Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 6
T reer hmhötxo.1huoauhaoua.i 6 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997______________' _____________ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Skin og skúrir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Skynsamlegt að setja tak- markanir á aflahlutdeild Kvótahæstu útgerðarfélögin 1997-1998 Heildarkvóti, Hlutfall af þorskígildi, heildarkvóta, tonn 1997-98 1. Samherji hf Akureyri 25.084 5,69% 2. Þormóður rammi - Sæberg hf Siglufirði 16.339 3,71% 3. Útgerðarfélag Akureyringa hf Akureyri 15.289 3,47% 4. Grandi hf Reykjavík 14.175 3,22% 5. Haraldur Böðvarsson hf Akranesi 12.892 2,93% 6. Síldarvinnslan hf Neskaupstad 10.055 2,28% 7. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf Eskiflrði 8.164 1,85% 8. Fiskiðjan Skagfirðingur hf Sauðárkróki 8.042 1,82% 9. ísfélag Vestmannaeyja hf Vestm.eyjum 7.876 1,79% 10. Skagstrendingur hf :ímM Skagaströnd 7.571 1,72% ~ Samanlagt 125.487 28,47% Heildarkvóti 440.713 100,00% ÞAÐ hefur rignt hressilega á huidsmenn á suðvestanverðu land- inu undanfarna daga en sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er útlit fyrir að það sjái til sólar í dag í Reykjavík en mugga „ÉG er alveg sáttur við þessar tillög- ur,“ segir Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Samherja hf., um tillögur starfshóps sjávarút- vegsráðherra, sem leggur til að sett- ar verði takmarkanir á aflahlutdeild einstakra útgerðarfyrirtækja. „Ég tel nauðsynlegt fyrir íslend- inga að eiga öflug fyrirtæki í sjávar- útvegi, sem eru einnig öflug í versl- un með sjávarafurðir en það er al- veg ljóst að það er vilji þjóðarinnar, stjórnmálamanna og annarra, að fyrirtækin verði ekki stærri en þetta. Ég tel rétt að mismunað sé á milli þeirra fyrirtækja sem eru með verði norðanlands. I kvöld er hins vegar von á nýju regnsvæði yfir landið og er þá betra fyrir þá sem hyggja að útiveru að búa sig vel, eins og dömumar á myndinni gerðu í rigningunni á dögunum. dreifða eignaraðild og hinna sem eru það ekki. Ég sé því ekkert at- hugavert við þessar tillögur,“ segir Þorsteinn. Aðspurður segir Þorsteinn aug- ljóst að með reglum af þessu tagi sé verið að setja ákveðnar hömlur á sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja og að þau nái fram hagræðingu með því móti. „Én það er nauðsynlegt fyrir okkur sem rekum þessi fyrir- tæki að lifa í sátt við umhverfi okk- ar og það er almennur vilji að þessi fyrirtæki verði ekki of stór. Það er því ekkert í þessum tillögum sem er mér á móti skapi,“ segir Þorsteinn. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segist telja skynsam- legt að settar verði reglur um há- mark á aflahlutdeDd útgerða og gerðar verði strangari kröfur um dreifða eignaraðild í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum vegna sérstöðu greinarinnar. Þorsteinn kynnti tillögur starfshóps, sem leggur til að settar verði ákveðnar takmarkanir á aflahlutdeild fyrir- tækja og drög að frumvarpi sem starfshópurinn samdi, á ríkis- stjórnarfundi í gær. SjávarútvegsráðheiTa skipaði starfshópinn í byrjun þessa árs og fól honum að kanna hvort tilefni væri til að setja takmarkanir á afla- hlutdeild útgerðarfyrirtækja og ákvæði sem tryggðu dreifða eignar- aðild. „Mitt mat er að það sé skynsam- legt að stíga slíkt skref. Ég tel að það sé mjög mikilvægt í þessari at- vinnugrein eins og öðrum að eign- araðild sé dreifð svo að virk sam- keppni sé ríkjandi. Við getum best tryggt það á grundvelli samkeppn- innar að hæfustu aðilamir stundi atvinnustarfsemina. Þar sem hér er um ríýtingu á takmarkaðri nátt- úruauðlind að ræða, getur aðgang- urinn að atvinnuréttindunum held- ur ekki verið frjáls. í ljósi þeirrar sérstöðu er það mitt álit að það sé ástæða til að gera meiri kröfur í sjávarútvegi að þessu leyti en í annarri atvinnustarfsemi. Það er alveg Ijóst að samkeppnisreglur samkeppnislaga ná til sjávarút- vegsins en sérstaða hans er slík að ég tel að ástæða sé til að gera rík- ari kröfur til hans í þeim tilgangi að halda uppi dreifðri eignaraðild og tryggja með því samkeppni," segir Þorsteinn. Sjávarútvegsráðherra segir að deila megi um hvar setja eigi há- mark á aflahlutdeild. í tillögum starfshópsins er lögð til sú megin- regla að aflahlutdeild útgerðaraðila megi ekki verða meiri en 8% af út- hlutuðum heildarkvóta. Þó verði heimilað 10% hámark þegar eign- araðild fyrirtækisins er dreifð þar sem enginn einn aðili á meira en 20% í viðkomandi fyrirtæki og eng- ar hömlur eru á sölu hlutabréfa. Viðmiðunarmörkin nyög ná- lægt því að vera viðunandi Málið verður til umfjöllunar í rík- isstjóm á næstunni að sögn Þor- steins. Hann segist vonast til að hægt verði að leggja fram laga- frumvarp sem gangi í þessa átt þeg- ar umfjöllun ríkistjómaf er lokið en ákvörðun um það hafi þó ekki verið tekin. Aðspurður segir Þorsteinn að ekki sé ósamkomulag innan ríkis- stjórnarinnar um málið en hins veg- ar geti komið upp fjöldamörg álita- efni þegar fjaliað sé um breytingar af þessu tagi og því þurfi að fara fram ítarleg umræða um málið. Þorsteinn var spurður hvort hann gæti fallist á þau viðmiðunar- mörk á hámarkskvóta sem starfs- hópurinn leggur til og sagðist hann gera ráð fyrir að einhverjir mundu halda því fram að 8% hámarkið væri of lágt og aðrir að það væri of hátt. „Það er auðvitað eitt af því sem menn þurfa að meta. Ég tel að nefndin hafi komist mjög nálægt því að setja fram skynsamlegar til- lögur að þessu leyti. Ef umræður í framhaldinu verða á þann veg að gera eigi breytingar verður það auðvitað skoðað en ég veit að nefndin lagði mikla vinnu í tillögu- gerð sína og tel að hún hafi farið mjög nálægt því að setja fram við- miðunarmörk sem geti verið ásætt- anleg,“ sagði hann. Þorsteinn Már Baldvinsson, Samherja hf. Alveg’ sáttur við tillögurnar Endurbættur tölvu- búnaður RB í gagnið IJNNIÐ er að eflingu tölvubúnaðar Reiknistofu bankanna og standa vonir til þess að endurbótunum ljúki í þessum mánuði. Sólon Sigurðsson, varaformaður stjómar Reiknistofu bankanna, segir að vonast sé til þess að þar með sjái fyrir endann á þeim vandkvæðum sem komið hafa upp í Reiknistofunni í nokkur skipti á und- anfómum mánuðum, en það hefur einkum orðið um mánaðamót þegar álag er mikið. Nú síðast gerðist það í fyrradag þegar tafir urðu á að fimm milljarða króna greiðslukortavelta síðasta mánaðar skilaði sér frá kortafyrirtækjum inn á reikninga verslunar- og þjónustuaðila. Sólon Sigurðsson sagði að ýmsar aðgerðir væra í undirbúningi í Reiknistofu bank'anna til þess að koma í veg fyrir þau vandkvæði sem komið hefðu upp. Nýlega hefði verið gerður samningur við Nýherja um stækkun tölvubúnaðar RB. Af- kastageta búnaðarins ætti að aukast um 42,5% í kjölfarið og stefnt væri að því að þessi stækkun kæmist í gagnið í þessum mánuði. Þá væri einnig þessa dagana verið að taka í notkun nýja diskasam- stæðu, sem þýddi að diskarými yk- ist um 60%, auk þess sem nýju disk- amir væra hraðvirkari en þeir sem fyrir væra. Nýtt færslusöfnunarkerfi Þessu til viðbótar væri verið að endurnýja tölvubúnað RÁS-þjón- ustunnar sem Reiknistofan annaðist rekstur á. Það væri að hluta til komið til framkvæmda nú þegar, en ætti að vera komið að fullu í notkun í þessum mánuði. Um væri að ræða þann búnað sem héldi utan um heimildagjafir vegna notkunar greiðslukorta. Loks væri unnið að uppsetningu á nýju færslusöfnunar- kerfi og það ætti að verða komið í notkun fyrir áramót. „Það er verið að gera ýmislegt til að komast fyrir þessi vandræði sem því miður hafa komið fyrir ítrekað undanfarin mánaðamót til mikils ama fyrir allan almenning, verslun- areigendur og ekki síður bankafólk- ið sem lendir í leiðindum út af þessu. Með þessum aðgerðum telj- um við að þetta eigi að geta heyrt sögunni tU,“ sagði Sólon ennfremur. Hann sagði að það væri ekkert langt síðan tölva Reiknistofunnar hefði verið stækkuð. Aukningin í öllum raírænum viðskiptum hefði hins vegar verið gríðarlega mikil og álagið í samræmi við það. Forritsvilla Guðjón Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri hjá Reiknistofu bank- anna, sagði að ástæðan fyrir þeim töfum sem urðu á færslum inneigna vegna greiðslukorta á fimmtudag hefði verið forritsvilla sem komið hefði upp í debetkortakerfinu að- faranótt fimmtudagsins, en svona fomtsvillur væru sjaldgæfar. Nauð- synlegt hefði verið að kalla út kerf- isfræðing til að gera við forritíð, en á meðan hefði allar vinnslur stöðvast. Kerfið hefði verið komið í gang á fimmtudagsmorguninn þeg- ar verslanir voru opnaðar, en ekki hefði verið lokið að bóka inn þær færslur sem biðu um nóttina fyrr en seint á fimmtudaginn eftir lokun banka. Þarna hefði fyrst og fremst verið um að ræða færslur til kaup- manna og þjónustuaðila sem hefðu átt viðskipti með greiðslukort í síð- asta mánuði. Það hefði auðvitað ver- ið mjög bagalegt fyrir kaupmenn að hafa ekki þessa fjármuni strax að morgni inni á sínum reikningum, en hins vegar hafi sú leið verið opin fyrir þá að leita heimilda hjá við- skiptabönkum sínum. Guðjón sagði aðspurður að álagið á tölvukerfi RB væri mjög mikið um hver mánaðamót. Kerfið hefði getað annað þessu álagi að undanfömu. Hins vegar mætti ákaflega lítið út af bera til þess að vandræði sköpuð- ust. Þá væri rétt að taka fram að vandkvæði sem komið hefðu upp í ýmsum verslunum um mánaðamót hefðu einnig stafað af álagi á tölvu- kerfi verslananna sjálfra. Það hefði til dæmis komið í ljós í sambandi við þau vandkvæði sem orðið hefðu um mánaðamótin júlí/ágúst í sumar í verslunum ÁTVR að þar hefði verið um að ræða innra vandamál í því tölvukerfi, auk vandamála hjá RB. Guðjón sagði að nú væri búið að koma öllu í samt lag aftur og engin vandkvæði. Vonandi yrði allt í lagi um næstu mánaðamót. Það væri ekki nema einhver skakkafóll, eins og forritsvillur, sem ættu að geta sett strik í reikninginn. Hins vegar væri ekki nóg að kerfi RB væri í lagi, heldur þyrftu kerfi verslan- anna einnig að vera rétt stillt og nægilega öflug til þess að anna miklu álagi. Óvissa á tímabili Einar S. Einarsson, forstjóri Visa- Island, sagði aðspurður að færslur til kaupmanna og þjónustuaðila vegna viðskipta með greiðslukortum í síðasta mánuði hefðu frestast og ekki verið lokið fyrr en síðdegis á fimmtudag. Um hefði verið að ræða um fimm milljarða króna frá Visa-ís- land til 6-7 þúsund sölu- og þjón- ustuaðila. Menn munaði nú um minna. Nú væri hins vegar allt kom- ið í samt lag og fjármunimir komnir inn á reikninga þeirra sem ættu féð. „Þetta orsakaði nokkra óvissu á tímabili og auðvitað varð maður var við það að menn gátu ekki ráðstafað þessu fé af reikningum sínum fyrr en búið var að gera sértækar ráð- stafanir," sagði Einar. Hann sagði að símalínur fyrir- tækisins hefðu verið rauðglóandi á tímabili og einnig hefði mikið verið hringt til bankanna til að vita hverju það sætti að peningarnir hefðu ekki skilað sér. Rýmingapsala! -C MIKILL flFSLÁTTUR flF flLLS KYlilS SKÓM>- 4 daga Laugardag 4. okt. Sunnudag 5. okt. Mánudag 6. okt. Þriðjudag 7. okt. oplð 10-17 opfð 13-17 opið 9-1 8 opið 9-18 £ STOpTÆKNI Lsekjargötu 4 • S: 551 4711
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.