Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBKR T997 MÖRGUMBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kjördæmaskipan og mannréttindi Sveinn Valfells FORSÆTISRÁÐ- HERRA hefur skipað nýja nefnd til að gera tillögur um kjördæma- skipan. Vonandi verður hún farsæl í störfum og kemst að þeirri niður- stöðu að allir borgarar landsins eigi að hafa jafnan rétt til að velja sér fulltrúa til lands- stjórnar. Hitt er þó lík- legra að kjördæmaskip- an verði hagað eftir geð- þótta hagsmunaðila á núverandi þingi. Hún verði ekki þannig að tryggður verði réttur sérhvers borgara til að hafa jöfn áhrif á hveijir fari með stjóm landsins. Árið 1880_ var gefíð út á Eskifirði rit eftir Jón Ólafsson ritstjóra og heit- ir það „Jafnræði og þekking: Nokkur stjómfræðileg undirstöðuatriði um réttan grundvöll sjálfstjómar". Að loknum kafla um almennar hugieið- ingar um mismunandi stjómarfar segir í riti þessu meðal annars: „Oss virðist einstætt, að hæfíleiki manna til kosningar og kjörgengis réttinda fari hvorki að búsetu, stöðu eða bund- ið við grasnyt (væri eigi eins nær að binda það við, að maður ætti ein- hvem grasbít?)." Síðan þetta var skrifað eru liðin 117 ár. Svo virðist sem stjórnkerfí manna séu sem önnur lífræn kerfí og streitist móti þeim breytingum er geti ógnað tilvem þeirra. Þá breytir engu um hvort um grundvallar mann- réttindi sé um að tefla. Svo var á dögum þrælastríðsins í Bandaríkjum Norður-Ameríku og nú nýlega í Suð- ur-Afríku. I báðum þessum löndum var stómm hluta íbúanna neitað um þau mannrétt- indi að hafa jafnan rétt á við aðra til að hafa áhrif á hveijir færa með stjórn landsins. í Suður-Afríku var rétturinn tengdur kynþætti. í Bandaríkjun- um var rétturinn tengdur því hvort menn væm borgarar ríkisins, en það vom þrælar ekki og flest- ir þrælanna vom blökku- menn. Hérlendis er mönnum mismunað um kosninga- rétt eftir búsetu þannig að misvægi atkvæða er allt að þrefalt. Á þessari skipan kosn- ingalaga og þeirri skipan sem tíðkað- ist í Suður-Áfríku á síðasta áratug Hvernig liti kjördæma- skipanin út í augum umheimsins, spyr Sveinn Valfells, ef íbúar Stór-Reykjavík- ursvæðisins væru blökkumenn? og í Bandaríkjunum á síðustu öld er stigsmunur en ekki eðlismunur. í báðum þessum tilfellum em framin mannréttindabrot. Kosningaréttur á ekki að vera bundinn tekjum, kyn- ferði, kynflokki, trúarbrögðum né búsetu. Engin rök mæla með að borg- umm sé mismunað í jafn sjálfsögðum réttindum og kosningarétti, nema al- menn skilyrði svo sem um aldur og lögræði. 011 rök til réttlætingar um mismun kosningaréttar era falsrök. Þetta á einnig við þau rök sem heyr- ast oftast um óhagræði þess að búa í dreifbýli. Hvað þá með annarskonar óhagræði eins og til dæmis fötlun? Staðreyndin er sú, að margir íbúar þessa lands em svo samdauna órétt- lætinu að þeir sjá það ekki. Menn sjá flísina í auga náungans en ekki bjálk- ann í auga sínu. Þeir sem neita sam- borgumm sínum um full mannréttindi em valdníðingar hvort sem þeir heita De Klerk eða Jón Jónsson. De Klerk varð þessi staðreynd ljós og hafði manndóm í sér til _að stöðva misréttið í Suður-Afríku. Á næstu misseram mun koma í Ijós hvort ráðherrar og þingmenn íslendinga hafí vit og kjark til að feta í fótspor hans. Hvemig liti kjördæmaskipanin út í augum umheimsins ef íbúar Stór- Reykjavíkursvæðisins væm blökku- menn? Sú var tíðin að íbúar Suðvesturbæj- ar (SOWETO: Southwest Township eða Suðvesturbær) Suður-Afríku höfðu minni atkvæðisrétt en íbúar Suðvesturbæjar á íslandi. Þá settu íslendingar viðskiptabann á Suður- Afríku. Nú er þessu öfugt farið: íbúar SOWETO hafa fullan atkvæðisrétt en Reykvíkingar og Reyknesingar ekki. Er kominn tími til að Suður-Afr- íka setji viðskiptabann á ísland og knýi þannig stjómvöld til aðgerða? Höfundur er verk- og viðskiptafræðingur. * Aletrun bílnúm- era verði breytt Snorri Bjarnason NU ÞEGAR þing er komið saman eftir sum- arleyfi vil ég vekja at- hygli á máli sem ég reifaði í vor í DV og varðar skrásetningar- númer bifreiða. Ég tal- aði við nokkra þing- menn og spurði þá álits á málinu og voru þeir mér hjartanlega sam- mála og höfðu góð orð um að koma því á fram- færi við aðra þingmenn og sjá til hvort ekki fengist viðunandi úr- lausn. Málið er, að fyrir all- mörgum árum fundu einhveijir kratahag- fræðingar það út að íslensku núm- erin yrðu að hverfa og reyndar þjóð- in líka, undir fjölþjóðlegt yfirbragð. Þessi númerabreyting var lengi að Þingmenn höfðu góð orð um, segir Snorri Bjarnason, að koma málinu á framfæri. velkjast í gegnum þingið, því ekki voru allir hrifnir en loks kom að því að þetta fór í gegn. Númeraskiptin fóra nú ekki fram fyrr en nokkrum árum seinna eða árið 1988 heldur var þessu laumað inn í skoðunarvott- orðin með gömlu númerunum og kölluð fastnúmer því engum þótti kveðskapurinn góður. Fólk átti víst Opið bréf til heilbrigðisráðherra STARFSFÓLK Víflsstaðaspítala hefur ekki farið varhluta af þeirri breytingaáráttu sem virðist gegnsýra heilbrigðisráðuneytið. Mörgum sinn- um hefur kvisast til starfsmanna að til stæði að leggja Vífílsstaði niður sem sjúkrahús, en þar fara fram lækningar á lungnasjúklingum, of- næmissjúklingum, sjúklingum með svefnháðar öndunartmflanir _ og sjúklingum með húðsjúkdóma. í því sambandi hefur verið rætt um að flytja lungna- og svefnlækningar á lyflækningadeild Landspítalans en framtíð ofnæmislækninga og húð- lækninga hefur hangið í lausu lofti. Langvarandisparnaður Allan þennan áratug höfum við starfsmenn Vífílsstaða mátt búa við það að fjárframlög til heilbrigðismála hafa lækkað ár frá ári. Fyrir þremur árum var bráðasjúkrarúmum fækkað á Vífilsstöðum, þjónusta í blóðmeina- rannsóknum var skert, laun aðstoð- arlækna lækkuð og eru nú lægri en á öðmm spítölum höfuðborgarinnar. Þjónusta í mötuneyti starfsfólks hef- ur einnig verið skert. Allt var þetta gert í nafni sparnaðar. í kjölfar ofangreindra aðgerða hefur rekstur spítalans á undanförn- um ámm haldist betur innan áætlun- ar en rekstur flestra sambærilegra deilda Ríkisspítalanna. Kostnaður á hvern legudag er nær helmingi lægri en á lyflækningadeild Landspítalans, þangað sem hugmyndin er að flytja hluta af starfseminni. Þrátt fyrir það, að reksturinn hafi búið við harð- ar aðhaldsaðgerðir, eins og áður var getið, hefur þó veraleg aukning orð- ið á öllum þáttum starfseminnar með bættri nýtingu á húsnæði og tækjum, styttri legutíma en þó aðallega auknu álagi á starfsfóik. Starfsemi Vífilsstaðaspítala Deild fyrir lungnasjúklinga þró- aðist upp úr berklahælinu sem stofn- að var á Vífílsstöðum fyrir 87 árum. Þetta var eðlileg þróun, sem nýtti þá aðstöðu og þekkingu sem fyrir var á staðnum. Ofnæmissjúkdómar fengu þar inni þegar sérþekking á því sviði fluttist til landsins. Hjá fá- mennri þjóð, sem vill gæta hag- kvæmni var þetta eðlileg tenging þar sem samnýta mátti aðstöðu og þekk- ingu. Af sömu ástæðu var eðlilegt að rannsóknir og meðferð á svefn- háðum öndunartmflunum yrðu til húsa á Vífílsstöðum. Legudeild fyrir húðsjúkdóma - sem er eina deildin sinnar tegundar á landinu - var flutt að Vífilsstöðum árið 1980. Það var gert vegna þrengsla á Landspítalan- um og til að rýma fyrir annarri staf- semi þar. Það er ekki hrist fram úr erminni á einni nóttu að fá sjúkradeild til að starfa vel og snurðulaust. Vinnan er teymisvinna þar sem hver stafsmað- ur er mikilvægur hlekkur af heild- inni. Á Vífílsstöðum hefur starfs- andinn verið góður og við höfum fundið ánægju af árangri i starfi, þrátt fyrir vaxandi álag á undanförn- um ámm. Nú gætir aftur á móti þreytu vegna sífelldrar varnarbar- áttu við að fá að sinna vaxandi fjölda sjúklinga á viðunandi hátt. Áform um flutning Meðal faglegra stjórnenda hefur verið einhugur um að flutningur bráðastarfsemi fyrir lungna- og of- næmissjúklinga á Landspítalalóðina væri æskilegur frá faglegu sjónar- miði. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að starfseminni yrði sköpuð viðunandi aðstaða á Landspítalanum, að sérþekking starfsfólks fengi áfram að njóta sín á nýjum vinnu- stað í teymisvinnu svipaðri og þeirri sem nú fer fram á Vífilsstöðum og að tryggt væri að þjónusta við sjúkl- inga yrði ekki skert. Að starfsemin hefur ekki enn þá verið flutt á Landspítalann stafar eingöngu af því að engin leið er að koma henni þar fyrir nema með stór- felldri skerðingu á þjónustu við þá sjúklingahópa sem hér um ræðir og raunar aðra hópa sjúklinga sem einn- ig yrðu fyrir barðinu á auknum þrengslum á Landspítalanum, sem þó em mikil nú þegar. 1. nóvember næstkomandi Starfsfólk Vífílsstaða var því í góðri trú að ekki yrði hróflað við starfseminni meira en orðið er fyrr en rými hefði skapast á Landspítal- anum, sem væntanlega verður með byggingu nýrrar barnadeildar, sem þegar hefur veríð ákveðin. Það var því ísköld vatnsgusa framan í starfs- fólk þegar í kvöldfréttum útvarps hinn 13. september sl. var sagt frá áformum um að flytja núverandi Starfsmannaráð Vífils- staðaspítala hefur sent Morgunblaðinu til birt- ingar eftirfarandi opið bréf til heilbrigðisráð- herra, Ingibjargar Pálmadóttur. starfsemi lungnadeildar frá Vífils- stöðum á Landspítalann eða ná- grenni hans ekki síðar en 1. nóv- ember nk. Það vora sem sagt sex vikur til stefnu! Ekki var orði andað að stjórnendum á Vífílsstöðum um þessa ákvörðun, hvað þá öðru stafs- fólki og eru nú liðnar meira en tvær vikur frá því fréttin var birt án þess að yfirvöld hafí látið frá sér heyra. Þessi framkoma yfirmanna ráðu- neytis heilbrigðismála lýsir fullkom- inni fyrirlitningu og skeytingarleysi um okkar störf. Við eram sárreið yfir þessari framkomu, líkt og sá sem er hrakinn og barinn að tilefnislausu, og ekki síður vegna þess að verið er að valda ótta og öryggisleysi meðal skjólstæðinga okkar og rífa niður það sem byggt hefur verið upp með áratuga starfi. Spurningar Okkur er ekki kunnugt um einn einasta fagaðila innan Ríkisspítala sem treystir sér til að mæla með flut- ingnum við núverandi aðstæður þ.e.a.s. 1. nóvember nk. í greinar- gerð, sem Iiggur til gmndvallar sam- komulagi fjármálaráðherra, heil- brigðisráðherra og borgarstjóra er farið rangt með staðreyndir. Því er haidið fram að fjöldi hjúkmnarsjúkl- inga sé 30-40 en bráðasjúklinga 20. Hér er tölum viðsnúið og byggist útreikningur á hugsanlegum sparn- aði á þessari rangfærslu. Hvaðan bámst ofangreindar tölur? Ráðuneyt- ið virðist vera svo yfirkomið af þrá- hyggju varðandi sparnað að engin langtímasjónarmið komast að. Jafn- vel tillögur ráðuneytisins horfa ekki til spamaðar. Meðal hugmynda ráðu- neytisins er að flytja göngudeild fyr- ir húðsjúkdóma í Templarahöllina, þar sem hún yrði til húsa ásamt skrif- stofu Ríkisspítalanna. Framtíð legu- deildar í húðsjúkdómum er í algerri óvissu. Fagaðilar vita, að til að reka þessar deildir af hagkvæmni þurfa þær að vera undir sama þaki þar sem aðstaða og mannafli nýtist saman fyrir báðar deildarnar. Göngudeild í ofnæmis- og lungna- sjúkdómum á að flytjast í nágrenni Landspítalans. Hvaða langtímasjón- armið liggja að baki þeirri ákvörðun? Fagaðilar vita að rekstur göngudeild- ar yrði í alia staði hagkvæmastur í náinni samvinnu við legudeild fyrir þessa sjúklinga. Á biðlista eftir næt- urrannsóknum vegna gmns um svefnháðar öndunartruflanir eru yfir 300 einstaklingar og hafa 75 þeirra beðið í meira en 1 ár. Er þetta við- unandi? Ráðuneytið traðkar á réttindum sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna og kemur með skyndiákvörðunum í veg fyrir að hægt sé að fylgja lang- tíma áætlunum um þróun sem horfir bæði til bættrar þjónustu við sjúkl- inga, faglegrar eflingar og aukinnar hagkvæmni í rekstri. Það er tíma- bært að þessi Tröllakirkja stjómkerf- isins endurskoði starfsemi sína. Starfsmannaráð Vífilsstaðaspítala. að fá tíma til að venjast þessum óskapnaði sem líktist helst veggjakroti. Það mundi þá kannski taka þessu þegjandi þegar þar að kæmi. Þegar að skiptunum kom átti það að gerast þannig að nýju spjöldin yrðu sett á alla nýja bíla sem kæmu til landsins en gömlu núm- erin myndu hverfa með þeim bílum sem fyrir voru. Talið er að um 40.000 bílar séu enn eftir með gömlu númer- in og hefur nú verið ákveðið að þau skuli hverfa fyrir árslok 1998 og kosta eigendur þeirra um 110 milljónir króna sem eru bara spjöldin. En margt er skrýtið í kýrhausn- um. Fyrir einu eða tveimur árum komst háttvirt Alþingi að þeirri nið- urstöðu að það skipti í rauninni engu máli hvaða stafír væru á þessum spjöldum ef þeir væm bara ekki fleiri en sjö og engin tvö eins. Þessir staf- ir mættu raðast upp eftir vild og mynda orð og þá hvaða orð sem fólki dytti í hug, heimskuleg eða gáfuleg, eftir efnahag hvers og eiris. Fyrir þennan greiða þarf aðeins að borga litlar tuttugu og sex þúsund krónur. Ég gerði það að tillögu minni að við, þessir 40.000 bíleigendur, með gömlu númerin sem verðum að skipta þeim nauðugir viljugir fengj- um að flytja stafína okkar yfir á nýju spjöldin og borga þá aðeins þessar 110 milljónir með fullri virð- ingu fyrir fjárþörf ríkissjóðs. Það hafa víst margir tekið eftir heilsíðu- auglýsingu í blöðum, frá Jöfri, þar sem þeir birta árangur af því sem þeir kalla skemmtilegar hugmyndir sem þeim bámst í númeraleik Jöfurs í Kringlunni á Amerískum dögum. Verðlaunin era meðal annars einka- númer að eigin vali. Ég hef alltaf litið á skráningamúmer bifreiða sem skilríki en ekki vettvang fyrir skrítlur og fáránleika. Mér hlýnaði í mínu gamla hjarta þegar ég sá á Akureyri á nýjum spjöldum og ég hef séð nokkur spjöld með R-númer- um. Þetta er mjög smekklegt og eins og að kitla gamla góða vini. Það sem ég vildi sjá er gamla form- ið með viðeigandi einum bókstaf og tölunum fyrir aftan. Fjórir tölustafir fyrir aftan bókstafinn og skoðunar- merkið með ártalinu fer mjög vel. Þegar tölurnar eru komnar yfír 10.000 má setja í tvær línur. Dæmi: A 10 10 000 R V ÍOO 999 Þetta yrði bæði áferðarfallegt og þægilegt að grípa ef með þarf. Eins og þetta er núna er það eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Það fordæmi sem búið er að gefa með þessum einkanúmerum býður upp á allskonar subbuskap, en það býður líka upp á það að auðvelt er að breyta í það form sem ég er að tala um með því einu að fella niður þennan 26 þúsund króna skatt en ef það telst nauðsynlegt að leyfa einhver orðskrípi þá yrðu menn að borga fyrir það. Eins og þetta var áður hafði fólk sín einkanúmer eða þeir sem vildu, á meðan það bjó í sama umdæmi en ef það flutti sig á milli umdæmanna varð að breyta. Þetta þarf ekki að vera þannig. Þótt mér dytti í hug að flytja til míns fæðing- arbæjar, Reykjavíkur, þá hefði ég áfram mitt H, Skagfirðingurinn sitt K, Árnesingurinn sitt X o.s.frv. því R-in era í svo miklum meirihluta að það myndi engan rugling gera. Von- ast eftir góðum stuðningi við þetta þjóðþrifamál. Höfundur býrá Blönduósi og var umboðsmaður Morgunblaðsins í tvo áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.