Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ í skólanum var ég, með smáhléum, til ársins 1989. Á þessum tíma kynntist ég ýms- um furðulegum týpum. I Bandaríkjunum er mannlega lífríkið ákaflega fjölbreytt og mér fannst þetta andlega hressandi. Eg ákvað því að vera áfram í Bandaríkjunum eftir að náminu lauk. Ég var reyndar ekki með formlegt atvinnuleyfi og mátti því ekki taka mér fasta vinnu, en það er ekki bannað að selja pappír með bleki á. Ég hef verið í Bandaríkjunum meira eða minna eftir þetta, hef að vísu komið heim stundum á sumrin og alltaf á jólunum." ÍHVetZNIG FN?PrÉlR£>U \TOCSoN, ARtSöMA? / ep. oP5tÆki 6iew 6IM- \ SKOP-PW 'M? poU-plí. roá S£6)f\ ftV 6öw e&mi-o . TVjpoRWfiQ HftB F0NVI6 OfPÍ / LþR "T H6lf05p&Kl" \ r "SLe<%‘ A hj "2. , „Fljótlega eftir að náminu lauk talaði annar teiknari mig inná það að flytja til Tucson með honum og leigja með honum íbúð. Sú sambúð gekk ekki áfallalaust, en ég iðrast þess ekki að hafa farið þangað. Þar er hlýrra, bæði í veðri og mannlegum skilningi. Boston er miklu kaldari og snobbaðri borg. I Tucson eimir eftir af gömlum kúrekabæjaranda. Ef maður brosir til fólks brosir það og veifar á móti í stað þess að glápa á mann eins og mað- ur væri vitlaus. Þarna eru miklar herbæki- stöðvar og meðal annars eru þar geymdar gamlar herflugvélar sem hafa verið teknar úr notkun. Þær eru svo margar, að ef þær yrðu aftur gerðar flugfærar væri þar kominn stærsti flugfloti heims. Þarna er líka fjöldinn allur af hermönnum og herforingjum á eftir- launum, og eftir því sem mér var sagt líka heilmikið af mafíósum sem hafa dregið sig í hlé.“ HEFORVU GENiSW l' 6ESNUiv\ AK\je-É>iN TiroflgiL r TQKNaRB- F£Ru ÞlNuro? róép. FR SfíGT HO ÞO SéRT orpinN rciKiLL oro 6N6sor? „Já, í Tucson þykir ákaflega eðlilegt að safna byssum, og ég gat ekki stillt mig um að fá mér nokkrar sjálfar. Ég á núorðið allt frá gömlum svartpúðursframhlaðningum upp í fullkomna hálfsjálfvirka riffla. Mér fannst miklu meira gaman að framhlaðningunum, því það var hægt að dútla meira við þá.“ „Já, ég hef til dæmis lengi verið upptekinn af dýrakarakterum, en er reyndar orðinn örlítið þreyttur á þeim og farinn að teikna meira af manneskjum. Ég reyni annars að hafa sem mesta fjöl- breytni í því sem ég geri. Ég hef skrifað vís- indaskáldsögur, grínsögur, hryllingssögur, klámsögur og ýmislegt fleira sem sumt er erfltt að skilgreina. Eitt dæmi er „porno babies“. Það byijaði sem einfóld og frekar gróf ádeila á teiknimyndir sem ég þoldi ekki. Það var þegar teknfr voru fullorðnir og vinsæl- fr karakterar, til dæmis Kalli kanína, og gerð- ar af þeim smábarnaútgáfur. Dæmi um það era Tom and Jerry kids, Wamer babies, Disn- ey babies og svo framvegis. Mér fannst þetta gersamlega óþolandi og beinlínis svívirðilegt gagnvart persónunum. Til að gagnrýna þetta bjó ég því til litlar og sætar persónur, með stór augu og stór bros og stór brjóst og stór typpi. Sögurnar vora falleg- ar með góðum endi. Ég ætlaði bara að gera þetta einu sinni, en mér til furðu varð þetta mjög vinsælt. Á einni teiknimyndasamkom- unni kom til mín lítil og nett, miðaldra dama, sem leit út eins og uppáhaldsamma einhvers. Hún sagði mér að henni þættu „Porno-babies“ voðalega sæt og hún gæti ekki staðist þau. Ég seldi henni strax komplett sett af sögunni. Þarna kom í ljós að þetta var ekki bara fyrir loðna, karlkyns perverta, heldui- að venjulegu fólki þætti gaman að þessu. „Porno-babies“ er reyndar eina sköpunarverk mitt sem er með eigin aðdáendaklúbb. Ég reyni að teikna í fi'éttabréf klúbbsins eins oft og ég get. Að vísu hefiu’ Svaði-íkominn verið gefinn meira út en „Pomo-babies“. Ofbeldi er víst ör- uggara en kynlíf á bandaríska markaðnum. Það er allt í lagi að sýna fólk vera skotið í mag- ann' eða hausinn, en fólk sem er að fara úr bux- unum og stunda kynlíf án sektarkenndar, það má engum sýna. Mér fínnst sjálfum miklu skemmtilegra að vera uppi í rúmi með dömu en að láta lemja mig. Upp á síðkastið er ég meir og meir farinn að nota sjálfan mig sem persónu í ýmsum sögum og prédikunum. Ég hef oft látið skoðanir mín- ar laumast út um munn ýmissa karaktera minna, en þegar ég er að gera eitthvað sem er hrein skoðanalýsing, eins og til dæmis „Shot- gun-fun“, haglabyssufjör, og „Karno’s pet peeves“, finnst mér heiðarlegi-a að sýna mitt rétta andlit. Þetta er ég, þetta er mín skoðun. Ef þetta er ekki þín skoðun, þá það. Ég hugsa reyndar að ég sýni sjálfan mig í sögunum sem dálítið ofbeldisfyllri og grimmari náunga en ég er í raunveraleikanum, en það er betra að það sé á pappímum en í raunveraleikanum. Það eru hasarblöð með Svaða-íkornanum, einu sköpunarverka minna. Hann er lítill, sætur, loðinn fjöldamorðingi sem heldur að hann sé ofurhetja og hefur náð furðulegum vinsældum. Svo eru eitt eða tvö önnur blöð að fara að koma út.“ HVEftNlG 5Tö9 F Þvf M Þri GeftBlST BWffisoGO HöfONDUR? ÍTX DOR?) „Mér þótti mjög gaman að teikna þegar ég var krakki, en hafði auðvitað ekki hugmynd um það þá að ég væri að æfa mig fyrir starfsferil. Snemma tókst mér að koma nokkrum myndum í barnasíður dagblaðanna en atvinnuferill minn hófst á því að ég teikn- aði myndasöguna Pétur og vélmennið fyrir Þjóðviljann. Ég skil ekki núna af hverju þeir tóku við þessum sögum mínum, ég var ekki nema þrettán ára. Kannski þótti þeim gam- an að barnalegum andanum sem sveif þar yfir vötnum. Svínharður smásál, sem tók þar næst við, var örlítið betri, að minnsta kosti voru nokkrir brandarar í honum. Ég hafði dálitla vasapeninga upp úr þessum verkefnum og það læddi að mér þeirri hug- mynd að kannski væri hreinlega hægt að lifa á þessu. í framhaldi af því fór ég í listnám í Bandaríkjunum, í Art Institute of Boston. Það var árið 1983. Skólinn var ágætur en ég lærði samt miklu meira af því sem var að gerast utan hans. LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 27 £ft CKKil ERFITT A© SENPPi SlÓLFfiN &1& SVoNPi vr Á MlGMöLLlNN.’ „Ég er langt í frá ósæranlegur, en ég er eigin- lega hættur að vera hræddur við gagnrýni ann- ars fólks. Reyndar finnst mér ekki vera nóg af því. Þegar ég hef slengt firam efni eins og „Pomo-babies“ og haglabyssufjöri, þai’ sem ég einfaldlega skýt alla sem fara í taugamar á mér og útskýri afhverju þeir eiga að deyja, þá býst ég við harkalegum viðbrögðum. Núna hefst bardaginn við ritskoðendurna, hugsa ég. Ég er kominn í bai’dagastellinguna með hnef- ana uppi, en viðbrögðin sem ég fékk við „Pomo-babies“ voru til dæmis: „Nei, en hvað þetta er sætt.“ Reyndar er það rökrétt, því að þefr sem myndu dæma mig þannig út frá sög- unum að ég væri ekta, öskrandi pervert, lesa einfaldlega ekki myndasögur. Það má því segja að ég sé að prédika til kórsins. Það er mikilvægt fyrfr listamann að fá við- brögð til að vita hvað virkar og hvað ekki. En það gerir miklar ki’öfur til lesandans. Hann þai’f fyi’st að lesa efnið, síðan hugsa um það, síðan útskýi’a viðbrögð sín og loks ski-ifa þau niður eða segja mér frá þeim. Það era ekki allir sem nenna því. Flest fólk kaupfr teiknin- myndasögur fyrir augnabliksskemmtan og er ekki að gagmýna þær sérstaklega. Hugsandi gagnrýni er gulls ígildi.“ HMSRNVS (TVnPASo6UR LeSTU H£LST SJÁLFOR y „Ég las heilmikið af ofurhetjusögum þegar ég var yngri, en ég er eiginlega vaxinn upp úr þeim. Ofúi’hetjusögumar era að endurmelta sama efnið aftur og aftm’, og fyrr eða síðar hef- ur maður ekki lengur lyst. Það sem ég les helst af annarra manna verkum núna er svokallað „altemative“ efni. Þetta era höfundar sem kunna sitt fag, en sögumar koma út svarthvít- ar í litlum upplögum. Ég er hrifinn af sögum með húmor og mér finnst vel útfærðar pælingar skemmtilegar. Ef frásögn er vel skrifuð er mér sama hvort sagan er klámsaga, bamasaga, sakamálasaga eða eitthvað annað. I stuttu máli má segja að mér sé sama hvaðan gott kemm-. Ég hef gaman af sögum sem era skrifaðar á tveimur plönum, eins og til dæmis bestu Ást- ríkssögumar. Börn geta lesið þær og haft gam- an af en svo getur maður lesið þær aftur sem fullorðinn og fundið fullt af brönduram sem maður tók ekld eftir sem krakld.“ FINNST ÞÉR EKK| STONPUfrt AP Þfr SéRT EARPl ft9 LQKft ÞéR, 06 fETTif^ ftP Fft Þéft. ftLNöRoVlNMU? „Jú, til dæmis fékk ég þá flugu í höfuðið árið 1994 að tími væri til komin að hætta að vera svona listaróni, taka lífið alvarlegar, koma heim, giftast og eignast böm. Það var reyndar eiginlega enga vinnu að hafa á þeim tíma. Ég endaði í bæjai-vinnunni, en þénaði meira á myndasögunum en „ekta“ vinnu, þannig að ég gafst upp á henni. Ef maður eyðir meirihluta ævinnar í vinn- unni og hatar samt vinnuna sem maður er í, þá hatar maður lífið. Ég vil miklu frekar þéna minna á vinnu sem mér finnst skemmtileg en að þéna meira á vinnu sem er að drepa mig úr leiðindum. Það er reyndar mjög íslenskt að skilgreina „vinnu“ sem niðurdrepandi púl, og allt annað sem einhvem leik. Að hafa ángæju af vinnunni er einhvei-skonar svindl. Ef svo er, þá er ég gjörsamlega iðrunarlaus svindlari.“ €F GCTOR NALIP Ofó H'JoftT >0 L6NOIR f HÖNÓUfrt SftMOftRvSieRft 8ÖFA LöGREGLUx Þft SlcALTU H'KLftOST NGUft ftFBfiOTPi (V)E'MM/A/A t I HcÍN&Ufft LÖ>6R6GLUMMftR r FJftRlNN’. ÞAftUft^”^|i|fc fftléSTI B& 130 poLLftRft, ftLLT .SpftRIFE miTT f H6NPDR \ ÓWVTS LÖGFRPLíHNCSS, BÍMNM rftiNM, FftELSl fftlTT, o6 6F . HlMUfft FfrSM&UNUPO LfST £"10:1 Y ft htarhAtt rmNN, Þft t-ér KANNSKI LiFTÖRDNft | V-, LfVcftl \ —r-y* FJftRlNMl ÞftRNA rfúSSTI Ú6 130 ■K. FOLLftRftl ,— I HöNPUm AFRficrnftfftANNA:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.