Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 55 FÓLK í FRÉTTUM Páfínn í bland við poppið SÁ sjónvarpsþáttur sem lifir góðu jífi allt árið um kring nefn- ist „ísland í dag“ og er sýndur fyrir kvöldféttir á Stöð 2. Hann er svolítið um Island eins og það er í minningunni og eins og það er í dag. Furðu vekur að hann skuli fá að vera í friði með þessu sniði. Áiíta má að einhverjir „besserwisserar" hefðu ágirnd á svona þætti, þótt ekki væri til annars en auglýsa fáfræði sína um leiklist, þjóna undir öll bíl- skúrsleikhús borgarinnar og sýna að þeir kunni að brosa í sjónvarpi, jafnvel þótt ekkert gleðiefni sé á ferðum mikilvæg- ara en sláturgerð. Sýndur var þáttur um Oscar Wilde á Stöð 2 og tókst bæri- lega. Hann var írskur en lagði sig mjög eftir bresku yfirstéttar atferli, óhemju fyndinn og gáf- aður og hómósexúal að auki. Að vísu kom það ekki í ljós fyrr en liðið var á ævina, en þá svo um munaði svo hann fékk dóm fyrir rétti. Þetta var mikið áfall fyrir jafn frægan mann og á þeim tíma, þegar fólk sem svona var komið fyrir hélt sig inni í skáp- um. Dómurinn yfir Wilde er eitt- hvert frægasta dæmi um hvern- ig afbrigði í ástalífi geta lagt líf einstaklings í rúst. Nú keppist fólk við að koma út úr skápum af minnsta tilefni og heimtar gift- ingar og barneignir ofan á ann- að. Þrátt fyrir gífurlegt áhlaup í samtímanum við að gera sam- tímann að upphafi og endi alls sem er, tekst sjónvarpinu ekki að vera án sögu. Stöðugt eru sýndar þar myndir sem byggj- ast á sögulegum staðreyndum eða sögulegum gildum og veita nokkra skemmtun. Öðru máli gegnir um útvarpsrásir, þar sem misjafnlega málhaltir þulir þeysast um lendur poppsins og geta í sjónhending rakið popp- söguna aftur til 1970. Nokkrar stöðvar hafa margt við þetta að iðja, þótt ekki sé verið að fjalla um flókna hluti. Mikill sigur vannst nýlega fyrir þetta fólk, þegar Bob Dylan, með sinn kúrekahatt, söng fyrir páfann í Róm og mikinn lýð, sem virtist ekki vita hvort heldur hann var kaþólskur eða poppískur. Simpson-fjölskyldan hefur fölnað svolítið í áranna rás. Hún er orðin ótrúlegri og skrítnari meira en hún sé fyndin á seinni dögum. Ríkissjónvarpið mátti nú ekki við miklu, en fjölskyldan er sýnd á laugardögum eftir fréttir. Virðist sem sjónvarps- stjórnendur íslenskir séu þeirr- ar skoðunar að fólk trúi því að dagskráin sé skemmtilegri al- mennt séð eftir áttafréttir í sjónvarpinu heldur en endranær, enda hefur Stöð 2 teflt Seinfeld fram á móti Simp- son. Einhvers staðar í kynningu sást glytta í Spaugstofumenn. Von er að í allri fátæktinni sé farið með þá eins og leynivopn. Annars er best að fara varlega í leikistargagnrýni. Fyrir henni er séð í Dagsljósi á meðan ein- hver nennir að fara í leikhúsin eftir langt tal um snilldarleikrit. Þau ljóma og skína eftir að gagnrýnandinn var rekinn. Nýi- breskur þáttur var sýnd- ur í sjónvarpinu síðasta sunnu- dag. Hann er látinn gerast á spítala og er nefndur eftir því. Þátturinn er eins konar ofgerð- ur gamanleikur og svo ótrúlegur að hann hættir fljótt að vera hlægilegur. Þetta er ekkert „sveet nonsence“ sem Bretar eru frægir fyrir, heldur fúlt kjaftæði, eins og spítalar megi hvergi vera normal, hvorki hér eða annars staðar. Þá er allt að fyllast af listamönnum, sem er góðra gjalda vert. En þurfa báðar sjónvarpsstöðvarnar að vera með listamenn á sama tíma? Að vísu er annar hver ís- lendingur að verða listamaður og allir þekkja hina þýðingar- miklu listsköpun á barnaheimil- um og í skólum. Mætti þessi kynning ekki fara þannig fram, að fullorðinn listamaður væri í öðru sjónvarpinu þessa stundina á meðan talað er við barn á sex mánaða „kursus“ í barnaskóla við að teikna bókstafinn A á hinni? Indriði G. Þorsteinsson. SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI Frábærar viðtökur Homogenic ► HOMOGENIC, nýjasta breið- skífa Bjarkar Guðmundsdóttur, hefur fengið frábærar viðtökur jafnt hér á landi sem erlendis. Gagnrýnendur hafa hlaðið lofs- yrðum á plötuna og hún selst mun betur en fyrri plötur Bjarkar. Homogenic hefur þegar selst í 4 þúsund eintökum hér heima og er langsöluhæsta breiðskífa síðustu viku. í Bretlandi var hún í fjórða sæti yfir söluhæstu plötur síðustu viku og í efsta sæti óháða „Indie“- listans. Hún fór í 28 sæti banda- ríska Billboard listans og í efsta sæti óháða listans þar i landi. Á meðfylgjandi lista má sjá hvert platan hefur náð þessa fyrstu viku eftir að hún kom út og ber hann þess glöggt vitni að hróður Bjarkar hefur borist víða um heim. Homogenic Bjarkar á vinsældarlistum eftir einnar viku sölu ÍSLAND 1. sæti Danmörk 1. sæti Frakkland 2. sæti Noregur 3. sæti Portúgal 4. sæti Bretland 4. sæti Svíþjóð 5. sæti Þýskaland 10. sæti Sviss 13. sæti Belgía 14. sæti Finnland 14. sæti Tékkland 18. sæti Austurríki 22. sæti Bandaríkin 28. sæti Holland 67. sæti | Áætluð staða á lista: | Ástralía 1. sæti Nýja-Sjáland 5. sæti Hong Kong 10. sæti Japan 15. sæti Úr grein Mbl. miðvikudaginn 1. október vegna verðkönnunar #• gerða af „Islensk verslun allra hagur þar sem m.a var borið saman verð á Nike í Dublin og í Reykjavík. Morgunblaðsgrein. Þær Edda Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, Herdís Magnúsdóttir, markaðsfull- trúi Kringlunnar, og Edda Sverrisdóttir, frá Miðborgarsamtökunum, könnuðu vöruverð í London, Dublin og Kaupmannahöfn. Að þeirra sögn er í öllum tilvikum í verðkönninni um sambærilega vöru að ræða fyrir utan samanburð á verði á Nike skóm sem kom fram í töflu sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að skórnir væru 86,5% ódýrari í Dublin heldur en í Reykjavík. Að sögn Björns Þórissonar hjá Austurbakka, umboðsaðila Nike á íslandi, var ekki um sömu gerð af skóm að ræða og því ekki hægt að bera þá saman. „Ég hafði samband við Nike á írlandi til þess að kanna þennan mikla verðmun og þá kom í Ijós að í Dublin var um eldri gerð að ræða sem ekki er hægt að bera saman við nýjustu gerðina sem skoðuð var hér á landi. Jafnframt kom fram hjá Nike á írlandi að leiðbeinandi verð fyrir sömu skó og teknir voru inn í könnunina í Reykjavík er 115 írsk pund sem er svipað verð og í Reykjavík segir Björn. Nike umboðið á íslandi bendir á að einnig eru eldri gerðir lækkaðar hér, ef með þarf, bæði til að rima fyrir nýjum vörum og t.d. þegar vantar orðið mikið inni stærðir. Höldum versluninni heima! r££$=s=
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.