Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 28
no 5ITTOAaíIAOUAJ 28 LAUGARDAGUR 4. OKTOBER 1997 JARNADÖTTU R Ég þurfti a minu Auður Bjarnadóttir, leikstjóri og dansa- höfundur, er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hún hefur nýlokið við tvær uppsetningar í reykvískum leik- húsum og næst er ferðinni heitið til G10 A.l HK' 1051' ÚA MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX Akureyrar þar sem söngleikur fer á fjal- irnar. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Auði um samband leikara og leikstjóra og innihald lífsdansins, yfír gómsætri máltíð á Grænum kosti. HVAÐ er sameiginlegt með einkalffi tveggja leikara sem leika samkynhneigða karlmenn og konu sem er frum- stæð, frjáls, laus við ok hins hlut- verkaskipta samfélags? Þeir karlar með hlutverk, sem sníður þeim þröngar skorður, hún lifir á eigin forsendum. Þeir í hlekkjum hugar- fars, hún hlaupandi um slétturnar eins og úlfurinn. Þeir tala, hún dansar. Þeir í BoVgarleikhúsinu, hún í Tjamarbíói. Þeir í ástarsögu, hún í sögu um frelsi. Astarsaga 3 nafnið á öðru verkinu, Fyrir lífið nafnið á hinu. En handbragðið er eitt og hið sama; handbragð Auðar Bjarna- dóttur sem stýrir sviðsetningu á Ástarsögu 3 eftir Kristínu Ómars- dóttur í Borgarleikhúsinu og dans- verkinu Fyrir lífið, sem hún samdi ásamt Láru Stefánsdóttur, í Tjam- arbíói. Framsýningar með tveggja vikna millibili í septembermánuði og enn er september þegar við setj- umst niður á Grænum kosti - sem svo skemmtilega vill til að er uppá- haldsveitingastaðurinn okkar begg- ja - og tölum um hvað lífið sé skemmtilegt; allir möguleikamir, allar hugmyndimar sem grassera í andrúmsloftinu, sköpunin, vinnan, börnin, maturinn. Og haustið, einhver fegursti tími ársins með sinn sérstaka ilm, sinn sérstaka hljóm og litimir ... Það eina sem maður saknar er litimir, náttúran þar sem maður tyllir sér við gluggann á Grænum kosti - ekkert nema grátt og aftur grátt, bílastæði og hús. En það gleymist þegar maturinn berst. Fyllt samosa í forrétt og síðan koma aðalréttim- ir; súrsætur pottréttur með brokk- ólísalati, grjónum og hrásalati, gul- rótarbuff með tveimur salötum og hummusborgari. í eftirrétt eru dísætar kökur, sykurlausar, ger- lausar - allt svo gott og heilnæmt og manni líður vel á eftir, er alveg laus við þá tilfinningu að maður hafi beitt sjálfan sig líkamlegu ofbeldi. Drekkum gulrótarsafa og vatn með matnum og fáum dásamlegt kaffi úr lífrænt ræktuðum kaffibaunum á eftir. „Við hjónin vorum barnlaus í tvær vikur í sumar,“ segir Auður, „og við borðuðum eiginlega héma allan tímann. Voram eins og kost- gangarar.“ Nafn Auðar hefur verið tengt leikhúsinu frá því hún var barn. Hún var ekki há í loftinu þegar hún byijaði að dansa og taka þátt í leik- sýningum og eftir að æskuskónum sleit hefur hún starfað sem ballett- dansari, bæði hér heima og erlend- is, auk þess sem hún hefur starfað sem dansahöfundur í æði mörgum leiksýningum og verið aðstoðarleik- stjóri. En fyrir tveimur áram ákvað hún að færa sig til í leikhúsinu og hélt til Bretlands til að læra leik- stjóm. Eftir heimkomuna vora svo ermarnar upp brettar og hafist handa. Ekki lítið átak íyrir tveggja barna móður. Tíu skæruliðar í stufunni „Framsýningin á Astarsögu 3 var 12. september, á afmælisdegi sonar míns,“ segir Auður. Og eyddi hann afmælisdeginum í leikhúsinu? „Nei, hann fékk ekki að koma. Hann er bara tíu ára og þetta er ekki sýning fyrir börn. Hann fékk hins vegar sitt afmæli. Það vora tíu skæraliðar í stofunni og sjálfur er hann mikill kraftabolti. Eg laumaði mér út og gestirnir urðu eftir hjá manninum mínum. Eg var búin að segja gestunum að þeir yrðu að sjá um sig sjálfir en ég gleymdi að segja manninum það svo hann sá um veisluna - og fannst hann af einhverjum ástæð- um þurfa að gera það vel.“ Hefurðu séð allar sýningamar á Astarsögu síðan? „Nei, ég sá fyrstu þrjár sýning- arnar en sat á mér á 4. sýningu. Eg var að hugsa um að senda leikurun- um, Þorsteini, Þórhalli og Áma Pétri, skeyti til að segja þeim að ég saknaði þeirra. Það er gamla góða stjómsemin ...“ segir Auður hlæj- andi og við ræðum það hvort samós- an sé of sterk til að vera forréttur í hádeginu. Það fer auðvitað eftir því hversu baneitraður maður er. Dnsymdi að hann væri hestur „Dæmi um stjómsemi leikstjóra:“ segir Auður þar sem við sitjum elskusáttar við samósuna, hvort heldur hún er sterk eða ekki. „Einn leikarann er farið að dreyma mig. Hann dreymdi að hann væri Æ hestur. Þessi hestur hefur að vísu nokkram sinnum komið til “ TÖLVULEIKURINN SérkennHegir sjúhdómar Breskir tölvuleikir eru iðulega frumlegir --------——-7-------—- og skemmtilegir. Arni Matthíasson spreytti sig á sjúkrahússrekstri. BRETAR njóta í dag framsýni sérvitringa í tölvumálum. Þannig má segja að þótt tæknilegt forskot tölvumála sé vestur í Bandaríkj- unum hafa breskir forritarar iðu- lega vinninginn í hugkvæmni og framleika. Veldur sjálfsagt ein- hverju að þar í landi var heil kyn- slóð forritara alin upp við frum- stæðar ódýrar Sinclair-tölvur. Sést það kannski best á nýlegum leikjum breskum, þar á meðal Theme Hospital. í grannatriðum gengur Theme Hospital út á það að reka sjúkra- hús með sem mestum hagnaði og árangri og sú hlið leiksins er af- skaplega vel útfærð. Kímni er að- al framleiðandans, Bullfrog, og því er margt sérkennilegt á seyði á sjúkrahúsinu aukinheldur sem sjúkdómar era margir torkenni- legir, ekki síður en lækningaað- ferðir. Leikurinn hefst á langri frá- sögn af spítalanum, starfsmenn era kynntir til sögunnar, sjúk- dómar og tækni. Hægt er að byrja á kynningarleik áður en farið er út í alvörana, en þegar þangað er komið er eins gott að vera vel á verði. Sjúkrahúsið hefur úr takmörkuðu fé að spila og gæta verður að því að lega það. Hvað verður maður beð- inn um næst?“ Nema, hann veit ekki fyrr til en að hann er vaknaður og er þá í trans!“ Þessa sömu nótt dreymdi mig að mér væri boðið danshlutverk. Ég hef ekki dansað í fimm ár og hugs- aði mjög alvarlega um það. En, ó, þetta var svo spenn- andi hlutverk. Ég átti að dansa ofsalega geð- veika konu og fannst það voða hans í draumi. En svo dreymir hann eina nóttina að ég er að leik- stýra honum og hann er í miklu hestsgervi. Ég bið hann að vera miðill í þessu hestsgervi og fara í miðilsástand. Hann þakkaði bara kærlega, sagði er nefni-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.