Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ RÖK GEGN RÖKUM GEGN VEIÐIGJALDI í GREIN í fyrra hefti Fjármálatíðinda í ár geri ég grein fyrir helstu rökum sem nefnd hafa verið til (% stuðnings hugmynd- inni um veiðigjald. Orri Hauksson og Illugi Gunnarsson hafa lesið grein mína og ekki lát- ið sannfærast og birta athugasemdir sínar í Morgunblaðinu 14. september sl. Þar sem athugasemdir þeirra eru illskiljanlegar án þess að grein mín sé höfð til hliðsjónar útbjó ég allítarlegan útdrátt úr Fjármálatíðindagrein minni sem Mbl. birti 21. september sl. Athugasemdum þeirra Orra og _y. Illuga má skipta í fimm atriði sem ég vil kalla Sköpunarrökin, Kaup- rökin, Rentuaðgreiningarrökin, Sambúðarsamlyndisrökin og Lítil- ræðisrökin. Skal ég nú gera grein fyrir hveiju atriði fyrir sig og svara eftir bestu getu. Sköpunarrökin Þeir félagar spyija hvernig fisk- veiðiauðlindin varð verðmæt og svara sjálfum sér með því að hún hafi orðið verðmæt fyrir atorku og áhættusókn útgerðarmanna. Því sé _ ’ það svo að þegar þeim sé færður rétturinn til að nýta fiskveiðiauð- lindina sé ekki verið að gefa þeim neitt, aðeins eftirláta þeim það sem þeir hafi skapað. Hér er margt athugasemdaefnið. Hvað er t.d. fiskveiðiauðlind? Er það veiðarfæri og skip, er það fiski- stofn, eða er það þekking og færni sjómannanna, netagerðarmanna, verkafólks í vinnslustöðvum, eða er það eitthvað enn annað? Mér er það ekki ljóst af lestri greinarinnar. En látum það liggja milli hluta og tökum útgangspunkt í staðreynd- um. Staðreyndin er nefnilega sú að ríkisvaldið íslenska hefur bannað veiðar úr fiskistofnum innan auðlindalögsögu sinnar. Ríkisvaldið hef- ur síðan úthlutað ákveðnum hópi útgerð- armanna heimild til að sækja nánar tilgreint magn af afla úr nánar tilgreindum fiskistofn- um sem halda sig inn- an auðlindalögsögunn- ar. Það eru aflaheim- ildirnar sem eru verð- mæti og því verðmæti er nú úthlutað ókeypis til hinna útvöldu út- gerðarmanna. Hvernig eiga sköpunarrökin við eftir að þessi hugtakaafmörkun er fengin? Það er óumdeilt að sókn útgerðarmanna í fiskistofnana var svo harkaleg uppúr 1970 að þeir verðmætustu voru í alvarlegri út- rýmingarhættu í hagrænum skiln- ingi a.m.k. Allnokkur hópur vís- indamanna og pólitískra eldhuga barðist fyrir því um langt árabil að skynsamlegri skipan yrði komið á nýtingu fiskistofnanna. Þeir áttu sér skoðanabræður meðal öflugustu embættismanna. Hver var hlutur útgerðarmanna í þessari umfjöllun allri? Gengu þeir í fylkingarbijósti? Það væri athyglivert fyrir Illuga og Orra að kynna sér efni greinar Halldórs Jónssonar: Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða í Samfélagstíðindum ársins 1990. Skv. lýsingu Halldórs voru það vís- indamennirnir (fagfólkið) sem þrýstu á um að stjómkerfi fiskveið- anna yrði bætt, útgerðarmenn drógu lappirnar (sjá t.d. umræðu um „seinni“ skýrslu Rannsóknar- ráðs á bls. 122 í fyrmefndu riti). Veiðirétturinn er verðmætur vegna þess að almannavaldið ís- lenska er tilbúið að beita þvingunar- aðgerðum til að hann sé virkur og virtur. Yrði öllum afskiptum hins STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Domus Medica, sími 551 8519 Tilboð ó löngum laugardegi Verð: 3.995," Tegund: 4486 Svart leður Stærðir: 40-46 Ath. Loðfóðraðir Tegund: 4455 Svart leður Stærðir: 40-46 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR • PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Ætli það sé almenn skoðun meðal ungra sjálfstæðismanna, spyr Þórólfur Matthíasson, að lækkun jaðarskatta Úr41%í28% sé lítilræði? opinbera gagnvart sókn í fískistofn- ana hætt myndi ástand þeirra fljót- lega sækja í sama farið og á átt- unda áratugnum og niðurstaðan verða ofveiði og döpur afkomu út- gerðar. Þess vegna fullyrði ég að það sé fiskveiðistjórnunarkerfið sem geri aflahlutdeild að verðmæti, ekki leit útgerðarmanna að besta fiskileitartækinu eða fisknasta troll- inu. Ef beita ætti sköpunarrökunum yrði að mínu viti frumúthlutun afla- marks að ganga til þess hóps vís- indamanna, pólitískra eldhuga og embættismanna sem skóp fískveiði- stjórnunarkerfið. Sé sköpunarrök- semd þeirra Uluga og Orra fylgt út í ystu æsar fæ ég ekki betur séð en að Bjarni Bragi Jónsson, erfíngj- ar Kristjáns heitins Friðrikssonar í Últímu, Gylfi Þ. Gíslason, höfundar Bláu skýrslunnar, Björn Dagbjarts- son, Jón Sigurðsson og Þorkell Helgason, svo nokkrir séu nefndir (og mörgum sleppt), ættu að fá fiskistofnana að gjöf frá íslensku þjóðinni. Ég hef því tvær athugasemdir við sköpunarrök þeirra Illuga og Orra: í fyrsta lagi beita þeir sköpun- arrökunum vitlaust (reyndar skil ég ekki, haldi ég mig innan þess þrönga ramma sem þeir vilja nota, hvers vegna útgerðarmenn ættu að teljast skapendur „fiskveiðiauðlind- arinnar“ frekar en sjómenn eða fiskverkafólk, en það er önnur saga og skal látin liggja milli hluta). í öðru lagi tel ég að rétt greining í E Rkomið AÐ ÞÉR AÐ GEFA? Opnum ÁíuÁÁan ... CBIóðSanííinn er opinn mánucfapa, þribfucfapa ocj mióuifucfaija fl. 8- 1.J, jimmtudapa ff. 8-19 op föstucfapa fcf 8-12. anda sköpunarrakanna afhjúpi afkáranleikann sem felst í að not- ast við þau sem reglu við úthlutan réttarins til að veiða úr fiskistofnum íslensku þjóðarinnar. Kauprökin „Á t.d. útgerðarmaður sem [.. .] fékk veiðiréttindi sín „ókeypis" að borga sama [veiði]gjald og sá sem keypti sín réttindi fullu verði á markaði[?],“ spyija þeir Illugi og Orri fullir vandlætingar. Þeir halda áfram og segja: „Slík gjaldtaka á lítið skylt við réttæti [sic!].“ Af- greitt mál, eða hvað? En þeir gleyma því að skattakerfíð hefur jafnað aðstöðu þeirra herra sem fengu ókeypis og þeirra herra sem keyptu. Þeir sem hafa keypt hafa fengið að afskrifa verðmæti að- keyptra aflaheimilda, á fimm árum, með þeirri röksemd að framtíð fisk- veiðistjórnunarkerfísins sé nokkurri óvissu háð, að handhafi aflaheimild- ar hafi ekki óafturkallanlegt for- ræði yfir heimildinni, þannig að lög- gjafinn geti, ef honum þóknast, breytt stjórnkerfi fiskveiðanna og í raun gert aflaheimildarnar verðlitl- ar eða verðlausar. (Sjá álit reikn- ingsskilanefndar Félags Löggiltra endurskoðenda dagsett 26. ágúst 1991). Álagning veiðigjalds fellur að mínu viti undir breytingu á fram- kvæmd fiskveiðistjórnunar. Að þessu leytinu hefur löggjafinn og framkvæmdavaldið hagað fram- kvæmd skattalaga gagnvart verð- mæti aflaheimilda þannig að ekki stangist á við álagningu veiðigjalds. Kauprök þeirra Illuga og Orra eru því engin rök. Rentuaðgreiningarrökin „Setjum nú sem svo að einhveij- ar útgerðir finni leið til að lækka útgerðarkostnað [...]. Verðurþessi nýja tækni þá um leið þjóðareign sem síðan aftur verður „gefin“ út- gerðarmönnum og þeir skattlagðir sérstaklega fyrir að nota?“ Svarið við þessari spurningu er afar ein- falt. Það skiptir engu máli fyrir snjallan útgerðarmann hveijum hann greiðir leigu fyrir kvótann. Kunni hann ódýrari aðferð við að ná í afla úr sjó en aðrir verður hagnaður hans af veiðunum hærra hlutfall útlagðs kostnaðar en geng- ur og gerist. Ekki nokkrum tals- manni veiðigjalds sem ég þekki hefur dottið í hug að leggja til að framkvæmd veiðigjaldsinnheimtu yrði með þeim hætti að „innanjað- arshagnaður“ (e. intra-marginal rent) af því tagi sem Illugi og Orri bera fyrir bijósti yrði gerður upp- NÝ SPARPERA sem kveikir og slekkur Söluaðilar um land allt tækur. Útsjónarsamur útgerðar- maður er jafn vel að því kominn og hver annar atvinnurekandi að njóta þess ef honum tekst að haga sínum rekstri með snjallari hætti en aðrir í sömu atvinnugrein. Rentuaðgreining skapar því engan vanda við útfærslu veiðigjalds. Sambúðarsam- lyndisrökin í Fjármálatíðindagrein minni og í Mbl. 21. september geri ég grein fyrir sambúðaivanda iðnaðar og sjávarútvegs. I stuttu máli felst vandinn í að þær aðferðir sem not- aðar hafa verið til að koma auðlindarentu til landsmanna fram til þessa hafa haft óheppileg áhrif á raungengi íslensku krónunnar. Ég bendi á að verði aðrar leiðir ekki færar standi íslensku launa- fólki og íslenskum kjósendum ávallt tvær leiðir til boða til að ná til sín auðlindaarðinum eða hluta hans. Önnur leiðin er að þvinga fram al- mennar kauphækkanir þegar vel árar í sjávarútvegi. Hin leiðin er að knýja fram almennan launaskatt á Alþingi sem sveiflaðist með hlið- sjón af greiðslugetu sjávarútvegs- ins. Báðar þessar leiðir skila nokkru af auðlindaarðinum til almennings en hefur í leiðinni óheppileg áhrif á þróunarmöguleika samkeppnis- greina. Sé almenningi fyrirmunað að ná til sín auðlindarentunni með veiðigjaldi gæti almenningur samt sem áður náð hluta hennar til sín, en sú arðtaka yrði dýrari en veiði- gjaldsaðgerðin. Þeir Illugi og Orri kjósa að ræða ekki þessa röksemda- færslu mína, heldur ræða út og suður um að eðlilegt sé að fyrirferð sjávarútvegs á vinnumarkaðnum sé mikil þegar sú atvinnugrein verður fyrir búhnykk. í ljósi síminnkandi vinnuaflsnotkunar í sjávarútvegi má setja spumingarmerki við þá fullyrðingu, en skal látið liggja milli hluta nú. Lítilræðisrökin Veiðigjald fellur undir þann flokk opinberrar gjaldtöku sem nefndir hafa verið grunnrentuskattar. Grunnrentuskattar þykja heppilegri en margir aðrir skattar vegna þess að þeir hafa ekki óheppileg áhrif á nýtingu framleiðsluþátta í hagkerf- inu. Um þetta er ekki deilt meðal hagfræðinga. Illuga og Orra þykir hins vegar ávinningurinn af að flytja skattheimtu úr formi truf- landi tekjuskatta yfir í form hlut- lauss veiðigjalds ekki umstangsins virði. Sé stuðst við þær tölur sem Illugi og Orri nefna í grein sinna ætti skattkerfisbreytingin að geta haft í för með sér lækkun jaðar- skatta úr 41% í 28%. Margir veiði- gjaldssinnar ætla að hagræðingin af skattkerfisbreytingunni sé mun meiri en þeir Illugi og Orri áætla. En látum það liggja milli hluta og spyijum heldur: Ætli það sé almenn skoðun meðal ungra sjálfstæðis- manna að lækkun jaðarskatta úr 41% í 28% sé lítilræði? Lokaorð Veigamestu rök veiðigjaldsand- stæðinga fyrir „gjafakvótanum“ sem svo hefur verið nefndur, er að útgerðarmenn hafi skapað „fisk- veiðiauðlindina”. Alvarlegir brestir eru í þeirri röksemdafærslu allri. Veiðigjaldsandstæðingar virðast loka augunum fyrir því að atbeini almannavaldsins er frumforsenda þess að hægt sé að halda uppi físk- veiðistjórnunarkerfi sem vit er í. Það er vaxandi krafa í vestrænum lýðræðislöndum að almannavaldið sé ekki notað til að hygla fámennum sérhagsmunahópum. Verði kvótinn afhentur núverandi handhöfum án endurgjalds verður erfitt að rétt- læta opinberan rekstur umfangs- mikils og kostnaðarsams fiskveiði- stjórnunarkerfís í framtíðinni vegna þess að slíkur rekstur gagnaðist aðeins litlum hópi þegnanna. Þetta ættu veiðigjaldsandstæðingar að íhuga af meiri íhygli en þeir virðast hafa gert til þessa. Höfundur er lektor í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.