Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 49 FRÉTTIR Dagsbrún-Framsókn-Sjómannafélagið Yfirlýsing frá úthlutunarnefnd Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Tillaga um prófkjör MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing, sem er undir- rituð af fulltrúum Dagsbrúnar, Framsóknar og Sjómannafélagsins í úthlutunarnefnd, þeim Halldóri Björnssyni, Ingunni Þorsteinsdóttur og Birgi Hólm Björnssyni: í dagblaðinu Degi í dag, föstudag- inn 3. október, veitist formaður At- vinnuleysistryggingasjóðs að öllum þeim sem starfa að málefnum at- vinnulausra með orðunum „spillt og rotið kerfi fyrir atvinnulausa". Það má vera að Þórður Ólafsson lifi í slíku kerfi í Þorlákshöfn. En við sem störfum í úthiutunarnefnd fyrir neðangreind stéttarfélög höfum reynt að vinna faglega að þessum málum til að aðstoða atvinnulausa og teijum það okkar hlutverk. Það er ömurleg staðreynd að trúnaðarmaður í verka- lýðshreyfingunni, sem m.a. á sæti í miðstjórn Alþýðusambands íslands, skuli leyfa sér að vera með slíkt kjaftafleipur eins og allt viðtalið í Degi ber með sér. Þórði Ólafssyni ætti að vera kunnugt um að a.m.k. ÝMSIR hafa í ályktunum lýst áhyggjum af yfirvofandi verkfalli kennara. Morgunblaðinu hafa m.a. borist ályktanir frá kennarafundi í Ein- holtsskóla, þar sem harmað er það ástand sem nú ríkir í grunnskólum landsins og sagt að niðurlægjandi launakjör og óþolandi umræða um vinnusvik séu að hrekja fólk úr landi. Fram kemur að á kennarafundinum hafi einn kennari lagt fram uppsögn og 3-4 aðrir íhugi alvarlega að hætta kennslu. í ályktun frá almennum fundi ALÞJÓÐADAGUR kennara er sunnudaginn 5. október og af því tilefni stendur Hið íslenska kenn- arafélag fyrir kvöldskemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar munu skáld og rithöfundar í kennarastétt lesa úr verkum sín- Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður í Hjallakirkju á almennum messutíma kl. 11, sunnudaginn 5. október. Þetta er fyrsta poppmessa vetrarins en þær verða alls 6 í vetur. Poppmessur skipuðu stóran sess í helgihaldi síð- asta vetrar og var vel tekið af söfn- uðinum. Sigurbjört Kristjánsdóttir leikskólakennari mun prédika í messunni. I messunni flytur hópur fólks tón- list í léttum dúr, en þessi hljóm- sveit var stofnuð síðasta haust sér- staklega í tengslum við poppmessur í Hjallakirkju. Markmiðið er að ná til sem flestra með nýjungum í tón- listarflutningi og söngvavali. , LEIÐRÉTT Grafík á Laugavegi 20B SÝNING á grafíkverkum Marilyn Herdísar Mellk er í Gullsmiðju Hans- ínu Jens, Laugaavegi 20B. Rangt götunúmer birtist með frétt í gær, og er beðist velvirðingar á því. í þessari úthlutunamefnd hefur orðið ágreiningur um afgreiðslu mála og þeim málum þá vísað til úrskurðar Atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann er þá sjálfur þátttakandi í þessu „spillta kerfí“ sem hann lýsir svo.^ Það vekur athygli að Þórður Ól- afsson víkur ekki einu orði að megin- atriðum yfirlýsingar Dagsbrúnar um fækkun úthlutunarnefnda sem er þó tilefni til orða hans. í yfirlýsingu okkar kemur fram að verkalýðsfé- lögin í Reykjavík hafa áhyggjur af því ef sambandið milli stéttarfélag- anna og atvinnulausra félagsmanna þeirra er rofið. Það er megininntak yfirlýsingarinnar. Ljóst er af orðum Þórðar Ólafs- sonar að hann tekur flokkspólitíska hagsmuni fram yfir hagsmuni at- vinnulauss fólks og verkalýðshreyf- ingarinnar og ætti því að skoða stöðu sína vel í þessu ljósi. Við munum fela lögmönnum okk- ar að skoða þetta mál í ljósi þess að hér er um svívirðilegar aðdrótt- anir að ræða. foreldra í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi er lýst yfír þungum áhyggjum vegna seinagangs í samningavið- ræðum kennara og viðsemjenda þeirra og skorað á þá að semja strax. Þá hafa Menningar- og friðarsam- tök íslenzkra kvenna samþykkt á félagsfundi að fordæma vinnubrögð samninganefndar sveitarfélaga í við- ræðum við grunnskólakennara. Eru foreldrar, afar og ömmur og allt velhugsandi fólk hvatt til að samein- ast í kröfunni um að samið verði við kennarastéttina áður en öllu skóla- starfi verði stefnt í voða. um, tónlistarmenn í kennarastétt flytja tónlist og einnig verða flutt ávörp. Húsið verður opnað kl. 20 en dagskráin hefst kl. 21. Er aðgangur ókeypis og skemmtunin opin öllum kennurum. Minningartón- leikar um Sig- ríði og Ragnar H. Ragnar í DAG, 4. október, verða haldnir á ísafirði hinir árlegu minningartón- leikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar. Þar kemur fram Tríó Reykjavíkur, sem skipað er Guðnýju Guðmundsdóttur fíðlu- leikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Maté píanóleikara. Ragnar H. Ragnar stjórnaði Tón- listarskóla ísafjarðar frá stofnun hans árið 1948 til ársins 1984 og naut til þess ómældrar aðstoðar Sig- ríðar konu sinnar. Ragnar lést árið 1987, en Sigríður féll frá í mars 1993. Á efnisskránni er Tríó í A-dúr eftir Josef Haydn, hið þekkta Tríó í B-dúr eftir Franz Schubert og í kyrrð norðursins, nýlegt verk eftir Jónas Tómasson. Tónleikarnir verða í sal Grunn- skóla ísafjarðar og hefjast ki. 17. Aðgangseyrir er kr. 1.200 en ókeyp- is aðgangur er fyrir 20 ára og yngri. Tónlist á löngum laugardegi Á SÚFISTANUM, Laugavegi 18, verður tónlist á „löngum laugardegi" í dag og næstu „löngu laugardögum“ þar sem ungt tónlistarfólk mun flytja kammertónlist fyrir gesti Súfistans og bókabúð Máls og menningar, Lauga- vegi 18. I dag ríður á vaðið strengjakvartett frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Kvartettinn er skipaður fiðlu- leikurunum Kristínu Björgu Ragnarsdóttur og Maríu Huld Sigfúsdóttur, víóluleikaranum Elínborgu Ólafsdóttur og sellóleikaranum Hildi Jóns- dóttur. Kvartettinn mun leika létta strengjatónlist af ýmsu tagi á heila tímanum frá kl. 15-17. Nóg bakað VIÐ höfum bakað nóg, er yfir- skrift málþings á vegum Sambands alþýðuflokkskvenna. Málþinginu lýkur í dag en það hófst í gær. I frétt frá Sambandi alþýðu- flokkskvenna segir að á málþing- inu sé farið yfir málefni sem tengj- ast konum og sveitarstjórnarmál- um og sé liður í undirbúningi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Með yfírskriftinni er vísað til þess að í áranna rás hefur þátttaka kvenna í kosningaundirbúningi oft snúist um það að baka fyrir fundi þar sem karlar hafa verið í sviðs- ljósinu. Hér eftir ætla konur að taka sér fleira fyrir hendur og hefja nú undirbúninginn að þeim störfum,“ segir í fréttatilkynning- unni. Málþingið, sem er öllum opið, hefstídagkl. 11 en lýkurkl. 15.15. -----»■■♦ ♦--- Leggja- brjótur genginn Á VEGUM Ferðafélagsins Útivist- ar er farið í dagsgönguferðir alla sunnudaga. Farið er frá Umferðar- miðstöðinni og er mæting að öllu jöfnu kl. 10.30. Sunnudaginn 5. október verður genginn Leggjabijótur, sem er forn þjóðleið á milli Þingvalla og Hval- fjarðar. Gengið verður frá Svarta- gili í Þingvallasveit um Leggjabijót sunnan Botnssúlna, hjá Sandvatni að Stóra-Botni í Botnsdal en þar gefst tækifæri til að skoða fossinn Glym, einn hæsta foss á íslandi. Farið er frá BSÍ kl. 10.30. -----♦ ♦ ♦---- Fræðslu- fundur um streitu FRÆÐSLUFUNDUR um streitu verður haldinn í Heilsuselinu, Seljabraut 54, þriðjudaginn 7. október kl. 20-22. Fyrirlesarar eru: Hallgrímur Magnússon, læknir, Helga Jóak- imsdóttir Alexandertæknikennari og Kristján Jóhannesson, sjúkra- nuddari. Fræðslufundurinn er öllum op- inn. Á FUNDI sem stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði átti með stjórnum allra félaganna fjögurra, kosningaráði og bæjar- málaflokki síðastliðinn mánudag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að leggja til við fulltrú- aráð flokksins að efnt verði til próf- kjörs vegna framboðs til bæjar- stjórnakosninganna næsta vor. Þá var jafnframt samþykkt að leggja þá tillögu fyrir fulltrúaráðið að prófkjörið verði aðeins opið flokksbundnum sjálfstæðismönn- um. Er þá gert ráð fyrir að hægt yrði að skrá sig í flokkinn um leið og mætt er til prófkjörs. Þegar efnt var til prófkjörs fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar nægði að undirrita stuðningsyfírlýsingu við flokkinn til að öðlast atkvæðisrétt. Er fulltrúaráð flokksins boðað AÐ LOKINNI messu í Breiðholts- kirkju í Mjódd nk. sunnudag 5. október verður kirkjukórinn með kaffisölu kl. 14 til stuðnings orgel- sjóði kirkjunnar. Samið hefur verið við íslenskan orgelsmið, Björgvin Tómasson, um smíði 18 radda orgels fyrir kirkj- una. Smíði þess er komin vel á veg og er að því stefnt að hægt verði að taka orgelið í notkun haustið ÓLÖF Sig Davíðsdóttir opnar sýn- ingu á glerverkum í galleríi Ný-hafn- ar, Tryggvagötu 15 í Reykjavík, í dag laugardag 4. október. Þetta er þriðja einkasýning Ólafar en hún hefur einnig tekið þátt í flölda sam- sýninga. Sýningin nefnist „Brot“ og er viðfangsefni hennar í aðalatriðum tilraunir með gler og samspil þess við ljós og hin ýmsu efni. „í GEGNUM árin eða allt frá stofn- un fyrirtækisins árið 1929 hefur Raftækjaverslun íslands hf. kapp- kostað að bjóða fjölbreytni í vöru- vali og merkjum," segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. „Um helgina mun Raftækja- verslun íslands hf. standa fyrir sýningu á Nardi ofnum og hellu- borðum, Gessi blöndunartækjum til fundar næstkomandi mánudags- kvöld til að taka afstöðu til þessara tillagna, en gert er ráð fyrir að prófkjörið fari fram laugardaginn 22._ nóvember. í reglum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfírði er gert ráð fyrir að skoð- anakönnun fari fram á fulltrúaráðs- fundi þar sem hver fulltrúi í ráðinu geri tillögu um fimm einstaklinga sem þykir eftirsóknarvert að fá til þátttöku í prófkjörinu. Verði tillagan um prófkjör samþykkt á fundinum næstkomandi mánudagskvöld er þess vænst að slík skoðanakönnun geti farið fram þá þegar. Niðurstöð- ur könnunarinnar verða síðan lagð- ar fyrir kjörnefnd. I tillögunni, sem lögð verður fyr- ir fulltrúaráðið, er lagt til að fram- boðsfrestur til prófkjörs renni út miðvikudaginn 29. október. 1998. Til þess að það megi takast er þó þörf á góðum stuðningi vel- unnara kirkjunnar við þá fjáröflun sem nú er í gangi. Slíkar kaffisölur verða jafnan að lokinni messu fyrsta sunnudag í mánuði í vetur. Verður þá jafnframt boðið upp á einhvern aukalegan tónlistarflutning og mun Inga Backman syngja við messuna á sunnudag. Er listakonunni hugleikinn einn skýrasti eðlisþáttur glersins þ.e.a.s. tærleiki. Hráefni í verk sýningar- innar er gler sem glerlistakonan endurvinnur og með því móti gefur því nýtt hlutverk. Á sýningunni má finna jafnt nytjahluti sem og skúlp- túra auk annarra verka. Sýningin er opin alla daga frá 14 til 18 og stendur til 18. október. og AirOne háfum. Verslunin verð- ur opin frá kl. 10-17 á laugardegi og 13-17 á sunnudegi. Innanhússarkitekt verður á svæðinu og ráðleggur viðskiptavin- um og sérfræðingur frá Nardi mun einnig aðstoða viðskiptavini. Boðið verður uppá kaffí og konfekt og ýmis sértilboð verða á vörum í til- efni dagsins,“ segir þar ennfremur. Panelplötur Úrval fylgihluta! Teinar, bæklingahólf, rammar, og framhengi fyrir herðatré í miklu úrvali. "Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Yfirvofandi kennaraverkfall Ahyggjum lýst í ályktunum Alþjóðadagur kennara Kaffisala í Breiðholtskirkju Glerverk í galleríi Ný-hafnar Sýna Nardi ofna og helluborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.