Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR + Ragnheiður Ei- ríksdóttir fædd- ist á Auðnum í Sæ- mundarhlíð í Skagafirði 20. októ- ber 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. september síðastlið- inn. Ragnheiður var dóttir hjónanna Ei- ríks Sigurgeirsson- ar, f. 24. september 1891, d. 13. maí 1974, og Kristínar Vermundsdóttur, f. 20. júlí 1898, d. 11. nóvember 1973. Eiríkur og Kristín voru kennd við bæinn Vatnshlíð, Austur-Húnavatns- sýslu. Ragnheiður giftist Gissuri Jónssyni frá Valadal, Skaga- firði, 30. maí 1940, þau slitu sambúð árið 1972. Þau eru kennd við bæinn Valadal. Ragnheiður og Gissur eign- uðust sex böm og era fímm þeirra á lífi. Elst er Valdís, f. 31.8. 1941, í Valadal. Sambýlis- maður hennar er Haukur Ingva- son, og búa þau í Litladal, Lýt- ingsstaðahreppi. Valdís og Haukur hafa eignast fimm böm en elsta bara þeirra, Snæbjört Edda, lést af slysförum árið 1965. Haukur og Valdís hafa eignast sjö bamaböm en tvö þeirra, tvíburar, lét- ust skömmu eftir fæðingu. Næst kem- ur Jón, f. 5.11. 1946, í Valadal. Jón er giftur Hólmfríði Ingibjörgu Jóns- dóttur, og búa þau á Víðimýrarseli, Seyluhreppi. Jón og Hólmfríður eiga fjögur böra og tvö bamaböm, og eru þau öll á lífi. Þríðji í röðinni er Friðrik, f. 21. mars 1949, í Valadal. Friðrik er kvæntur Ester Selmu Sveins- dóttur, og búa þau á Helgubraut 3, Kópavogi. Friðrik og Ester eiga þijú böra. Fjórði í röðinni er Eiríkur Kristján, f. 6. júní 1953 í Valadal. Kristján á fimm böra og eitt barnabarn. Sambýl- iskona Kristjáns var Anna Fjóla Gísladóttir, hafa þau hætt sam- búð, þau eiga tvö böm. Hin þijú börnin átti Kristján fyrir. Fimmti í röðinni er Stefán, f. 3. janúar 1957 í Valadal. Stefán er ókvæntur og barnlaus. Yngsta bamið, stúlka, fæddist andvana en fullburða á Sjúkra- húsi Sauðárkróks 1963. Útför Ragnheiðar fer fram frá Glaumbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarð- sett verður á Víðimýri. Þegar ég lít um öxl á þessum tímamótum þegar þú hefur kvatt hið jarðneska líf, mamma mín, hrannast minningarnar upp í huga mér, enda höfum við búið nær sam- fellt saman í rúm fjörutíu ár. Sam- komulag okkar hefur allan þennan tíma verið ákaflega gott. Það sem ég man fyrst eftir gerðist í eldhús- inu heima í Valadal, ég þá senni- lega ekki farinn að ganga. Ég sat á eldhúsborðinu hjá vaskinum og grét, mig vantaði pelann minn. Þú varst eitthvað að sýsla við mat á eldavélinni og pelinn minn var hálf- ur ofaní katlinum. Mér fannst pel- inn aldrei ætla að koma og ég grét og grét. En svo eftir heila eilífð að mér fannst kom pelinn, þú tókst mig í fangið og settist með mig á stól og gafst mér pelann. Þú tókst þétt utan um mig, lagðir höfuðið að stórum og hlýjum barmi þínum og kysstir á kollinn, rerir fram og aftur og talaðir hlýtt til mín og raulaðir barnagælu. Nú voru allar áhyggjur á bak og burt. Hvað þurfti maður meira í þessum heimi? Nei, þetta var sko allt sem lítill snáði þurfti til að ieysa allar heimsins áhyggjur. Ætíð síðan var faðmlag þitt svo hlýtt og veitti svo mikið öryggi að það gat leyst ótrúlega erfið mál. Ég seip þetta skrifa er yngstur þeirra bama sem lifðu. Ég vil lýsa þér, mamma mín, á eftirfarandi hátt. Þú varst lágvaxin en samt svo stór, samanrekin með stóran barm og mjög sterk, fríð með dökkt hár og leist alltaf út fyrir að vera yngri en þú varst. Afskaplega vinnusöm, iðin, ósérhlífin, hreinskilin, heiðar- leg, blíð, félagslynd og einföld. En þó fyrst og fremst varstu góð móð- ir, góður vinur og hornsteinn heimilisins. Þinn stærsti galli var sá að kvarta aldrei við aðra yfir þínum erfiðleikum heldur barst þú þrautir þínar í hljóði. Þegar þú fluttir að Valadal um 1940 þá nítján ára gömul og gift- ist pabba tókstu strax við erfiðu heimili. Margt heimilisfólk og margir gestir en afskaplega lítil þægindi til að létta þér störfin. Þannig var það allan þinn búskap í Valadal, ekkert rafmagn, engin þvottavél eða önnur nútíma þæg- indi. Og svo komu bömin hvert af öðru og heimilshaldið varð æ erfið- ara. Á sumrin komu oft börn úr Reykjavík og dvöldu yfir sumarið, þá voru stundum 14-16 manns í heimili og oftast allt karlmenn nema þú og Valla systir. Eins og algengt var á þessum tíma voru ekki mikil auraráð á þínu heimili en þó aldrei fátækt eins og ég skilgreini fátækt á þeim tíma, en eflaust væri talið fátækt í dag. Þú leystir öll heimilisverkin af mik- illi prýði. Þú vannst aldrei mjög hratt en varst afskaplega iðin og einhvem veginn laukstu öllum þín- um verkum án þess að maður velti því nokkuð fyrir sér hvernig þú færir að þessu, verkin klámðust bara svona. Þú varst alltaf að. í rauninni gerði ég mér ekki fyllilega grein fyrir því mikla vinnuálagi sem hefur verið á þér á þessum tíma, fyrr en ég fór að hugsa um mig sjálfur og síðustu árin að aðstoða þig eftir að kraftar þínir þmtu. Hvemig í ósköpunum fórstu að þessu öllu saman? Elda mat, baka brauð, þvo allan þvott og skúra, gera saft og pijóna, sauma, strokka og gera slátur, já lifrarpylsan þín var sú besta í heimi. Svo bakaðir þú líka fyrir kvenfélagið stundum, já og margt, margt fleira. Einu sinni spurði ég þig að því hvernig þú hefðir farið að þessu öllu sam- an. Þú svaraðir í rólegheitunum, „nú maður bara vann sín verk“, svona var það einfalt. Ég tel að einn af þínum bestu kostum hafi einmitt verið þessi einfaldleiki. Já, til hvers að vera að flækja málin þegar hið einfalda er það besta. Þitt uppeldi á bömum þínum var talsvert grópað í þennan einfald- leika. Þú bara sagðir, „það sem manni er bannað að gera það gerir maður ekki og það á bara að segja satt og eins og hlutirnir eru“. Á þínu heimili var mikil reglusemi, ekki reykt og lítið dmkkið. Þú sagð- ir bara, „það á ekki að vera með reyk og vín innan um börn“, svo einfalt var það. Ekkert þinna bama hefur reykt. Allt þitt uppeldi var grópað í hin gömlu og góðu gildi þ.e.a.s. boðorðin tíu. Enda man ég að þú lagðir talsvert upp úr því að boðorðin tíu væra lærð utanbókar. Þú lagðir afskaplega mikið upp úr jólunum. Já, þá var nú gaman í gamla bænum, mamma mín. Allt skrúbbað og skúrað, bærinn prýddur með kertum og heimagert jólatré með logandi kertum og kúl- um á. Við krakkamir fómm í bað í stómm bala. Já, ekki dróstu af MINNINGAR þér þá að gera jólin eins hátíðleg og hægt var. Það var afskaplega jólalegt þama í gamla bænum í lokuðum Valadalnum með kerti og lampa. Svo klæddir þú mig í nýja milli- skyrtu og matrósafötin sem voru svo óskaplega fín. Ég held að þetta hafi verið mín fyrsta nýja milli- skyrta, þá fjögurra eða fimm ára. Á þeirri stundu var ég alsæll, ég var allt í einu svo óskaplega stór, kominn í nýja búðarskyrtu með sniði eins og þeir fullorðnu. Ég man líka að þú varst svo ánægð að geta klætt mig í ný föt, tókst litla snáðann brosandi í fangið og kysstir á kinnina og sagðir um leið, „þú verður svo stilltur í kvöld“. Það stóð ekki á því, ég var stilltur það kvöld. Einn af þínum bestu kostum var sú mikla blíða sem í þér bjó, þó sérstaklega gagnvart börnum. Þú hafðir alveg afskaplega gott lag á þeim. Enda heyrði ég oft fólk segja, „Ragna hefur alveg sérstakt lag á bömum“. Það var þetta saklausa virðulega og blíða andlit og hugg- andi rödd þín sem hafði þessi áhrif á börn. Það var bara ekki hægt að vera óþekkur í návist þinni. Mjög sjaldan þorðum við systkin- in að brúka munn við þig og pabba, enda gastu orðið afskaplega vond, sennilega eins vond og þú gast verið blíð. Þegar þannig stóð á varðstu mjög stór og eins gott að leggja niður skottið og leita sátta. Þótt sum barnabörn og bama- barnaböm þín væru óþekk og kæm- ust upp með að brúka munn við sína foreldra, voru þau ákaflega stillt í návist þinni, enda tel ég að minning þín í þeirra huga sé hin góða amma og langamma. Þú varst alfarið á móti því að láta börn horfa á glæpamyndir í sjónvarpinu, enda ekki gott fyrir börn. Öðru fólki varstu ákaflega hjálp- söm, sérstaklega ef einhver átti bágt, alltaf boðin og búin að hjálpa öðmm. Gestrisni þín var alveg sér- stök, enda komu margir að Valadal og svignuðu þá borð undan brauði og hnallþóram. Þegar ég var tíu ára lenti ég í alvarlegu slysi og missti vinstri handlegg við öxl eftir að hafa fest í drifskafti. Eftir þetta urðu tals- verðar breytingar á okkar högum, það var eins og eitthvað brysti í þér. Enda var þetta þriðja áfallið á rúmum fjórum árum sem þú varðst fyrir. Misstir barnabarn af slysförum tveimur árum áður og fæddir sjálf andvana fullburða barn tveimur árum þar á undan. Þessi þijú áföll vörðuðu öll börn og börn var það sem þér var kær- ast. Einnig hafði samband þitt og pabba heldur verið að versna. Löngu seinna spurði ég þig um samband ykkar pabba. Þú svarað- ir: „Hann Gissur minn var aldrei vondur við mig en við vorum bara svo ólík.“ Ef þú hefur einhvern tímann verið reið út í pabba varstu það ekki lengur enda gastu aldrei verið reið við nokkurn mann nema stutta stund. Þú sagðir: „Þeir sem eru reiðir þeim líður illa.“ Eftir að ég lenti i þessu alvar- lega slysi fórstu að ala meiri önn fyrir mér en þér tókst að ofvernda mig ekki, enda vissir þú að það var ekki gott fyrir mig. Ég á þér það mest að þakka hvað ég kom vel út úr þessum erfiðleikum mín- um. Tókst þér að gera hlutina svo einfalda en samt svo góða. En oft held ég að þú hafir verið hrædd um mig þegar ég var eitt og ann- að að bralla. Áhyggjur þínar voru ekki minni þegar ég var orðinn eldri og var að stampast um fjöll og firnindi með byssu, úti á sjó á trillunni eða akandi á ofsahraða með aðra hönd á stýri. Þú sagðir bara, „elsku Stefán minn, farðu nú varlega og gerðu ekkert af þér og láttu mig vita hvar þú ert.“ Stundum sagðir þú, ef ég var að fara út að skemmta mér, „drekktu þig nú ekki alveg blindfullan, drengur, og vertu nú svo ekki að stríða neinum." En oft varstu vak- andi ef ég kom seint heim. Ákaf- lega sjaldan varst þú á móti því LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 43 sem ég var að bralla en ef þú varst á móti einhveiju varstu ákaflega föst fyrir, enda kom þá oft í ljós að það sem ég hugðist gera var bölvuð vitleysa. Árið 1968 fluttum við suður en pabbi varð eftir í Valadalnum. Fyrstu árin á eftir fórum við norður og dvöldum þar á sumrin en svo fór að við fluttum endanlega suður og pabbi flutti til Jóns sonar síns, enda hafði gamli bærinn í dalnum lokið sínu hlut- verki og fór hann í eyði 1972. í seinni tíð hef ég dáðst af því hvernig þú fórst að aðlagast nýjum aðstæðum í henni Reykjavík. Bóndakonan sem var frekar ein- angruð í Valadalnum hafði aldrei unnið hjá öðrum nema þegar sem krakki og unglingur. En á þínum yngri ámm varst þú oft lánuð eins og kallað var á aðra bæi til ýmissa starfa. Sennilega hefur sú reynsla í mannlegum samskiptum komið sér vel við nýjar aðstæður í borg- inni. Þú varst líka með mig og Kidda bróður minn, báða á viðkvæmum aldri, mig ellefu ára og Kidda fimmtán ára. Ég er alveg sannfærður um að þú varst oft kvíðin og þá sérstak- lega yfír því að við bræðurnir myndum lenda í einhveijum vand- ræðum. Þú leigðir íbúð á Hverfisgötunni og fórst að selja mönnum mat, vera með kostgangara eins og kall- að var. Við bræðurnir fórum í skóla, að bera út og selja blöð. Mjög fljót- lega eftir að ég byijaði í skólanum kynntist ég mínum bestu vinum og hafa nokkrir þeirra verið mínir bestu vinir síðan. Ég tel að þú hafir lagt margt til að svo varð. Þú gerðir aldrei athugasemd við það þó nokkrir strákar væru hjá mér eitthvað að ólátast. Allir gest- ir vom velkomnir á þitt heimili hér eins og áður. Síðan fluttum við á Gmndarstíg og þá fórst þú að vinna í hannyrða- verslun hjá Ólafi kaupmanni. Enn og aftur sýndir þú fádæma aðlög- un, þú sem hafðir nánast enga skólagöngu fengið varst nú farin að mæla efni, reikna og sína lipurð við afgreiðslu. Sennilega hefur þetta verið þinn léttasti og besti tími á þinni löngu vinnuævi, alltaf að hitta fólk og spjalla, enda mikil félagsvera. Á þessum árum eignaðist þú marga vini af báðum kynjum og oft var gestkvæmt á þínu heimili. En svona varstu, mikil félagsvera, kát og skemmtileg og fórst oft að dansa og syngja. Aldrei sá ég á þér áfengi, þú sagðir bara, „ég þarf ekki vín til að skemmta mér“. En svo hætti Ólafur með búðir sínar vegna aldurs og þú fórst að vinna í fatahreinsun og síðan í þvottahúsi ríkisspítalanna þar sem þú vannst meðan kraftar leyfðu. Þá varstu aftur komin í stritið og erfiðið og vannst alltaf þar sem álagið var mest, en kaupið var óskaplega lágt. En þú varst nú ekki að kvarta yfir kaupinu frekar en öðm. Þú sagðir, „það borgar sig ekki alltaf að vera að rífast um kaupið þá hækka bara allar vörur um leið.“ Svona var nægju- semi þín mikil. Árið 1977 hittir þú hann Matta í danssveiflu í Alþýðuhúskjallaran- um. Fyrst sá ég Matta á Matstofu Austurbæjar þar sem þú vannst aukavinnu á kvöldin við skúringar. Ekki leist mér á kappann en karl- inn vandist og áður en langt um leið var hann fluttur inn. Matti er hinn besti karl og hefur verið góð- ur vinur minn og fjölskyldunnar síðan. Alltaf var gott samkomulag ykkar á milli og þegar heilsu þinni fór hrakandi vék hann aldrei frá þér hvað sem á gekk þar til yfir iauk. Ég vil nota tækifærið og þakka þér, Matti minn, fyrir þann ómetan- lega stuðning sem þú sýndir móður minni alla tíð og þó sérstaklega í veikindum hennar. Árið 1979 keyptum við okkur íbúð saman við Rauðarárstíg og síðan við Háteigsveg. Þú og Matti keyptuð ykkur íbúð saman árið 1984 við Stangarholt og bjóstu þar sem eftir var. Mamma mín. Ákaflega varstu hreinskilin, kannski stundum um of. Einstaka sinnum gastu stuðað fólk, þú sagðir bara eins og þér fannst og það kom fyrir að tengda- börnin fóru í smáfýlu en það var bara allt í lagi, þú sagðir aldrei annað en það sem satt var. Ég var oftast sammála því sem þú sagðir um tengdabörnin og brosti ég þá stundum í laumi. En þinn stærsti galli var sá og er hann það eina sem mér hefur sárnað við þig, en það var að þú kvartaðir aldrei þó eitthvað væri að. Þú bara sagðir, „það er ekkert að mér, ég er bara svolítið þreytt og slöpp, það bara líður hjá“. Lengi vel höfðu veikindi þín liðið hjá, en enginn er svo hraustur að ekki láti undan ef ekkert er að gert og því miður var ekkert að gert fyrr en sjúkdómur sá er plagaði þig hafði tekið of stóran toll af þínu þreki. Af hveiju léstu okkur börnin og fleiri sem á heimili þínu bjuggu alla tíð ekki hjálpa þér meira við hin erfiðu heimilisverk og af hveiju gastu ekki kvartað meira þegar eitthvað bjátaði á? Nei, það var ekki þinn stíll að kvarta eða biðja aðra að óþörfu, þú bara vannst þín verk. Sennilega værir þú á meðal okk- ar ef þú hefðir kvartað og beðið aðra, það vantar aldrei meira en nú góða móður og ömmu í þennan heim. Seinustu tvö árin eða svo dvald- ir þú í Hlíðarbæ á daginn sem er heimili fyrir þá sem misst hafa minnið. I Hlíðarbæ líkaði þér af- skaplega vel, enda fann starfsfólk- ið þar að þú vildir taka til hendinni í eldhúsinu og fékkst að vinna þar ýmis störf sem var þér mikils virði. Alltaf sama eljan. Ég vil þakka starfsfólki Hlíðar- bæjar fyrir þína hönd og íjölskyld- unnar fyrir frábæra umönnun og alúðlegt viðmót. Þegar heilsu þinni fór hrakandi kom aldrei neitt annað til greina en að hugsa um þig heima meðan nokkur tök vom á, enda vissi ég að þú vildir ekki fara á vistheimili nema daglangt. Eins og fyrr segir hjálpaði Matti okkur mjög mikið og varð til þess að ég var ekki eins bundinn. í sumar varstu hjá mér á æsku- slóðum okkar fyrir norðan og var það ánægjulegur tími. Ég hef alltaf verið hissa á þeim sem ekki vilja hugsa um foreldra sína þegar halla fer undan og hefur mér alltaf fund- ist það fólk frekar fátækt. Á meðan ég hef verið að pikka þessi orð á tölvuna mína, mamma mín, hafa mörg tár runnið niður kinnar, enda er það mín skoðun að sá sem ekki syrgir móður sína hafi aldrei átt neina móður. Og hver á nú að hugga lítinn karl eins og litla drenginn forðum? Sennilega er það tíminn og trúin sem mildar sorg og sút. Svo kom að því að kraftar þínir þmtu, þú varðst orðin svo óskap- lega, óskaplega þreytt að þú gast ekki meir, lagðir augun aftur og sofnaðir mjög, mjög fast eftir lang- an og strangan vinnudag og nú þarftu að sofa afskaplega lengi. Þú eyddir þínum síðustu kröftum í það að spyija eftir mér því ég hafði verið fyrir norðan. Ég var hjá hér, mamma mín, og hélt í höndina á þér síðustu stundirnar. Þegar þú kveður þennan heim ertu vel stæð móðir, amma og lang- amma, átt marga afkomendur sem allir dáðu þig og virtu, skuldlaus og sátt við allt og alla. Ég er alveg sannfærður um það að í Himnaríki hefur verið beðið eftir slíkri konu til að hugsa um börn og heimili. í dag kveð ég þig, mamma mín, í hinsta sinn með miklum söknuði. Megir þú hvíla í friði. Þinn sonur, Stefán. • Fleirí minningargreinar um Ragnheiði Eiríksdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.