Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ LILJA HALLDÓRSDÓTTIR STEINSEN + LiUa Halidórs- dóttir Steinsen fæddist í Reykjavík 15. janúar 1923. Hún lést á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 29. september síð- astliðinn. Foreldrar: % Hólmfriður Jóns- dóttir, f. 19.1. 1891, d. 1964, og Þorfínn- ur Júlíusson, f. 29.3. 1884, d. 1931. Kjörforeldrar: Guðrún Katrín Jónsdóttir, f. 18.2. 1876, d. 20.7. 1927, og Halldór Steinsen, læknir og alþingismaður í Ólafs- vík, f. 31.8. 1873, d. 25.12. 1961. Systkini: dætur Þorfinns af fyrra hjónabandi, Úlfhildur, lát- in, og Sólveig, látin, sonur Hólm- fríðar f. hjónaband, Hilmar Grímsson. Börn Hólmfríðar og Þorfinns: Hjalti, Hulda, látin, 'V Hólmfríður, Iátin, Sólveig, látin, Júlíana, Lilja yngri, Áslaug og Jóna Ölafía. Uppeldisbræður Lilju: Vilhelm Steinsen, látinn, og Halldór Steinsen. Lilja giftist 3. júli 1948 Konráði Má Eggertssyni, f. 17.11. 1911, d. 15.7. 1995. Þau bjuggu á Haukagili í Vatnsdal til 1976 er þau fluttu til Blönduóss. Sonur Lilju fyrir hjónaband er Sævar Om Stefánsson, f. 5.4. 1947, búsettur í Reykjavík. Böm Lilju og Konráðs em Eggert Konráð, f. 10.1. 1949, búsettur í Kópavogi, Guðrún Katrin, f. 3.8. 1951, búsett á Dalvík, Ágústína Sigríður, f. 13.6. 1954, búsett á Hjartarstöð- um í Eiðaþinghá, Inga Dóra, f. 13.10. 1958, búsett á Akureyri, og Hólmfríður Margrét, f. 23.11. 1963, búsett á Álftanesi. Bama- böra Lilju em 19 og bamabama- böm 9. Útför LHju fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lilja Halldórsdóttir Steinsen, fv. húsfreyja á Haukagili í Vatnsdal, er látin. Árið 1947 kom hún, ung blómarós úr Reykjavík, með Sævar son sinn, að Haukagili, er hún réðst sem ráðskona til Konráðs Más Egg- ertssonar, bónda þar og fóðurbróður míns. Konráð, sem var fæddur 1911, eignaðist hálft búið á Haukagili 1937, þá 26 ára, en tók við búsfor- ráðum 1942, er faðir hans, Eggert Konráð, lézt. Móðir Konráðs, Ágúst- ína Grímsdóttir, stýrði enn inn- anstokks, er Lilju bar að garði. Fljótlega tókust ástir með þeim Konráði og gengu þau í hjónaband 3. júlí 1948. Þau eignuðust síðan fímm mannvænleg börn á árunum 1949 til 1963; Eggert, Guðrúnu, Ágústínu, Ingu Dóru og Grétu, en Lilja átti fyrir Sævar Örn, sem Kon- ráð gekk í föðurstað. Haukagil er víðlend og kostarík jörð og vel fallin til búskapar. þegar Lilja kom þangað, var nýi tíminn ( að taka við af þeim gamla í búskap- arháttum með vélvæðingu, ræktun túna og endurbættum húsakosti fyr- ir menn og skepnur. Vandað og rúmgott íbúðarhús hafði verið byggt árið 1936, sem stendur enn og hýs- ir núverandi ábúendur jarðarinnar, sonardóttur Lilju, Hörpu Eggerts- dóttur, og fjölskyldu hennar. Bæjar- lækurinn var virkjaður 1939, og skilaði rafstöðin, þótt lítil væri, nægjanlegu rafmagni til lýsingar og matseldar, sem í þá daga voru fátíð þægindi í sveitum landsins. Búið var afurðagott og sá ábúendum sínum góðan farborða. Aðkoma fyrir nýja húsmóður á Haukagili var því allgóð á mæli- kvarða þess tíma, þótt viðbrigðin *~y fyrir Lilju hafi sjálfsagt verið tals- verð. Hún hafði alist upp á læknis- heimili, búið í Ólafsvík og Reykja- vík, lært hárgreiðslu í iðnskólanum, hrærst í margmenni og öðlast lífs- sýn, sem var talsvert ólík þeirri, sem blasti við á afskekktu og rótgrónu sveitaheimili norður í landi. Það er ekkert auðvelt að koma einn inn í ókunnugt samfélag, þar sem virðist nánast vera um það eitt að velja að samlagast því og þeim siðum, sem þar ríkja fyrir. En Lilja færði með sér ferskan blæ og kom, sá og sigraði. Hún sigraði hjarta Konráðs, ávann sér virðingu fjöl- skyldu hans og sveitunga, og eign- aðist gott heimili og fagnaði bama- láni. Lilja var kona fríð sýnum; hafði glaðværa og ljúfa lund; eftirminni- legan og smitandi hlátur; var hlé- dræg og óáreitin, en skapfóst og sterk, ef á þurfti að halda. Snyrti- ^ mennska og reglusemi var þeim hjónum, í blóð bopn, sem fallegt heimili þeirra og myndarlegur bú- skapur bar órækan vott um. Gróska og framfarir ríktu á þessum árum í íslenskum landbúnaði, sem þau Konráð tóku ósvikinn þátt í. þau voru hjúasæl og dvaldi margt vinnu- fólk hjá þeim, einkum framan af. Lálja var vinaföst og sóttu æskuvin- konur hennar og ættingjar að sunn- an hana gjarnan heim á sumrin til lengri eða skemmri dvalar. Búskapur þeirra Konráðs stóð á Haukagili til ársins 1976, en þá fluttu þau til Blönduóss. Sonur þeirra, Eggert Konráð, tók þá við öllu búinu, en hann hafði tekið við hluta þess árið 1970. Lilja og Kon- ráð áttu heimili á Blönduósi æ síð- an, fyrst í íbúð, sem þau eignuðust við Blöndubyggð 8, en síðar í nýju og glæsilegu húsnæði fyrir aldraða að Flúðabakka 1. Þar nutu þau góðra granna og endurnýjuðu göm- ul kynni við samferðafólk sitt úr Húnaþingi. Ég var 13 sumur, 1945-58, á Haukagili og þar var mitt annað heimili öll þessi ár. Ég sat því í fleti fyrir, þá 5 ára, þegar Lilja kom þang- að 1947 og man vel eftir brúðkaupi þeirra Konráðs ári síðar, þegar þau brugðu sér prúðbúin af bæ, - og komu gift til baka. Mér þótti stöðu minni á heimilinu, - en þar dvaldi ég í skjóli föðurömmu minnar, Ág- ústínu, - teflt í nokkra tvísýnu við húsmóðurskiptin. Sá ótti var ástæðulaus. Lilja reyndist mér sem besta móðir og gengu þau Konráð næst foreldrum mínum á uppvaxtar- árunum, og var kært með okkur æ síðan. Með fráfalli Lilju, - og Konráðs Eggertssonar fyrir tveimur árum, - er ákveðnum kafla í sögu Haukagils í Vatnsda! lokið. Margir samferða- menn; fjölskylda, sveitungar og vinir lesa í þeim kafla brot úr eigin sögu í samskiptum við þessi ágætu hjón, og minnast þeirra og þessara góðu tíma með söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning Lilju Halldórs- dóttur Steinsen. Eggert Hauksson. í dag er kvödd hinstu kveðju Lilja Halldórsdóttir, fyrrverandi húsmóðir á Haukagili í Vatnsdal, en hún lést síðastliðinn mánudag eftir erfíða baráttu við krabbamein, þann sjúk- dóm sem veldur dauða fleira fólks í neyslusamfélögum nútímans en nokkur annar. Ein af þeim minningum sem eru ljóslifandi í hugskoti mínu eru fyrstu kynnin af tengdamömmu þegar ég fór heim með konuefninu fyrir rúmum tuttugu og tveimur árum. Þessi kona sem bauð mig yelkominn á, þeimilj sitt með ,ipnj- JON GUÐMANN VALDIMARSSON + Jón Guðmann Valdimarsson var fæddur í Gular- áshjáleigu, Austur- Landeyjum, 5. októ- ber 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 28. september síðastliðinn. For- eldrar hans vom Valdimar Þor- varðarson frá Klas- barða í V-Landeyj- um, f. 14. maí 1893, og Elín Jónsdóttir frá Laug í Biskups- tungum, f. 10. októ- ber 1886. Systkini hans eru Anna Kristín í Stekkum, Guð- rún Jóhanna og Ásdís Katrín báðar búsettar í Reykjavík. Guðmann kvæntist 1. janúar 1942 Stefaníu Magnúsdóttur frá Flögu í Villingaholts- hreppi, f. 29. apríl 1921. For- eldrar hennar vom Magnús Árnason frá Hurðarbaki og Vigdís Stefánsdóttir frá Sela- læk á Rangárvöllum. Sonur: Árni Guðmannsson, smiður í Kópavogi, f. 30. maí 1942, kvæntist 1. janúar 1969 Hrafn- hildi Sveinsdóttur, f. 22. mars 1943, eri hún lést 1. febrúar á síðastliðnum vetri. Dætur þeirra: Ragnhildur Hafdís, gift Páli Þórarins- syni, Sóley Huld, Dagný Hmnd og Signý Hlíf. Guðmann fluttist með foreldrum sín- um að Eyrarbakka 1938 og stundaði sjómennsku fyrstu árin þar. Síðar lagði hann stund á smíðar og lærði til þeirra hjá Valdimar föður sínum. Guð- mann var athafnasamur smið- ur og byggði hús víða í sveitum Suðurlands auk smærri verka. Hann stýrði m.a. byggingu brimvarnargarðs við höfnina á Eyrarbakka. Allt frá árinu 1974 átti Guðmann við veikindi að stríða og varð frá þeim tíma óvinnufær. Útför Jóns Guðmanns verður gerð frá Eyrarbakkakirlgu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. leika sem var svo blátt áfram og einlægur, engin sýndarmennska og ekkert orðskrúð, heldur aðeins ,já, komdu nú sæll, Dóri minn, og vertu velkominn". Árið 1947 kemur Lilja sem ráðs- kona að Haukagili og varð það upp- hafíð að hennar lífshamingju, því ári síðar giftist hún Konráð Ég- gertssyni bónda þar og þau stofn- uðu heimili. Með því að eignast sitt eigið heimili hygg ég að Lilja hafí fundið þá lífsfyllingu sem hún leit- aði eftir því hún bar mjög mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni og áhugi hennar var fyrst og fremst bundinn við það að búa börnum sín- um gott heimili og aðstoða þau og síðar barnabörnin á allan þann hátt sem hægt var. Ég vona að hún hafi skynjað þann árangur sem varð af hennar mikla móðurstarfí því fyrir utan það að hafa getið af sér myndarlega einstaklinga, eru óvenju sterk tengsl og samhugur innan systkinahópsins hvort sem deila þarf gleði eða sorg, og svo virðist sem þessi sterku fjölskyldu- bönd haldist áfram því mikil sam- staða er meðal fjölskyldna systkin- anna og eins þeirra á milli. Lilja var fáorð að eðlisfari og leiddi hjá sér tal um annað fólk, hins vegar var hún skapmanneskja. Væri hallað á hana eða einhvem fjölskyldumeðlim gat þykknað mjög í henni án þess þó að hún talaði um það, en einhvernveginn fór það ekklfram hjá neinum sem nálægur var. Lilja missti mann sinn sumarið 1995 og bjó ein í íbúð sinni á Blöndu- ósi upp frá því allt fram í endaðan ágúst sl. er hún fór á Héraðssjúkra- húsið. Á síðastliðnu vori greindist hún með þann sjúkdóm sem varð hennar banamein, hafði hún þá ver- ið meira og minna veik heima svo mánuðum skipti en gert það sem hún gat til að leyna ættingja og vini því hvemig heilsan var. Ég held að þeir sem kynntust Lilju hljóti fyrst og fremst að minn- ast hennar fyrir þá miklu alúð sem hún sýndi bömum og heimili og er hollt að leiða hugann að því nú á tímum, þegar allt kapp er lagt á að höndla sem mest veraldleg gæði en ræktun mannlegra gilda látin sitja á hakanum. Lilja, ég er þakklátur forsjóninni fyrir að eignast lífsförunaut sem þú mótaðir. Hvíl í friði. Halldór Sigurðsson. Ég veit þú lifir, brosir bakvið dauðann; blíða vina sumarliljum hjá. (V.H.) Kær vinkona er látin. Síðustu mánuðina hafði hún af æðruleysi barist hatrammri baráttu við illvígan sjúkdóm, sem að lokum lagði hana að velli. Síðastliðið vor er sjúkdómur hennar var greindur og henni var sagt að engin von væri um bata, brást hún við af hetjuskap, sem gerði ættingjum hennar og vinum Iéttbærara að taka þessum tíðindum. Lilja starfaði í Kvenfélagi Vatns- dæla og var þar formaður um tima. Eftir að Lilja og Konráð fluttu frá Haukagili til Blönduóss, vann hún nokkur ár á Héraðshælinu. Haustið 1991 urðum við nágrannar á Flúða- bakka 1. Það var glaður hópur sem flutti þar inn og öll áttum við vonir um að eiga þar gott ævikvöld, en smámsaman hefur fækkað í húsinu og nú eru eftir 6 af 12 manna sam- stilltum hóp. Góður andi ríkti í hús- inu og vinátta milli íbúa. Lilju er sárt saknað, enda sérstaklega hjálp- fús og hlý kona. Erfíðast verður það fyrir Davíu vinkonu hennar, en þær voru sérstaklega duglegar að hlú hvor að annarri og gleðja. Eftir því sem árin líða kveðjum við samferða- fólkið með söknuði, en góðu minn- ingarnar lifa. Þessar fátæklegu línur eru kveðjur til Lilju frá vinunum á Flúðabakka 1. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við börnum hennar og Qölskyldum þeirra. Elísabet Þ. Sigurgeirsdóttir. • Fleiri minningargrcinar um Liiju Halldórsdóttur Steinsen bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. Kveðjustund, sú hin endanlega í jarðneskum skilningi, er runnin upp og á hugann leita minningar um þig, elsku Manni minn. Oft höfum við kvaðst á tröppun- um þínum við undirleik brims og vinda á Eyrarbakka við svipað tíð- arfar og nú hefur sýnt sig. Öldurót eða ókyrrð í veðrinu höfðu ekki áhrif á viðmótið þitt og handtakið. Eftir góðar stundir í þínum ranni við hlýju og öryggi en jafnframt mikla hógværð í fasi, var kveðju- faðmlagið goldið óspart. í því var engin hálfvelgja eða tvískinnungur. Væntumþykjan og góðvildin voru ekki bara til að sýnast, þeim fylgdi fullur hugur. Við kveðjustund var eins og frá þér streymdi allt það, sem þú vildir svo gjaman hafa sagt og skyndilega varð manni ljóst hver hugur þinn í rauninni var. Innra með þér ólgaði jafnan meira en séð varð eða þú komst orðum að. Ég man þegar ég kom fyrst á Eyrarbakka fyrir fjölmörgum árum lítil telpa í vetrardvöl hjá ömmu á Sunnuhvoli. Þá sat ég oft með námsbækumar innan við gluggann sem vissi að Kirkjuhúsi og oftar en ekki hvörfluðu augun frá landa- fræðinni og öðm sýsli. Það var ekki ýkja margt hægt að lesa út úr vest- urgafli Kirkjuhúss í þá daga. Ein- ungis útidyr og ef minnið er ekki alveg brostið, lítill gluggi á efri hæð. Það var allt og sumt. En brátt varð Guðmann hluti þess sem fyrir augu bar. Hann var í svarbrúnni lopapeysu með derhúfu og ýmis verkfæri og gott ef ekki tvist stand- andi út úr hveijum buxnavasa. Hann gekk rakleitt úr smíðahús- inu, sem stóð sunnar og hélt austur á Bakka. Hann fyllti vel út í peys- una og mér fannst hann bæði stór og stæðilegur. Göngulagið var að því virtist átakalaust en þeim mun öruggara og fyrr en varði var hann horfínn. Næst þegar honum brá fyrir sjónir settist hann ef til vill inn í Moskóvitsinn, sem virtist ekki vera blíðkaður neitt sérstaklega við að komast í gang og leggja af stað, líklegast í enn lengra erindi en áð- ur. Þannig var það líka hann stóð alltaf í einhveijum stórræðum á meðan heilsan leyfði. Seinna fékk ég að kynnast Guð- manni og störfum hans af sjónar- hóli heimilis hans því ekki leið á löngu þar til litla stúlkan átti fyrsta erindið í Kirkjuhús og mörg síðan bæði löng og stutt. Það var ekki óttalaus vera, sem stóð við útidyrn- ar að reka erindi fyrir ömmu við Stebbu í Kirkjuhúsi. Stóri maðurinn kom til dyra og það virtist alls ekki pláss fyrir ^fjejri í Jitly for(sjx»funni. „Komdu inn, væna mín,“ sagði hann svo undurblíðri röddu að forstofan virtist allt í einu rúma alla sem þyrfti og óttinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Hann lagði kannski ekki fleiri orð í belg í heimsókninni en hugur hans og athygli var ósvikið hjá baminu, sem að garði bar. Aldr- ei brosti hann breiðar eða tindruðu augu hans skærar en þegar börnin undu glöð og fijáls við hlið hans. Allan barnaskap og ærsl sem óhjá- kvæmilega fylgja æskunni varði hann og umbar alla tíð. Þar átti ungdómurinn tryggan málsvara og stórt hjarta. Heimsóknir mínar út í hlýtt og bjart smíðahúsið þegar napur vetur gnauðaði gleymast ekki, né heldur gleyma börnin mín ferðunum með „afa“ í búðina. Þær voru eftirsóttar af öllum, sem ekki höfðu að fullu slitið bamskónum. í þeim gleymdist aldrei „aðalatriðið", því mátti treysta alveg fram á síð- asta dag vegferðarinnar. Dýr fjársjóður lífs míns er fólg- inn í því að hafa fengið að kynri- ast heimili Stefaníu og Guðmanns og njóta ástúðar þeirra og um- hyggju. Fyrstu kynnin í nágrenni við ömmu mína og síðar að fullu á heimili þeirra í hartnær tvo vet- ur. í þá daga hafði Guðmann ekki enn kennt þess heilsubrests, sem hann síðar mátti bera. Samvinna þeirra og styrkur við átakanleg veikindi hin síðari ár hljóta að vera okkur öllum sem til þekktu skært vegarljós þegar ferðin liggur um dimma dali lífsins. í öllu því stríði opinberuðust mannkostir Manna. Hann stóð eins og öldubijótur í hafi. Líkt og þegar hann var verk- stjóri við byggingu hafnargarðsins við Eyrarbakkahöfn og gekk ótrauður og af karlmennsku fram til atlögu við óvægið brimið. Til þess þurfti mikið áræði. Oftar en ekki kom hann heim að loknu dags- verki holdvotur upp að höndum. Slík voru þrekvirkin einnig sem Manni vann í baráttu sinni við vanmátt og málhömlur hin síðari ár. Við ferðalok þökkum við Guð- laugur og börnin okkar Manna fyrir allt sem að ofan greinir og ótaldar ánægjustundir saman. Þær búa ævinlega með okkur og þeirra er ljúft að minnast. Guð varðveiti minningu hans og veri með fjölskyldu hans um ókomna tíma. Jónína Eiríksdóttir. • Fleiri minningargrcinar um Jón Guðmann Valdimarsson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu niBstu daga. {
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.