Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Barnablaðið Æskan á erindi til allra Frá Magnúsi Stefánssyni: BARNABLAÐIÐ Æskan er án efa eitt merkilegasta blað sem gefið er út hér á landi. Það sem meira er, Æskan hefur verið gefin út í 100 ár og má með sanni segja að blað- ið beri aldurinn vel. Æskan skipaði alltaf sérstakan sess á mínu æskuheimili, ætíð var beðið eftir nýjasta blaðinu með eft- irvæntingu og það var lesið frá orði tii orðs. Alla tíð hefur vel tekist til með efnistök í blaðinu og þar hafa börn og unglingar allaf haft mögu- leika á að koma sögum eða kveð- skap á framfæri og þar hafa ýmsir stigið sín fyrstu skref sem rithöf- undar. Þá hefur ætíð verið töluverð spenna við að fylgjast með kaflan- um um pennavini. Æskan hefur gegnum tíðina tengst starfi barnastúkanna sterk- um böndum. Á mínum uppvaxtarár- um í Ólafsvík var Æskan mikið notuð í stúkustarfi því sem foreldr- ar mínir höfðu umsjón með. Það má segja að stúkustarfið og Æskan hafi haft ómetanlegt gildi fyrir börn og unglinga, því til skamms tíma var það sú félagsstarfsemi sem stóð helst til boða. Því miður hefur okk- ar þjóðfélagsgerð breyst á þann hátt í seinni tíð að stúkustarfið hefur of víða vikið fyrir öðrum þátt- um sem hafa haft betur í samkeppn- inni um börnin og unglingana. Eftir kynni mín af Æskunni um langt árabil er það mín sannfæring að blaðið eigi fullt erindi til barna og unglinga og það sé í raun mjög mikilvægt að börn og unglingar hafi aðgang að blaðinu og lesi það reglulega. Gildi blaðsins felst ekki síst í þeim boðskap sem snýr að forvörnum gegn áfengi og fíkniefn- um og í annan tíma hefur einmitt varla verið meiri ástæða til að halda slíkum boðskap að börnum og ungl- ingum en einmitt nú um þessar mundir. Um leið og ég óska barnablaðinu Æskunni til hamingju við þessi tímamót óska ég æsku landsins til hamingju með að eiga aðgang að Æskunni og eiga þess kost að lesa það reglulega. Jafnframt þakka ég Æskunni samfylgdina gegnum tíð- Afmæliskveðja FORSIÐA nýjasta tölublaðs Æskunnar. ina, en nú hefur næsta kynslóð í fjölskyldunni tekið við, því börnin mín hafa tekið við áskriftinni að Æskunni. Ég óska þess að blaðið lifi sem lengst um komandi tíð, því það á sífellt erindi til hinnar efni- legu æsku okkar lands og getur stuðiað að heilbrigðu lífsviðhorfi hennar. alþingismaður. 100 ára afmæli Æskunnar Frá Halldóri Kristjánssyni: ÞEGAR bamablaðið Æskan á ald- arafmæli eru það merk tímamót í menningarsögu þjóðarinnar. Víst væri ástæða til að riija upp í megin- atriðum barnabókmenntir í landinu frá dögum Hannesar biskups Finns- sonar, hundrað ára sögu áður en Æskan verður til. Það var landssamband templara sem gaf Æskuna út ^fyrstu eins og er í dag. Bindindishreyfingin hefur allatíð átt blaðið þó að nokkru hafí munað að formi til. Barnablað- ið hefur lagt bindindishreyfingunni ómetanlegt lið og átt góðan þátt í uppeldi og mótun margra farsælla bindindismanna. Við erum mörg sem minnumst þess með þakklæti í dag. Það er mikil þjóðargæfa að Æsk- an er til og hefur þau tengsl sem raun er á. Lítum á það sem geð- læknirinn Viktor Frankl í Vín segir um sína reynslu. „Eiturlyijaneysla er í raun ein hlið almennara vandamáls, þ.e.a.s. tilgangsleysistilfinningar vegna þess að frumþörfum okkar hefur ekki verið fullnægt. Tilfinning fyrir tilgangsleysi er á hinn bóginn orðið útbreitt vandamál í iðnvæddum ríkjum." Síðan segir Frankl frá at- vinnulausu fólki og ellilífeyrisþeg- um sem þjáðist af þunglyndi. „Menn settu samasemmerki á milli þess að vera atvinnulausir og gagnslaus- ir og líf þeirra væri tilgangslaust. Þunglyndið hvarf þegar mér tókst að telja sjúklingana á að taka þátt í æskulýðsstarfi, fullorðinsfræðslu, sækja almenningsbókasöfn og þess háttar, í stuttu máli að fylla langan frítíma með einhvers konar ólaun- uðu eða mikilvægu starfi. Þung- lyndið hvarf þótt fjárhagsstaðan breyttist ekki og hungrið væri samt við sig. Sannleikurinn er sá að maðurinn lifir ekki á bótunum ein- um saman.“ Viktor Frankl sá sem hér er vitn- að til er í mínum huga frægastur Austurríkismanna eftir seinni heimsstyijöld. Hann er nú nýlátinn í hárri elli. Hann hefur notað heim- speki sína til baráttu gegn þeim lífs- leiða og tómleika sem er útbreitt vandamál í iðnvæddum ríkjum. Þess vegna finnst mér rétt að nefna hann í tilefni þessa afmælis. Tengsl barnablaðsins við ýmiss konar félagsmál sem halda þung- lyndi frá fólki, eldri sem yngri, eru þáttur í þjóðargæfu. Við skulum vona að á því verði framhald sem skilar ómældri blessun til komandi daga. l'íCMcUr, \{&>fiijfisr\jyi ifii Kúky. /j-tjL Gull í lófa Frá Helga Sæmundssyni: GLEÐIDAGAR voru jafnan heima í Baldurshaga og öðrum húsum á Stokkseyri þegar Æskan barst þangað á bernskutíð minni þar eystra. Mest fannst mér víst til um ágætar jólasögur Jóhannesar Frið- laugssonar í Haga í Aðaldal. Þær kenndu mér að skilja og njóta síðar skáldskapar annarra frægari barnabókahöfunda á borð við Sigur- bjöm Sveinsson, Nonna, Gunnar M. Magnúss, Stefán Jónsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson þegar ég Frá Sverri Hermannssyni: Á BERNSKUDÖGUM mínum í Ögurvík við Djúp vestur var ekki margt í fjölmiðlum, sem uppfræddi eða glapti fyrir æskufólki. Sá sem hér heldur á penna var orðinn átta ára, þegar útvarp kom á heimili hans, eða „radio“ eins og tækið var þá nefnt. Þetta hefír heldur betur breytzt á seinni dögum og mátti raunar minna gagn gera. Blaða- kostur var afar fábreyttur svo ekki sé meira sagt. ísafold og Vörður barst mánaðarlega eða svo, og þá gjarnan fleiri tölublöð í einu - og svo Barnablaðið Æskan. Nokkru síðar hóf Vikan göngu sína og er þá allt upptalið af lesmáli utan bóka. Lestrarfélag var að vísu í Ögursveit, og hafði lokið starfsemi sinni þegar undirritaður var á bernskudögum. Það kann að vera að unglingi hafí þótt Æskan þeim mun forvitni- legri sem ekki var um auðugan garða að gresja um lesmál á þessum dögum. Svo mikið er víst að hún var lesin upp til agna. Og hún var þannig úr garði gerð, að hún getur ekki annað en hafa haft heillavæn- leg_ áhrif á ómótaðar sálir. Á eitt hundrað ára afmæli þess gagnmerka og göfuga blaðs eru öllum aðstandendum þess færðar alúðarþakkir og vottuð virðing fyrir menningarlegt þjóðþrifastarf. kynntist snilli þeirra. Og enn hefur dijúgum bæst við í því úrvalsliði. En Æskan var ekki bara barna- blað. Fullorðna fólkið mat hana mikils eigi síður en börnin og varð henni þakklátt. Nú er hún orðin aldargömul og þó síung eins og forðum. Æskan hefur verið íslenskum börnum gull í lófa heila öld. Von- andi mun hún ennþá gleðja og fræða lesendur sína yngri og eldri um langa framtíð. 9{andver/$smarí(aður á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi Kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnarnesi stendur fyrir handverksmarkaði laugardaginn 4. okt. frá kl. 10-18. Um 50 aðilar víðs vegar að landinu sýna og selja fjölbreytta og glíesilega nytjalist Börn úr Tónlistarskóla Seltjarnarness spila kl. 13.00. Kvenfelagið verður með kaffi- og vöfflusölu. Nánari uppl. í síma 892 9340. Sertilboð til Kanarí 22. 0l(t. frá 48.630. 4 vilcur 12 s&tunn fanari Nú seljum við síðustu ssetin til Kanarí þann 22. október, en við höfum fengið viðbótargistingu á einu vin- sælasta hótelinu okkar, Lenamar. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Fallegur garður og frábær staðsetning í hjarta ensku strandarinnar. Verð kr. 48.630 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 22. okt., 4 vikur, Lenamar. Verð kr. 59.960 M.v. 2 í íbúð, Lenamar, 22.okt. (D Lenamar. í HEI IMSFERE 5IRj 1092 CZ 199^ T' Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 i i i i i ] i Afmæliskveðja til Æskunnar Frá Sigrúnu Magnúsdóttur: BARNABLAÐIÐ Æskan fagnar hundrað ára afmæli sínu um þessar mundir. Það er langur tími og fá- títt að blöð eða tímarit nái svo háum aldri. Þessi langa og samfellda út- gáfusaga blaðsins sýnir að það hef- ur haft hlutverk. Sjálf á ég góðar minningar um Æskuna frá bernsku minni, en ég var áskrifandi hennar í nokkur ár. Þetta var fyrsti póstur- inn sem ég fékk. Utanáskriftin á blaðinu var nafnið mitt og ég var stolt og glöð. Það var beðið eftir blaðinu, framhaldssögunni og margvíslegu mynd- og fræðsluefni. Eitt atvik sem tengist Æskunni hefur setið í mér alla ævi. í blaðinu var myndasaga um fiktsaman sták. Hann skrúfaði m.a. sundur klukku til að skoða inn í hana og kom henni ekki saman aftur. Bróð- ir minn og ég freistuðumst til að taka í sundur vekjaraklukku for- eldra okkar, sannfærð um að okkur tækist betur upp, en það fór á sömu leið og hjá stráknum. Dætur mínar voru einnig áskrifendur að Æsk- unni svo hún hefur verið heimilis- vinur um árabil. Okkur sem störfum að skóla- og uppeldismálum má vera það ljóst að boðskapur Æsk- unnar hefur mikið gildi á tímum umróts og margvíslegra freistinga. Heilbrigðir lífshættir, sjálfsagi og raunhæft gildismat eru ungum íslendingum mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Ég árna Æsk- unni allra heilla á næstu öld með þökk fyrir framlag hennar til menn- ingar og mannbóta. Sigrún Magnúsdóttir Form. Fræðsluráðs Reykjavíkur. ÞAIFI RLY K j At'ÍK TlMt LAUGARO. 4. OKI. KL 15.00 STABUR: KAFR REYKJAVÍK Pmk RARBIE NÁNARIUPPLÝSINGAR OG SKRÁNING: REYKJAVÍK: Skólavörðustig 2. simi SSl 1080 og bjá umboðsaðila Grensasvegi 13, stmi: 588 7S7S AKUREYRI: Halnarstrsli 91. (kaoi), sími 461 3399 20% BARBIE AFSLÁTTUR í ÐAG MAKE UP FOR EVER 97 Barbie MAKE UP FOR EVER PROFESSIONAL SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.