Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 8
6 reei saáðTHO t huoaohaouaj 8 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 FRÉTTIR Opinn aðgangur að lagasafni á Netinu Söluaðili lagasafnsins tel- ur stöðu sína óbreytta ELDHÚSINNRÉTTINGAR - FATASKÁPAR - TRÉSTIGAR í miklu ún/ali. 15% verölækkun á fataskápum meö rennihuröum. Opið laugardag 11-15 -f Sunnudag 13-16 _ _ Veríð velkomin KEBCnæf? c-rn\ /rr SÉRVERSÚJN MEÐ INNRÉTTINGAR OG STIGA HAMRABORG 1, KÓPAVOGI, SlMI 554 4111 HAFDÍS Hafsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Úr- lausn Aðgengi, sem hefur selt um 200 fyrirtækjum áskrift að ís- lenska lagasafninu í tölvutæku formi, segist ekki telja að fótunum sé kippt undan markaði fyrirtækis- ins með því að Alþingi hefur nú ákveðið að veita almenningi ókeyp- is aðgang að lagasafninu á vef Alþingis á Netinu. „Ég held að staða okkar sé eins og áður. Við stefnum ótrauð áfram. Fólk notar lagasafnið á mismunandi hátt. Þeir sem skipta við okkur þurfa ekki að vera á Netinu og hafa þess vegna meiri hraða í vinnslunni," segir Hafdís og segist auk þess telja að leitar- kerfi fyrirtækisins sé mun betra en Alþingis. Taldi sig aldrei hafa einkarétt á öðru en leitarkerfi Hún segir að fyrirtækið hafi fyrir nokkru fengið að vita að það stæði til innan skamms að veita almenningi aðgang að lagasafninu og síðan fengið nokkurra daga fyrirvara á því að það yrði miðað við þingsetningardaginn. Hafdís segir að í upphafi hafi útgáfan byggst á leyfi ráðuneytis- ins eh Úrlausn Aðgengi hafi aldrei litið svo á að fyrirtækið hefði einkarétt á útgáfu lagasafnsins heldur aðeins einkarétt á því leitar- kerfi sem fyrirtækið bjó til. Þar til fyrir lá að stefnt væri að ókeypis aðgangi á Netinu greiddi fyrirtæk- ið ríkinu 100 þúsund krónur fyrir hveija uppfærslu í gagnagrunninn en undanfarið hefur það fengið þetta hráefni ókeypis í ráðuneyt- inu. Hafdís segir að lagasafn fyrir- tækisins taki aðeins 13 megabæta pláss á hörðum diski. Fyrirtækið hefur einnig gefið út á diski reglu- gerðasafn sem það vann frá grunni með styrk ráðuneytisins en í því eru allar gildandi reglugerðir frá 1912 og nú er unnið að uppfærslu fyrir árin 1996 og 1997. Að sögn Hafdísar stefnir Urlausn Aðgengi að því að setja lagasafnið á Netið með leitarkerfi sínu og bjóða teng- ingu milli þess og reglugerðasafns- ins. Þá hefur fyrirtækið selt dóma Hæstaréttar í áskrift í tölvutæku formi þannig að dómar sem kveðn- ir eru upp á fimmtudegi eru komn- ir á netið á mánudegi. Telur Hafdís að krafan um al- mennan og ókeypis aðgang að upplýsingum af þessu tagi leiði til þess að aðgangur að dómasafni og reglugerðasafni verði einnig Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson undar, sem aldrei hefur sést áður hér á landi og hefur aðeins einu sinni áður sést í Evrópu svo vitað sé. Fuglinn hefur ekki fengið formlegt islenskt nafn, en fékk nafnið kastaniuskríkja til bráða- birgða. Kastaníuskrikjan var við Eyrarbakka og þar sást einnig annar sjaldséður amerískur fugl, sem nefnist græningi. Hér hafa einnig sést evrópskir flækingar sem hrakist hafa hingað undan austlægum vindum. Fugl sem nefnist sefsöngvari fannst til dæmis í gróðurskála í miðri Reykjavík en sefsöngvarar hafa mjög sjaldan sést hér á landi. Á myndinni að ofan sést kastaníus- kríkjan í runna við Eyrarbakka og á neðri myndinni er sefsöngv- arinn. gerður frjáls fyrir almenning? „Ég yrði ekki hissa á að það gerðist með dómasafnið en reglugerða- safnið eigum við og höfum unnið upp með styrk frá ráðuneytinu.“ Auk Úrlausnar Aðgengis hefur Skýrr selt netaðgang að lagasafni. Sameiginleg ákvörðun ráðherra og forseta Alþingis Jón Thors, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði við Morgunblaðið að það hefði verið sameiginleg ákvörðun dómsmála- ráðherra og forseta Alþingis að opna aðgang að lagasafninu. í nokkur ár hefur Alþingi verið verk- taki ráðuneytisins við það að upp- færa lagasafnið í tölvutækt form. Jón sagði stefnt að því að koma upp tengingum við lagasafnið af heimasíðum ráðuneytanna, auk heimasíðu Alþingis. Jón sagði að ekki hefði komið til tals að opna með sambærilegum hætti fyrir t.d. dómasafn Hæsta- réttar. Það safn væri ekki til i tölvu, nema þá í eigu fyrirtækisins íslex, sem hefur gefið út og selt dómasafnið í tölvutæku formi. Sjaldséðir fuglar hrekjast yfir hafið Fyrsti fugl sinnar tegundar á Islandi ÖFLU GIR vestan vindar hafa að undanförnu hrakið norður-amer- íska farfugla af leið sinni til heit- ari landa í Suður-Ameríku. Þess- ir fuglar hafa margir lent hér á landi, fuglaskoðurum til óbland- innar ánægju, en flækingar frá Norður-Ameríku sjást aðjafnaði ekki oft. Á fimmtudag sást til dæmis til amerískrar skríkjuteg- HÚS UM HELGINA MORGUNBLAÐIÐ Evrópukeppni ungra vísindamanna Skordýralíf á lúpínusvæðum og þroskastig barna Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristinn Andersen Bestu verkefni Hugvísis, sem er árleg samkeppni nemenda á aldrinum 15-20 ára um tækni-, og vísindaverkefni eru send í Evrópukeppni ungra vísindamanna. í september síðastliðnum var keppnin haldin í Mílanó og Kristinn Andersen, sem setið hefur í dómnefnd Hugvísis, hefur verið skipaður í dómnefnd Evrópukeppni ungra vísindamanna. - Hvaða verkefni sendu íslendingar í keppnina? „Tvær stúlkur, þær Þurý Ósk Axelsdóttir úr Flensborgarskóla og Sigrún Jóhannsdóttir úr Foldaskóla, fóru með verkefnin sín til Mílanó. í verkefni sem Þurý var með var skordýralíf á lúpínusvæðum skoðað en í verkefni Sigrúnar var fengist við að meta þroskastig barna. Þótt hvorugt verkefnið ynni til verðlauna í Mílanó má fullyrða að verkefnin fengu ágæta dóma og nemendur stóðu sig prýðilega við kynningu þeirra." - Hvað er fólgið í að vinna þessa keppni? „Peningaverðlaun, boð til að sækja vísindakeppni í Bandaríkjunum, vísindanámskeið í London og boð um að vera við afhendingu Nóbelsverðlauna í Stokkhólmi," segir Kristinn. Þess má geta að Hugvísi var sérstaklega boðið að senda fulltrúa úr hópi keppenda til að vera viðstaddur afhendingu Nóbels- verðlaunanna að lokinni keppninni hér heima. - Um hvað fjalia verkefnin almennt í keppninni? „Raunvísindi og tækni fyrst og fremst. Rannsóknir á plöntu- og dýralífi eru algengar, tilraunir í efna- og eðlisfræði og hönnun tæknibúnaðar. Viðfangsefnin eru margvísleg, þau þurfa ekki að vera mjög háþróuð, en það er mikilvægt að nemendurnir leggi sjálfir vinnu í þau, standi vel að verki og sýni frumleika og sköpunargleði." - Geturðu nefnt dæmi um verðlaunaverkefni úr síðustu keppni? „Tveir svissneskir piltar skoðuðu fæðukerfi kjötætuplantna og mættu með „garðinn“ sinn í keppnina,“ upplýsir Kristinn. Hann segir ennfremur að írskar stúlkur hafi rannsakað hvers vegna líkamsleifar varðveitast í mýrum og fenjum öldum saman.“ - Hvernig er dómnefnd Evrópukeppninnar skipuð? „Alls sitja 12 manns í dómnefnd keppninnar, vísindamenn og sérfræðingar frá Evrópulöndum auk gestadómara frá Bandaríkjunum. Sjálfur fékk ég boð frá Brussel síðastliðið sumar um að taka sæti í dómnefndinni sem ég þáði og er fyrsti íslenski dómarinn í keppninni." Þegar Kristinn er spurður hvernig störfum nefndarinnar hafi verið háttað segir hann að hver dómari hafi fengið stutta skýrslu um hvert verkefni nokkru fyrir keppnina og síðan gefið einkunnir. „Ef verkefni voru langt utan fagsviðs dómara gat hann fengið álit sérfræðinga og það gerði ég hér heima. Mér fannst ánægjulegt að finna hve fúslega þeir sérfræðingar sem ég leitaði til lásu ►Kristinn Andersen lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ og MS og doktorsprófi frá Vanderbilt University í Bandaríkjunum. Með fram- haldsnámi stundaði hann verkfræðistörf, einkum fyrir NASA, og hann starfar nú hjá Marel hf. Kristinn var til- nefndur af Evrópusambandinu í dómnefnd Evrópukeppni ungra vísindamanna sl. sumar. yfir verkefnin og mátu með mér, en þá sögu höfðu ekki allir samdómarar mínir að segja. Þar njótum við eflaust smæðar samfélagsins á íslandi. í keppninni kynntu nemendurnir verkefnin fyrir okkur.“ - Getum við lært eitthvað af þessari keppni? „Það voru notuð viðmið sem nemendunum voru kynnt fyrir keppnina, en sum verkefnin féllu á að ekki var farið eftir þeim í einu og öllu. Sum verkefnin báru af hvað varðaði vísindaleg vinnubrögð og gagnrýna vinnu. I verðlaunaverkefnunum kom fyrir að nemendurnir höfðu rekist á galla í tilgátum sínum eða framkvæmd og víluðu þá ekki fyrir sér að endurtaka verulegan hluta vinnunnar. Gagnrýni og álit annarra á öllum stigum verkefnisins er nemendum ómetanlegt til árangurs. Það er athyglisvert að Þjóðveijar og Irar hafa staðið sig vel í Evrópukeppninni árum saman og framgangur íra er sagður vegna þess að vísindakeppnin þar í landi skipar veglegan sess.“ - Hvenær fer næsta samkeppni Hugvísis fram? „Upplýsingum um keppnina verður dreift til grunnskóla og framhaldsskóla á næstunni. Það er talsvert á ábyrgð raunvísindakennara í hveijum skóla að kynna nemendum keppnina, hvetja þá til þátttöku og veita virkan stuðning og aðhald með verkefnum. Metnaður skóla og kennara virðist mjög mismunandi að þessu leyti, sumir skólar senda inn verkefni á hveiju ári en frá öðrum hefur ekki enn heyrst. Skilafrestur verkefna til Hugvísis verður í apríl. Keppnin hefur frá upphafi verið styrkt af fyrirtækinu ísaga og menntamálaráðuneytinu, en Reykjavíkurborg hefur komið að framkvæmdinni gegnum ÍTR og Hitt húsið og Evrópukeppnin fer fram í Portúgal næsta haust.“ Gagnrýni er nemendum ómetanleg til árangurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.