Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 45 VALBORG HJÁLMARSDÓTTIR + VaIborg Hjálm- arsdóttir var fædd á Breið í Lýt- ingsstaðahreppi 1. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauð- árkróks hinn 27. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Rósa Björnsdóttir fædd 3. apríl 1871, dáin 24. september 1955, og Hjálmar Sigurð- ur Pétursson fædd- ur 12. september 1866, dáinn 30. des- ember 1907. Valborg var yngst níu systkina sem öll eru látin nema Björn. Þau eru í aldurs- röð: 1) Efemía Krísín, 2) Pe- trea, 3) Pétur, 4) María, 5) El- ísabet, 6) Steingrímur, 7) Björn og 8) Sólborg. Hann 17. júní 1928 giftist Valborg Guðjóni Jónssyni, f. 27. janúar 1902, d. 30. júlí 1972, bónda og oddvita á Tunguhálsi í Lýt- ingsstaðahreppi. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Jóns Einarssonar. Fósturforeldrar Guðjóns voru Guð- rún Þorleifsdóttir og Sveinn Stefáns- son. Valborg og Guðjón eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi. Þau eru í aldursröð: 1) Valgeir, f. 17. janúar 1929, d. 21. desember 1981, 2) Auður, f. 6. júlí 1930, 3) Garðar Víðir, f. 23. ágúst 1932, 4) Guðsteinn Vignir, f. 5. maí 1940, 5) Hjálmar Sigur- jón, f. 15. mars 1943 og 6) Stef- án Sigurður, f. 17. mars 1952. Útför Valborgar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma. Okkur langar til að minnast hennar. Nú er hún búin að fá þá hvíld sem hún var búin að þrá síðustu mánuði. Hún amma okkar sagði oft að það yrði vel tek- ið á móti sér þegar hún myndi kveðja þennan heim eða fara í „æðri skóla“ eins og hún kallaði það oft. Faðir ömmu dó þegar hún var á fyrsta aldursári, frá stórum bama- hóp. Eftir þetta mikla áfall, reyndi móðir ömmu að hafa bömin hjá sér eins lengi og hún gat. Amma fylgdi þó alltaf móður sinni. Fermingarár- ið fór amma að vinna fyrir sér sjálf. Fyrst fór hún sem vinnukona til séra Tryggva Kvarans prests á Mælifelli. Einnig lærði hún fata- saum á Akureyri. Amma og afí bjuggu á Tungu- hálsi frá árinu 1927 til ársins 1964, þá tóku synir þeirra, Guðsteinn og Hjálmar, við búinu og fluttu þau hjónin út á Sauðárkrók. Hún hafði ágæta söngrödd og söng m.a. sópr- an í kirkjukórnum í sveitinni og stundum tók hún lagið heima og afí spilaði undir á orgel. Einnig var hún í kvenfélagi Lýtingsstaða- hrepps. Eftir að amma flutti á Sauð- árkrók vann hún m.a. í fiskvinnslu, á saumastofu og við fatasaum. En það starf sem var alltaf númer eitt hjá ömmu var húsmóðurstarfið og að þjóna öðmm, enda passaði hún mjög vel upp á að enginn færi svangur í burtu frá henni. Alltaf var viss tilhlökkun og gleði þegar hún kom í heimsókn til okkar í Tunguháls, hún var dugleg að spila við okkur og sagði okkur margt sem við munum aldrei gleyma. Amma sagði okkur t.d. frá því að tólf ára gömul hefðu hún og móðir hennar eitt sinn verið að raka saman heyi í svarta þoku og bleytu í írafellsflóa^ sem er skammt frá svonefndu Útburðagili, að þeim fannst þær heyra barnsgrát. Hún hafði mikið yndi af því að spila vist og var hún einstaklega skemmtileg- ur spilafélagi. Á tímabili komu hún og nokkrar vinkonur hennar stund- um saman til að spila. Einnig stytti amma sér stundir við að spila þegar hún var komin á Dvalarheimilið. Oft var amma með hugann heima á Tunguhálsi eftir að hún flutti það- an, enda mikil búkona, vinnusöm og ósérhlífín manneslqa og féll sjald- an verk úr hendi, enda mikið að gera á stóru heimili. Amma var mjög snyrtileg kona og hafði mjög gaman af að klæða sig í fín föt. Það var alltaf allt svo snyrtilegt í kring- um hana. Hún var glæsileg þegar hún var komin í íslenska þjóðbúning- inn en hún átti bæði upphlut og peysuföt sem hún klæddist við hátíð- leg tækifæri. Amma átti mikið að fallegum hlutum enda fór hún mjög vel með sitt. Hún var mjög handlag- in kona og saumaði mikið af fötum, bæði þegar hún bjó í sveitinni og eftir að hún flutti út á Sauðárkrók. Alltaf stóð heimili hennar á Skólastígnum opið fyrir okkur og var oft mjög gestkvæmt hjá henni, enda átti hún marga afkomendur og vini. Amma var einstaklega gestrisin kona og hafði mjög gam- an af að hafa fólk í kringum sig, þá sérstaklega sitt fólk. Bjössi bróðir hennar var duglegur að koma í heimsókn, bæði þegar amma bjó á Skólastígnum og var komin á Dvalarheimilið. Oft kom Bjössi daglega, alltaf með eitthvað gott í farteskinu, enda alltaf léttur í lund. Þau systkinin voru mjög samrýnd og talaði amma um hann bróður sinn með mikilli virðingu. Það var mikil eftirsjá þegar amma þurfti heilsunnar vegna að bregða búi og fara á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki. Það var henni mikils virði að gera öðrum greiða eða gera öðrum „gott“ eins og hún kallaði það, þó sérstaklega sínu fólki. Margar .sonardætra hennar úr sveitinni eiga ömmu mikið að þakka fyrir það að fá að búa hjá henni um lengri eða skemmri tíma, bæði við nám og störf. Það var oft húsfyllir á Skólastígnum. Haustið 1991 hrakaði heilsu hennar það mikið að hún treysti sér ekki Ieng- ur til að hugsa um sjálfa sig og fór á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Síðustu ár hefur heilsu hennar verið að hraka og á síðustu vikum fór ekki á milli mála að hverju stefndi. Það var henni mikið kappsmál alla tíð að vera ekki upp á aðra komin. Henni fannst alltaf erfitt að biðja aðra um aðstoð. Amma var ákveðin kona og stóð fast á sínum skoðunum, enda mótaðist líf hennar og lífsskoðanir af þeirri hörðu lífs- baráttu sem hún ólst upp við á unga aldri. Hún var mjög sjálfstæð og dugleg kona. Elsku amma okk- ar. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur og þær gleði- stundir sem við áttum saman. Þér munum við aldrei gleyma. Blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Valborg, Edda, Guðrún og Ásdís Guðsteins- dætur frá Tunguhálsi. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær ánægju- stundir sem við áttum saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín hvort það sem var á Skólastíginn eða á dvalarheimilið. Sem barni fannst mér alltaf svo spennandi að gista hjá þér í holunni hans afa Guðjóns heitins. Þú sagðir mér sög- ur af honum og lífínu í sveitinni og reyndir með því að fæla burt myrkfælnina sem færðist yfir þegar líða tók á kvöldið. Eftirminnilegast er mér þó hversu dugleg þú varst alltaf að spila við mig á spil. Þú kenndir mér fjöldann allan af spilum og lagðir ríka áherslu á heiðarleika í spilamennsku. Alltaf gastu töfrað fram fullt borð af alls kyns kræsing- um, já, það fór enginn svangur út frá þér. Ég gleymi aldrei ökuferð- inni fyrir rúmum fjórum árum þeg- ar við fórum saman í fermingar- veislu Líneyjar sonardóttur þinnar í Tunguháls. Þá hafðir þú ekki kom- ið fram í Lýtingsstaðahrepp lengi. Þú varst hálfklökk þegar þú sást sveitina þína, svo snortin varstu. Þú þuldir upp alla bæina og sagðir mér ótal sögur sem tengdust þeim. Elsku amma, það verður skrítið að koma á Krókinn og sjá þig ekki, en minningin um þig lifir. Eg veit að nú ert þú komin í góðar hendur afa og annarra ástvina þinna. Með söknuð í hjarta kveð ég þig með þessu litla ljóði. Nú ert þú sofnuð elsku amma mín og andi þinn til Drottins hæða liðinn og nú er komin kyrrð um hvílu þín með hvíld og ró og þráða hjartans friðinn. En þegar allt er orðið kyrrt og hljótt og aðeins tárin hrinja mér af hvörmum þá sit ég ein og segi góða nótt og sé þig hvíla á Drottins náðarörmum. Þín Vala Jóna. Mig langar að skrifa nokkur þakkar- og minningarorð um ömmu mína, Valborgu Hjálmarsdóttur frá Tunguhálsi. Ég held að ég muni fyrst eftir þér þegar ég var þriggja ára og Steinunn systir var að fæðast og þú varst hjá okkur fram á Tungu- hálsi. Það var vitlaust veður og þú varst að koma úr fjósinu og leiddir mig með annarri hendi og hélst á mjólkursigtinu í hinni. Alltaf var gott að koma til þín á Skólastíg, sitja í stofunni og spjalla, þú í stólnum þínum með spenntar greipar og snerir þumlunum hring eftir hring. Alltaf var hlaðið kaffí- borð, ekki vantaði myndarskapinn í eldhúsverkunum frekar en í öðru. Síðar þegar ég og Helga fórum að vinna á sláturhúsinu skaust þú yfir okkur skjólshúsi. Ég vann á sjúkra- húsinu eitt sumar og var þá hjá þér. Það var mjög gott að vera hjá þér, alltaf svo létt og gott andrúms- loft. Og á það reyndi sumarið 1990 þegar ég var komin með mann og Þórey Elsa var fædd og við bjuggum á Freyjugötunni. Þá var svo stutt á milli okkar, þurfti bara að ganga yfir garðinn hjá mér þá var ég kom- in til þín. Þitt fyrsta verk á morgn- ana var að fara fram og opna þvottahúsdymar svo að við Þórey kæmumst inn og flesta ef ekki alla morgna sátum við hjá þér og spjöll- uðum og sum kvöldin fengum við einhveija félaga til að spila vist; þér fannst svo gaman að spila. En þetta haust ákváðum við Maggi að flytja fram í sveit. Morguninn sem við fluttum lentir þú á sjúkrahús- inu, þar sem þú varst að mestu eftir það fram á þinn síðasta dag. Þegar ég lá á fæðingardeildinni og var að eiga Sigurlínu Erlu var gott að hafa þig til staðar og við röltum saman á milli deilda til að skoða litlu stúlkuna. Þegar stelpurnar stækkuðu töluðu þær oft um að fara til ömmu á Króknum því alltaf áttir þú eitthvað gott til að stinga í litlu munnana. Þú varst okkur mjög kær, elsku amma okkar. Hvíl þú í friði. Þín nafna, Valborg Jónína Hjálmarsdóttir og fjölskylda. • Fleiri minningargreinar um Valborgv Hjálmarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, ANNA HERDÍS GUNNARSDÓTTIR, Hafnarstræti 107b, Akureyri, lést föstudaginn 19. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnheiður Valdimarsdóttir, Sigurður Gislason, Eygló Arna Sigurðardóttir. t Systir okkar, HILDIGUNNUR JÓNSDÓTTIR, Heiðargerði 21, fædd 15. okt. 1915, lést á Landakotsspítala 25. september síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram I kyrrþey. Þökkum starfsfólki hjúkrunardeilda Landakots ágæta umönnun. Ása, Halldór, Snorri, Sigurður og Sigrún. t Hjartkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR HÖRÐUR ÞÓRARINSSON, Brekkugötu 5, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 26. september sl., verður jarðsettur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, laugardaginn 4. október, kl. 11.00 f.h. Sigurbjörg R. Guðnadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN GRÉTAR MARTEINSSON, Grýtubakka 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum þann 19. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta Svanlaug Magnúsdóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Emil Þór Guðmundsson, Hörður Kristjánsson, Margrét Guðjónsdóttir, Marteinn Kristjánsson, Lára Ingvarsdóttir, Magnús Kristjánsson, Jóhanna Kristjánsdóttir og barnabörn. t Elskuleg systir mín, móðir okkar og tengda- móðir, MAGNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sveinseyri, Tálknafirði, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. september, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 6. október kl. 15.00 Jóna Guðmundsdóttir, María S. Norðdahl, Magnús Norðdahl Sigurður Sigurðsson, Dóra Jónsdóttir. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför bróður okkar og mágs, SIGURÐAR LÁRUSSONAR, Hörglandskoti, Siðu. Steingrímur Lárusson, Anna Árnadóttir, Magnús Lárusson, Svanhildur Gunnarsdóttir og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.