Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 41 ERLENDUR GÍSLASON + Erlendur Gísla- son frá Dals- mynni í Biskups- tungum, til heimilis í Bergholti í sömu sveit, fæddist í Laugarási, Biskups- tungum, hinn 28. nóvember árið 1907. Hann lést á heimili sinu 23. september síðastlið- inn. Hann var sonur Gísla Guðmunds- sonar bónda þar og Sigríðar Ingvars- dóttur konu hans. Gísli var Guðmundsson Bjarna- sonar í Bolafæti (Jötuætt). Sig- ríður var dóttir Ingvars Sig- urðssonar bónda á Apavatni, síðar kaupmanns í Reykjavík og Þorbjargar Eyvindsdóttur frá Útey. Erlendur fluttist með foreldrum sínum að Úthiið á þriðja aldursári og ólst þar upp. Hann stundaði búskap í Úthlíð, sjómennsku og fleira á yngri árum. Árið 1934 kvæntist Erlendur Guðrúnu Guðmundsdóttur, Hjartarsonar í Austurhlíð og settu þau bú sitt í Grindavík. Guðrún lést árið 1976. Þau eign- uðust fimm börn. Þau eru: Hreinn, sagnfræðingur og bókavörður, sem lést í vor sl., ókvæntur og barnlaus, Eyvind- ur, listamaður í Hátúni, kvænt- ur Sjöfn Halldórs- dóttur og eiga J>au fimm börn; Orn, trésmiður og ráðs- maður við Árbæjar- safn, kvæntur Gígju Friðgeirsdóttur og eiga þau þijú börn; Sigrún, húsmóðir í Kópavogi, gift Ein- ari Þorbjörnssyni og eiga þau þijú börn; og Edda, tryggingafulltrúi i Reykjavík, gift Ág- ústi Jónssyni. Hún á fjögur börn. Erlendur stundaði sjó frá Grindavik, tók virkan þátt í fé- lagsmálum, stofnun íþrótta- félags, björgunarsveitarinnar Þorbjörns og var fyrsti formað- ur Verkalýðsfélags Grindavík- ur (1937). Hann starfaði við byggingu Reykjavíkurflugvall- ar á stríðsárunum en gerðist ráðsmaður á Syðri-Brú, Gríms- nesi, árið 1942 og eignaðist ári síðar jarðarpartinn Stritlu í Iandi Austurhlíðar í Biskups- tungum, gerði hann að sjálf- stæðri jörð undir nafninu Dals- mynni og bjó þar allt til ársins 1982 þegar hann seldi og flutt- ist að Bergholti. Útför Erlendar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður á Torfastöðum. „Þú lætur heita eftir mér, Gísli minn, ef ég kem ekki að landi.“ Þeir létu í hafíð frá Stokkseyri á útmánuðum 1907, afí okkar og fað- ir Erlendar, og vinur hans um ára- bil er Erlendur hét. Nú, 90 árum seinna, er hann einn af mörgum óþekktum sjómönnum er hurfu í hafíð í blóma lífsins. Þeir voru ekki komnir langt er veðrið skall á, Gísli afí okkar og hans skipshöfn komst við mikið harðræði inn í Þorláks- höfn, en Erlendur vinur hans fórst með sinni skipshöfn. Seint á sama ári fæddist ungu hjónunum í Laugarási í Biskupstungum svein- bam, en Gísli og Sigríður hófu þar búskap er þau giftu sig 1906. Þau þurftu ekki að hugsa sig um lengi hvað drengurinn skyldi heita, efnt skildi heit. Erlendur, ekkert annað kom til greina, og Lindi, eins og hann var kallaður af foreldrum, ættingjum og vinum, dafnaði fljótt og vel. Snemma kom í ljós að sögn afa að drengurinn myndi fljótt geta tekið til hendinni, enda ekkert þar til sparað. Þó ungu hjónin í Laugar- ási væru fátæk af veraldar auði var dreijgurinn alinn upp sem prins og móðurást Sigríðar takmarkalaus allt til hennar endadægurs 1972. Bemska Linda var blíð, hann eign- aðist systur er hann var 2 ára, móður okkar Úthlíðarsystkina er Jónína Þorbjörg hét. Með þeim systkinum var alla tíð afar kært. Árið 1916 verða þáttaskil hjá fjþl- skyldunni er þau taka jörðina Út- hlíð á leigu ásamt systur ömmu, Ingibjörgu og hennar manni, Guð- jóni Eyjólfssyni, er síðar bjuggu all- an sinn búskap á Eiríksbakka í Bisk- upstungum. Lindi var á 9. ári er þessir búferlaflutningar áttu sér stað og mundi hann alla tíð þann atburð og hvað þeim var vel tekið hér af öllum nágrönnum, Brynjólfí á Miðhúsum, Birni á Brekku, Ingi- mari á Efri-Reykjum, Guðmundi í Stritlu, Magnúsi í Austurhlíð og Bjarna, föðurbróður sínum á Bóli. Lindi óx hratt úr grasi, 12 ára var hann óvenju stór og sterkur eftir aldri og fylgdi þá strákum sem vom tveim árum eldri, Grími á Syðri-Reykjum, Agli í Múla, Einari í Kjamholtum, Guðmundi Jónssyni þá á Brekku, seinna bóndi á Kjaran- stöðum. Þessir ungu piltar gengu í farskóla er haldinn var á bæjunum til skiptis, en þó einkum í ferðaþjón- ustuhúsinu í Austurhlíð, en þar var fyrst tekið á móti' riðaridi ferða- mönnum á leið að Gullfossi og Geysi hér í sveit. Lindi fór ungur að hlaupa í kringum féð, en Úthlíð var talin ein erfíðasta jörðin í allri sveitinni hvað ijárgæslu varðaði, og fénu fylgt til beitar, og rekið hvem dag langt inn í Úthlíðarhraun. Kom þá fljótt í ljós þol hans og þrautseigja. Ungur tók hann þátt í íþróttamótum á Þjórsártúni við góðan orðstír og nokkmm ámm seinna vann hann sigur í frægu KR-móti í Reykjavík. En æskan er stutt og áður en varði tóku systkinin í Úthlíð við búskapn- um hér, en móðir okkar hafði þá gifst föður okkar, Sigurði Jónssyni, og þau bjuggu hér í 50 ár. Lindi bjó í austurbænum, en í Úthlíð hafði verið tvíbýli og jörðin tvö lögbýli. Lindi bjó í tvö ár einn en gifti sig 1934 heitkonu sinni, Guðrúnu Guð- mundsdóttur frá Austurhlíð. Á þeim tímamótum geisaði heimskreppan og afkoma fólks var hvað erfíðust sem hún hefur orðið á öldinni. Ungu hjónin bmgðu búi og fluttu til Grindavíkur þar sem sjósókn stóð með blóma. í Grindavík bjuggu þau í 5 ár. Þar fæddust synimir þrír. í Grinda- vík var vel tekið á móti hinum fríska unga manni. Hann tók þátt í félags- málum, var í sveitarstjórn og for- ustumaður í verkalýðsmálum, stofn- andi og fyrsti formaður Verkalýðs- félags Grindavíkur. Að hefja slíkt brautryðjendastarf var ekki heiglum hent og ekki vinsælt af þeim sem áttu útgerð. Lenti Lindi þar í erfíð- um útistöðum, því enginn getur tveim herrnm þjónað. Slíkt átti ekki við Linda sem var þá og alla tíð maður gleði og sátta. Hann kaus því að hverfa frá þessari baráttu. Lindi var alla tíð jafnaðarmaður og lengi í fomstusveit Alþýðuflokksins. Lindi og Rúna fluttu þá til Reykja- víkur, og stýrði Lindi búi í Lauga- rási í Reykjavík en síðan fluttu þau að Syðri-Brú í Grímsnesi þar sem Lindi varð einnig bústjóri. 1942 verða á ný þáttaskil er þau kaupa jörðina Stritlu af fósturfor- eldrum Rúnu, þeim Magnúsi og Guðrúnu í Austurhlíð, en Rúna var bróðurdóttir Guðrúnar. Lindi og Rúna vom komin heim að Hlíðinni sinni eftir áratuga búskap sunnan heiða. Landnámsmaðurinn var koin- inn til að rækta og byggja upp. Á áratug var erfíðri stöðu snúið upp í sókn og sigra og bæjarnafninu hafði verið breytt í Dalsmynni. Þar fæddust tvær dáetur til viðbótar. Við systkinin munum þá sögu frá fyrsta degi, munum gleði foreldr- anna að fá bömin sín heim og gleði nágrannanna að fá þessi framsæknu hjón í samstarfíð um brauðstritið, smalamennsku og mjólkurflutninga. Frá þeim dögum em svo margar ljúfar minningar, er kaldir drengir og stúlkur í mjólkurflutningum fengu margan morguninn heitan sopann í Dalsmynni. Sem fyrr segir var Lindi alla tíð maður gleðinnar og alltaf tilbúinn að hjálpa nágrönn- unum. Ein fyrsta veisla er undirritaður man eftir og tók þátt í var er Lindi hélt upp á 40 ára afmæli sitt 1947, en nú í haust er hálf öld síðan. Auk nágrannanna var þar mættur skáld- ið Kristinn í Borgarholti og flutti Linda fallegt ljóð sem enn er í fullu gildi. Þar segir: Hér í skjóli fells og Qalla framhjá gjólan þýtur. Mjúkt er ból í Mynni Dals meðan sólar nýtur. Ijóðrækni og haldin heit hæfa sðnnum dyggðum. Þú munt, vinur, þinni sveit þjóna í fullum tryggðum. Lindi var mikill ferða- og fjalla- maður og fór ríðandi inn á afrétt vor og haust ár hvert. Seinni árin, þegar um hægðist og Hreinn sonur hans bjó með honum, ferðaðist hann erlendis og þá einkum með bænda- ferðum Agnars Guðnasonar. Lindi tók mikinn þátt í leiksýningum og lék í fjölda verka hér í sveit. Þá var hann í aðalhlutverki í myndinni „Óðurinn um afa“ er Eyvindur son- ur hans skrifaði og leikstýrði. Af þeirri mynd má segja að Lindi yrði þjóðkunnur maður. Um haustið 1976 lést Rúna. Breyttust þá hagir hans mjög; hann bjó þó áfram um sinn í Dalsmynni en árið 1982 flytur hann í félagsleg- ar íbúðir fyrir aldraða í Bergholti. Þangað komu margir að heimsækja Linda, enn var sama hjartahlýjan, enn var tekið þátt í lífi og starfi sveitunganna. Svo var enn í haust, farið í réttir og tekið þátt í gleði manna við hvert tækifæri sem gafst. Hingað í Úthlíð kom hann síðast 16. september til að fagna með gömlum grönnum áfanga á leiðinni til að létta mönnum lífsbaráttuna. Enn var tekið lagið, enn var Lindi léttur í spori. „Enn annað kvöld verður önnur veisla og annað gesta- boð.“ Með reisn og gleði kvaddi hann þennan heim. Mikil verður gleðin hjá gömlum vinum sem taka á móti honum handan við móðuna miklu. Enn á ný er Lindi kominn heim. Við systurbörnin hans frá Úthlíð þökkum honum af alhug, hann var okkur sem annar faðir. Fjölskyldu Linda og vinum vottum við virðingu og þökk. Fyrir hönd systkinanna í Úthlíð, Björn Sigurðsson. „Blessuð nafna mín!“ Með þessari kveðju heilsaði Lindi mér frá því að ég man eftir honum fyrst. Mér þótti ég vera mjög merki- leg að vera kölluð sama nafni og þessi blíðlegi, brosmildi maður og við urðum strax vinir. Nafna fannst gaman að hafa konur í kringum sig og hefur honum ekki fundist verra að hafa þær tvær undir arminn rölt- andi á réttarball núna í september, en hann var með þeim hressari á flestum samkomum þó kominn væri fast að niræðu. Ég mun minnast nafna fyrir létta skapið og brosin sem ég fékk þegar við hittumst, ég á leið heim úr vinnu en hann á „auðnuleysisgöngunni“, sundlauga- ferða okkar þar sem við sátum og sóluðum okkur í sumar og síðast en ekki síst kveðjunnar sem tengdi okkur saman. Nú kveð ég og segi í síðasta sinn: „Blessaður nafni minn!“ Berglind Sigurðardóttir. • Fleiri minningargrcinav um Erlend Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HALLDÓR PÉTUR KRISTJÁNSSON + Halldór Pétur Kristjánsson, fiskmatsmaður, fæddist í Tröð í Bolungarvík 26. apríl 1914. Hann andaðist á Sjúkra- húsi ísafjarðar 28. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guð- mundsdóttir og Kristján Halldórs- son útvegsbóndi í Bolungarvík. 11. maí 1940 kvæntist Halldór Hildigunni Jóakims- dóttur frá Siglufirði, fædd 21. janúar 1912, dáin 10. nóvem- ber 1982. Þau hjón eignuðust fjögur böm, Jón, f. 1941, Auði, f. 1944, Ólínu, f. 1947, og Sig- rúnu, f. 1950. Útför Halldórs fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Farðu varlega en þó djarflega, þetta voru þau orð sem afi á Isó beindi til okkar í hvert skipti sem hann kvaddi okkur og nú hefur hann kvatt okkur í hinsta sinn. Elskulegi góði afi á ísó hefur fengið hvíldina og hefur hitt ömmu Hildigunni sem hann hefur saknað síðustu fimmtán ár, þær móttökur hafa ábyggilega verið góðar. Minningarnar um þau og ísa- fjörð eru alveg sérstakar, hákarl, harðfiskur, skíðaferðir á dalinn og beijatínsla inn í skóg, þar sem hvíta tjaldinu var tjaldað, allt var svo notalegt. Þessar minningar og ótal aðrar munu lifa með okkur um aldur og ævi. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast jafn yndislegum og hlýjum manni sem afi var. Við erum stolt af að bera for- eldranöfn móður okkar. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Guð geymi þig. Halldór og Hildigunnur. Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Halldórs Péturs Kristjánssonar. Ég kynntist Halldóri og konu hans Hildigunni fyrst fyrir tæpum 25 árum þegar til kynna stofnaðist með mér og dóttur þeirra hjóna, Ólínu Jóhönnu. Allt frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hvílíkur öðlingsmaður Halldór var að eðlis- fari. Hann tilheyrði þeirri kynslóð íslendinga sem ekkert taldi eftir sér ef verða mætti einhveijum að liði og sérhvert handarvik sem hann vann öðrum var unnið í anda þeirrar lífsspeki að sælla sé að gefa en þiggja. Slíkt er orðinn fágætur eiginleiki í fari nútíma íslendinga. Stærstan hluta starf- sævi sinnar vann Halldór fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem fiskmatsmaður á Vestfjörð- um og víðar. Slíkt er ábyrgðar- starf því bregðist gæði vörunnar eru viðkvæmir markaðir í bráðri hættu. Þetta starf rækti Halldór af stakri trúmennsku og vékst aldrei undan að sinna þeim skyld- um sem hann var skipaður til að gegna á þeim vettvangi. Það hafa sagt mér traustir heimildarmenn að gustað hafi um sali frystihús- anna er Halldór birtist þar enda maðurinn hinn vörpulegasti á velli og fas hans og framkoma öll sýndi svo ekki varð um villst að þar fór maður sem mark varð að taka á. Vestfjarðakjálkinn er ógreiður yfirferðar og margar svaðilfarir fór Halldór þar um fjallvegi að vetrarlagi til að sinna starfs- skyldum sínum. Þeim skyldum varð að sinna ^ hvað sem raulaði og tautaði og hvort sem heiðar væru færar eður ei. Á þeim ferð- um voru Halldór og jeppinn eitt og buðu hugdjarfir sérhverri ófæru byrg- inn enda Halldór afskaplega lag- inn ökumaður að glíma við vetra- rófærur. Aldrei er samt vitað til þess að hann hafi á þeim ferðum teflt sér né öðrum í nokkra tví- sýnu enda þekking hans á vest- firsku vetrarveðri og aðstæðum á heiðum þar vestra með eindæm- um. Halldór hafði þann sið að hafa ávallt spotta, sem hann kall- aði svo, meðferðis í bíl sínum og^ ófáir munu þeir vera ferðamenn á heiðum vestra sem dregnir voru úr sköflum með spottanum sem þá var bundinn í jeppann hans Halldórs. Halldór var höfðingi í lund og frændrækni hans og ræktun vin- skapar var við brugðið. Gott dæmi um slíkt var einarður ásetningur hans að vitja systur sinnar og fjöl- skyldu hennar í Boston á meðan hann enn taldist ferðafær. Var það fastmælum bundið síðla sum- ars 1996 að sú för yrði farin á vori komanda. I millitíðinni andað- ist Petrína systir hans þar vestra en það breytti í engu áformum Halldórs, vestur skyldi farið. Af þeirri för varð svo í júníbyijun sl. sumar og var Halldór þá nokkuð þrotinn að kröftum en viljinn ób- ugaður. Hafði hann með sér vest- ur þangað dætur sínar þijár og fylgifiska þeirra og innti þar af höndum þær skyldur við fjölskyldu systur sinnar sem honum fannst að skylda bæri til með fullri reisn og glæsibrag. Eftir á að hyggja finnst mér sem hann hafi talið að með þessu ferðalagi hafi hanrn^ bundið síðustu lausu enda lífs síns og gæti þar eftir sáttur gengið hin hinstu spor. Er á sumarið leið tók heilsu Halldórs að hraka; líkaminn virtist hafa lokið sínu verki þótt andi og sál sýnust lítt buguð. Gekk svo fram til síðustu stundar og fékk Halldór hægt og rólegt andlát síðla kvölds sunnudaginn 28. sept- ember. Að leiðarlokum vil ég bera fram þakklæti mitt og fjölskyldu minnar fyrir þá gæfu að hafa átt Halldór Kristjánsson að tengda- föður. Mér fínnst ég standa í mik- illi þakkarskuld við hann því menn af hans tagi kunna þá list, seniC- nú gerist æ sjaldgæfari, að gefa öðrum af sjálfum sér og auðga með því líf annarra. Haf þú kæra þökk fyrir. Arnaldur Árnason. Elsku afi á ísó. Nú hefur amma tekið á móti þér opnum örmum. Þú sem sakn- aðir hennar svo mikið. Við eigum yndislegar minningar frá Hrann- argötu 9, allar ferðirnar sem við barnabörnin fórum með ykkus^ ömmu um Vestfirðina munu lifa í minningunni um ykkur bæði. Við höfðum með okkur harðfisk, þennan eina sanna vestfirska, og gosflösku. Alltaf hvattir þú okkur til að ferðast um heiminn og læra eitthvað nýtt. Elsku afi, við þökkum þér fyrir stundirnar sem við áttum saman.*’” Kristín og Birgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.