Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lífleg hlutabréfaviðskipti í lækkunarhrinu á Verðbréfaþingi Hlutabréfa vísital- an lækkaði um 2% Veruleg lækkun á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum HLUTABRÉFAVÍSITALA Verð- bréfaþings íslands lækkaði um tæp 2% í gær í talsverðri hrinu við- skipta. Heildarviðskipti dagsins námu tæpum 90 milljónum króna en auk þess áttu sér stað viðskipti að fjárhæð rúmlega 10 milljónir króna á Opna tilboðsmarkaðnum. Lækkanir voru nokkuð almennar á Verðbréfaþingi í gær en mest bar þó á lækkunum á hlutabréfum í sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Þannig lækk- uðu hlutabréf í Haraldi Böðvarssyni um rúm 8%, hlutabréf í Samheija lækkuðu um 3,8% og hlutabréf Granda lækkuðu um 3%. Raunar lækkuðu hlutabréf í nær öllum sjáv- arútvegsfyrirtækjum sem skráð eru á VÞÍ og lækkaði hlutabréfavísitala sjávarútvegs um 3,6%. Spá um lækkanir í sjávarútvegi hreyfði við markaðnum Þeir verðbréfamiðlarar sem Morg- unblaðið ræddi við í gær sögðu greini- legt að frétt sem birtist í Morgunblað- inu í gær, þar sem talsverðri lækkun á gengi sjávarútvegsfyrirtækja var spáð, hafi hreyft verulega við mark- aðnum. Jafnt sölutilboð sem kauptil- boð hafi lækkað talsvert og hafi tals- verðar lækkanir fylgt í kjölfarið. VÍB reiknar með 4% hækkun fram að áramótum Hins vegar eru skiptar skoðanir um þá greiningu sem kom fram í fyrrnefndri frétt. Þar komu fram þær skoðanir verðbréfamiðlara að spá um lakari afkomu sjávarútvegs í ár en í fyrra, auk nokkurrar óánægju með milliuppgjör margra sjávarútvegsfyrirtækja, myndu lík- ast til leiða til umtalsverðra lækkana á gengi sjávarútvegsfyrirtækja. Var bent á að gengi þeirra hefði að meðaltali hækkað um 12% frá ára- mótum en yrði afkoman lakari í ár en í fyrra, hlyti einhver leiðrétting að eiga sér stað. Á móti er hins vegar nefnt að menn séu farnir að horfa talsvert lengra fram í tímann nú. M.a. sé horft til þess að þorskkvóti hafi ver- ið að aukast undanfarin tvö fiskveið- iár sem muni leiða til mun betri nýtingar framleiðslutækja. Þá hafi átt sér stað sameiningar í sjávarút- vegi á undanförnum misserum og væri talsvert horft til þess ávinnings sem kynni að verða af þeim. Þá er bent á að ytri aðstæður séu um margt hagstæðar fyrir hluta- bréfaverð. T.d. hafi vextir farið lækkandi að undanförnu og margt bendi til að sú þróun kunni að halda áfram. Því sé ekki óeðlilegt að ætla að fjárfestar muni í auknum mæli sækja í hlutabréf. Að sögn Friðriks Magnússonar, sjóðsstjóra hjá Verð- bréfamarkaði Islandsbanka, er m.a. af þeim sökum gert ráð fyrir um 4% hækkun á gengi hlutabréfavísi- tölunnar fram að áramótum. Islands- flug semur við SAS ÍSLANDSFLUG gekk í gær frá samningi við SAS-flugfélagið um aðgang að Amadeus-bókanakerfinu. Kerfið er hið stærsta í heimi að sögn Sigfúsar Sigfússonar, mark- aðsstjóra íslandsflugs, og er talið að um helmingur ferðaskrifstofa í heiminum hafi aðgang að því. Sigfús segir að kerfið opni félag- inu ýmsa möguleika til að bæta þjónustu við farþega. Farþegar geti nú látið bóka sig beint í flug með íslandsflugi hjá öllum ferða- skrifstofum sem tengjast kerfínu og gengið frá framhaldsflugi svo eitthvað sé nefnt. Farþegum Islandsflugs hefur ijölgað verulega á þessu ári eftir að fijálsri samkeppni var komið á í innanlandsflugi. Sigfús segist Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÍSLANDSFLUG hefur samið við SAS um aðgang að bókunar- kerfi félagsins. Frá undirritun samningsins, (f.v.)Per Falke- borg og Marianne Wagner frá SAS ásamt Sigfúsi Sigfússyni, hjá íslandsflugi. gera sér vonir um að farþegum muni flölga enn frekar með til- komu kerfisins. „Nú stefnir í að um 93 þúsund farþegar fljúgi með okkur í áætlunarflugi innanlands í ár og við stefnum að því að fjölga þeim enn frekar á næsta ári,“ seg- ir Sigfús. FORRÁÐAMENN Pizza 67 fagna sölu sérleyfa til Englands í gær. Frá vinstri: Georg Georgiou, framkvæmdastjóri Pizza 67, Baldur Sigurðsson, eigandi Pizza 67 UK Ltd., og Gísli Gíslason frá Pizza 67 International, Pizza 67 í Englandi NYTT félag hefur verið stofnað um rekstur Pizza 67-staða í Evr- ópu, Pizza 67 Europe. Félag þetta á aðeins einn stað, Pizza 67 í Tryggvagötu, en selur sérleyfi til rekstraraðila á Islandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi. í gær gekk hið nýja fyrirtæki frá sölu fimm sérleyfa til fyrirtækisins Pizza 67 UK Ltd. en það stefnir að því að opna fimm Pizza 67- staði í Englandi á næstu misserum. Pizza 67 UK Ltd. er í eigu Bald- urs Sigurðssonar en hann hefur unnið við verðbréfamiðlun í Lund- únum síðastliðin átta ár, fyrst hjá fjárfestingarfyrirtækinu Hender- son Investors og síðan hjá eigin fyrirtæki, Avalon Finance. Baldur stefnir að því að opna fyrsta stað- inn fyrir jól og býst síðan við að opna nýjjan stað á um sex mánaða fresti. „Á næstunni verður stað- setning metin en líklegt er að 1-3 staðir verði opnaðir í London og nágrenni, einn í Mið-Englandi og 1-2 í Norður-Englandi.“ Innviðir keðjunnar styrktir Gísli Gíslason, lögmaður Pizza 67 International, segir að með stofnun hins nýja félags sé endur- skipulagningu á Pizza 67-keðj- unni formlega lokið og því sé hægt að snúa sér að því af krafti að breiða íslenska flatbökumenn- ingu út til annarra landa. „Með stofnun Pizza 67 Europe hefur móðurfélagið endanlega dregið sig út úr rekstri og mun því ein- göngu sinna sérleyfasölu og styrkja þannig innviði keðjunnar. Við höfum mikla trú á enska markaðnum og fögnum því hinum skjóta árangri þar. Þá verða fleiri staðir opnaðir í Noregi á næst- unni en þar er nú þegar rekinn einn staður," segir Gísli. Netverk ogMarg- miðlun til Brussel TVÖ fyrirtæki, Netverk hf. og Margmiðlun hf., hafa verið valin til að taka þátt í fjárfestingarþingi sem haldið verður í Brussel þann 25. nóvember nk. Þar gefst fyrirtækj- unum kostur á að kynna áform sín fyrir erlendum fjárfestum. Netverk hf. framleiðir búnað fyrir gagnasendingar i gegnum gervihnött og Margmiðlun fram- leiðir hugbúnað fyrir alnetið, m.a. TotoSelect. Alls voru valin 30 evr- ópsk fyrirtæki til þátttöku að þessu sinni og þykir hlutdeild íslands góð. Þessi árangur íslensku fyrir- tækjanna kemur í framhaldi af þátttöku þeirra í verkefninu Infin- ite 97 sem starfrækt hefur verið af Útflutningsráði og Fjárfesting- arskrifstofu um nokkurra mánaða skeið. Þar fengu sex fyrirtæki leið- beiningar við gerð viðskiptaáætl- unar og öflun erlends áhættufjár- magns. Auk fyrrgreindra fyrir- tækja voru þetta Gagnalind hf., Gula línan, Hugbúnaður og Hug- vit. Þann 5. september var síðan haldin kynning hér á landi fyrir erlenda og innlenda áhættufj- árfesta. Markmiðið er að a.m.k. þrjú fyrirtæki fái fulla fjármögnun sinna áforma. Póstur og sími býður ePóst Fríkortssamstarfið dregur dilk á eftir sér BYKO og 10—11 hætta við- skiptum við íslandsbanka PÓSTUR og sími hefur tekið upp nýja þjónustu fyrir póstsendingar fyrirtækja, svonefndan ePóst. Þjónustan gerir fyrirtækjum kleift að senda allar póstsendingar sínar rafrænt til Pósts og síma. Þar er tekið við þeim, þær prentaðar út og settar í umslög og loks frímerkt- ar og sendar til viðtakenda. Að því er fram kemur í upplýs- ingum frá Pósti og síma getur þetta fyrirkomulag haft í för með sér umtalsverðan spamað fyrir fyrirtæki í póstflokkun og -send- ingum. Þá er jafnframt tilgreint að fyllsta öryggis sé gætt í þessari þjónustu. Allur gagnaflutningur sé rafrænn og gildi strangar reglur um meðferð gagnanna. Aðgangur að tölvu- og tækjasal sé tak- markaður og hugbúnaðurinn sé þróaður með það að leiðarljósi að tryggja mjög nákvæmt eftirlit með öllu ferlinu. BYKO og 10-11 hafa hætt viðskipt- um við Islandsbanka vegna þátt- töku bankans í Fríkortssamstarf- inu. Bankinn verður af viðskiptum sem nema nokkrum milljörðum króna vegna þessa að sögn forráða- manna fyrirtækjanna. Þeir segja að óánægja ríki meðal margra við- skiptavina íslandsbanka vegna málsins. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, segir að fyrirtækið hafi ekki lengur séð sér fært að skipta við íslandsbanka þar sem bankinn hafi myndað viðskiptabandalag gegn því. Vísar hann til þess að Húsasmiðjan, einn helsti keppinaut- ur BYKO, tekur þátt í Fríkortssam- starfinu. „BYKO hefur alltaf átt gott sam- starf við íslandsbanka en vegna þessa viðskiptabandalags eigum við skiljanlega erfitt með að halda þess- um viðskiptum áfram. Mér þykir leitt að þetta góða samstarf skuli hafa endað með þessum hætti og myndi gjarnan beina viðskiptum aftur til bankans ef hann hætti þátttöku í þessu bandalagi. Ég vona að bankinn sjái að sér í þessu máli og að eðlilegir viðskiptahættir kom- ist á að nýju.“ Jón Helgi segir að hann hafi heyrt megna óánægju víða i við- skiptalífinu vegna Fríkortssam- starfs íslandsbanka en segir að- spurður að hann hafí ekki tekið umrædda ákvörðun í samráði við önnur fyrirtæki sem standa utan samstarfsins. BYKO er í 37. sæti á lista Frjálsr- ar verslunar yfir stærstu fyrirtæki ársins 1996. Samkvæmt tímaritinu nam velta fyrirtækisins rúmum 3,6 milljörðum króna á síðastliðnu ári. Jón Helgi segir að viðskipti BYKO við íslandsbanka hafi numið hundr- uðum milljóna króna og hann eigi von á því að þau verði nú færð til annarra banka. Ákvörðun bankans að halda Fríkortssamstarfinu áfram 10-11-verslanimar hættu við- skiptum við íslandsbanka í síðasta mánuði, einnig vegna þátttöku bankans í Fríkortssamstarfinu, að sögn Eiríks Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra. Segir hann að bank- inn verði af þriggja milljarða króna ársveltu vegna þessa. Hagkaup, einn helsti keppinautur 10-11, er þátttakandi í samstarfinu. „Þegar tilkynnt var um Fríkorts- samstarfið í vor óskuðum við eftir því við bankann að hann hætti þátt- töku í því. Okkur finnst ekki rétt að viðskiptabanki okkar taki þátt í því að beina viðskiptavinum okkar til samstarfsaðila. Bankinn tók hins vegar þá ákvörðun að halda sam- starfinu áfram þannig að við fundum okkur knúna til að flytja viðskipti okkar annað. Við fengum mörg til- boð í viðskipti og fluttum okkur til Búnaðarbankans og emm mjög ánægðir þar. Sem betur fer em margir bankar sem eru reiðubúnir að vinna með viðskiptavinum sínum en ekki á móti þeim,“ segir Eiríkur. Eiríkur segist ekki hafa tekið umrædda ákvörðun í samráði við önnur fyrirtæki en hann hafi heyrt óánægju með Fríkortssamstarf ís- landsbanka meðal margra við- skiptavina bankans. Ekki náðist í forsvarsmenn ís- landsbanka í gær vegna málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.