Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 37

Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 37
aKTAJflX'IPÍ MORGUNBI 01/. IAUGÁROAGUR 4. OKTÓBER 1997 37'(í AÐSENDAR GREINAR Þróunaraðstoð - helst tíl kvenna STUNDUM er ég spurð að því hvers vegna íslendingar eigi að leggja fé til þróunaraðstoðar. Svar- ið er að mínu mati einfalt en um leið þrefalt. Í fyrsta lagi gerum við það af mannúðarástæðum, við get- um ekki litið svo á að mannúð og samhjálp nái aðeins til þeirra sem bera íslensk vegabréf. I öðru lagi búum við öll í sama heimi og við getum í sífellt minna mæli einangr- að okkur frá vandamálum í öðrum löndum. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ástandið í hinum fátækari löndum heimsins er tímasprengja sem getur sprungið framan í börnin okkar. Þar má nefna mannfjölgunina sem auðveld- lega getur orðið uppspretta mikilla hræringa og jafnvel styrjalda sem hafa áhrif um allan heim. Röskun umhverfis sem m.a. er afleiðing mikillar mannfjölgunar getur haft áhrif alla leið hingað upp í Norður- Atlantshafið. í þriðja lagi snýst þetta einfaldlega um það hvort við sem fullvalda þjóð í samfélagi þjóð- anna viljum hafa reisn til að takast Ég kýs að setja í öndvegi stuðning við konur í þróunarlöndum, aðstoð við þær í formi menntunar, segir Ingunn Anna Jónas- dóttir, heilbrigðis- þjónustu og möguleika til atvinnustarfsemi o g tekjuöflunar. á herðar þær skyldur sem við höfum skrifað upp á. Menntaðar konur skila arðinum áfram Að því gefnu að við getum verið sammála um að íslendingar eigi að veita þróunaraðstoð og það gjaman miklu meiri en við gerum í dag hver eiga þá helstu verkefni okkar að vera? Þar kýs ég að setja í önd- vegi stuðning við konur í þróunar- löndum, aðstoð við þær í formi menntunar, heilbrigðisþjónustu og möguleika til atvinnustarfsemi og tekjuöflunar. Allmargar félags- og hagfræðilegar rannsóknir hafa á seinni árum fært rök fyrir því að ekkert sé líklegra til að stuðla að efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum framförum en það að mennta konur. Menntaðar konur eignast færri börn, þær fara betur með umhverfi sitt og þær skila menntun til barna sinna og stuðla þannig að áframhaldi framfaranna. Betri heilbrigðisþjónusta við kon- ur, einkum fyrir og eftir fæðingu, dregur einnig til lengri tíma úr fjölda barna sem konur eignast og þá um leið úr mannfjölgun. Betra heilbrigði kvenna eykur einnig á getu þeirra til að annast fæðuöflun fjölskyldunnar en í fjölmörgum löndun er það verkefni nær ein- göngu í höndum kvenna. Efnalegt sjálfstæði kvenna mikilvægt Einnig er mjög mikilvægt að bæta aðgang kvenna að möguleikum til þess að afla sér tekna, t.d. með sjálfstæðri atvinnustarfsemi. Til- raunir með lánasjóði og banka, oft með gagnkvæmri ábyrgð kvenna, hafa í ýmsum tilfellum gefið mjög góða raun. I öðrum tilfellum hefur ekki tekist eins vel til, enda sjálfstæði kvenna oft í andstöðu við ríkj- andi menningarhefðir. Dæmi um þetta er árás eins af helstu leiðtogum Talibana í Afganistan á Grameen-bankann í Bangladesh sem hann sagði að stuðlaði að blygðunarieysi kvenna með því að veita fá- tæktum konum lán til að koma undir sig fót- unum í ýmiss konar atvinnurekstri. Engu að síður hefur það víða náðst góður árangur að það hlýtur að vera sjálf- sagt að halda áfram að þróa aðferð- Ingunn Anna Jónasdóttir ir til að reyna að auka efnahagslegt sjálf- stæði kvenna í þróun- arlöndum og mögu- leika þeirra til tekju- öflunar. En það er þó senni- lega menntunin sem mestu máli skiptir og þar á ég við menntun í víðum skilningi. Ætla ég að lokum að vitna í orð Nyerere, fyrrver- andi forseta Tanzaníu, sem sagði eitt sinn: Ef karl fær fræðslu þá fræðist einstaklingur en ef kona fær fræðslu þá fræðist fjölskylda. Höfundur er kennarí við Fjölbra u tnsk óla Vesturlands. Fjölbreytt æskulýösstarl byggt á traustum grunni kristinnar trúar * www.kirkjan.is/KFUM 1 I Þessi stíll hindrar samdrátt a> co a> . . 1andi helst óbreytt en Ef lyfjanotkun ^ev eyKst um 10%, tilutdeild einstaklinga og % lseRRar Svarar Þaö til »1B " r&issjóös nm ^ ^ .. jytjakostnaöi milljóiia toróna rikissjóös. <r SAMTOK IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.