Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hlin fra
ttíJvum
frabæru synaargæludyr fylgja fritt með ollum
jm og prenturum í dag á meðan birgðir endast!
Nýjasta útgáfan af Microsoft
Flight Simulator á sérstöku
kynningarveröi aðeins í dag!
kr. 4.900
Opið til kl. 16:00
alla laugardaga!
.Tölvukjör
íolvu.-
verslun
heimilanna
Faiaftni 5 - Slml 533 2323
totvukJor@ttn.it
Vilja held-
ur Stolten-
berg en
Jagland
GAGNRÝNISRÖDDUM á
Thorbjem Jagland, leiðtoga
Verkamannaflokksins og frá-
farandi forsætisráðherra Nor-
egs, hefur fjölgað dag frá degi.
Það sem úrslitum virðist hafa
ráðið er sú ákvörðun Jaglands
að setja sér að ná 36,9% at-
kvæða í þingkosningunum sem
fram fóru um miðjan septem-
ber, eða fara frá ella. Nú sýpur
Verkamannaflokkurinn og Jag-
land seyðið af því en í skoðana-
könnun sem Scan-Fact gerði
fyrir dagblaðið VG kemur í ljós
að næstum því helmingi fleiri
kjósendur flokksins vilja að
Jens Stoltenberg fjármálaráð-
herra myndi ríkisstjóm, komist
Verkamannaflokkurinn aftur til'
valda.
I skoðanakönnuninni kváðust
63% stuðningsmanna Verka-
mannaflokksins vilja að Stolt-
enberg leiddi nýja stjóm
flokksins, kæmi til þess, en 37%
telja Jagland betur til þess fall-
inn.
Jagland segist í viðtali við
NTB-fréttastofuna vera von-
svikinn yfir úrslitum kosning-
anna en Verkamannaflokkurinn
hlaut rétt rúmlega 36% fylgi og
fer ríkisstjómin frá 13. október
nk. Jagland stendur hins vegar
fast við að ákvörðun sín um að
setja rnarkið við 36,9% hafi ver-
ið rétt. í VG sagði í gær að
staðfest væri að forsætisráð-
herrann hefði ekki haft samráð
við aðra ráðherra í ríkisstjóm-
inni eða næstráðendur í flokkn-
um áður en hann tilkynnti um
ákvörðun sína.
Jagland bendir á að hefði
stjóm Verkamannaflokksins
setið áfram við völd, hefði hún
orðið að reiða sig á stuðning
miðjuflokkanna og slíkt væri
óviðunandi. Hann útilokar hins
vegar ekki að Verkamanna-
flokkurinn komi aftur til valda,
verði viðhorfsbreyting innan
annarra flokkanna hvað varðar
aðgerðir í efnahagsmálum.
Stjörn Italíu riðar til falls vegna fjárlagadeilu
Kosið verðj 30. nóv-
ember falli stjórnin
Róm. Reuter.
MASSIMO D’Alema, leiðtogi Lýð-
ræðislega vinstriflokksins (PDS),
hefur lagt til að efnt verði til þing-
kosninga á Italíu 30. nóvember
verði ekki hægt að leysa deilu
stjómarinnar og Kommúnískrar
endurreisnar um fjárlög næsta árs.
Stjómin riðar nú til falls vegna
kröfu Kommúnískrar endurreisnar
um að hún falli frá fjárlagafrum-
varpi sínu og áformum um að
skerða verulega framlög til vel-
ferðar- og lífeyriskerfisins. Án
stuðnings flokksins hefur stjómin
ekki meirihluta á þinginu.
D’Alema sagði í viðtali við Corri-
ere della Sera að ef PDS, stærsti
flokkur samsteypustjómarinnar,
næði ekki samkomulagi við Komm-
úníska endurreisn þyrfti að efna til
kosninga 30. nóvember. Aðspurður
kvaðst hann ekki útiloka viðræður
við flokkinn en bætti við að ekki
kæmi til greina að verða við kröfu
hans um að breyta efnahagsstefnu
stjómarinnar.
Takist ekki að leysa deiluna mun
forsetinn taka lokaákvörðun um
hvort boðað verður til nýrra kosn-
inga. Oscar Luigi Scalfaro forseti
er sagður andvígur því að ítalir
gangi að kjörborði þremur og hálfu
ári áður en kjörtímabilinu lýkur.
Hann er sagður tregur til að fallast
á þingrof þar sem það myndi verða
til þess að þingið gæti ekki hafið
umræðu um veigamiklar breyting-
ar á stjómarskránni fyrir árslok
eins og stefnt er að.
Flestir andvígir
kosningum
Samkvæmt skoðanakönnunum,
sem vora birtar í gær, vilja flestir
Italir að stjórnin haldi velÖ. I einni
þeirra sögðust 73% ekki vilja að
stjómin félli en 20% vildu að hún
segði af sér.
Ónnur könnun bendir til þess að
verði kosið strax myndi Lýðræðis-
legi vinstriflokkurinn fá ívið meira
fylgi en í kosningunum fyrir 17
mánuðum. Fylgi Kommúnískrar
endurreisnar myndi aukast vera-
lega, eða úr 8,6% í 12,3%.
„Eintómur fyrirsláttur“
Harðlínumenn úr ítalska komm-
únistaflokknum stofnuðu Kommún-
íska endurreisn árið 1991 þegar
marxistaflokkurinn tók upp jafnað-
arstefnu og nafnið Lýðræðislegi
vinstriflokkurinn. Fréttaskýrendur
segja að deilumar snúist ekki að-
eins um fjárlögin því Kommúnískri
endurreisn sé mjög í mun að marka
sér sérstöðu og auka áhrif sín í
ítölskum stjómmálum. Flokkurinn
er einnig andvígur nýjum tillögum
um breytingar á stjómarskránni,
sem myndu skerða áhrif hans og
annarra smáflokka veralega.
„Fjárlögin era eintómur fyrir-
sláttur," sagði Renato Mann-
heimer, stjómmálafræðingur við
Genúa-háskóla. „Þeir vilja endur-
heimta pólitíska ímynd sína og
vora ólmir í pólitískan slag.“
Rússlandsforseti og stjórnarandstaðan deila
Segir þolinmæði sína á þrotum
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
réðst í gær harkalega að rússnesku
stjómarandstöðunni og kvaðst orð-
inn þreyttur á andstöðu hennar við
umbætur. Sagði hann að þolin-
mæði sín og þjóðarinnar væri ekki
takmarkalaus og gaf til kynna að
hann íhugaði að leysa upp þingið.
Andstæðingar hans úr Kommún-
istaflokknum svöraðu forsetanum
fullum hálsi og sögðu umbótasinn-
aða stjórn hans samsafn hug-
myndafræðilega gjaldþrota fjár-
kúgara.
Jeltsín lét þessi orð falla í út-
varpsávarpi í gær en þá vora fjög-
ur ár liðin frá því að hann sendi
skriðdrekasveitir til að brjóta á
bak aftur uppreisnartilraun þing-
manna í Moskvu. Gaf hann til
kynna að hann kynni að leysa upp
dúmuna er hann sagði hana verða
að starfa í þágu Rússlands. Komm-
únistar era stærsti flokkurinn á
þingi og hafa lagst af þunga gegn
ýmsum framvörpum ríkisstjómar-
innar. Sakaði forsetinn þingmenn
um óábyrga afstöðu er þeir stæðu í
vegi fyrir umbótum í málum er
varðaði eignarhald á landi, félags-
tryggingamálum, baráttunni gegn
glæpum og utanríkismálum. „Ef
marka má stemmninguna í
dúmunni stöndum við frammi fyrir
enn einu dæminu um átök á milli
dúmunnar og íramkvæmdavalds-
ins... Þeir [stjómarandstæðing-
amir] litu greinilega á tilraunir
mínar til samstarfs sem veikleika-
merki.“
Gennadí Zjúgjanov, formaður
Kommúnistaflokksins, svaraði
árásum forsetans með því að saka
hann um að hafa ekki staðið við eitt
einasta kosningaloforð frá síðasta
ári. „Stjóm hans er algerlega
gjaldþrota, - fjármálalega og hug-
myndafræðilega." Sagði Zjúgjanov
að kommúnistar myndu ekki
greiða fjárlagafrumvarpinu at-
kvæði sitt, það væri fjárkúgun.
Þingmenn væra beittir þrýstingi til
að samþykkja illa undirbúið frum-
varpið. Þá kenndi hann Jeltsín um
mikla pólitíska kreppu sem ríkti og
sakaði forsetann um að hafa sett
„umdeilanlega afarkosti“.
Sjö ár frá
sameiningu
MEÐLIMIR þjóðræknifélags í
Berlín ganga í skrúðgöngu í gegn
um Brandenborgarhliðið íklæddir
hermannabúningum úr tíð Friðriks
mikla Prússakonungs. Skrúðgang-
an var liður i hátíðahöldum i tilefni
af því að sjö ár voru liðin í gær frá
sameiningu Þýzkalands eftir 41 árs
skiptingu i tvö ríki. Fólk alis staðar
að úr Þýzkalandi tók þátt í hátíða-
höldunum í þýzku höfuðborginni,
en sameiningardagsins var minnzt
með ýmsum hætti um allt landið.
George Bush, sem var forseti
Bandaríkjanna þegar Berlínarmúr-
inn féll, var heiðursgestur í Berlín í
gær. Hann sagði almenning Mið- og
Austur-Evrópu, ekki ríkisstjórnir,
eiga heiðurinn að niðurrifí járn-
tjaldsins.
Reuter
LEIÐTOGAR Verkamannaflokksins fagna lokum flokksinsins í
Brighton ásamt eiginkonum sfnum. F.v.: Cherie og Tony Blair, John
Prescott og eiginkona hans, Pauline.
Flokksþingi lokið
TONY Blair, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, og næstráðandi hans,
John Prescott, vöraðu flokksfélaga
sína í gær við því að framundan
væri umbrotatímabil og vonuðust
eftir einingu í flokknum, svo hann
mætti vera við völd næsta áratug-
inn. Var þetta inntak lokaræðna
þeirra á þingi flokksins sem staðið
hefur í eina viku í Brighton.
í ræðu sinni sagði Prescott nauð-
synlegt að Verkamannaflokkurinn
sæti við völd í tvö kjörtímabil ef
honum ætti að takast að breyta
Bretlandi í nútímalegt, réttlátt og
árangursríkt samfélag. Því væri
mikilvægt að viðhalda einingu innan
flokksins. Blair varaði flokksmenn
hins vegar við því að framundan
væra margar óvinsælar ákvarðanir.
Blair hefur skipað Frank Field í
embætti aðstoðarfélagsmálaráð-
herra og er fullyrt í The Times að
Field sé í þann mund að leggja fram
áætlun sem skyldi alla launþega til
að greiða í sjóð til að fjármagna sí-
vaxandi kostnað af umönnun aldr-
aðra. Þá segir blaðið að Bretar
kunni að verða skyldaðir til að
leggja fé í eftirlaunasjóði sem bæt-
ast við núverandi lífeyrissjóðakerfi.
Ræðum Prescotts og Blairs var
að vonum vel tekið en þó vora fagn-
aðarlætin einna mest er vinstrisinn-
ar í flokknum ræddu mál á borð við
kjamorkuafvopnun. Kvaðst Blair
engu að síður þess fullviss að meiri-
hluti flokksin's stýddi sig.