafkomu. Kvennalistinn er eina stjórnmálaaflið sem hefur frá upphafi viljað sýna fyrirhyggju og ábyrgð í öllum sín- um verkum. Sem hafa reynt á sjálf- um sér afleiðingar þess sem að framan er talið. Eg treysti Kvenna- listakonum vel til að fara í sam- starf við aðra flokka og til að láta að sér kveða í því samstarfi. Ég ber ekki þann ugg í brjósti að þær láti gleypa sig inn í einhverja flokkshít, til þess eru þær alltof sjálfstæðar og sérstakar. Stefnu- skrá Kvennalistans hefur nú þegar gjörbreytt stjórnmálum í landinu og á að öllum líkindum eftir að hafa meiri áhrif á þau í framtíð- inni en nokkurn grunar. Höfundur starfar með Kvenna- iistanum á Norðurlandi eystra. ISLENSKT MAL HELGI Hálfdanarson sendir mér bréf sem mér þótti betur fengið en ófengið og ég birti hér með þökkum: „Sæll og blessaður, Gísli. I Mbl-þætti þínum í dag minn- ist þú á orðið hvalbrot og spyrð hvort það megi að gagni koma „ef haldið er áfram skoðana- skiptum um orðalag Jónasar „að brjóta hval á sandi"." Skilst fyrr en skellur í tönnum, Gísli! Fyrir fáeinum árum mun ég hafa orðið til þess að vekja dá- litla umræðu um þessa ljóðlínu Hulduljóða. Þar þóttist ég sýna fram á það, að orðin brjóta hval á sandi væru óhugsandi í bók- staflegri merkingu um rotnandi hval, því fráleitt væri að eigna Jónasi svo fáránlega smekk- leysu. - Þá var það að Hannes Pétursson hafði upþ á orðinu hvalbrot og taldi eðlilega, að hér hlyti það orð að koma við sögu. Til voru þeir sem hugðu, að þar tæki af skarið um morkn- andi hvalhræ á sandfjöru. Öðrum þótti eftir sem áður ófært að skilja orð ljóðsins svo bókstaf- lega, enda væri smekkleysan þá söm við sig. - Eigi að síður get- ur orðið hvalbrot stuðlað mjög snyrtilega að lausn þessarar gátu. Alþekktur barnaleikur kallast höfrungahlaup. Þar eltir og stekkur hver fram yfir annan í svo langri röð sem verkast vill. Ýmsir töldu líklegast, að þessi leikur eða annar honum svipaður hafi kallazt að brjóta hval, enda sé það heiti hugsanlega dregið af bókstaflegri merkingu orðsins hvalbrot, líkt því að leikur nefn- ist höfrungahlaup eftir hreyf- ingum sem þykja minna á hvali (höfrunga). I ljóðinu væri þá sjávaröldum, sem velta hver um aðra upp í brot á sandi, líkt við börn í slíkum leik. Svo þakka ég þér, Gísli, fyrir allt gott." • Og dr. Bjarni Einarsson hefur alltaf eitthvað athyglisvert og fróðlegt til málanna að leggja: Umsjónarmaður Gísli Jónsson 921. þáttur „Tæplega íslenska Árum saman hafa fréttamenn - og aðrir sem eftir þeim líkja - nauðgað móðurmálinu með því að nota atviksorðið tæplega í nær hvert skipti sem þeir hafa nefnt tæpar tölur. Árni heitinn Böðvarsson segir um þetta í bók sinni Málfar í fjölmiðlum, grein 7.260: Eitt ofnotuðu orðanna. Það er eins og menn hafi gleymt öllum samheitum, orðum eins og nálega, næstum, nærri, nærri því, hér um bil, naumlega, allt að bví. Arni vísar annars í Samheita- orðabókina; þar stendur: tæp- lega, trauðla, trautt, tæpast, varla. Svo vill til að fyrir nokkrum árum rakst eg á grein í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter, og virðist mér hún varpa ljósi á þetta mál. Greinin er eftir Cat- harina Grúnbaum og er konan kölluð Sprákvárdare och kor- rekturchef, og táknar það að hún annast málvöndun og prófarka- lestur blaðsins. Greinin nefnist Exercis med siffror, undirfyrir- sögn er Sprákbruket. í greininni er eftirfarandi kafli: Knappt en dag förgár utan eksempel pá felaktigt bruk av knappt: „Knappt 100 000 mánniskor demonstrerade í Leipzig," „NN avled i en álder av knappt 92 ár," „IFK Göteborg fick betala knappt 2,8 miljoner för Stefan Rehn." Vad hade skribenten förvántat sig? Att hela Östtysklands be- folkning skulle samlas í Leipzig? Att NN skulle bli áldre án Metu- salem? Att IFK Göteborg skulle fá punga ut med minst det dub- bla? Av sammanhanget framgár trots allt att skribenterna lika vál som lásarna tycker att 100 000 demonstranter ár mánga och att idrottstjárnan inte för- várvats till vrakpris. De skriver knappt men de menar nástan. Eller n'ára nog, nást intill, ine- mot, inte lángt ifrán. Knappt inneháller en várd- ering: det anger att nágot ár mindre án vántat, i minsta laget. Det ár alltsá skillnad pá „Det kom knappt 100 áskádare" (fárre án vantat) och „Det kom nástan 100 áhörare" (fler án vántat). Fleiri orð þarf ekki að hafa um þetta; svo augljós er skyld- leikinn við íæpfeg-a-faraldurinn íslenska. En bæta má við að eg hef veitt því athygli að svipað ástand virðist ríkja í dönsku út- varpi og dagblöðum: For knap en máned siden,... skylder knap 20 milljoner kroner, ... knapt 20 ár gamle, ... et underskud pá knap 400 000 kroner; Kobs- pris knap 900 milljoner kroner; Der bor knap 40 000 menne- sker. (Einu sinni heyrðist þó: Vil koste næsten én milliard kroner.) Eg hef ekki kynnt mér hvern- ig orðafari er háttað að þessu leyti í öðrum nágrannalöndum. Mætti vel vera að svipaður far- aldur væri þekkt fyrirbæri í máli fréttamanna með ýmsum öðrum þjóðum. En varla verður efað hvaðan þessi tíska hefur borist til íslands." Vilfríður vestan kvað: Jú, svo sem vildi það Valdi á Klöpp, en viðbrögðin svolítið slöpp og ekki fýstin eintóm, en fór úr sokkum og skóm, þegar Ferdína tók hann á lðpp. • Umsjónarmanni finnst ákaf- lega kauðalegt að setja að ensk- um hætti sögn í boðhætti (eigðu, hafðu) á undan góðum óskum. Hann hefur andmælt því til dæmis að segja: Hafðu góða helgi. Hólmfríður Gísladóttir er sama sinnis og þykir ekki björgu- legt auglýsingarblað frá fyrir- tækinu Jóni bakan, þar sem bakaner reyndar með stórum staf. Á blaðinu stendur: „sjóð- heitt LYGATILBOÐ í takt'ana heim! Hafðu góðan dag." Vont mál er engum til góðs og engu tii framdráttar. Sbr. og Daglegt mál í útvarp- inu 30. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.