Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 26
Kjartan Arnórsson,
teiknimyndasöguhöfund-
ur, sögupersóna og
byssusafnari með meiru,
kom tilneyddur heim frá
Bandaríkjunum fyrir
nokkrum mánuðum. Hann
sagði Helga Þorsteinssyni
frá ævintýralegum sam-
skiptum sínum við réttar-
kerfíð í „landi hinna frjál-
su“, sem gefa teikni-
myndasögunum ekkert
eftir, og frá teiknuðum
fj öldamorðingjum
og ofurhetjum.
Hvers vegna
YFlRSAFSTU
8ANPARTKIN?
„Það er löng saga að segja frá því. Hún
hefst þannig að ég fór ásamt meðleigjanda
mínum, Tony, akandi yfír landamærin frá
Arizona til Kalifomíu. Við vorum við öllu bún-
ir, með mat, aukabensín, peninga, smokka og
skammbyssur, sem sagt allt sem þurfti til að
lifa af, að þvi er við héldum. En við urðum
fyrir því versta sem gerst getur, svonefndu
car-jacking, vopnaður maður stöðvaði bílinn
og stakk skammbyssu inn um gluggann.
Við börðumst ekki á móti því byssumaðurinn
var í lögreglubúningi. Mér skilst að við höfum
verið stöðvaðir af því að ég er hvítur en félagi
minn svartur og það er talið óeðlilegt að hvít-
ir og svartir aki saman. Auk þess var Tony í
einkennisbúningi dáta, sem hann hafði að
vísu rétt á, því hann er dáti.
Lögreglumaðurinn sem stöðvaði okkur hét
officer Muller, og var úr siðadeild lögreglunn-
ar í borginni Indio, sem er í töluverðri fjar-
lægð frá alríkishraðbrautinnni sem við vorum
á. Eg fékk aldrei neina skýringu á hvað hann
var að gera þama.
Þegar í ljós kom að Tony félagi minn var
raunverulega hermaður var honum sleppt.
Það mun víst vera ólöglegt að stansa fólk af
hentisemi og taka bíla þess og lögreglan
kærði sig ekkert um að lenda í útistöðum við
herinn.
Sök mín var sú að vera
með aðgengilegt en þó
falið vopn í bílum. Það er
ólöglegt athæfi í Indio,
en í Tucson hefði fremur
þótt óeðlilegt að vera
óvopnaður á svona ferða-
lagi. Byssulög
fleygt í fangabúðir þeirra. Þar fékk ég að
dúsa í litlu gaddavírsbúri með um hundrað
fýldum Mexíkönum. Sumir þeirra höfðu verið
í hinum alræmdu alríkisfangelsum, en kvört-
uðu þó yfir að fangabúðir INS væru miklu
verri.
Eg notaði tímann í fangavistinni annars
vegar til að skrifa bréf í hinar og þessar áttir
til að komast að því hvað væri eiginlega á
seyði, og hins vegar til að næla mér í ýmsa
sjúkdóma. Þarna voru allra þjóða kvikindi, og
margir frá löndum þar sem bólusetningar
voru nánast óþekktar og því grasseruðu hinir
undarlegustu sjúkdómar í búðunum. Ég
slapp þó sem betur fer undan því að fá berk-
la, ég lét athuga það eftir að ég var kom-
inn út.
Þegar ég hafði dúsað í um mánuð í
búðunum hafði ég veikst alloft og táþað
mikilli líkamsþyngd. Fólk var farið að
óttast að ég kæmist ekki út lifandi.
Nokkrir vinir mínir í Bandaríkjunum
eru mjög mismunandi í Arizona og Kalifomíu
og ég hefði betur haldið mig í Arizona. Fyrir
þessar sakir var mér stungið í steininn, í svo-
nefndan tank númer þijú. Hann var á stærð
við meðalstofu, en þar voru 11-13 manns látn-
ir dúsa. Þama var ég í tólf daga.
í „tankinum" kynntist ég einhverri slímug-
ustu persónu sem ég hef fyrirhitt, lögfræð-
ingnum Ruben Sanchez. Hann sagði að þetta
væri ekkert stórvægilegt sem ég hefði brotið
af mér, en fyrst löggumar hefðu brotið á okk-
ur væm þær stressaðir. Ef ég reyndi að
koma málinu íyrir dómstóla myndu þeir ljúga
upp á mig öllum mögulegum sökum og ég
gæti lent í fangelsi í fimm ár. Ef ég hins veg-
ar játaði á mig vopnaburðinn þyrfti ég ekM
að afplána meira en þá tólf daga sem ég hafði
þegar setið.“
Þetta gekk svosem eftir, en Sanchez
gleymdi að segja mér frá því að þar með væri
ég orðinn „criminal alien“, útlendingur á
sakaskrá, og sjálfkrafa kominn í útistöður við
INS, Immigration and Naturalization
Service, eða útlendingaeftirlitið í Bandaríkj-
unum. Þeir eru langtum verri viðureignar en
löggumar og valdsviði þeirra eru lítil tak-
mörk sett. Strax og ég steig út úr fangelsinu
var ég gripinn af embættismönnum INS og
söfnuðu því saman 10 þúsund dollurum og
keyptu mig lausan.
Ýmsir þeirra skriffinna sem ég ræddi við í
tengslum við þann málarekstur sögðu mér að
vissulega væri það rangt og ólöglegt sem lög-
reglan hefði gert við mig, en það skipti ekki
máli því ég ætti ekki gening til að ná mér í
kröftugan lögfræðing. Ég gafst loks upp á því
að fá niðurstöðu og eftir mikið streð fékk ég
loks leyfi til að fara úr landi.
Nokkrrun mánuðum eftir að ég var kominn
til íslands skilaði INS sem betur fer ránsfeng
sínum, tíu þúsund dollurunum. Það var mikill
léttir."
Cfiö6ULetKfl A (COMAST
APTOf? TIL PfiNPARilCðANMfi?
„Það hefur gengið brösuglega að komast að því.
Meira að segja bandaríska sendiráðið á íslandi
átti í vandræðum með að fá nokkur svör. Eina
skiptið sem ég fékk bein svör frá INS var þegar
ég lagði fram beiðni, studda upplýsingalögum,
um að fá pappíra varðandi mál mitt. Þeir svör-
uðu því til að málsgögnin fyndust ekki.
f gegnum vini mína náði ég loks í skrifstofu
hins opinbera veijanda í Indio. Ég vonaðist
til þess að hann gæti skýrt eitthvað mál mín
með því að lögsækja lögregluna í borginni.
Svörin sem ég fékk voru þau að búið væri að
fjarlægja mál mitt. Lagalega séð hefði það
aldrei átt sér stað. Ég er því ekki á sakaskrá í
Bandaríkjunum, en ég get heldur ekki farið í
mál við lögregluna. Ég hef hvort eð er ekki
peninga til að fara í mál við þá þannig að það
er kannski eins gott.
Eftir því sem bandaríska sendiráðið kemst
næst er ekkert því til fyrirstöðu nú að ég fari
aftur út, en eftir að hafa lent í fangabúðum
fyrir skrifræðismistök má segja að ég sé
haldinn votti af ofsóknarbrjálæði. Ég ætla því
að safna öllum þeim gögnum sem ég hef, fara
til Kanada, labba upp að landamærunum við
Bandaríkin og afhenda þar pappírana á end-
anum á langri stöng og sjá hvað gerist.
Þessir atburðir hafa verið eins og farsa-
kennd lýsing á bilaðri skriffinnsku. í landi
hinna frjálsu er hægt að lenda í fangabúðum
°g deyja í þeim, aðeins vegna skriffinnsku-
mistaka. Flestir þeir embættismenn sem ég
náði að tala við í tengslum við þetta mál höfðu
dálítinn roða í kinnum út af þessu, og töluðu
við mig eins og manneskju. En kerfið sem
þeir vinna fyrir er gjörsamlega komið úr
böndunum. Þeir sem eiga peninga geta gert
það sem þeir vilja, en fátækir njóta nánast
engra mannréttinda.
Svo litið sé á björtu hliðarnar á þpssu máli
hef ég fengið efni í ansi góða bók. Ég var að
hugsa um það meðan ég var í fangabúðunum
og laumaðist meðal ánnars upp að þeim föng-
um sem kunnu ensku og fékk ágrip af sögu
þeirra. Mér tókst líka að fá einn fangavörðinn
til að segja mér sögu sína úr búðunum. Hann
vildi að vísu ekki láta nafns síns getið, enda
var saga hans ófogur. Aðstaðan þama hefur
farið hríðversnandi, eftir því sem að virðing
fyrir lögunum hefur minnkað."
fWAPft rtHRlF HÖFFU ÞESSIR
AT6UR9IR. A STARFSFRAfYIA
ÞtNN f 6ANFARttdUNúrO ?
„Starfsframi minn virðist ekki hafa liðið fyr-
ir þessi ævintýri. Ef nokkuð er hefur bæst
við verkefni mín. Skömmu eftir að ég fór til
Islands byrjuðu „Savage Funnies“ að koma
út.