Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR HÖRÐ- UR ÞÓRARINSSON + Guðmundur Hörður Þórar- insson var fæddur í Vestmannaeyjum 10. desember 1936. Foreldrar hans voru hjónin Elísa- bet Guðbjörnsdótt- ir, f. 14.10. 1914, d. 2.6. 1992, og Þórarinn Guð- mundsson frá Há- eyri í Vestmanna- eyjum, f. 4.7. 1910, d. 6.11. 1970. Systkini hans eru Ásta, f. 1938, bú- sett í Hafnarfirði, gift Guð- mundi Karlssyni; Oskar, f. 1940, búsettur í Vestmannaeyj- um, kvæntur Ingi- björgu Andersen; Þóranna, f. 1940, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Guð- bjartssyni. Hinn 29. desem- ber 1956 kvæntist Guðmundur Hörð- ur eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sig- urbjörgu Guðna- dóttur, f. í Vest- mannaeyjum 29.12. 1935. Utför Guðmund- ar Harðar fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þegar við kveðjum vin okkar, Guðmund Hörð, Týssa, sem lést langt um aldur fram, aðeins 60 ára, hrannast minningar upp. Við kynntumst, Systu og Týssa skömmu eftir að við fluttum til Vest- mannaeyja 1961. Týssi var þá fræg- J^*ur knattspymukappi í Vestmanna- eyjum. Kynni okkar hófust fyrst á 50 ára afmælihátíð Knattspymufélagsins Týs og smám saman urðum við mjög góðir vinir. Aldrei bar skugga á þá vináttu. Sameiginlegur áhugi á golfi jók einig á hin góðu tengsl. Guðmundur Hörður var hár og glæsilegur, hláturmildur og mjög gestrisinn. Áttum við margar ógleymanlegar stundir í Brekkó. Alltaf var tekið ^ > höfðinglega á móti okkur og munum við ætíð minnast þeirra með þakk- læti. Við samhryggjumst þér, elsku Systa, sem bæði hefur misst ljúfan eiginmann og besta vin frá barn- æsku. Erfitt verður að hugsa sér annað án hins. Þið vomð svo óvenju- lega samrýnd. Ágústa og Ólafur. í dag er kvaddur frá Landakirkju kær vinur okkar hjóna í 30 ár. Guð- mundur Hörður Týssi Þórarinsson eins og við kölluðum hann gjaman. Hann fór alltof fljótt, og eftir stöndum við öll ráðþrota og hiygg. Við kynntumst Systu og Týssa fyrir alvöru úti á Spáni 1967, þá tókst með okkur vinátta og alla tíð síðan höfum við talið þau til okkar bestu vina. Týssi og Systa voru með glæsileg- asta fólki og var tekið eftir þeim hvar sem þau fóru. Það var í framhaldi af þessari vináttu sem Týssi kom til okkar og bað Ragga að kenna sér golf, en hann var byrjaður í þeirri íþrótt og hafði náð sæmilegum árangri. Það var ekki að sökum að spyija, Týssi náði strax tökum á golfinu og stóð læriföðurnum miklu framar. Við vomm ekkert hissa því, Týssi var íþróttamaður af Guðs náð og ; hafði haldið uppi heiðri Eyjanna í mörg ár á sviði knattspyrnunnar. Áttu hann og Systa mörg góð ár í golfinu, en hún dreif sig líka í þessa íþrótt sem átti hug þeirra allan. Og veit ég að fiölmargir kylfingar ofan af landi áttu hjá þeim skjól í gegnum árin, en þar var aldrei lokað hurð á neinn, þá var ekki eins og nú, hótel og gististaðir hér í Eyjum. Fyrir 10 árum lenti Týssi í mjög erfiðri hjartaaðgerð í London og var honum vart hugað líf. En þessi kappi hristi það af sér eins og svo margt annað, en hann varð aldrei samur eftir, og nú gaf hjartað sig endanlega og eftir sitja margir og lúta höfði. Elsku Systa okkar, við vottum þér, Ástu Bubbu, Óskari, Hjalla og þeirra fjölskyldum alla okkar samúð. Sigríður og Ragnar. Við leiðarlok vil ég minnast vinar míns og frænda, Guðmundar H. Þórarinssonar. Hann fékk snemma gælunafnið Týssi sem fylgdi honum ætíð síðan. Þeir vinirnir Óskar Valdason og Hermann bróðir, sem báðir voru snjallir íþróttamenn, gáfu honum þetta gælunafn því á pakka sem þeir færðu honum á fyrsta afmælis- deginum stóð: „Til Týssa.“ Allir vissu að nafnið varð til vegna þess að félagið sem allir á þessum stöðum dáðu hét Knattspymufélagið Týr. Týssi fæddist á Háeyri og ólst þar upp ásamt systkinum sínum Ástu, Þórönnu og Óskari. Foreldrar hans voru hjónin Elísa- bet Guðbjömsdóttir og Þórarinn Guðmundsson. Á þessum ámm ólust líka upp á Háeyri dætur Ástu systur okkar, Edda og Herdís, en faðir þeirra sat í breskum fangabúðum, sökum þjóðernis síns. Týssi ólst upp í húsi þar sem allir vom velkomnir og engum úthýst. Lífsviðhorf hans mótuðust af því. Hlýtt hjartalag er jafnvel meira virði en veraldlegur auður. Enginn skyldi órétti beittur. Æskuheimilið stóð öllum opið og oft var glatt á hjalla. Handan götunnar var Lautin. Ein- stakt svæði þar sem krakkarnir undu glaðir við leiki, allt árið. Boltaleikir á sumrin og þegar snjórinn kom vom skíðasleðar og skautar dregnir fram. Þetta var ævintýraheimur æskunnar. Knattspyrna var mikið iðkuð í Lautinni og margir góðir knattspymumenn stigu þar sín fyrstu spor á ferlinum. Týssi var afburða leikinn með boltann og bjó yfir mikilli tækni. Skotviss var hann einnig með afbrigðum. í mörg ár lékum við saman með ÍBV og oft varð ég vitni að ótrúlega nákvæmum sendingum hans. Týssi lék knattspyrnu til 35 ára aldurs og var með þegar ÍBV komst fyrst upp í 1. deild (sem nú er úrvalsdeild) 1967. Árið eftir skoraði hann fyrsta markið í deildinni fyrir félagið. Það var til sóma fyrri ÍBV þegar þeir léku síðasta deildarleikinn í ár með sorgarbönd til að heiðra minn- ingu hans. Týssi nam húsasmíði hjá þeim feðgum Hafsteini og Ágústi í Varmahlíð. Hann var vandvirkur fagmaður og sinnti störfum sínum af alúð og samviskusemi. Á sjóinn hélt hann á vetrarvertíðum, þegar minna var að gera í iðngreininni. Það var títt meðal iðnaðarmanna á árum áður að bregða sér á sjóinn eða í fiskvinnsluna á veturna. Fótbolti, trommuleikur og djass voru áhugamál okkar Týssa og Ósk- ars. Og eins og í fótboltanum var Týssi teknískur trommuleikari. Hann fékk því miður allt of fá tæki- færi til að tjá sig á því sviði. Týssi kvæntist indælli konu, Systu, Sigurbjörgu Guðnadóttur, 29. desember 1956. Þau voru samrýnd og góðir félagar, sem helguðu sig golfíþróttinni af miklum mynd- arbrag. Að leiðarlokum vil ég þakka allt sem Týssi var mér í lífinu. Réttlátur og mikill mannvinur. Hann hafði mikið skopskyn til að bera og gat glaðst innilega á góðri stundu. Við Elsa sendum Systu, systkin- um Týssa og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ég mæli fyrir munn Háeyringa þegar ég segi: Kæri vinur, far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Sigurður Guðmundsson (Siggi á Háeyri). Fregnin um andlát Týssa frænda kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Týssi var gæddur þeim kostum sem sérhver maður gæti verið stoltur af. Gott jafnaðargeð, kímnigáfa og hjálpfýsi voru áberandi ríkjandi þættir í fari hans. Guðmundur og Systa áttu fallegt heimili sem einkenndist af hlýju og gestrisni og fundum við systkinin okkur alltaf velkomin þar. Þegar ég var lítil stúlka úti í Eyjum fannst mér alltaf stafa ævintýraljóma af Týssa og því sem hann var að sýsla og ég var mjög stolt _af því að eiga hann fyrir frænda. Ég kveð hann frænda minn nú með þessum fátæk- legu orðum og bið Guð um að styrkja Systu í hennar miklu sorg. Jónína. Guðmundur Hörður, „Týssi“, var alinn upp á Háeyri í Vestmannaeyjum ásamt systkinum sínum, á stundum við kröpp kjör verkamannafjölskyld- unnar. Þetta með öðru markaði Íífs- sýn hans, enda var hann félagslega sinnaður og sósíalisti ævilangt og hafði ríka réttlætiskennd og samúðin var með þeim sem minna mega sín. Týssi var einn af Lautarpeyjum, en í Lautinni var fótbolta sparkað frá morgni til kvölds og úr hópi Lautar- peyja hafa sprottið margir fræknir sparkarar og varð Týssi einn af kunn- ustu knattspymumönnum Vest- mannaeyinga. Eins og geta má af gælunafni hans var hann alia ævi eldheitur Týrari og spilaði á yngri árum fótbolta með Tý og ÍBV og var hann formaður Týs um árabil. Þá var hann vel liðtækur kylfingur og varð formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja. Á seinni árum var hann sannur fé- lagi í Oddfellowstúkunni Heijólfi IOOF. Týssi var góðum gáfum gæddur og hefði þess vegna getað lagt fyrir sig langskólanám, en vegna að- stæðna varð hann að fara að vinna fyrir sér og leggja fjölskyldu sinni lið strax og aldur og kraftar leyfðu. Hann lærði húsgagnasmíðar, sem hann gerði að ævistarfi sínu, en stundaði jafnframt sjó á vetrarver- tíðum framan af ævi. Hann var gætinn að geði og gætinn í orði og lagði aldrei annað en gott til manna og málefna, hann hafði ríka kímni- gáfu, góða frásagnarhæfileika og næmt auga fyrir því jákvæða og kátlega í mannlífinu. Foreldrum sínum reyndist hann alla tíð sterk stoð og auðsýndi móð- ur sinni aldraðri, eftir andlát föður síns, einstaka umhyggju og kærleika er hún dvaldi á heimili þeirra Systu í nokkur ár. Hann var varfærinn við börn og unglinga og sýndi þeim oft ótrúlega þolinmæði enda hændist ungt frændfólk hans mjög að honum og hugsa þau nú mörg með hlýju og þakklæti til látins vinar síns og frænda. Stærsta gæfuspor lífs síns steig Týssi, þegar hann gekk að eiga æskuunnustu sína, Sigurbjörgu Guðnadóttur, „Systu“, hinn 29. des- ember 1956, en samband þeirra var alla tíð kærleiksríkt og voru þau einkar samhent og góðir félagar á lífsleiðinni. í hugskoti og á tungu ættingja og vina voru nöfn þeirra svo samofin, að varla varð til annars hugsað eða nafn þess nefnt, að ekki fylgdi hitt á eftir. Að leiðarlokum viljum við og börn okkar þakka Týssa góða samferð sem aldrei bar skugga á. Samúð okkar og hugur dvelur hjá Systu, sem hefur mest misst. Ásta og Guðmundur Karlsson. Að eiga góða að er ein mesta gæfa sérhvers manns. Elsku Týssi minn, ég var svo lánsamur að eiga þig að. Þú varst svo góðhjartaður, umhyggjusamur og hreinskilinn og varst alltaf tilbúinn að gefa mér góð ráð leitaði ég til þín. Þegar ég kveð þig. í hinsta sinn koma upp í hugann kærar minningar um samverustund- ir okkar og eru þær allar ljúfar og góðar og eiga eftir að ylja mér um ókomna tíð. Allar heimsóknir okkar systkinanna til ykkar Systu þegar við vorum lítil, ferðimar á völlinn til að sjá þig keppa í fótbolta og þegar við fórum með mömmu til að taka þátt í þrettándagleði Týs og ég komst að því að þú varst einn af jólasveinunum, mikið var ég lukkulegur þá. Þá naustu þín vel með öll börnin í kringum þig. Það var ekkert skrítið hvað börn hænd- ust að þér því erfitt var að fínna eins barngóðan mann og þig. Öll fótboltablöðin sem þú gafst mér og voru myndskreytt með öllum bestu liðum og leikmönnum í Englandi, ég man hvað ég var iðinn við að klippa myndimar út og hengja þær upp á vegg í herberginu mínu. Þessa æskuminningar mun ég varðveita vel. Það var sumarið 1976 sem mamma ákvað að flytja frá Eyjum og setjast að í Reykjavík. Ég hafði eignast góða vini og langaði ekki til Reykjavíkur. Ég man alltaf þegar mamma sagði mér frá því að þú og Systa hefðu boðið mér að búa hjá ykkur. Ég fór að heimsækja ömmu með fréttirnar og samgladdist hún mér innilega, enda þekkti hún það af eigin reynslu hversu yndislegt það var að vera hjá ykkur. í hönd fór tími sem er mér mjög kær. Allar þær stundir sem við sátum og spjöll- uðum um fótbolta og golf eða þegar ég fór út á golfvöll til að draga fyr- ir þig golfkerruna og fýlgjast með þér í golfmótum. Um jólin kom amma í heimsókn og sátum við í stofunni og spjölluðum og nutum þess að eiga góða stund saman. Þegar ég eignaðist hana Köru Sól síðastliðinn vetur hlakkaði ég mikið til að fara með hana í heimsókn til ykkar Systu. Það var svo í sumar sem við Svava heimsóttum ykkur með litla krílið og voru það miklir fagnaðar- fundir. Þetta var í hinnsta sinn sem leiðir okkar lágu saman og mun ég varðveita þessa minningu og allar þær minningar sem ég á um þig. Ég kveð þig, elsku Týssi minn, með söknuði og þakklæti fyrir allt. Ég gat ávallt leitað til þín þegar svo bar undir og alltaf tókstu mér opnum örmum og sýndir mér væntumþykju, hlýju og stuðning. Hugur minn er hjá þér, elsku Systa mín. Ég bið góðan Guð um að styrkja þig. Við þekkjum það öll vel, að þótt dauðinn sé sár, þá erum við í hendi Guðs, sem ræður öllu í lífi og dauða. Þess vegna lifum við í þeirri trú, að við eigum eftir að hittast og eiga aftur góðar stundir saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Samúel Grytvik. Þá er enn einn Lautarpeyinn fall- inn í valinn. Að þessu sinni er það einn af Háeyrarstrákunum. Guð- mundur Hörður Þórarinsson var fæddur á Háeyri 10. desember 1936. Þeir bræður fóru snemma að leika knattspyrnu, enda segir kunnugur mér að knattspyrnan hafi verið í genum þessara stráka úr Lautinni. Þeir Háeyrarstrákar voru Ingi, Her- mann, Sigurður, Guðmundur og Óskar, en í Lautinni við Háeyrina hópuðust ærslafullir strákar þessara ára, og spiluðu fótbolta alla daga og öll kvöld, meðan einhver mátti vera úti. Þarna voru líka krakkarnir frá Reynistað, Höfðahúsi, Baldurs- haga, Hjalteyri, Steini, Reynifelli og margir fleiri. Þessir strákar áttu það allir sameiginlegt að verða Týrarar, sumir eins og Týssi, Eggó og Helgi urðu formenn Týs, eins og Tóti, fað- ir Týssa, hafði verið. Guðmundur var snemma vaskur • knattspyrnumaður, ákaflega skot- fastur og fimur svo af bar. Ungur lék hann sama árið með 3., 2. og 1. flokki, en 1. flokkur var meistara- flokkur þeirra ára. „Hann var þekkt- ur fyrir sín þrumuskot“ eins og seg- ir í ljóðinu um frækinn kappa. Týssi skoraði fyrsta mark ÍBV á Hástein- svelli í leik á móti Val úr auka- spyrnu með þrumuskoti. Albert Guð- mundsson valdi Týssa, þá 18 ára, í pressulið sitt á móti landsliðinu. Týssi var prúður og skemmtilegur leikmaður og það var svo mjög að oft sýndist manni hann hafa límt boltann á skóinn. í sínu daglega lífi var þessi öðling- ur slíkt ljúfmenni að til var tekið hvar sem hann kom, en með skop- skynið ofarlega á hillunni. Hann lifði í ástríku hjónabandi með eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Guðna- dóttur, þekktri golfkonu. Iþróttir voru því oft ræddar á því heimilinu, enda tókst frúnni það ómögulega, Týssi var farinn að spila golf. Við sem störfuðum með Guðmundi í Tý vitum að margir munu sakna góðs félaga og vinar, en enginn eins sárt og Sigurbjörg og því leitar dapur hugur okkar til hennar og eftirlif- andi ættingja, með þá bæn í hjart- anu að hann sem allar sorgir linar veiti styrk í þungum raunum. Við kveðjum góðan Týrara. F.h. knattspyrnufélagsins Týs, Helgi Sigurlásson. Nú kveð ég kæran frænda minn. Hann er sár söknuðurinn í hjarta þeirra sem þekktu Týssa nú þegar hann hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Fróðari menn en ég hafa sagt mér að svona sé þessi lífsins gangur og við því sé ekkert að gera. En mikið þótti mér það samt sárt að heyra að baráttu þinni væri lokið. Það hvarflaði ekki að mér að þú ættir svo stutt eftir þegar ég heimsótti þig og Systu fyrir rúmum mánuði. Gleðin og styrkurinn skein þá í gegn. Þétt handarbandið og breiður faðm- urinn voru sem aldrei fyrr. Þessi tvö kvöld sem ég fékk að njóta gestrisni ykkar rifjuðust upp fyrir mér gamlar minningar frá því ég dvaldi ófá skipti hjá þér og Systu sem peyi. Vetrarkvöldin sem við sátum í stofunni á Brekkugötu og röbbuðum um golf og önnur hugleik- in efni urðu mér ljóslifandi. í handr- aðanum áttuð þið fjöldann allan af reynslu- og gamansögum sem þið voruð fús til að deila með öðrum enda var það engin tilviljun að ná- vist ykkar greiddi hlátrinum leið upp á yfirborðið og að léttleikinn fylgdi ykkur hvert fótmál. Ég mun alla tíð búa að því að hafa fengið að kynnast Týssa frænda. Þessum stóra manni sem maður horfði alltaf upp til. Það breytti engu hvort maður var smá- polli á stígvélum og með stíflað nef eða langt kominn í tvítugt og tæpir tveir metrar, alltaf horfði maður upp til hans. Ekki bara vegna þess hvað hann var hár og þrekvaxinn heldur var það persónan sjálf sem var svo stór og gnæfði hátt. Eftirtektarvert þótti mér að heyra Týssa aldrei tala illa um nokkum mann og virtist það vera víðs íjarri huga hans. Það var sama hvernig á honum lá, alltaf lagði hann sig fram við að finna fólki eitt- hvað til ágætis í stað þess að leita að flísinni í auga þess. Réttlæti og samkennd voru hans dyggðir og fyr- ir það munu ég og eflaust fleiri minn- ast hans. Vertu sæll, nafni, minningin um góðan dreng mun iifa í hjörtum okk- ar. Systu votta ég dýpstu samúð mína og á þessum erfiðu tímum mun hugur minn dvelja hjá henni. Guðmundur Hörður Guðmundsson. 0 Fleiri minningargreinar um Guðmund Hörð Þórarinsson biða birtingar og mimu birtast í blað- inu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.