Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 25 Qstalyst 3 Ný matreiðslubók kynnt á ostadögum MATREIÐSLUBÓKIN Ostalyst 3 er komin út og er kynnt á ostadög- um í Perlunni. Dómhildur A. Sig- fúsdóttir, forstöðumaður tilrauna- eldhúss Osta- og smjörsölunnar, sem er höfundur bókarinnar segir hana ekki ólíka hinum bókunum tveimur Ostalyst 1 og Ostalyst 2 þó brot þessarar bókar sé stærra og bryddað upp á nýjungum. „Við er- um til dæmis með sérstakan kafla í Ostalyst 3 um samlokugerð, upp- skriftir að heitum brauðréttum og brauðtertum en viðskiptavinir okk- ar hafa mikið spurt um uppskriftir að brauðtertum," segir hún. Dóm- hildur bendir á að í bókinni séu um 200 uppskriftir þar sem bakstur er tekinn fyrir, smáréttir, súpur, salöt og grænmetisréttir auk aðalrétta úr kjöti og fiski. Þá er að finna uppskriftir að ábætisréttum, krem- um, sósum og sælgæti og einnig eru í bókinni ráðleggingar um val á víni með ostum. Hún segir að hrá- efnið sé svipað og áður, mjólkuraf- urðir í hávegum hafðar og í fyrsta skipti nokkrar uppskriftir að rétt- um þar sem hreint kvarg er í aðal- hlutverki. Við báðum Dómhildi að velja uppskrift úr bókinni fyrir lesendur. Sjávarréttasúpa Fyrir 6 500-600 g ýsa eða lúða __________% lítri vatn_______ % laukur 3 negulnaglar, stungið í laukinn 3 lárviðarlauf ____________1 msk. salt____________ ____________5 piparkom_____________ ________2 msk. hvítvínsedik________ 50 g smjör 110 g rjómaostur m/dilli og hvítlauk salt og pipar _____________klippt dill___________ söxuð steinselja 2 dl hvítvín, ekki sætt 1 lítil dós kræklingur 1 lítil dós fiskbollur 100 g rækjur 100 g skelfiskur gott er að bæta humri í Setjið lauk, lárviðarlauf, salt, piparkom og edik saman við vatn- ið. Sjóðið fiskinn í vatninu. Takið fiskinn upp. Roð- og beinhrinsið. Kælið. Sigtið soðið í stóran pott. Bætið smjöri og safa af kræklingi út í. Bætið hvítvíni og rjómaosti í, látið ostinn bráðna. Smakkið til með salti og pipar. Takið fiskinn í bita og bætið út í soðið, ásamt kræklingi, sundurskornum fisk- bollum, rækjum og skelfiski. Hitið að suðu. Smakkið súpuna til þegar hún hefur staðið smástund. Gott er að búa súpuna til daginn áður en hún er notuð og hita síðan upp. Hægt er að frysta súpuna, láta hana þiðna og hita hana upp. Bætið meiri rjómaosti í ef súpan á að vera þykkari. Berið sama hvítvín fram með súpunni og er í henni. Nýtt Hreinar ilm- kjarnaolíur Utá salatið VERSLANIR Body Shop á íslandi kynna um þessar mundir hreinar ilmkjamaolíur. Þá fást einnig til- búnar blöndur, s.s. húðnæring, sturtugel, bað- og nuddolíur og grunnvörar fyrir þá sem vilja búa til eigin blöndur. í fréttatilkynn- ingu frá Body Shop segir að ilm- kjamaolíumar hafi mismunandi árhif, sumar kæli, aðrar hiti eða lini þrautir, örvi eða kæti. Starfsfólk Body Shop-versl- ana gefur upplýsingar um notkun á olíunum og einnig liggja frammi upplýsingablöð á íslensku með hverri olíutegund. BALSAMIC Vinaigrette heitir ný salatsósa frá Newman’s own. Hér er á ferðinni blanda af balsamicediki, ólífuolíu og kryddi sem nota má á pasta- og grænmetis- salöt. í fréttatil- kynningu frá heild- verslun Karls K. Karlssonar segir að Balsamic Vinaigrette sé án rot- varnar- og litarefna og fáist í flestum Morgunblaðid/Ásdís matvöyuversl u n 11 m. Ostadagar í Perlunni Ymsar nýjungar kynnt- ar og smakkað á ostum í DAG, laugardag, hefjast ostadagar í Perlunni. Islandsmeistarakeppnin í ostagerð hefur staðið yfir og vora ná- lægt hundrað ostaafbrigði send í keppnina. Átta manna dómnefhd, skipuð fagmönnum úr mjólkuriðnaði, hefur að undanfómu metið ostana. Verðlaun era veitt fyrir bestu ostana. Á ostadögunum gefst almenningi kostur á að hitta ostameistara frá öllum ostaframleiðslufyrirtækjum landsins og fá upplýsingar um fram- leiðslu allra osta. Gestir fá að smakka ýmsar ostategundir og síðan verða ostar seldir á tilboðsverði. Ellefu nýjungar verða kynntar á ostadögum. Dala-Yrja hefur tekið breytingum. Fituprósentan hefur verið aukin úr 33% í 38% sem þýðir að hann er mýkri og telst því meira til sælkeraosta en áður. Einnig er osturinn kominn í bláar hringlaga umbúðir. Framleiðandi er Mjólkur- MEÐAL þeirra nýjunga sem eru að koma á almennan markað eru fjórar mismunandi tegundir af rifnum ostum. samlagið í Búðardal sem einnig framleiðir aðra nýjung, fetaost með sólþurrkuðum tómötum og ólífum. Sá ostur er í kryddolíu. Þá verður Ricotta ostur kynntur gestum Perlunnar. Hann er einungis notað- ur við matargerð. Mexíkó ostur er nýjung frá Osta- og smjörsölunni. Hann er bræddur og líklega sterkasti íslenski osturinn á mark- aðnum um þessar mundir. Fjórar tegundir af rifnum osti era að koma á almennan markað, pizzaostur, sal- atostur, gratinostur og pastaostur. Valdar eru blöndur af ostum og þeir rifnir niður. Eiginleikar blöndunnar henta þeirri matargerð sem nafnið bendir til. Osturinn kemur í 200 gramma pokum nema pastaosturinn sem verður seldur í 100 gramma pokum. Gullostur er ein nýjungin á al- mennum markaði en þeta er hvít- FETAOSTUR með ólífum og sól- þurrkuðum tómötum, Mexíkóost- ur og ricotta ostur eru þessa dagana að koma í verslanir. mygluostur með gráðostabragði. Osturinn hefur verið framleiddur í litlum mæli um skeið og verið seldur í sérverslunum Osta- og smjörsöl- unnar. Hann kemur hinsvegar núna í neytendapakkningum og verður seldur í öllum verslunum. Osturinn er 600 g að þyngd og framleiðandi er Auk þessa verða tvær ostategundir kynntar frá Ostahúsinu í Hafnar- firði, rúlletta með graslauk og brie með piparrönd. Rúllettann er rjóma- ostur sem rúllað er upp með gras- lauk á milli. Brie með piparrönd er viðbót við brie ostana sem eru með hvítlauksrönd og gráðaostarönd. Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. og ný matreiðslubók, Ostalyst 3, eft- ir Dómhildi A. Sigfúsdóttur verður seld á 1.000 krónur á laugardag og sunnudag. Perlan er opin frá klukk- an 13-18 báða dagana og aðgangur ókeypis. ELLEFU nýjungar verða kynnt- ar um helgina á ostadög- um og allar tegundirnar. Verð ræður vali á matvöruverslun MEGINHLUTI matvörukaupa fer fram í stóram verslunum og verslun- arkeðjum og það virðist aðallega vera verð sem ræður vah á matvöra- verslun. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Kaupmannasamtökum íslands sem fólu Gallup að gera könnun á því hvað réði helst vali fólks á matvöraverslun. Símakönn- unin fór fram 10.-17. september sl. og var haft samband við 1.200 ein- staklinga á aldrinum 16-75 ára. Þátt> takendur vora af öllu landinu en valið var tilviijunarkennt úr þjóðskrá. Annars vegar var spurt í hvaða matvöraverslun meginhluti inn- kaupa til heimilis væri gerður og í framhaldi hver væri ástæða þess að þar væri keypt inn. I fréttatilkynn- ingunni kemur fram að konur frem- ur en karlar nefndu verð helstu ástæðu en fleiri karlar en konur nefndu staðsetningu. Alls nefndi 41% þátttakenda verð, 35% staðsetningu, 7,7% vöruúrval og 6,9% þjónustu. 2,1% nefndi að aðeins væri um eina verslun að ræða á staðnum. Þegar á hinn bóginn leitað var svara við því hver væri óskastaðan ef tekið væri tillit til fjögurra atriða, verðs, staðsetningar, vöruúrvals eða þjónustu skipti verð um 57% þátt- takanda mestu máli. Rúmlega 20% nefndu staðsetningu, 12% vöruúrval og 10% þjónustu. 97,5% aðspurðra tóku afstöðu. Karlar sögðu að stað- setning skipti mestu máli en fleiri konur en karlar nefndu vöraúrval og þjónustu. Þegar þátttakendur vora skoðaðir eftir fjölskyldutekjum vai- hlutfall þeirra sem nefna verð lækkandi með auknum fjölskyldutekjum en hækk- andi þegar vöraúrval og staðsetning var nefnt sem þýðingarmesta atriðið. leðri og áklæði á hreint Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísuná staðgreiðslu usqogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Simi 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 mm Nýkomin sending af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.