Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
YR greiðir 22 til 23 millj-
ónir króna til ASÍ og LÍV
GREIÐSLUR Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur til Landssam-
bands íslenskra verslunarmanna og
Alþýðusambands íslands nema
22-23 milljónum króna á hverju
ári, en VR er stærsta verkalýðsfé-
lag landsins. Ef til þess kæmi að VR
gengi úr Landssambandi íslenskra
verslunarmanna myndi það einnig
þýða úrsögn úr Alþýðusambandi Is-
lands.
Þing Landssambands íslenskra
verslunarmanna verður haldið um
aðra helgi, dagana 10.-12. október,
og þar verða ræddar breytingar á
starfsemi Landssambandsins. VR
Sjávarútvegsráðherra
Kanada um
umhverfísmerki
Mál hags-
muna-
aðilanna
ORRI Vigfússon, formaður
N orður-Atlantshafslaxveiði-
sjóðsins, fékk nýlega svarbréf
frá David Anderson, sjávarút-
vegsráðherra Kanada, við mála-
leitan sinni um grænt umhverf-
ismerki á fiskafurðir úr Norður-
Atlantshafinu.
Allir eru hagsmunaaðilar
í bréfinu segir m.a. að þetta
mál heyri undir hagsmunaaðila
í sjávarútvegi og bendir hann
Orra á að snúa sér til Ron Bul-
mers, formanns kanadíska fisk-
veiðiráðsins.
„Ráðheri’ann segir í bréfinu
að málið eigi að fara í gegnum
hendur hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi. Mín skoðun er sú að all-
ir séu hagsmunaaðilar á þessu
sviði,“ segir Orri.
Hugmynd hans er sú að til
þess að fá grænt merki á afurð-
imar þyrfti fiskurinn að koma
úr Norður-Atlantshafi, vera
veiddur með umhverfisvænum
aðferðum, vera í hæsta gæða-
flokki og falla undir sjálfbærar
veiðar.
Sé til hvemig
málið þróast
„Mönnum finnst hugmyndin
góð en viðtökumar mættu þó
vera betri. Ég kynnti hug-
myndina í vor og ætla að sjá til
hvemig málið þróast. Ég hef
sent Ron Bulmer bréf og
hlakka til að heyra viðtökur
hans,“ sagði Orri.
Gjaldheimtan í
Reykjavík sam-
einuð tollstjóra
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina
Gjaldheimtuna í Reykjavík embætti
tollstjóra frá og með næstu áramót-
um. Áætlaður kostnaðarauki ríkis-
sjóðs vegna breyttrar kostnaðar-
skiptingar og endurskipulagningar
embættisins er 48 milljónir kr.
Sameiginlegur rekstur ríkis og
sveitarfélaga á gjaldheimtum hefur
verið til endurskoðunar um skeið.
Hafa gjaldheimtur á Seltjamamesi, í
Mosfellsbæ, Garðabæ og á Suður-
nesjum þegar verið lagðar niður.
Einnig hefur Reykjavíkurborg sagt
upp samstarfssamningi um rekstur
Gjaldheimtunnar í Reykjavík og var
þá ákveðið að sameina hana rekstri
tollstjórans í Reykjavík, að því er
fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir
næsta ár.
er langstærsta aðildarfélag sam-
bandsins með um 70% af öllum fé-
lögum þess, en rúmlega 13.600 full-
gildir félagsmenn voru í VR um síð-
ustu áramót. Landssambandið hef-
ur einnig um 70% af tekjum sínum
frá VR og nemur sú greiðsla um
7-8 milljónum á hverju ári. Til við-
bótar greiðir VR um 15-16 milljón-
ir á hverju ári til Alþýðusambands-
Viðræður við
landssambandið
Magnús L. Sveinsson, formaður
VR, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að viðræður stæðu yfir við full-
K AFFIKERLIN GARN AR svoköll-
uðu, sem eru hreyfanlegar auglýs-
ingabrúður frá Ó. Johnson og
Kaaber, og voru síðast í glugga
raftækjadeildar fyrirtækisins í
Hafnarstræti, eru komnar í sitt
fínasta púss og aftur farnar að
drekka kaffi, nú í útstillingar-
glugga Heimilistækja í Sætúni.
Kerlingarnar þrjár höfðu verið
týndar í allmörg ár og jafnvel talið
að þær væru endanlega glataðar
en á liðnum vetri komu þær loks í
leitimar og var þá ákveðið að
dubba þær upp og laga í þeim mót-
orinn þannig að þær gætu haldið
HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað
kröfu tveggja bænda við Laxá í S-
Þingeyjarsýslu um að ríkissjóður
greiði bætur vegna þeirrar ákvörð-
unar Náttúruverndarráðs að leyfa
ekki gerð laxastiga í ánni. Héraðs-
dómur komst að þeirri niðurstöðu
að ríkinu bæri að greiða bætur.
í svonefndum Laxársamningi frá
árinu 1973 var kveðið á um að rík-
issjóður kostaði gerð laxastiga
framhjá Laxárvirkjun þannig að
lax kæmist upp fyrir Brúarfoss í
trúa Landssambandsins um skipu-
lagsmál og starfshætti þess. í leið-
ara í síðasta tölublaði VR-blaðsins
segir Magnús að náist ekki sam-
komulag um að breyta starfsemi
LIV sé það aðeins tímaspursmál
hvenær það líði undir lok.
Hann sagði að ef ekki yrðu ein-
hverjar breytingar á starfsemi
Landssambandsins væri það sjálf-
dautt. Það væri engin spuming að
starfsemi þess þyrfti að færa sig að
nútímanum. Mikið hefði skort á
upplýsingagjöf og að vinna væri
lögð í að samræma sjónarmið félaga
innan Landssambandsins. VR legði
Kerlingarnar
komnar 1 sitt
fínasta púss
uppteknum hætti. Til verksins var
fenginn Halldór Gunnlaugsson,
sem er sérfræðingur í að gera upp
gamla muni og listsmíð.
Sitja úti í glugga og
gæða sér á góðu kaffi
„Þær eru orðnar ofsalega fínar
og snurfusaðar og komnar í sam-
Laxá. Byggingu laxastigans var
lokið 1981, en hann kom aldrei að
tilætluðum notum. Árið 1990 sam-
þykkti Náttúruverndarráð að
leggjast gegn frekari áformum um
flutning á laxi upp fyrir virkjunina,
en ráðið hafði 1975 samþykkt slíka
ráðstöfun. Talið var að veruleg
áhætta væri tekin með lífríki ofan
Brúarfoss ef lax væri fluttur þang-
að.
Veiðiréttarhafar töldu að með
þessari ákvörðun hefði Náttúru-
áherslu á að þetta yrði lagað og
hann gerði sér vonir um að það yrði
niðurstaðan.
Breyta þarf
skattamálum ASÍ
VR hefur einnig verið ósátt við
breytingar sem gerðar voru á
skattgreiðslum til Alþýðusam-
bandsins á síðasta sambandsstjórn:
arfundi þess. Telur VR að þing ASÍ
geti eitt gert breytingar í skatta-
málum Alþýðusambandsins og hef-
ur innt af hendi greiðslur sínar til
sambandsins í samræmi við fyrri
reglur.
band. Nú sifja þær úti í glugga og
gæða sér á góðu kaffi og virðist
bara líða vel,“ segir María John-
son, markaðsstjóri hjá Heimilis-
tækjum.
Kerlingarnar eru komnar vel á
áttræðisaldur en Ólafur Þ. Johnson
forsljóri keypti þær í Þýskalandi
einhvem tíma í kringum 1920. Þær
vom lengi til sýnis í Skemmu-
glugganum í Austurstræti, seinna í
glugga Málarans í Bankastræti,
þar sem Sólon íslandus er nú, og
síðast í glugga raftækjadeildar Ó.
Johnson og Kaaber í Hafnarstræti
fram undir 1970.
vemdarráð skapað ríkissjóði fé-
bótaábyrgð. Hæstiréttur fellst
ekki á þetta sjónarmið. Krafan feli
í sér of víðtæka bótaábyrgð. Eðli-
legt sé að líta svo á að sú lagagrein
sem veiðiréttarhafar vitna til þýði
að einungis skuli greiða bætur
þegar eignatakmarkanir séu svo
umfangsmiklar að jafngildi eignar-
námi samkvæmt 72. grein stjóm-
arskrárinnar.
Málskostnaður var felldur niður.
Einn dómari skilaði sératkvæði.
Ríkisútvarpið
Breyting-
um lýkur
í næstu
viku
NÚ SÉR fyrir endann á
stj ómskipulagsbreytingum
innan Ríkisútvarpsins og er
búist við að gengið verði frá
síðustu málunum í þeim efn-
um í næstu viku. Ekki liggja
fyrir upplýsingar um kostnað
vegna skipulagsbreytinganna.
Endurskipulagningin tekur
til um tuttugu starfsmanna og
fengu 19 þeirra send upp-
sagnarbréf í júnímánuði síð-
astliðnum.
Fjórir farnir á biðlaun
Samkvæmt upplýsingum
Ríkisútvarpsins em fjórir
farnir á biðlaun, tveir á
þriggja mánaða biðlaun og
tveir á níu mánaða biðlaun.
Sex starfsmenn era hættir og
fara ekki á biðlaun. Þar af
hættu tveir strax, tveir hættu
nú um mánaðamótin og tveir
starfa samkvæmt verktaka-
samningum. Þá hafa starfs-
lokasamningar verið gerðir
við tvo starfsmenn og óvíst er
hvernig gengið verður frá
málum tveggja starfsmanna
til viðbótar og ræðst það í
næstu viku hverjar lyktir þau
mál fá.
Aðrir þeir sem uppsagnirn-
ar náðu til hafa verið endur-
ráðnir til starfa á vegum Rík-
isútvarpsins.
Iþróttafélög
Styrkir í
stað slysa-
trygginga?
I heilbrigðisráðuneytinu er í
undirbúningi könnun á kost-
um þess að greiða styrki beint
til íþróttafélaga í stað þess að
félögin njóti slysatrygginga
án þess að greiða fyrir það ið-
gjald. Þetta kemur fram í
fjárlagafrumvarpi fyrir árið
1998.
Bætur til íþróttamanna úr
slysatryggingum nema 35-40
milljónum króna á ári. Sam-
kvæmt fjáriagaframvarpinu
er áætlað að útgjöld slysa-
trygginga almannatrygginga
lækki um 30 milljónir kr. á
næsta ári, en þau hafa farið
lækkandi frá árinu 1994 er
trygging stjómenda aflvéla
og bifreiða var flutt til al-
mennra tryggingafélaga.
Leitað til
Júlíusar
Vífíls
KJÖRNEFND Sjálfstæðis-
flokksins hefur komið að máli
við Júlíus Vífil Ingvarsson,
framkvæmdastjóra Bflheima
hf., og leitað eftir því að hann
gefi kost á sér í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í næstu
borgarstjórnarkosningum.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur Júlíus Vífill
ekki verið afhuga hugmynd-
inni en ekki gefið svar ennþá.
Kjömefndinni hefur þótt
vanta á prófkjörslistann mann
úr athafnalífinu og því leitaði
hún til Júlíusar Vífils. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins
hefur Júlíus Vífill rætt við
marga um hugsanlegt fram-
boð og er alvarlega að skoða
það að taka þátt í prófkjörinu.
Morgunblaðið/Árni Sæbcrg
ÞÆR virðast nokkuð ernar, kerlingamar sem aftur eru famar að súpa kaffið frá Ó. Johnson og Kaaber
eftir alllangt hlé, nú f glugga Heimilistækja f Sætúni.
Ríkið sýknað af fé-
kröfum Laxárbænda