Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Deilt um endurútgáfu bókar um prinsessuna af Wales Morton sakaður um að smána minningu Díönu Reuter KONA gengnr framhjá stafla af fyrstu eintökum endurútgáfu bókar Mortons um Díönu prinsessu í bókaverslun í London. Sendiherra Kanada í Israel kallaður heim vegna meintra vegabréfsfalsana „Mesta klúður í sögu Mossad“ Jerúsalem. Reut- Höfundurinn sak- ar æsifréttablöðin um hræsni London. Reuter. BRESKI rithöfundurinn Andrew Morton varði í gær þá ákvörðun sína að birta frásögn Díönu prinsessu af aðdraganda hjónaskilnaðarins við Karl Bretaprins. Hann sagði ekkert hæft í ásökunum um að bókin gæti sært syni prinsessunnar, þvert á móti ættu þeir að skilja móður sína betur ef þeir læsu frásögnina. Morton kvaðst telja að Díana hefði verið fullkomlega sátt við nýja og breytta útgáfu metsölubókar hans þar sem birt eru viðtöl sem tekin voru við prinsessuna fyrir milligöngu umboðsmanns. Prinsessan skýrir þar meðal annars frá tilraunum sínum til að svipta sig lífi, lotugræðgi sinni og sálarangist vegna ótryggðar eig- inmannsins fyrrverandi. „Orð hennar í bókinni eru arfleifð hennar og vitnisburður. Ég er mjög stoltur yfir því að hún skyldi hafa valið mig til að segja sögu sína,“ sagði Morton í sjónvarpsviðtali. „Það þjónar engum tilgangi lengur að vera með látalæti." Endurútgáfan, sem kom út í gær, og sú ákvörðun Mortons að skýra frá því að Díana hefði verið helsti heimildarmaður fyrri útgáfunnar frá árinu 1991 hefur sætt harðri gagn- rýni breskra æsifréttablaða, sem segja að hún geti sært syni hennar, Vilhjálm prins, sem er 15 ára, og Hinrik prins, sem er tveimur árum yngri. „Síðasta svívirðingin“ Morton kvaðst ekki iðrast þess að gefa bókina út tæpum fimm vik- um eftir að Díana fórst í bílslysi í París. „Ég tel að drengirnir hafi vit- að hvað gerðist síðustu árin,“ sagði Morton. „Vilji þeir skilja móður sína hljóta þeir að vilja lesa það sem hún hafði að segja.“ Afrit af hljóðritun viðtalanna við Díönu voru birt í bandaríska tímarit- inu People og sú ákvörðun olli einn- ig miklu uppnámi í Bretlandi. Bresk- ir fjölmiðlar segja að tímaritið hafi greitt Morton 100.000 pund, and- virði 11,5 milljóna króna, fyrir afrit- in. Bresk æsifréttablöð gagnrýndu Morton harðlega fyrir að birta frá- sögn Díönu. „Svívirðilegt," sagði Mirror í flennifyrirsögn og Express birti fyrirsögnina „Díana, síðasta svívirðingin". „Þessi maður gerir sér minningu Díönu að gróðavegi. Hefur hann hugsað um það hvaða áhrif þetta hefur á unga syni hennar," sagði Alice Mahon, þingmaður Verka- mannaflokksins. „Mér býður við þessu,“ sagði ást- arsagnahöfundurinn Barbara Cart- land, móðir greifynjunnar af Dartmouth, stjúpmóður Díönu. „Ég sé að Andrew Morton er enginn heiðursmaður." Fulltrúar Bretadrottningar höfðu áður mótmælt endurútgáfunni og sagt að hún væri „sérlega sorgleg HLJÓÐ- og flugritar, eða svo- nefndir svartir kassar, flugvélar indónesíska flugfélagsins Garuda, sem fórst með 234 innanborðs á Norður-Súmötru, í síðustu viku, hafa enn ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit. Airbus A300-B4 þota Garuda- félagsins brotlenti á fjallshlíð sl. föstudag 45 km suður af borginni Medan sem var áfangastaður hennar. Samgönguráðherrann vegna þess að hún kemur út svo skömmu eftir dauða prinsessunnar". Morton sagði hins vegar að bókin væri söguleg heimild og hún hefði verið skrifuð með fullu samþykki Díönu. „Það er ekkert óheiðarlegt við hana.“ Hann sakaði æsifréttablöðin um hræsni og bætti við að bókin væri „líklega „skúbb“ aldarinnar". Lífvörðurinn man ekki eftir slysinu Lífvörðurinn Trevor Rees-Jones, eini farþeginn sem komst af í bílslys- inu, var útskrifaður af sjúkrahúsi í París í gær og fluttur til Bretlands. Rees-Jones var yfirheyrður í ann- að sinn á fimmtudag og kvaðst ekki enn geta munað hvað gerðist í síð- ustu bílferð Díönu, vinar hennar Dodis A1 Fayeds og ökumannsins, Henris Pauls. Lífvörðurinn man ekki hvað gerð- ist eftir að hann setti á sig bílbelti í framsæti bifreiðarinnar þegar henni var ekið frá Ritz-hótelinu í París. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu við hegðun ökumannsins, sem reyndist hafa verið með þrefalt meira áfengismagn í blóðinu en' leyfilegt er þegar hann ók bifreiðinni. Auk þess hafði hann Haryanto Dhanutirto sagði að ótt- ast væri að svörtu kassamir hefðu sokkið í mýrlendi á slysstað. Afrit, sem birt hefur verið af samtölum flugmannanna og flug- umferðarstjóra, þykir benda til að misskilningur þeirra á milli hafi leitt til brotlendingarinnar. Haft hefur verið eftir flugstjóra, er kveðst hafa heyrt upptökumar, sem afritið var gert eftir, að stóra hluta samtalsins vanti í afritið. tekið inn þunglyndislyfið Prozac og tiapridal, sem algengt er að notað sé í Frakklandi til að draga úr skjálfta ofdrykkjumanna. Rees-Jones slasaðist alvarlega á andliti og gekkst undir tíu tíma skurðaðgerð eftir slysið. Frönsk yfirvöld segja að ekki sé útilokað að hann geti munað eftir slysinu síðar. NYR Mannréttindadómstóll Evrópu getur tekið til starfa í Strassborg fyrsta nóvember á næsta ári. Ítalía var hið eina af gömlu ríkjunum í Evrópuráðinu, sem átti eftir að staðfesta bókun um breyttan dóm- stól, en úr því er nú orðið. Italski sendiherrann við Evrópuráðið, Pa- olo Pucci di Benischi, undirritaði bókunina í fyrradag og Daniel Tarschys, framkvæmdastjóri ráðs- ins, segir það gera fulltrúum land- anna 40 kleift að ganga endanlega frá fyrirhuguðum breytingum á fundi sem haldinn verður í Strass- borg 10. og 11. október. Af nýjum ríkjum ráðsins, í Aust- ur-Evrópu, er beðið eftir Rússum og Króötum, en þeir hafa lofað stað- festingu Mannréttindasáttmála Evrópu og bókunarinnar fyrir lok þessa árs að sögn Wolfgangs Rössle, yfirmanns í upplýsingadeild ráðsins. Ríkisstjómir aðildarríkj- anna tilnefna þijá til dómarastarfs. í bréfi frá Tarschy til ríkisstjóma aðildarríkja Evrópuráðsins er óskað eftir upplýsingum um hugsanlega dómara fyrir 20. október nk. og ÍSRAELAR sögðu í gær að þeir hörmuðu þá ákvörðun kanadískra stjómvalda að kalla heim sendi- herra þeirra í Israel, í kjölfar þess að tveir menn voru handteknir með fölsuð, kanadísk vegabréf í Jórdan- íu, eftir að gerð hafði verið árás á formann Hamas-sam- taka múslíma. í tilkynningu frá ísraelska utanríkis- ráðuneytinu í gær var enn fremur tekið fram, að ísraelum væri í mun að halda vinsamlegum tengslum við Kanada. Lloyd Axworthy, ut- anríkisráðherra Kanada, sagði á fímmtudag að sendi- herrann hefði verið boðaður til Ottawa til „tafarlauss samráðs" og kanadísk stjómvöld „andmæltu harðlega" notkun falsaðra, kanadískra skjala. Sendiherrann hélt heimleiðis í gærkvöldi. Jórdanir greindu frá því að þeir væm að yfírheyra tvo menn, með kanadísk vegabréf, sem hefðu verið handteknir fýrir viku eftir tilræði við Khaled Meshal, stjórnmálaleið- toga samtakanna Hamas. Samtökin em gmnuð um að hafa staðið að sprengjutilræðum sem hafa orðið Ijölda manns að bana í ísrael. HLUTIR sem tilheyra flugmanni F-14 Tomcat þotu bandaríska flot- ans er fórst á fímmtudag undan ströndum Norður-Karólínuríkis fundust á á sjónum í gær. Flug- mannsins er hins vegar enn saknað. Fjöldi skipa og flugvéla leitaði í gær að flugmanninum í gær og fyrradag án árangurs. Flugvélin var við venjulegar æfingar er ókunnar ástæður leiddu til þess að hann og vopnastjórinn í aftursætinu neydd- ætlunin er að fjalla um þær 31. október. Endanlegar tillögur verða síðan að liggja fyrir um miðjan nóvember. Þingmannasamkunda Evrópuráðsins kýs, ef fram fer sem horfir, einn dómara frá hveiju ríki í lok janúar næstkomandi. Meginástæða breytinganna er stækkun Evrópuráðsins úr 23 ríkja sambandi 1989 í 40 ríki nú. Og til- gangurinn er einkum að flýta fyrir gangi mála sem beint er til dóm- stólsins í Strassborg. Umboðsmaður mannréttindamála Bókun 11 við Mannréttindasátt- málann kveður á um sameiningu tveggja stofnana: Núverandi Mann- réttindadómstóls og Mannréttinda- nefndar, sem fjallar um kærur vegna meintra brota á sáttmálanum og vísar sumum af þeim til dóm- stólsins. Hún mun halda áfram störfum í eitt ár frá því núverandi dómstóll leggst af 31. október á næsta ári. Þannig verður einungis einn dómstóll með 40 dómurum í fullu starfi staðsettum í Strassborg Axworthy sagði að kanadísk yfír- völd hefðu gert Jórdönum skýra grein fyrir því að Kanada hefði ekki átt nokkurn þátt í árásinni á Meshal. Fulltrúar Hamas segja að árásin á Meshal hafi verið misheppnað til- ræði af hálfu ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad. ísraelsk stjórnvöld hafa ekkert viljað segja um þessa fullyrðingu, en leiðtog- ar Hamas og fréttaský- rendur í ísrael segja að rekja megi slóðina til Mossad. „[Tilræðið] ber öll einkenni ísrael- skra aðgerða," sagði Benny Morris, sem hef- ur, við annan mann, skrifað bók um starfs- aðferðir ísraelsku leyniþjónustunnar. „Þetta er sennilega mesta klúður, sem frést hefur af, í sögu Mossad, vegna þess að það hefði aldrei átt að leggja út í þessar aðgerðir,“ sagði Morris í samtali við fréttastofu Reuters. Það hefði verið misráðið að hefja aðgerð í Jórdaníu, sem skrifaði undir friðar- samning við ísraela 1994 og hefur öft virst vera eina arabaríkið, sem er vinveitt ísraelum síðan Benjamin Netanyahu tók við völdum þar á síðasta ári. ust til að skjóta sér út í fallhlíf. Sá síðamefndi bjargaðist skömmu eftir atvikið. Hefur hann skýrt frá því að flugmaðurinn hefði skotið sér út samtímis. Fallhlíf hans hefði opnast eðlilega og flugmaðurinn svifið niður á hafflötinn. Var það hið síðasta sem vopnastjórinn sá til félaga síns. F-14 þotan er sjöunda flugvél bandaríska heraflans sem ferst eða stórlaskast á nokkrum vikum. frá október 1999 í stað dómþinga sem nú em haldin eina viku í mán- uði. Að auki má búast við að stofnað verði embætti umboðsmanns mann- réttinda við Evrópuráðið. Umrædd bókun tekur ekki til þess en leið- togafundurinn í næstu viku mun líklega styðja tillögu sem upphaf- lega kom frá Finnum um stofnun embættisins. Einstaklingar eða samtök geta áfram kært til Mannréttindadóm- stólsins og jafnframt verða kæmr milli ríkja teknar til greina, en slík- ar kæmr em afar sjaldgæfar. I nýja dómstólnum munu sjö dómarar fjalla um hvert mál, nema stærstu málin, sem sautján dæma í. Lögfræðingamir þrír, sem til- nefndir verða til dómarastarfs, þurfa að hafa óflekkað mannorð og vera annaðhvort hæfir til setu í æðsta dómstól viðkomandi lands eða vera viðurkenndir fræðimenn. Nú situr Gaukur Jömndsson í Mannréttindanefndinni af íslands hálfu og Þór Vilhjálmsson er dóm- ari í Strassborg. Svarti kassinn ófundinn Jakarta. Reuter. Breyttur Mannréttinda- dómstóll á næsta ári París. Morgunblaðið. Meshal Þotuflugmanns saknað I i I I I í i I \ I: t I í í I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.