Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GESTSDÓTTIR, Kóngsbakka 9, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans að morgni miðvikudagsins 1. október. Útförin fer fram frá Fíladelfíu mánudaginn 6. október, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fíladelfíusöfnuðinn Jóhanna Sigurgeirsdóttir, Garðar Sigurgeirsson, Anne Marie Antonsen, Bæringur Guðvarðarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLL RÓSINKRANZ PÁLSSON, Eiríksgötu 2, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 21. september síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð. Drottinn blessi ykkur öll. Sigrún Eiríksdóttir, Óskar Pálsson, Hrefna Guðnadóttir, Páll Rósinkranz Óskarsson, Jóhannes Óskarsson, Sigrún Óskarsdóttir, Erna Elísabet Óskarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA BJARNADÓTTIR, Háaleitisbraut 56, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 2. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Brynjólfur Karlsson, Elín Bjarney Brynjólfsdóttir, Hjörtur Benediktsson, Brynjólfur Hjartarson, Benedikt Hjartarson, Ásgerður Hörn Benediktsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL LÚÐVÍKSSON fyrrv. apótekari, Starhaga 16, Reykjavík, er lést sunnudaginn 28. september. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju þriðju- daginn 7. október kl. 13.30. Anna Þóra Karlsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir Sigurður Karlsson, Guðrún Hlín Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ARNÞÓRS GUÐJÓNS ÁRNASONAR, Litla Haga, Fáskrúðsfirði, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Hornbrekku, Ólafsfirði, fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Þórlaug Sigurðardóttir, Árný Arnþórsdóttir, Ingi Helgason, Sigurður V. Arnþórsson, Björg Ólafsdóttir, Guðlaug Arnþórsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Grétar Þ. Arnþórsson, Dagný Elísdóttir, Jóhanna K. Arnþórsdóttir, Benedikt Sverrisson, barnabörn og barnabamabörn. HELGAINGIBJÖRG HELGADÓTTIR + Helga Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1912. Hún andaðist í Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 25. septem- ber siðastliðinn. Helga Ingibjörg var dóttir Sigríðar, húsfreyju, (1890- 1975), Oddsdóttur, símstjóra, gullsmiðs og fræðimanns á Eyrarbakka, Odds- sonar, og fyrri manns hennar, Helga, vélstjóra, (1876-1918), Magnússonar, bónda á Skúms- stöðum á Eyrarbakka, Orms- sonar. Albræður Helgu voru: 1) Oddur, (1910-1928), og 2) Magnús Haukur, (1914-1945), rafvirki og verksfjóri hjá Raf- veitu Akureyrar, kvæntur Svövu Ingimundardóttur frá Reylqavík. Þau voru bamlaus. Síðari maður Sigríðar, (1922) var Páll, (1896-1982), lengi verslunarstjóri og kaupmaður á Akureyri, síðar skrifstofu- maður í Reykjavík, Sigurgeirs- son frá Stóruvöllum í Bárðar- dal. Synir þeirra em: 1) Sverr- ir, (f. 1924), kennari og síðar skólasljóri við Gagnfræðaskóla Akureryrar. Kona hans er Ell- en L. Pálsson, f. Rasmussen, frá Reykjavík, og eiga þau fjögur böm. 2) Gylfi, (f. 1933), rit- stjóri og þýðandi, lengi skóla- stjóri Gagnfræðaskólans í Mos- fellssveit. Kona hans er Stein- unn Theódórsdóttir frá Reykja- vik, og eiga þau sex böm. Við lát föður síns var Helga tekin í fóstur af móðursystur sinni, Onnu Valgerði Oddsdótt- ur, (1894-1965), og manni hennar, Helga Agústssyni frá Birtingaholti, (1891-1977), sem Við andlát minnar elskulegu vin- konu, Helgu I. Helgadóttur, Dystu, eins og hún var ávallt kölluð, sækja hugljúfar minningar á, sem voru svo gleðiríkar. Fundum okkar bar fyrst saman á Kvennaskólanum á Blönduósi haustið 1934. Mér er minnisstætt, er ég mætti forstöðu- konunni, frú Huldu Stefánsdóttur, á skólaganginum með unga, hnar- reista stúlku sér við hlið. Hún kynnti okkur sem einu Árnesing- ana sem yrðu í skólanum þann vetur. Frú Hulda bauð mér að skipta um herbergisfélaga; gott mundi vera fyrir Ámesinga að búa saman. Ég hafði komið viku fyrr og var á herbergi með Hallfríði Jónsdóttur frá Broddadalsá. Ég þakkaði þetta góða boð, en var ekki tilbúin að skipta. Dysta mín fyrirgaf mér það samt. Með okkur tókst vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á í öll þessi ár. Hún Sérfræöingar i l)lomaskre>tin«ium \ if» oll tækifæri I s®’§| blómaverksíæði I IÍPINNA.. | Skobn öröuslíg I 2, ii horni lífrgstiiðiistrætis. \ simi 551 ‘><»00 - kjarni mátsins! þá höfðu nýlega hafið búskap á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi. Þar ólst Helga upp fram undir tvítugsaldur, en haustið 1931 fluttist fjölskyldan til Setfoss, þar sem Helgi tók að sér verslunarstörf við Kaupfélag Árnes- inga, sem þá var nýstofnað. Helga var til heimilis hjá fósturforeldrum sinum á Sunnu- hvoli, (Sigtúnum 9), meðan þeirra naut við, en þegar þau voru fallin frá, fluttist hún í eigin íbúð að Fossheiði 48, þar sem hún bjó til æviloka. Fóstursystkini hennar, börn Onnu og Helga, voru: 1) Magn- ús Ágúst, (1920-1985), bakari, en mörg ár útsölustjóri Mjólk- ursamsölunnar í Vestmanna- eyjum. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Torfhildur Hannesdóttir frá Eiríksstöðum í Svartárdat, og eignuðust þau tvær dætur. Þau skildu. Siðari kona hans var Ásta Ársæls- dóttir frá Vestmannaeyjum, (d. 1977), en þau voru barnlaus. 2) Oddur Helgi, (f. 1922), fyrr- verandi sölustjóri Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Guðjónsdóttur frá Starmýri í Álftafirði. Þau eiga tvær dætur. 3) Móeiður (f. 1924), húsfreyja á Selfossi, gift Garðari Jónssyni, fyrrverandi skógarverði. Þau eignuðust fjögur börn, og eru þijú þeirra á lífi. Helga giftist ekki og átti ekki afkomendur. Útför Helgu Ingibjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hefur síðan verið heimilisvinur, sem var kærkomið að fá í heim- sókn. Þessi vetur var yndislegur tími i lífi okkar Dystu. Við höfðum sér- stakt yndi af allri handmennt, sem kennd var af kostgæfni minnis- verðra kennara. Skólakór, er frú Hulda æfði, var gott sameiningar- tákn. Við Dysta sungum neðstu röddina af innlifun. Um vorið, þeg- ar kvaðst var á skólahlaði, sungum við til forstöðukonu og kennara: „Þó að kali heitur hver ... aldrei skal ég gleyma þér.“ í leiklist þótt- um við Dysta gjaldgengar og fleira var, sem við létum ekki fram hjá okkur fara, t.d. böllin fyrir „Inn- an“, eins og sagt var á Blönduósi. Dysta var mjög vel verki farin; það var eins og hún kynni tökin á mörgu fram yfír okkur hinar, t.d. í handavinnunni. Ekki kom mér það á óvart, er ég seinna kom á heimili hennar á Selfossi. Fóstur- foreldrar hennar, Anna Oddsdóttir og Helgi Ágústsson, voru annáluð fyrir sitt menningarheimili, úti sem inni. Anna var móðursystir Dystu og Helgi var einnig skyldur henni, svo að hún var eins og mótuð inn í heimilið. Það var yndislegt að koma þama í heimsókn; húsmóðir- in Anna og svo Dysta, sáu um veitingar og brugðu upp sýnishorni af handavinnu sinni eða blómarækt í garði úti, ef um var beðið. Hús- bóndinn bað stundum um hljóð, brosandi, og setti plötu á fóninn og bauð svo upp á ijómabland með heitu pönnukökunum. Ég var þakklát fyrir þessa elskulegu vin- áttu, sem var í leiðinni heim. Oft heimsóttum við Dysta hvor aðra og oft ferðaðist hún með okk- ur Hauki, m.a. á uppáhaldsstaði undir Eyjaijöllum, í Fljótshlíðinni og á Laugarvatni. Síðasta för okk- ar var sumarið 1996 að Geysi. En þessir tímar eru nú liðnir og koma ekki aftur. „En er ekki gott að kveðja að kveldi með kærri þökk fyrir liðinn dag.“ Dysta átti að góða og trygga fjölskyldu, þar sem hún ólst upp, og hún var henni ávallt nálæg. Eins mat hún mikils vináttu við stjúpa sinn, Pál Sigurgeirsson, og hálftiræður sína, Sverri og Gylfa. Sigríður Oddsdóttir, móðir Dystu, var lífsreynd kona; Helgi, fyrri maður hennar, dó úr spönsku veik- inni 1918 og mátti hún þá taka á sig þá raun að láta Dystu frá sér. Seinna missti hún tvo syni sína uppkomna, albræður Dystu, Odd og Hauk. Dystu þótti vænt um þá gæfu móður sinnar að hún eignað- ist síðar sína mætu fjölskyldu. Móðir Dystu var glæsileg kona í sjón og raun og sérstaklega list- ræn, eins og systkini hennar öll. Dysta mín var einstaklega trygglynd og gjafmild. Ég á ótal gjafír frá henni og yndisleg bréf, sem oft eru mér nærtæk. Hún hafði feikna fallega rithönd og góðan ritstíl. Auk þess var hún einstakur ljósmyndari, en var hlé- dræg á sína listfengi. Áhuga á tónlist fór hún hins vegar ekki leynt með. Ég sakna Dystu mjög, en það er Guð sem ræður. Komið var kvöld. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Hauki og fjölskyldu. Lára Böðvarsdóttir. Kynni mín af Dystu, eins og hún var alltaf kölluð, hófust eftir að ég kynntist konunni minni fyrir rúmum áratug. Ég hringdi bjöllunni. Dysta, ég gleymdi jakkanum. „Það var nú gott, þú átt þá eftir að koma aft- ur.“ Samverustundirnar áttu líka eftir að verða margar. Við féll- umst í faðma fyrst er við sáumst. Mér fannst ég hafa þekkt hana lengi. Öll þessi mannlega hlýja, náungakærleikur og trúin á guð voru hennar sterkustu einkenni. Mér fannst henni þetta jafn eðli- legt og að draga andann. Hún var einstaklega orðheppin, gestrisin, vel að sér um land og þjóð og einhver skemmtilegasti viðmælandi sem ég hef kynnst. Einhveiju sinni á leið yfir Krossá þegar umræðan í bílnum snerist um vatnsmagnið í ánni og við hálfnuð yfir sagði hún: „Ég treysti þér næst guði,“ enda sjálfsagt ekki annað hægt undir þessum kringumstæðum. Minnisstæð er líka ferð í verslun með þær Dystu og Höllu tengda- móður mína. Við höfðum leitað dágóða stund eftir afgreiðslu- dömu. Ég fann hana svo og kall- aði „komið þið stelpur". Dysta hafði alltaf gaman af því að rifja upp þetta atvik því svipurinn á ungri afgreiðsludömunni var ansi furðulegur þegar tvær stelpur á áttræðisaldri komu kjagandi. Eftir þetta notaði hún oft stelpunafnið á skemmtilegum stundum. Eitt sinn er hún dvaldi hjá okkur í Reykjavík fékk hún nýtt heymar- tæki. Þegar ég kom heim frá vinnu spurði ég hana hvemig hún hefði það. „Ég er ansi hjárænuleg." Ein- hverntímann lýsti hún vinkonu sinni og sagði „hún getur verið svo mikil armæða“. Dysta hafði ein- stakt vald á íslenskri tungu og notkun lýsingarorða. Við ræddum líka um að ekki yrðum við eilíf. Um það sagði hún: „Ég vona að farið verði eftir réttri röð. En hvernig sem það nú fer þá eigum við vísan liðsmann á báðum stöðum þegar þar að kemur,“ og nú er það orðið. Við vinir þínir í Tjarnarmýrinni kveðjum þig með kærri þökk fyrir þá dýpstu vináttu sem hægt er að eignast. Guð geymi þig. Bjarki Harðarson. 0 Fleirí mhuúngnrgreiimv um Helgu Ingibjörgu Helgadóttur bíða birtingar ogmunu birtast I blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.